Þjóðviljinn - 22.11.1970, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.11.1970, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVII/JINN — Sunnudagur 22. nóveariiber 1970. Harper Lee: Að granda söngfugli 24 Þegar við komum að Höfða kyssti Alexandxa frænka Jaok frænda, Francis kyssti Jack frænda, Jimmy frændi tók í höndina á Jack frænda án þess að mæila orð, og við Jemmi rétt- um Francis gjafirnar hans og síðan gerði hann slíkt hið sama. Jemmi var um þessar mundir mjög drjúgur með sig yfir hinum háa aldri sínum og vék ékki frá fullorðna fólkinu, svo að það kom í minn hlut að skemmta Franeis. Hann var átta ára og vatnskembdi á sér hárið þvert yfir hvirfilinn. — Hvað hefurðu fengið í jóla- gjöf? spurði ég tourteislega. — Einmitt það sem ég óskaði mér, sagði hann. Francis hafði óskað sér hnjá- HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu. og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Penna Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68 SINNUM LENGRI L-VSSNG NEOEX 2500 klukkustunda Iýsing við eðliiegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásaia Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 MBBMMnmi buxna,) rauðrar lakktösku undir skólabækumar, fimm skyrtna og þversUíufu. — íuið var indælt, sagði ég hræsnisáfuil. — Við Jemrai feng- um löBtbyssur og Jemmi fékk efnafrasðiáthöld . . . — Leikföng, auðvitað! — Óniei. Alvöru áhöld. Hann er búinn að lofa því að búa til ósýnilegll blek og þá ætla óg að skrifa Diill bréf með því. Francis spurði hvað væri varið í það. — Já, en góði bezti, sagði ég, — getuorðu ekki ímyndað þér svipinn á honum þegar hann fær bréf frá mér og það stendur ekkert í því. Hann fer alveg úr sambandi! Þegar ég þurfti að tala svona við Francis, fannst mér allitaf sem ég væri hægt og bítandi að sökkva niður á hafsbotn. Hann er sá mesta leiðindadrjóli sem ég hef nokkum tíma kynnzt. Þar sem hann átti heima í Moöile gat hann ekki kjaftað neinu um miig í kennarana, en hann var vanur að gefa Alexöndm frænku skýrslu um alla skapaða hluti, sem létti síðan á hjarta sínu við Atticus, sem gleymdi því annað hvort gersamlega eða hélt yfir mér hrókaræðu, allt eftir því í. hvernig skapi hann var. En»í eina skiptið sem ég hef heyrt Atticus tala hörkulega við nokkra mann- eskju var þegar ég heyrðS hann segja: Sjáðu til, systir góð, ég annast þau eins vel og mér er framast unnt! Það stóð í ein- hverju sambandi við það að ég hljóp um allt í síðbuxaim. Alexandra frænka var mjög vandfýsin í sambandi við klæða- burð minn. Ég gæti aldrei gert mér vonir um að verða nokkum tíma dama, meðan ég flæktist um í síðbuxum; þegar ég sagði að maður gæti ekki gert nofckum skapaðan hlut í kjól, þá sagði hún að það vasri alls ekki ætlun- in að ég gerði neitt af því sem útheimti síðbuxur. Hugmyndir Alexöndm frænku um þá tóm- stundaiðju sem hæfði mér bezt, stóðu í sambandi við litlar brúðueldavélar, lítil bollastell og perfufestdna óttalegu sem hún gaf mér í skímargjöf. Ennfremur ætti ég að vera sólargeislinn í hinni einmanalegu tilveru föður rníns. Ég reyndi að gefa í skyn að það væri líka hægt að vera sólargeisli í síðbuxum, en frænka sagði að nauðsynlegt væri að haga sér sem sólargeisli til að verða sólargeisli, að ég væri ef til vill ágæt undir niöri, en yrði þó óviðráðanlegrj með árunum. Hún móðgaði mig ævinlega og kom mér í uppnám, en þegar ég leitaði á náðir Atticusar, róaði hann mig með því að það væri svo sem nóg komdð af sólar- geislunum í fjölskyldu oklkar og mér væri alveg ól.ætt að halda uppteknum hætti — hann hefði ekkert sérstaíkt við mig að at- huga. Við jólamálsverðinn sat ég við litfla borðið í borðstofunni, en Jemmi og Francis fengu að sitja hjí fullorðna fólMnu við stóra borðið. Frænka hélt áfram að einangra mig, löngu eftir að Jemmi og Francis höfðu fengið aðgang að stóra matborðinu. Ég braut oft og iðuleiga heilann um hvað hún héldi eiginlega að ég myndi gera — ryðja öllu af borðinu eða fleygja postulíninu í höfuðið á fólkinu? Það kom fyrir að ég íhugaði þann mögu- leika að spyrja hana hvort ég mætti ekki sitja við stóra borðið hjá hinum og sýna henni hve siðleg ég gæti verið — þegar ég var heima borðaði ég einlægt með fjölskyldunni án þess að gera neinn sérstakan óskunda. Ég ákvað að fara krókaleiðir, en þegar ég það Atticus að beita áhrifum sínum sagðist hann efcki hafa nein: við værum gestir þarna i húsinu og yrðum að sitja þar sem húsmóðurinni þóknaðist að vísa okikur til sætis. Hann sagði líka að Alexandra hefði ekkert vit á stelpum, vegna þess að hún hefði aldrei átt neina. En góði maturinn hennar bætti mikið úr skák: þama var á borð- um ekfei minna en þrenns konar kjöt, grænmeti frá síðast liðnu sumri, niðursoðnar ferskjur, tvenns konar tertur og konfekt. Á eftir reikaði fullorðna fólkið inn í setustofuna og sait þar hálf- dasað, en Jemmi fleygði sér á góflfið og ég rölti út í garðinn. — Farðu í kápuna, sagði Atti- cus viðutan og ég kaus heldur að heyra ekfei til hans. Skömmu seinna birtist Francis og settist í tröppurnar við hlið- ina á mér. — Þetta var svei mér bezti matur sem við höfum noklkrun tíma fengið, sagði ég. — Amma býr til afskaplega góðan mat, sagði Francis. — Hún ætlar að kenna mér hvem- ig á að fara að því. — Strákar búa ekki til mat, sagði ég og flissaði við tilhugs- unina um Jemma með blúndu- svuntu. — Amma segi-r sjálf, að a-llir karimenn eigi að læra að búa til mat, því að þeir eigi að vera góðir við konu-mar sínar og snú- ast í kringum þær, þegar þær era lasnar! sa-gði hann frændi minn litli. — Uss, ég kæri m:ig ekkert um að Díll snúist kringum mig, sagði ég. — Þá vil ég heldur snúast kringum hann. — Dill? — Jamm. Þú mátt engum segja það, en við ætlum að gifta o-kk- ur strax og við höfum aldur til. Hann bað mín sjálfu-r í sumar. Francis rak upp gól. — Er kannski nok-kuð athu-ga- vert við bann? spuröi, ég. — Það er sko hreint ekki neitt -athuga- vert við hann! — Ertu að tala um litla poll- ann sem amma segir að eigi heima hjá ungfrú Rakel á hverju sumri? — Já, reyndar. — Ég veit allt um hann sem vert er að vita, sagði Francis jrfiriætislega. — Hvað veiztu þá um hann? — Amma segir sjálf að hann ei-gi - ekki einu sinni neitt heim- ili . . . — Víst á hann heimili; hann á heima í Meridian. — ... og hann fflækist bara á millí skyldmenna og ungfrú Rak- el hafi hann á hverju sumri. — Þetta er lygi, Francis! Franeis brosti sigrdhrós-andi og sagði: i — Mikið geturðu stundum ver- ið vitla-us, Jean Louise. En herra mlnn trúr, þú veízt ekki betur. — Hvað áttu við með því? — Jú, við hverju er svo sem að búast þegar Atticus frændi lætur þig randa um allt með fflækimgum; hann um það» se.gir amma, en þú átt að minnsta kosti ekki sökina. Og það er víst ekfei heldur þér að kenna þótt Atticus frændi sé niggarasleikja, en ég get samt trúað þér fyrir því að alli-r aðrir i fjölskyldunni skammast sín fyrir hann! — Hvem fjandann i helvíti áttu við, Francis? — Við tvö þurfúm að talast við með tveim hrútshomum þeg- ar við stöndu-m upp frá borðum, ungfrú góð. Þegar við vomm búin að bo-rða kvöldverð, fór Jack frændi inn í setustofuna og settist. Hann klappaðj freisitandi á hnéð á sér til þess að ég kæmi og s-ettist hjá honum. Mér þótti svo góð af honum lyktin; hann var eins og full flaska af spritti og eitt- hvað til viðbótar með sætum, góðum ilmi. Hann strauk síðan toppinn frá enninu og horfði rannsakandi á mig. — Þú ert eiginlega líkari Atti- cusi en móður þinni, sagði hann. — En þú ferð bráðum að vaxa upp úr brólkinni þinni. — Mér finnst hún alveg mátu- leg. — Þú ert farin að kunna að meta Prð eins og fjandans og bölvaður, er ekki svo? Ég sagðist halda það. — En það geri ég ekiki, sagði Jack frændi, — nema undir alveg sérstaklega ögrandi kring- umstæðum. Það er ætlunin að ég dveljist liér í vikutíma og þann tíma kæri ég mig ekki um að heyra orð af slíku tagi. Þú lendir bara í klandri. Skjáta litla, ef þú notar þau í tíma og ótíma. Og hvernig er það, viltu -3kki verða dama einhvern tíma? Ég sagði að mig langaði ekki sérlega mikið til þess. — Víst langar þig tii þess. Og nú skulum við taka til við jóla- tréð. Við skreyttum jólatréð þangað til kominn var háttatími og mest- alla nóttina va-r mig að dreyma um löngu pakkana tvo sem hann hafði haft með sér handa Jemma og mér. Eins og alltaf fengum við ekiki jólagjafirnar okkar fyrr en á jótladagsmorgun og við vor- um ekki fyrr komin á fætu-r en við köstuðum okkur yfir þá. Þeir voru frá Atticusi, sem hafði sk-rifað J£ck frænda að hann skyldi lcaupa þá handa oklíur og það var einmitt það sem við höfðum óskað ofckur. — Það er ekki ætlunin að þær séu notaðar hér inni, sa-gði Atti- cus, þegar Jemmi miðaði sam- stundis á eina myndina á veggn- um. — Þú, ve-rðu-r að kenna þeim að skjóta, sagði Jack frændi. — Þafcka þér fyrir, ég læt þig um það, sagði Attious. — Ég hef beygt miig fyrir hinu óumflýjan- lega og þykist með því hafa gert nóg. Það þurfti ekki minna en allra sterkustu dómssalaraust Atticusar til að draga okkur burt frá trénu. Hann afték með öllu að við fengjum að hafa með okk- ur loftbyssumar að Höfða. (Ég va-r annars farin að brjóta heil- ann um hvemig ég gæti bezt fcomið Francis á fcné), og hann sagði að ef við lentum í ein- hverju kdand-ri út af þeim, myndi hann samstundis taka þær úr umferð. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETXl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Voikswagen í allflestum Iitum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðdð verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 26 — Sími 19099 og 20988. HAftPIC er ilmandi efni sem lireinsar saleraisskálina og drepnr sýkla A Findh-höfða voru hvorki meira né minna en þrjú hundruð sextíu og sex þrep niður bratta brefcku sem endaði í hafnarg-arði. Neðan hin-um megin við tangann, voru enn leifar af gamalli bóm- ulllarhöfn þar sem Finch-negr- arnir höfðu lestað stóra ballana og borið í land, ísblakkir, hveiti o-g sykur í sekkjum, landbúnað- arvefkfæri og kvenskraut. Vegur sem var naumast meira en hjól- för, lá meðfram fljótinu og hvarf inn á milli dimmra trjánna. Við endann á honum var tveggja hæða hús með veröndum bæði u-ppi og niðri. Það var forfaðir oífckar, Símon Finch, sem haifði látið byggja það til að þóknast geðstirðri konu sinni, en annars var húsið ekki venjulegt á nokk- um hátt. Innréttin-g þess gaf all- glögga lýsingu á því hve útundir sig Símon var o-g hve varlega hann treysti bö-rnum sínum. Það vora efcki færri en sex svefnherbergi uppi á lofti, fjögur handa dætrunu-m átta, eitt handa WeHcom-e Finch, eina syninum, og eitt sem notað var sem gestaher- bergi þegar ættingjar komu f heimsókn. Þetta virtist svo sem ofur einfalt — en það var aðeins ednn stigi sem lá upp að her- bergjum dætranna og líka aðeins einn upp í herbergi Weloomes og gestaherbergið. Stiginn til dætranna lá alvag uppvið svefn- herbergi foreldranna á neðri hæðinni, svo að Símon vissi æv- inlega hvenær sólarhringsins dætumar komu og fóipu — eink- um á kvöldin. Þama var líka eldhús sem var afsíðis og var tengt húsinu með mjóum timburgan-gi. Úti í garð- inum héfck ryðguð klukfea á stólpa; á sínum tíma hafði hún verið notuð til að kalla verka- mennina saman eða kalla á hjálp ef í nauðir rak. Og loks voru uppi á þafcinu mjóar svalir allt í krinigum húsið; þaðan gat Símon haft eftirlit með eftirlits- mönnum sínum, gefið gaum að fljótabátnum og njósnað um ná- grannana. Indversk undraveröld Frá Austurlöndum fjær, úrval hand- unninna skrautmuna úr margvísleg- um efnivið m.a. útskorin borð, flóka- teppi. heklaðir dúkar, kamfóruviðar- kistur, uppstoppaðir villikettir, Bali- styttur. kertastjakar, ávaxta- og kon- fektskálar, blómavasar, könnur, ösku- bakkar, borðbjöllur, vin-dla- og sígar- ettukassar, ódýrir, indverskir skart- gripir og margt fleira. Einnig tnargar tegundir af reykelsi. Fallegar og sérkennilegar gjafir, sem veita varanlega ánægju, fáið þér á SNORRABRAUT 22. LJl BM BILASKOÐUN & STILLING Skúlagöfu 32. MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla i tíma. 0t Fljóf og örugg þiónusta. I 13-100 Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892. JÓLASKYRTURNAR -1 í miklu og fallegu úrvali. PÓSTSENDUM. O.L. Laugavegi 71. Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.