Þjóðviljinn - 05.12.1970, Blaðsíða 4
4 SfÐÁ — ÞiJÖÐVTIJTlNrN — LatigaayJagur 5. desamlfcseir 1070.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
Eðlileg forsenda
y^tökin um Laxárvirkjun hina nýju hafa varpað
ljósi á mörg vandamál í þjóðfélagi okkar. Þar
hafa náttúruverndarmál komizt á dagskrá á af-
dráttarlausari hátt en nokkru sinni fyrr hérlend-
is, og er það sérstaklega ánægjulegt að landeig-
endur nyrðra hafa gert náttúruvemd að sínum
málstað, þótt hún muni að sjálfsögðu takmarka
eignarrétt þeirra mjög verulega. Einnig hefur
þetta mál beint athygli manna að skrifstofustjóm
og valdníðslu hérlendis, því hátterni opinberra
sýslunarmanna að fara sínu fram án þess að
skeyta um hagsmuni og réttindi óbreyttra þegna.
Það eru fyrst og fremst hrokafull vinnubrögð svo-
kallaðra ráðamanna sem valda því að vandamál-
in hafa reyrzt í harðan hnút og óbilgirni mótar all-
ar umræður. Ríkisstjórn íslands hefur ekki haft
næga stjómvizku til þess að stuðla að lausn vand-
ans; á svokölluðum sáttafundum í Reykjavík töldu
bændur forsætisráðherra koma fram sem andstæð-
ing sinn. Þess vegna er málið nú í sjálfheldu.
gændur hafa lagt áherzlu á, að það sé forsenda
díTra raunvemlegra sáttaumleitana, að virkj-
unarframkvæmdum verði hætt á meðan. Sú
krafa er fullkomlega eðlileg; menn ræðast ekki
við á jafnréttisgrundvelli ef haldið er áfram a't-
höfnum þeim sem deilunum valda, á meðan reynt
er að finna lausn. Verði hins vegar fallizt á þessa
forsendu er full ástæða til að ætla að unnt sé að
finna viðunandi málalok. Skal því eindregið beint
'til ríkisstjómarinnar að láta skammsýnan metnað
ekki stjóma afstöðu sinni; ráðherrar þurfa ævin-
lega að minnast þess að í þjóðfélagi okkar er rík-
isvaldið blessunarlega veikt og því ber ráðamönn-
um að fara fram með friði svo sem kostur er.
Sýning Gunnlaugs
Mikil gróska í myndlist hefur einkennt menning-
arlíf íslendinga síðustu áratugi. Hversu al-
mennur áhuginn er má marka af því að mynd-
listarsýningar eru nú fleiri en svo að nokkur mað-
ur komist yfir að fylgjast með þeiim, en jafnframt
hafa verið unnin sjaldgæf listræn stórvirki á þessu
sviði. Yfirlitssýningin á verkum Gunnlaugs Schev-
ings er til marks um það. Gunnlaugur á þann eig-
inleika mikils listamanns að gefa blindum sýn,
ef svo má að orði komast, bregða nýju ljósi á um-
hverfj sitt, og sú skyggni sem hann gefur áhorf-
endum sínum hlutdeild í fylgir þeim æ síðan.
Slíkt er aðeins gefið fáum listamönnuim.
J^istasafn íslands verðskuldar þaikkir fyrir að efna
til þessarar yfirlitssýningar. Á meðan hún
stendur verður safnið hins vegar að loka önnur
verk sín inni í geymslum. Sú staðreynd er til
marks um það að aðbúnaður safnsins hefur lengi
verið þjóðfélaginu til Vansæmdar. Að vísu held-
ur menntamálaráðherra snyrtilegar ræður þegar
listsýningar eru opnaðar, en hann hefur ekki
einusinni getað komið því í verk að ákveða lóð
undir það safn sem ísl. myndlist verðskuldar. — m.
Minningarorð
Ari Einarsson
húsgagnameistari, Sandgerði
Kynni mín af Ara Einarssyni
hófust meðan hann var enn
kormmgur drengur að vaxa upp
í Sandgerði. Hvprki þurfti lang-
an tíma né miWa skarpskyggni
til að gera sér ljóst að með
Ara bjuggu þeir eðliskostir sem
hlytu að afla honum því meira
trausts og vinsælda seim hann
þroskaðist betur. Þessi tápmiHi,
sviphreini og glaðlyndi piltur
var örugglega hið bezta manns-
efni.
Eftir að Ari var orðinn full-
þroska maður tókust með okkur
aukin kynni og traust vin-
átta. Við áttum langt og gott
samstarf á sviði stjómmála,
fyrst í Þjóðvarnarflokki og síð-
ar í Aiþýðubandalagi. Ari var
sú manngerð, sem hverjum
þeim er við stjómmál fsest að
manki er nauðsynlegt að hafa
samband við sór til sáluibótar:
hann var hugsjónamaður, jafn-
an boðinn og búinn til starfa
fyrir málstaðinn, bjartsýnn,
hress og öflugur, lífgaði ævin-
lega upp hópinn. Hann varð
að vonum ástsæll meðal félaga
og samstarfsmanna; allir fundu
hve hjartaihiýr hann var, heill,
etota.
Nú er Ari Einarsson horfinn,
í blóma lífsins, langt um aldur
fram. Þungu helstríði er lokið.
Vinimir þatoka samfylgdina og
senda Erlu og bömunum dýpstu
samúðarkveðjur. Þau eiga góðs
drengs að satona.
Gils Guðmundsson.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688
Tæknifræðingar
Höfum hug á að ráða ungan, vel menntaðan marm
frá 1. janúar n.k.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt að rekstr-
arathugunum. Upplýsingar gefur Gunnar Gríms-
son s tarfsmann astj óri.
Upplýsingar ekki gefnar í síma, en um viðtal
’má biðja í síma 16576.
Starfsmannahald S.Í.S.
Jólabazar- og
kaffisala Hringsins
Á morgun kl. 3 verður hinn árlegi jólabazar og
kaffisala Hringsins að Hótel Borg.
Allur ágóðinn rennur til geðdeildar Bamaspítala
Hringsins, sem er um það bil að taka til starfa.
„Hringsplattinn“ verður til sölu á bazamuvn og
kaffisölunni. Stórglœsilegt happdrcetti.
Genigið inn um suðurdyr á bazarinn.
3ÖOM t>.
i-iAöALÍN
MBttÐAB
TÍm.V >y, (buJUi.
Oscar Clausen: Affur í aldir
Nýjar sögur og sagnir víSsvegar aS af land-
inu. M. a. þœttirnir: GullsmiSurinn í ÆSey,
i Frósagnir af Thor Jensen,
’ :> .. Tveir sýslumenn SkagfirS-
mm >in4A 'n9a drukkna. o. fl. o. fl.
Islendingasögur
með núfíma sfafsefningu
ÞaS finna allir, hve miklu auSveldara er aS
lesa og njóta íslendingasagna meS þeirri
stafsetningu sem menn eru vanastir. Gerizt
óskrifendur, þaS er 25% ódýrara.
SKUGGSJA
5imi 50045
Strandgötu 31
Hafnárfirði
Þorsleinn Anfonsson: Innflyfjandinn '
Á hótelherbergi í Reykjavík fer fram leyni- n 'li>lffr
leg samningagerS viS fulltrúa erlends ríkis.
Spennandi skóldsaga um
undarlega framtíS íslands.
■ IWjf! :
Jóhannes Helgi:
Svipir sækja þing
Skemmtilegar mannlýsingar
as
af Jónasi fró
Hriflu, Ragnari í Smóra, þjóSkunnum listmól- .
ara, nóbelsskóldi og mörgum fleirum. Svip- 1
myndir úr lífi höfundarins heima og erlendis.
Elínborg Lárusdóilir: Hverf liggur leiðin!
Nýtt og óSur óprentaS efni um fjóra lands-
kunna miSla og frósagnir fjölda nafn-
greindra og kunnra manna
af eigin dulrœnni reynslu.
Jakob Krisfinsson:
Guðmundur G. Hagalín: Sturla í Vogum
Hin sígilda, rammíslenzka hetjusaga. —
„Bókin kemur meS sólskin og vorblœ upp
í fangiS á lesandanum". —
Sveinn SigurSsson, ritstjóri.
Gunnar M. Magnúss:
Það voraði vel 1904
GengiS gegnum eitt ór íslandssögunnar, og
þaS eitt hinna merkari óra, og atburSir þess
raklir fró degi til dags.
Jón Helgason: Maðkar í mysunni |jón Á-á-
Fagur og mikilúSlegur skóldskapur. Frósagn- HEL-GASON
arlist Jóns bregzt ekki, hann ritar fagurt mól : MÁÖRar
09 Sn'a'l°n StíL.ÞefSar SÖS' i MYSUNNI
ur eru bokmenntaviðburður. . .
Jakobína Sigurðardóffir: ; |j|||''Í)
Sjö vindur gráar
Bók, sem vekja mun athygli allra bóka-
manna og ber öil beztu einkenni höfundar-
ins: ríka frósagnargleSi og glöggskyggni á
mannlegar veilur og kosti.
Vaxlarvonir
Jakob Kristinsson fv. frceSslumólastj. var eft-
irminnilegur rceSumaSur og fyrirlesari. Þessi
bók er úrval úr rœSum hans og ritgerSum.
Sigurður Hreiðar: Gáfan ráðin
Sannar sakamálasögur. Enginn höfundur
fléttar saman jafn spennandi og dularfullar
sögur og lífiS sjálft. Þessi
bók er geysilega spennandi.
Kennefh Cooke:
Hetjur í hafsnauð
Hrikaleg og spennandi hrakningasaga
tveggja sjómanna, sem bjargast eftir ofur-
mannlegar raunir. Jónas St. LúSvíksson valdi
og þýddi bókina.
Theresa Charles: Draumahöllin hennar
Dena var heilluS af hinum rómantísku sög-
um frá d'Arvanehöllinni. Og nú var hún
gestur í þessari draumahöll.
Fögur og spennandi ástar-
saga.
Paul Marltin: Hjarfablóð
Eftirsóttasta lœknaskáldsaga síSari ára. Trú
verSug, óvenjuleg og spennandi lýsing lífs
á stóru amerísku sjúkrahúsi. Lœknaskáld-
sagan, sem er öðruvísi en allar hinar.
Gerið skil sem fyrst
HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJÁNö