Þjóðviljinn - 12.12.1970, Page 4

Þjóðviljinn - 12.12.1970, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTUíLNN — Líwigardagua' 12. desarrtbep IÖ70. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjórí: Sigurður V. Fríðþjófsson. Auglýsingastjórí: Heimlr Ingimarsson. t. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Bandingjar j sjónvarpsviðtali á dögunum taldi Gylfi Þ. Gísla- son það sögulegan atburð að 19 þingmenn sem telja sig aðhyllast sósíalisma — að minnsta kosti í orði — hafi hitzt á sameiginleguim fundi. Þessi ummæli eru af auglýsingatoga; þessir 19 menn vinná saman á vinnustað, hittast dag hvern og umgangast hver annan eins og starfsfélaga er háttur. Fundahöld þeirra væru því aðéins söguleg að þar væri f jallað um málefni á þann hátt að það gæti valdið einhverjum straumhvörfum í stjórn- málalífi Íslendinga. En sú hefur sannarlega ekki verið raunin. Alþýðubandalagið hefur sem kunn- ugt er lagt fram þá tillögu af sinni hálfu að þing- flokkamir taki upp samvinnu þegar á þessu þingi um ýims réttindamál og tryggi framgang þeirra. Svo er að sjá sem þessi málatilbúnaður hafi kom- ið mjög illa við ráðamenn Alþýðuflokksins; Al- þýðublaðið hefur ekki einusinni birt frétt um til- lögur Alþýðubandalagsins og sama er raunar að segja um aðra fjölmiðla, þar á meðal þá tvo starfs- menn sjónvarpsins sem ræddu við húsbónda sinn af óbrigðulli hollustu fyrir nokkrúm dögum. Samt eru það ímálefnin ein sem skera úr um raunvem- legan vilja manna. Það stoðar lítið fyrir Alþýðu- flokksþingmenn að mæta á fundum með stjórn- arandstæðingum, ef sannfæring þeirra er reyrð í fjötra íhaldsins. Og hin raunverulegu viðhorf Al- þýðuflokksþingmanna komu fram 1 fyrradag, þeg- ar þeir létu hafa sig til þess í annað sinn á þessu ári að fella tillögu um lágmarkshækkun handa þeim sem búa við erfiðust kjör í þjóðfélaginu, öldmðu fólki, öxyrkjum og öðmm viðskiptavin- um almannatrygginga. Sú atkvæðagreiðsla sker sundur öll fagurmæli og sýnir beint inn í hugsko't þeirra manna sem stjórna Alþýðuflokknum. Róbert A. Ottósson Ánægjulegt er hvað háskólastúdentar hafa sýnt óbrigðula dómgreind í vali þeirra þriggja manna' sém til þessa hafa fengið stúdentastjömu á fullveldisdaginn. Sá sem síðast var heiðraður á þennan hátt, Róbert A. Ottósson, hefur nú enn einu sinni veitt mönnum sjaldgæfa gleði ásamt sinfóníuhljómsveit, söngsveitinni Fílharmóníu og einsöngvurum með flutningi á 9du sinfóníu Beet- hovens. Til þess að flytja slíkt verk þarf mikla og vandasama hópvinnu, en -það ræður úrslitum að sá sem verkinu stýrir hefur mikla listræna hæfileika. eld 1 hjartanu og þá vitneskju að vinn- an er móðir allra afreka. Ástæða er til að geta þess endmm og eins að þúsundir íslendinga telja sig standa í persónulegri þakkarskuld við menn eins og Róbert A. Ottósson. — m. sríý.-.v>\v->SS>S>>>>>*'>: Dynjandi poppmúsik, dans og akróbatík fléttast inn í kunr uglegar svipmyndir úr daglega lífinn. Litið inn á sýningu á popleiknum Óla Maiurínn í sjónvurpínu, fernur, hyrnur lýiræii og kæríeiksboiskupur postulans □ Með flutningi sínum á poppleiknu’m Óla fer Litla leikfélagið ótroðnar slóðir í íslenzkri leikiist, og tekst á skemmtilegan hátt að hrífa áhorfendur með sér inn í gamanið og alvöruna, sem leikurinn byggist á. Blaða- maður Þjóðviljans leit fyrir skömrnu inn á sýningu í Tjamarbæ, og rabbaði síðan stutta stund við Pétur Ein- arsson leikstjóra. Þeir sem aðeins þekkja til fluitnings hefðbundinna leik- húsverka, verða sennlega dá- lítið undirandi, þegar þeir koma í mesta graridaleysd nið- ur í Lindarbæ til að horfa á poppleikinn Óla. Uppi á sviði, sem skreytt er álls kyns víra- vrki þenur sig popphljómsveit, og leikaramir endasendast í kátínu út uim sivið og sal, mað- ur getur jafnvel búizt við að þeir spretti upp undan áhorf- endabekkjunum. Skyndjlega takia þeir svo á sig rögg, og einbeita sér við að koma í heiminn aðalsöguhetjunni hon- um - Óla. Fæðingarbríðimar eru erfiðar, en barniíS vex fljótt að vizku og þroska og semur sig furðu skjótt að, sið- um og venjum neyzluþjóðfé- lagsins. Það geng-ur þó ekki alls kostar átafcalauist, hivorki fyrir hann né áhorfendiur, sem engjast sundur og saman í hdáturshviðum, en öllu giamni fylgir nokkur alvara, og skap- arar Óla segja tilganginn með honum þann, að benda á möt- un og mótun fjökniðla í nú- tíma þjóðfélagi. Reifastranginn fmr í vöggu ýmis heilræði, sem koma sér vel í okkar ágæta samfé- iagi, og ættingjar og skólar keppast við að innprenta hon- um ýmiss konar gefjnn sann- leika. — Aí hverju eigum við að taka próf? — spyr bamið kennarann. — Nú auðvitað til að vita, hver er beztur, og hver er verstur, segjr sá vitri, og skólasystkinin samsinna því í einum aUsherjar já-kór. — Hvemig veiztu hvort Efta bjargar okfcur? spyr hann mömmu sína síðar. — Nú, það stendur í blöðunum, og mað- urinn í sjónvarpinu sagði bað, segir hún. — Mamma, veit maðurinn í sjónvarpinu allt? spyr hann þá, og svarið er — Já, auQvitað. Merkar stofnanjr, svo sem okkar háa Alþdng, fá sinn skammt. en þar ber hæst um- ræður um femur og hyrnur. en hugtakið Jýðræði er talið útþvælt og leiðinlegit og ekki umræðuhæft. Og sikyndilega erum við viðstödd saiumaklúbb nokkiurra kvenna, sem ræðast við af takmarkaðri andaigift, og kirydda samkundu sína með fíflslegium hlátrásköUum. Atburðarásin er svo hröð, að maður þarf að hafa sdg allan vdð að fylgja henni eftir, og alls konar kunnuglegar mjmdir úr daglega lífinu birtasit okku,r hver af ann- arri. En mitit í hinu falska tónafllóði heyrist skyndilega sunginn með faigurri röddu kærleiksboðskapur Páls post- ula — Þótt óg talaði tungum manna og engla og hefði ekki kærleika . . . Kannski á þetta að sýna, að heimurinn á sér viðreisnar von, þrátt fyrir aUt. Poppleikuxinn Óli var fmm- sýndur á Listahátíðinni si. vor, og tekinn tii sýningair í haust efltir nokkrar breytingar. Höf- undamir kalla sig nafnlaiusia aðdáendur Velvakanda, og það kunna þeir auðvitað að vera, en í rauninni er Óli að öUu leyti árangur af samvinnu fé- laga Litla leikfélagsins. Pétur Einarsson leikstjóri segir okk- ur, að fæðing verksins hafi baft í för með sér miklar hríð- ir, ekki minni en fæðing Óla á sviðinu. — Það er óskapleg vinna fólgin í því að ná svona stórum hóp saman og sam- ræma bugmyndir hveris og eins, segir harnn. Við þurftum að kjafta okkur saman lengi áð- ur en vig gátum farið að vinna af alvöru. — Er verkið í föstum skorð- um eða breytilegt firá sýningu til sýningar ? — Það er nokkuð breytilegt, m.a. höfum við það þannig í hverri sýningu, að einn leik- arinn gerir eitthvað, sem hann hefur aldrej gert áður, en eng- inn hinna veií um. En að öðru leyti er forrn verksins ákveðið. — Það hlýtur að vera skemmtilegt að vinna braut- ryðjandastarf sem þetta í ís- lenzkri leiklist. — Jú, það er óhemju spenn- andi, en líka noktouð erfitt, þegar maður hefur enga for- skrift til að fara eftir. Svo hefur þetta líka veríð tíma- frekt, og við þyrftum að geta gefið okkur fri frá braiuðsitrit- inu, til að geta unnið að þessiu eins og við helzt vildium. Ég mundi tæplega leggja út í svona verkefni aftiur nema við betri aðstæður. — En þið getjð verið ánægð með viðtökuimar. Hefur ekki verkið verið vel sótt, og boð- skapurinn komizt tjl skila? — Aðsókn hefur verið merki- lega mjkil, og yfirleitt hefur sýningunni verið vel tekið. Við hafum að minnista kosti eklki orðið vör við annað, nema þá í ábyrgðarlausum blaða- skrifum. Jú, ég held, að boð- skapurinn hafi komizt til skila að miklu leyti, enda er þetta þannjg sett fram, að auðveit ætti að vera að sjá, hivað við erum að fara. Megintilgangur- inn er að sýna fram á, hvað við erum raunar ófrjáls og bundin og mötuð frá vöggu til grafar af alls kyns fjölmiðlum, uppeldisstofnumum, dagblöðum, sjónvarpi o.fl. Sá sem ekki þefckir annað, gerir sér ekki grein fyrir þessum staðreynd- um, og lifir í þeirri sælu trú, að bann sé frjáls, en það má sýma fram á hjð gagnstæða með ýmsu móti, og það vona ég, að Óla hafi tekizt. Þótt þetta sé auðvitað mjög alvar- legt mál, þótti okkur rétt að kryddia það með nægri kímmi, því að annars hefði verkið arðið of þurrt og leiðinleg.t, og áhorfendiur viirðast yfirleitt skemmta sér vel, bæðj ungir og gamlir. — Og hvað má búast við, að Óli baidi lengi áfiram úr þessu? — Það verða tvær sýnimgar nú um helgina, og væntanlega verða elcki ffleiri fyrir áramót. Þá er óvíst, hvort við getum haldið áfram eftir hátíðir þannig að það fana að verða síðustu forvöð að sjá Óla. Þeir, setn nú gerast áskrifendur að tímaritinu „Skák“ öðlast yfirstandandi árgang ókeypis, en greiða fjuir næsta ár. „Skák“ hóf göngu sína 1947 og eru flest tölublöðin fáanleg enn. — Klippið --------------------------------------------- Ég undirritaður óska hér með að gerast ásikrif- andi að tímaritinu „Skák“. □ Hjálagt sendi ég áskriftargjald næsta árs krónur 1.000.00. □ Áskriftargjaldið greiðist gegn póstkröfu. Nafn ........................................... Heimilisfang .......................................

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.