Þjóðviljinn - 22.12.1970, Blaðsíða 12
Rætt við nokkra ríkisstarfsmenn
Samningamir fá misjafnar
untfir-
tektir
■ Ríkistarfsmenn voru sem
óðast að átta sig á kaupinu
sínu nýja í giær og víða voru
haldnir fundir í félögum rík-
isstarfsmanna í gærdag, eða
í stjómum félaganna, til þess
að móta afstöðu til samning-
anna. Blaðamaður Þjóðvilj-
ans náði sambandi við
nokkra aðila í gærdag og
verður hér á eftir greint frá
viðbrögðum þeiira, en þeir
era póstmenn, formaður
Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana, fortnaður Hjúkranarfé-
lagsins, dómarafulltrúi og
starfsmaður Sambands ísl.
bamakennara. Þá er hér á
eftir birt álitsgerð Bandalags
háskólamanna.
Mjög óánægðir
Reynir Ánmannsson, formaöur
Póstmannafélags fslands, sat á
fundi í stjóm Póstanannafélaigs-
ins, þegar blaðamaður Þjóðvilj-
ans hititi hann að máli í gser.
Póstmenn í landinu eru nær
200 talsáns og búa flestir við
mjóg lég laun. Var almenn
óánægja meðal þeirra póstmanna
sem blaðamaðu-r hitti að máli i
gær. Sjáifur vildi Reynir ekkert
segja um afstöðu sína né félags-
ins í gær, en stjómin efndi til
félagsfundar í gasrksvöld þar sem
rætt var um kjaraeiéi póst-
manna. Á fundinum ætiuðu i>óst-
menn að fjaila um samningana
og hugsanlegar aðgerðir.
Flestir póstmenn eru í 12.
íaunaflolkki opiniberra starfs-
manna, þó margir neðar, í 10.
flokki. Sðgðu stjómarmenn í gær
að í sumum tiMelium hefði orð-
ið lækfcun í flokkun frá fyrri
samningum.
„Yfirleitt ánægðir“
Einar Ólafsson, form. Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, fiull-
yrtS að yfirleitt væru félagar
hans ánægðir með launin, en þó
yrði að benda á þá staðreynd,
að menn hefðu yfirleitt enn ekki
áttað sig á samningunum og
viðbrögð kæmu ekki fram fyrr
en í janúar eða síðar, þegar
raðað hefði, verið að fiullu í hina
ýmsu launaifilokika. Hann sagði
að fjölmennasti hópur rákis-
starfsmanna væru skrifstdfu-
menn í ýmsum launafllokkum t>g
væri enn alveg efitir að raða
Þrfðjudaigur 22. desemiber 1970 — 35. árgangur — 292. tölublað.
Póstmenn eru meðal þeirra sem óánægðastir' eru með nýju samningana.
þessu fólki niður í launastigann.
Við héldum fiund á föstudag-
inn, sagði Einar, með launamála-
nefnd og trúnaðarráði SFRS og
sátu fundinn 80—90 manns, en
þar voru þeir Kristján Tlhorlací-
us formaður kjararáðs BSRB og
Þröstur Ólafisson starfsmaður
BSIRB. Á þessum fundi kom í
ljós að fiundarmenn töldu samn-
ingana stórt spor fram á við,
enda þótt ýmislegt mætti aö
þeim finna, enda er farið inn á
nýjar brautir í samninigagerð.
Einar sagði það að vinnutíma-
breytinigin hefði auðvitað mælzt
vel Xyrir hjá þeim aðilum sem
fengu sinn starfstíimia styttan —
en það finnst mér lika athyglis-
vert hve hinir — sem nú vinna
lengri vinnuitímia en áður hafia
sýnt mdkinn félagsþrosfca.
Meðan ekki eru
námslaun
Ég veit nú ekfci hvort ástæða
er til að láta mig tala um þetta
mál — ég býzt ekki við því að
ég sé eins harður og hinir, sagði
Hrafn Bragason fulltrúi borgar-
dómara, er blaðamaður Þjóðvilj-
ans talaði við hann í gær. En það
sem ég sé sérstakiega í þessu
er það, að dómarafiulltrúar með
embættisgengi, sem kveða upp
efnisdóma, eru í 25ta launa-
flofcki, ■ en þeir menn, sem við
göngum í verk fyrir, og eru
settir eða skipaðir af forseta Is-
lands lenda í flofcki B II, og eni
því 10 þúsundum króna hærri.
Nú, annars eru háskölamenn
yfirleitt óánægðir með þessa
samninga eins og fram kemiur í
frétt frá BHM. ókkur finnst
ekki nægilegt tillit tekið til
menntunar, þ. e. a. s. þess tíima,
sem varið er til menntunaröflun-
ar. Við teljum eði ilegt að taka
tillit til þessa meðan ekki eru
námslaun, eins og í Sovétríkjun-
um. Annars er þetta ekiki aðal-
atriðið, heldur hitt, að það hlýt-
ur að vera eðlilegt að bonga fyr-
ir ábyrgð. Það er ekki hægt að
segja hvenær við erum að vinna
og hvenær ekki. Við erum með
starfið í hu-ga og efcki unnt að
mæla vinnutímann einivörðungu
með klukku.
Hjúkrunarfólk
María Pétursdóttir formaður
Hjúkrunarlfélags íslands sagði m.
a.:
— Við höfðum trúnaðarráðs-
fund á föstudaiginn en samn-
ingsgerð okkar er ekki lokið enn
þvtí að við eiguim eftir að semja
við borgina. Við erum yfirleitt í
16. launaflofcki hjúkrunarkon-
urnar, en þœr yngstu byrja þó
í 14. flokiki. Ég er óánægð með
Framhald á 9 síðu
Ríkisútvarpið 40 ára:
Verður loks byggt
hús yfír stofnunina?
Rikisútvarpið varð 40 ára á
sunnudaginn og í þvá tilefni var
haldið afmælishóf s. 1. laugardag
fyrir starfslið stofnunarinnar og
fleiri gesti. í afmælishófi þessu
hélt menntamálaráðherra, dr.
Gylfi í». Gíslason, ræðu þar sem
hann skýrði m. a. frá því, að
hann hefði skipað bygginganefnd
fyrir væntanlegt útvarpshús, er
rísa skal á lóð, er Reykjavíkur-
borg hefur nýverið úthlutað
stofnuninni í tilefni af afmæl-
inu. Er lóðin í nýju miðborg-
inni eins og fleiri „afmælis-
gjafalóðir“, nánar tiltekið vestan
Háaleitisbrautar milli Hvassa-
leitis og Bústaðavegar. Bygginga-
nefndina skipa hins vegar Andrés
Björnsson útvarpsstjóri, formað-
ur, Benedikt Gröndal formaður
útvarpsráðs og Hörður Bjarnason
húsameistari ríkisins.
Þá skýrði menntamálaráðherra
jafnframt frá því, að hann hefði
þegar ákveðið tekjustofn til
handa húsbyggingarsjóðnum.
Skulu 5% afnotagjalda útvarps
og sjónvarps svo og sama hlut-
fall aiuiglýsingateikna þessara að-
ila renna í sjóðinn. Er það því
stofnunin sjáif sem látin er
leggja Æi-am féð en etkiki um nýj-
an tekjustofn að ræða.
Þess má og geta, að þetta
er ekki í fyrsta sirrn sem út-
varpinu er úthlutað lóð undir
hús fyrir starfisemi sína. Það
mun hafa verið gert tvisvar eða
þrisvar áður við sams konar.
tækifæri og nú, þ. e. meiriháttar
afimæli stofnunarinnar. Vonandi
verður nú loks úr framkvæmd-
um við byggingiu útvarpshússins.
Prestskosningar í
Árbæjarhverfi
PrestskiQsiningar fióru fram í
Ánbæjarsókn á siuinnudag. Voru
tvedr pnestar í kjöri: Guðrmmd-
ur Óskar Ólason, fiarprestur
kirkjunnar og Guðimundur Þor-
steinsson, sóknarprestur á
Hvanneyri.
Framhiáild á 9. síðu.
Landssmiðjan verði efld
Þingsályktunartillaga flutt af Magnusi Kjartanssyni og Eðvarð Sigurðssyni
■ Tveir J>mgmen|a ^Alþýðubandalagsins, Maignús Kjartans-
son og Eðvarð Sigurðsson, flytja á Alþingi tillögú til þings-
ályktunar um rekstur Landssmiðjunnair.
■ Tillagan er þanni'g: Neðri deild Alþingis ályktar að
skora á ríkisstjórnina að láta gera ásetlanir um endurskipu-
lagningu Landsstniðjunnar í þeim tilgagi, að afkastageta
fyrirtækisins verði nýtt til fullnustu. Skulu þær áætlanir
m.a. taka mið af áformum um þurrkví í Reykjavík og end-
urskipuiagningu verkstæða, sem starfrækt eru á vegum
ríkisins eða ríkisstofnana. Áætlanir þessar skulu lagðar
fyrir næsta reglulegt Alþingi ásamt tillögum um fjáröflun
til þess að koma vélakositi og rekstii Landssmiðjunnar í
nútímalegt horf.
1 greinargerð seglr:
Um alUangt skeið hefur rekstri
Land.ssmiðj u n nar hrakað mjög
firá þeim tírna, þegar hún var
forustufyrdrtækii í málmdðnaði
hérlendis. Ástæðan er eiklki sú,
að fyrirtaakið hafi allt í ednu
Stofnað náttúruverndarféhg
Reykjavíkur og nágrennis
■ í fyuradag var siofnað á Hoitel Sögu Náttúruverndar-
félag Reyfcjavíifcur og nágrennis og kjörin bráðabirgða-
stjóm. Formaður félagsins er Ágúst H. Bjarnason grasa-
íræðingur en meðstjórnendur Agnar Ingólfsson dýrafræð-
ingur og Sveinn Jakobsson jarðfræðingur.
Uim 100 manns sófita sfofnfiunö
inn. Birgir Kjiacan, formað
náttómvamdanriá-ðs, seitti fi
inn og greindi firá störfum a-
huigamanna sem undirbúið hefðu
þessa félagsstofnun, en síðan
skipaði hiann Eystein Jónsson
fundarstjóra. Ragnar Jónsson
lögfiræðlingur greindi frá tiliögu
um lög fólagS'Lns, og þau wru
síðan samþyfckt einaóma, én í
lstu grein þeirra segiir svo:
„Markmið fiélagsins eir að
'ituðlia að eðlilegum samsfciptum
ióðarinniar við náttóiruna,
annig að eiigi spillist að ó-
þörfiu líf, land, sjór, vatn eða
andrúmsloft, veimda og varð-
veita það, sem sérstætt er og
sö'giulegt í náttúrunni, , aufca
kynni af landinu og fræða al-
menning um nauðsyn á góðri
umgengni". Var ákveðið að þrír
menn skyldu skipa stjórn félags-
ins til tveggja ára, og jafnframt
skyldi áirlaga fcosið .9 manna
fuilltrúiaráð fyirtir félaigið.
AMmikið var rætt á fundin-
um urn það hveirsu sitórt félags-
svæðið skyldd vera og einnig um
ýms önnuir vandamál tengd
náttúruvamd. Var ákveðið að
þeir sem léta skrá siig í féiagið
fram að aðaifundi, sem halddnn
verður í vor, skyidu taldir stoifn-
enduir.
í fundanrlok var einróma sam-
þykkit áskorun á rikisstjórnina
að flytjia á þessu þingi frumvarp
það um náittómivemd sem milii-
þinganefnd lauk við að semja
á síðasta áiri.
Funddnum bárust skeyti með
árnaðaróskum frá náttúruvernd-
orðið óþarft, heldur halfla fcomið
til þeir pólitísku fordómar, að
ríkið mæt/ti ekki starfrækja fyr-
irtæki í máimiðnaði og hafa
samkeppnisfyrirtæki í einkaeign
vafiallaus't ýtt undifi það mat. Síð-
ustó árin hafa margar nefndir
í'jallað um framtíð Landssmiðj-
unnar, skilað álitsgerðum og til-
lögum, en ekki haifa þau störf
komið að neinuim notum, vegna
þess, að frarhkvæmd'avilja sikorti.
Hin neikvæða afstaða til Lands-
simiðjunnar náði hámarki, þegar
ráðherrair SjáStflstaeðisfflokksins
lögðu tiill tnnan ríkisstj'ómairínnar,
að fyrirbæfcið skyldi lagt niður.
Er sú tillaga enn óaifigreidd og
því mjög tímabært, að Alþingi
lýsii afstöðu sánmr. til þess mólls.
I tillögu þessari er Qagt til, að
Alþingi marki þá sfofnu, að
Landssmiðjan haildi ófiram starf-
sami sinni og verði aukin og
etfld í samræmi við nútímakröf-
ur. í samlbandd við áætlanir um
bau eifni er lagt til, að hliðsjón
verði höfð af áfonmunum um
þuirrkivl í Reykjavík, en í sam-
bandd við það fyrirtæki er þörf
á málmsimiðju og gæti fiarið vel
á því, að Landssmdðjan tæfciþað
verkefmi að sér. í annan staö er
bent á þá leið að tengja Lands-
smiiðjuna þedrri endurskipulagn-
ingu á verkstæðum níkis og rfk-
isstofnana, sem nú er mjög brýn
nauðsyn. Hneykslisástandið í þeim
tekin er úr framsögunæðu Magn-
úsar Jónssonar fjóirmálaráðherra
fyrir fjárflagafrumvairpi fyrir ár-
ið 1971:
„Hefur þetta mál verið í at-
hugun síðan í fyrra, en það er.
mjög umfamgsmikiið og snertir
margar stofnanir. Eru auk Lands-
smiðjunnar rekdn sanvtalls 11
verkstæði í véla- og málmsmíði
á vegum 9 ríkisifiyrírtæfcja Kér í
Reykjavik, auk verkstæða ann-
ars sitaðiar á landdinu. Öffl eiga
þessi fyrirtæki vinnuvédar af
ýmsum gerðum og tegundum,
ekkert samræmi eða samráð hef-
ur ríkt um vinnuvélakau'p, kaup
Fraimhald á 9. síðu.
Viðræðunum haldið áfram
um bátakjarasamningana
Um helgina héldu áfram við-
ræðufundir milli samninganefnda
Sjómannasambands Islands og
Landssambands íslenzkra útgerð-
armanna um bátak.iarasamning-
ana, sem falla úr gildi um ára-
mótin hafi þeir ekki verið end-
urnýjaðir fyrir þann tíma. Var
haldinn fundur á laugardag s.d.
og stóð hann frá Ijl. 2 og fram
um kl. 7. Hófst nýr fundur kl.
2 s.d. í gær.
Verðlagsráð sjávarútvegsins
kom saman til stutts fundar á
sunnudagíinn, en það á eftir að
ákveða fiskverðið fyrir vertíðina
og er að sjóMsögðu mikið komið
undir fiskverðinu, hvemig við-
horfin verða til samninganna og
ekfci við því að búast að endan-
legir sarnningar takist fyrr en
fiskverðið liggur fyrir.
Búizt var við í gær, að samn-
ingaífluindum yrði. hiaddið ófram
firam undir jófidn, en þá munu
suimir samniniganefndarmanna ut-
an af flandi skreppa heim til san
yfiir hátíðina.
arfélögum á Norðurlandi og j málum má m.a. marka af lýsingu
Aiustfjörðiuim. 'þeirat, sem hér fier á efltir og
r
Skrifstofa Flugfélags Islands
í London flytur í nýtt hás
Skrifstofa Flugfélags íslands í
London, sem um árabil hefir
verið til húsa í 161 Piccadilly
fl'Utti um síðustu helgi ó nýjan
stað í borginni, að 73 Grosvenor
Street.
Sú gata er eins t>g Piccadilly í
hjárta borgarinnar og mikil við-
skiptamiðstöð. Meðal annarshafa
þar allmörg flugfélög skrifstofur
sínar. '
Hin nýja skrifstofa FÍugfélags
Islands að 73 Grosvenor Street
er rúmgóð og verður ölil starf-
semi félagsins í London nú und-
ir sama þaki, en áður varð að
leigja á tveim stöðum, sem skap-
aði visst óhagræði.
Islendinigar sem erlendis dvelj-
ast koma gjarnan á skrifstofur
Flugfélagsins til að leita sér
upplýsiniga eða jafnvel til þess
að líta í ný blöð að heitnan.
Þótt skrifstofa Flugfélagsins sé
nú flutt á annan stað, er hún
engu síður miðsvæðis en áður
og skapar ört vaxandi starfsemi
Flugfólags íslands í London
mikla möguleika til enn stærri
átaka í landkynningarmálum og
sölustarfsemi.