Þjóðviljinn - 06.02.1971, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.02.1971, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJnsrN — Laugairdagur 6. fébcúar 1971. Árangur nokkurra HSa í EB meistaraliða í knattspymu Brasilíska knattspymu- liðið Santos, liðið sem hinn kunni knattspyrnumaður Pele leikur með, vann enska liðið Ohelsea 1:0 í leik sem íram fór á Jam- aika sl. þriðjudag. Þetta mark var ekki skorað fyrr en á síöustu mínútu leiks- ins. Alger metaðsókn var að þessum leik og komust mun fleiri inná á völlinn i Kingston á Jamaioa en leikvangurinn raunverulega rúmar. Og við þetta mark Santos-liðsins brutust út sl£k fagnaðarlæti meðal áhorfenda, að við ekkert varð ráðið. Fólkið streymdi af áhorfendapöllimum nið- ur á völlinn og lögreglan réð ekki neitt við neitt fyrr en kallað hafði verið á lögreglu. f>á tóku áhorf- endur að grýta flöskum inná leikvanginn og var það aetlað lögreglunni. En um síðir tókst að koma ró á enda gerðist þetta á síð- ustu mínútu leiksins. Þetta var 6. sigur Santós í röð á ferð liðsins um Mið-Amerfku og V-Indíur og þetta fræga lið dregur hvarvétna að fleiri áhorf- endur en nokkurt annað lið. Körfuknattleikur Bandaríska liðið Levi's mætir íslenzka landsliðinu á mánud. Eins og áður hefur verið sagt frá í Þjóðviljanum, kemur bandariska atvinnumannaliðið í körfuknattleiík, Levi‘s, hingað til lands nk. mánudag og leik- ur gegn íslenzka landsliðinu þá um kvöldið kl. 20 í íþrótta- húsinu í Laugardal. Bandaríska liðið kemur hér við á leið sinni heim til Bandaríkjanna fúr hálfsárs keppnisferð til Evrópulanda. Levi‘s-liðið er ekki venju- legt félagslið, heldur úrvalslið, sem ákveðið fyrirtæki í Banda- Bætti Islands- metiS um 19 sek. Búast má við góðum afrek- um á sundmóti Ægis, sem háð verður á mánudagskvölldið kemur, en á fyrri hluta móts- ins sl. þriðjudagskvöld setti Vilborg Júlíusdóttir nýtt ís- landsmet í 1500 metra skrið- sundi kvenna. Títmd Vilbargar var 20.17,8 mín og bætti hún eldra metið, Framhald á 9. síðu. ríkjunum notar í auglýsinga- Skyni fyrir ákveðinn fatnað og sendir í keppnisferðdr um heiminn. Eins og áður segir er liðið að koma úr hálfs- árs keppnisferðalagi um Evrópulönd og hetfur liðið f þessari ferð ekki tapað leik, en umnið fllest beztu lið, þar á meðal landslið, Evrópu, til að mynda vann liðið júgóslav- neska, búlgarska og pólska landsliðiö, en Júgóslavar eiga sem kunnugt er eitt bezta landslið heims í körfuk'náttleik' Fyrir utan þessa leiiki hefur liðið unnið á annað hundrað leil i gegn félagsliðum* Islenzka körfuiknattleiks- landsliöið sem mætir Levi's á mánudag verður skipað eftir- töldum mönnum. Þorsteinn Hallgrímsson IR Birgir Jakobsson ÍR Agnar Friðriksson ÍR Kristinn Jörundsson lR Einar Bollason KR Kolbeinn Pálsson KR Jón Sigurðsson Ármanni Þórir Magnússon Val Einar Sigfússon HSK Stefán Þórarinsson IS. — S.dór. íslandsmótið í handknattleik: Bæði botnliðin leika á morgun IR mætir Haukum og Víkingur FH. — Leikið í öllum flokkum um helgina Q Fallbaráttan í 1. deild harðnar nú s’töð- ugt uim leið og líður á mótið. Á morgun leika botnliðin bæði, þegar ÍR mætir Haukum og Vík- ingur mætir FH. Með Víkingi leikur gegn FH Jón Hjaltalín, og þar eð FH hefur ætíð átt í Vinni bæði botnliðin Víking- ur og IR sína ledki á morgun eru Víkingar komnir með 3 stig, ÍR 5, Haukar 4 og Fram 5 og má sjá á þéssu hve geysi- hörð fallbaráttan verður og ekki sízt, þar sem Víkingar ætla að sækja Jón Hjaltalín í næstu tvo leiki Dg með hann innánborðs er Vfkingsliðið hættulegt hvaða 1. deildarliði sem er. Þá fer fram einn stórlei.kur í 1. deild kvenna þegar Fram og Valur mætast á morgun. Bæði þessi lið eru taplaus enn sem komið er og má því segja að þetta sé einskonar úrslita- leikur, eða allavega annar af tveim úrslitaleikjum mótsins, því vissulega getur síðari leik- ur liðanna sett strik í reikn- inginn. Þá leikur UMFN gegn KR og Víkingur gegn Armanni í 1. deild kvenna. 1 dag verður leikið í 2. og 3ja flokki karla og kvenna og hefst keppnin kl. 14, en á morgun hefst keppni kl. 15 með tveim leikjum í 1. flakki kvenna en síðan hefst keppnin í 1. deild kvenna, en í karla- flokki verður ekki leikið fyrr en um kvöldið. Um 1. deildarleikina í karla-<j, flokki er miög erfitt að spá um úrslit. Við höfum spáð rétt um úrslft í Stintf’ siðUstu' Teikjum í 1. deild, en þó má segja að þá leiki hafi verið mun létt- ari að spá um en þessa tvo á morgun. Eins og menn ef til vill muna, var FH mjög heppið að sigra Víking í fyrri leik þessara liða og þegar Jón Hjaltalín er kominn í Víkings- liðið er enn erfiðara að spá nokkru um úrslit. Ég hállast þó að l-2ja marka sigri FH. Um hinn leikinn er það eitt öruggt að hann verður mikill baráttu- leikur, enda leika þessi tvö lið Haukar og IR afarharðan hand- knattleik. Ef á að reyna að spá um úrslitin hygg ég, að eins marks sigur ÍR sé ekki fjairi lagi. — S.dór. erfiðleikum með Víking má gera ráð fyrir mjög jöfnum leik þessara liða. Segja má að bæði Haukar og Fram séu nú komin í fallbaráttu, og vinni ÍR Hauka á morgun horfir alvarlega fyr- ir Haukum. Þessi mynd er úr fyrri leik FH og Víkings í íslandsmótinu og sýnir Einar Magnússon skora hjá Hjalta Einargsyni. NorSmenn unnu Dani 15:14 f mjög hörðum og ruddalegum leik Norðmenn unnu Dani 15:14 í landsleik í handknattledk er fram fór í Hróarskeldu í Dan- mörku sl. miðvikudagskvöld og kemur þessi sigur Norðmanna mjög á óvart. 1 fyrsta lagi hafa Danir unnið Svía nýlega 20:13 og eins þóttu þeir standa sig frábærlega vel gegn silfurliðinu úr síðustu HM, A-Þjóðverjum, er utnnu Dani aðeins 20:18, og síðast en ekki sízt þykir það miikið afrek að vinna Dani á heimavelli vegna þess að Danir eru frægir fyrir góða héima- leiki. Þetta sýnir okkur enn einu sinni hvílíkum framförum Norðmenn hafa tekið í hand- knattleik og ekki fráleitt að telja þá beztu handknattledks- þjóð Norðurianda sem stendur. 1 skeyti frá norsku frétta- stofunni NTB segir, að ledkur Dana og Norðmanna haifd verið mjög dramatískur og ofsalega grófur, jafnved ruddaflegur. Leikurinn var mjög jafn fram- an af og í leikhléi var jafnt 7:7. 1 síðari hálfleik náöu Norðmenn tvívegis 4ra marka forskoti 12:8 og 14:10. En þá tók danska liöið sig mjög á og sýndi hið fræga danska keppnisskap og jafnaði 14:14 og það var mestaðþakka bezta manni danska liðsins Jörgen Vodsgaard, sem skoraði 13. og 14. maxkið með fallegum lahg- skotum., Á sfðustu minútu var dæmt vítakast á danska liðið og úr því skoraði Harald Tyr- dál sigurmark Norðmanna 15:14. Styr I ánauð Enginn etfi er á því að um- ræður þær sem Alþýðuifllokk- urinn boðaði til um „stöðu vinstri hreyfingar á lsííaindi“ hafa verið mjög gagnlegar og lærdómsrfkar. Þær hafa leittí Ijós á óvefengjanlegan hátt að þingmenn Alþýðuflokksins líta á sdg sem ánauðuga bandmgja hjá Sjálfstæðis- flokknum. Þedr segjast aðvísu hafa áhuga á framgangi ým- issa réttindamála almennings, en hins vegar hafi þeir eJtíki hedmild tifl þess að beita sér íyrir þehn á þingi ásamt Al- þýðubandalaginu. Meðan þann- ig er ástaitt er Alþýðufflokk- urinn ekkert sjálfstætt stjóm- málaafL, og ekki að undra þótt fyrrverandá kjósendur hans sjái engan mun á íhaldsmönnum og leiðtogum Alþýðufllokksins. Á þessum farsendum ætlar Al- þýðuflofldkurinn að ganga til kosninganna í sumar; hann ætlar semsé að spyrja kjós- endur sína hvorf þeir vilji styðja hann áfram til enda- lausrar íhaldssamvinnu. Þeir sem gera sér vonir um að unnt verði að leysa Alþýðu- flóklksleiðtogana úr ánauð geta því sízt atf öflflu kosið Gylfa Þ. Gíslason. Hmir snuprar Gylfa Eflnnig er mjög fróðfleg sú vitnesikja sem fram hetfur komið um einkaviðrajður Al- þýðufflofcksleiðtoga og Hanni- balista 1 fréttatilkynningu Hannibalista segir Svo, að florsendur þeirra viðræðna hafi verið þessar: ..Reynist samstaða um máletfni og skipu- lag nýs floltlks teflja Samtökin sér efldkert að vanbúnaði að ganga til sameiningar á grund- veflli hannar, en leggja þá ríka áherzlu á að slíkri sam- einingu yrði lokið fyrirnæstu alþingiskosningar“. 1 fréttatil- kynningu AJþýðufllokksins er þetta einnig staðfest: „Þing- fllokkur frjálslyndra og vinstri manna stakk upp á því, að Alþýðuflloldkurinn og flokkur þeirra yrðu lagðir niður og stofnaður nýr flokkur, sem fé- Iagar í þessum tveim flokkum gengju í.“ Hannibailistar heimt- uðu semsé tatfariausa samein- ingu, og í gær snuprarMorg- unblaðið Gylfa Þ. Gísflason fýrir að ganga efldki hiklteust að því boði. Styrmir Gunn- arsson, hinn nýi aðstoðarrit- stjóri Morgunbttaðsins. segir í Staksteinum: „Nú hetfur Gylfl Þ. Gíslason greinilega féngið tækifæri tll að bæta a.m.k. tvedmur og jafnvel þremur þingmönnum i flokk sinn, þvi að auðvitað er það aðeins orðaleikur að tala um nýjan flokk í þessu sambandi, held- ur hefði þar verið um að ræða sameiningu Samtaka frjáls- lyndra og Alþýðuflokksins, þar sem hinn síðamefndi hefði vegið mun þyngra. Hvers vegna var þessu tækifæri hafnað? Hver var tilgangur viðræðnanna úr þvi að slíku boði var ekki tekið?“ Styrmir tettur þannig að Gylfi hafi gert sig seflcan um fljótræði, gflat- að gullnu tækifæri til að inn- lima tatfarlaust 1 Alþýðuflokk- inn Hannibal Vafldimarssori, Bjöm Jónsson og Kari Guð- jónsson og bæta þeim í band- ingjahópinn. Gylfi mun hins vegar vera þeirrar skoðunar að tækifærið sé ekiki gflatað hefldur muni það birbast á nýjan leik etftir kosningar ef Hannibalistar haldi lífi. Einn- ig utanríkismál I fréttatilkynningu Hanni- bailista er að finna þessa skop- legu athugasemd: „Varðandi þá fulllyröinigu fórmanns þdng- fttokfcs Aliþýðubandalagsins að við hötfum skorazt undan um- ræðum um málefni þykir okkur rétt að upplýsa að á þeim eina fundi, sem við sót- um ásamt þingfilókki Alþýðu- bandalagsins hafnaði hann rrueð öfllu að ræða um utan- ríkismál og sileit viðræðunum endanlega þeigar Ijóst var að næsti hugsanlegi fundur mundi að einhverju fjalla um þau mál, og hann mundi ekki geta undan því vikizt að skýra af- stöðu sína tO þeirra“. Alþýðu- bandalagið hafði frumkvæði að því að legigja tiil þegar á fyrsta fundi að flofldkamir ræddu aflla meginþætti ís- lenzkra utanríkismála. Elftirað ljóst var orðið að Alþýðu- flokkurinn taldi sig ekiki flrjálsan að því að taka á- kvörðun um edtt eða neitt voru umiræður um utanríkisimá; jafin tilgangsilausar og annað. Þvi fer mjög fjarri að Al- þýðubandalagið vilji víkjast undan að ræða þau mál; það hefur stöðugt frumkvæöi að því að tafloa þau tál umrasðu innan þings og utan, á fund- wm, í hljóðvarpi og sjónvarpi, í blöðum og tímaritum. Et£ haldinn hefði verið lókaður þingflokkatfundur um þaumál hefðu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins sagt nákvæmlega það sama og þeir segja í heyrando hljóði. Hins vegar hefðu Hannibalistar trúlega hvísflað einhverju öðru í eyra Gylfa Þ Gíslasonar. 1 ósk þeirra um að sameinast Alþýðuflokknum tafarlaust er einnig fólgið til boð um að hlíta forustu Gylfa í utanríkisimáflrum, fafllast á hemám, aöild að hernaðar- bandalagi, erlenda stóriðju og sfcert landhelgisiréttindi. — Austri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.