Þjóðviljinn - 16.02.1971, Blaðsíða 3
30. íEe'bnöar SŒ w — SfÐA 3
m
m tryggingar
r • • r. _ jBL*
i einu skirtelm
vatnstjónstrVggin®
glertrygging\ |
FOKTRYGGING \ 1
BROTtiJLUTNiNGÍ| OG
HÚSALEIGUT%GGII
innbrotsTryggi™3
KAIRO og TEL AVIV 15/2 — Sadat, forsetá Egyptalands,
segir í blaðaviðtali að hann sé reiðubúinn til að fallast á
að erlent gæzlulið verði við mynni Akabaflóa ef það geti
flýtt fyrir friðargerð, og býður upp á að Súezskurðurinn
verði opnaður gegn því að ísraelsmenn verði á brott af
Sínaískaga að mestu leyti. ísraelsk stjórnvöld hafa tekið
dauflega í þessi tilboð að sögn. auk þess sem þau telja að
Gunnar Jarring sáttasemjari S.Þ. hafi hallazt um of á
sveif með Arabaríkjirm.
Hermenn úr Pathet Lao útbúa bækistiið í helli, þar sem skjól er fyrir Ioftárásum Bandaríkjamanna.
Ho Chi Minh vegurinn sagður lokaður
Bandaríkjamenn gera loft-
árásir á samherja sem évini
SÁfGÓN. VIENTIANE 15/2 — Bandarískar flug-
vélar hafa valdið mikluifn uslia á bækistöðvum
hægrisinna og CIA virð Krukkusléttu í Laos „af
misgáningi“. Her Saigonstjórnar telur sig hafa lok-
að Ho Chi Minh veginum svonefnda en sækir hægt
fram. Miklir fjöldafundir hafa verið haldnir í
Kína gegn bandarískri heimsvaldastefnu.
Bardágar í Laos
Bandarískar þotur af Phant-
om-gerð köstu&u af misgáningi
sprengjum á aðaiLbækistöðva r
sónþjálfaðra sveita hægrisinnaös
hershöí'ðing.ja, Vangs Paos, við
bæinn Long Cheng í gær Að
minnsta kosti 30 hermenn þessa
Bandaríkjavinar létu lífið og 00
særðust að þvi er segir f frétt-
um frá Vientiane. Long Cheng
er um leið miðstöð fyrir starf-
semi bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA i Laos, en CIA hefur
stutt lið Paos með ráðum og
dáð í banáttunni um Krukku-
sléttu. Long Oheng er um 80
kíiómetra frá Vientiane.
' Vang Pao hafði beðið um að-
stoð bandarísks flughers á þeim
forsendum að um 300 manna á-
hláupasveit, sem sögð er firá Ví-
etiiamj hafði gert áhlaup á
stöðvár hans og CIA. Banda-
ríkjamenn forðuðu sér í byrgi,
en ein aif IitJum eldiflaugum á-
hlaupsmanna er sögð hafa lent
í rúmi Vangs Paos. CIA hefur
um alllangt skeið stjómað loft-
hernaði gegn þjóðfrelsisher Pat-
het Lao.
Yfirmaður herliðs Saigons-
stjómar í Laos, Hoang Xtian
Pam, sagði í dag að sínir menn
hefðu sótt fram um 45 km inn
LONDON 15/2 — Hinir vana-
föstu Bretar tóku upptöku nýs
myntkerfis, sem byggir á tuga-
kerfi, með mestu ró og spaug-
semi í dag, Verzlun og viðskipti
gengu ágætlega, þótt ýmsir væru
seinni á sér en venjulega við af-
greiðslu. í pundi eru n>ú 100
pence — en áður voru í því
20 shillingar og í shilling 12
pence edns oig menn vita.
í landið á 40 km. breiöu belti.
Kveðst hann hafa feHt um 700
andstæðinga og fundið allmikl-
ar birgðir vopna og vista Pam
ssigði að sínir men-n hefðu nú
Jokað alveg Ho Ohi Minh stígn-
um svonefnda. Lét hann um leið
að því liggja, að lið sitt væri til
Laos komið til lengri tíma, sem
stangast á við fyrri fullyrðingar
um að innrásin sé gerð til
skamms tíma.
Fréttastofa Pathet Lao segir,
að í átökum undanfarinna daga
háfi 89 bandarískar ffltiigivélar
verið skotnar niður. Bandaríkja-
menn segja sjálfir að þyrlur
þeirrá hafi fárið 4.500 ferðir á
undanförnum dögum til aðistoðar
við innrásarlið Saigonstjómar-
innar.
Kína
Miklir mótmælafundir gegn
Bandaríkjaxnönnum hafa verið
haldnir í helztu borgum Kína um
helgina. Til dæmis tóku mörg
hundruð þúsundir þátt í miklum
fjöldafundi í Peking í gær. !
dag fóru og miklir skarar fól'ks
um götur kínverskra borga og
hrópuðu m.a.: Við munum aldrei
leyfa að Bandaríkjamenn fari
sínu fram í Indó-Kína.
Málgagn ldnverska hersins
segir dag, að kfnverska þjóðin
muni eklki neitt til spara að
styðja þjóðir Víetnams, Kam-
bodju og Laos í baráttunni við
bandarískan árásarheir.
Sadat kveðst í viðtali við
bandaríska vikuritið Newsweek
geta fallizt á erlent gæzlulið í
Sharm el Sheik við mynni
Akaibaflóa, en þaðan má loka
siglingum til ísraelsku hafnar-
bcxrgarinnar Eilat. Israelsmenn
notuðu m. a. lokun Akabaiflóa
1967 sem tilefni tál að hefja
sex daga stríðið.
Sadat tekur fram að Nasser
forseti hafi ekki vilj-að fallast á
slíka málamiðlun og þjóð sinni
muni mislíka hún, en hann sé
reiðubúinn til að hætta á hana
ef það geti flýtt fyrir friðar-
samningi.
Sadat segir ennfremur, að ef
Egyptar eigi að opna Súezskurð
aftur, verði ísraelskur her að
draga sig til baka að línu sem
lægi skammt frá EI Arish — en
það er hafnarborg við Miðjarð-
arhaf, um 40—50 km frá eigin-
legum landamærum Israels.
Þetta þýddi, að ísraelsmenn
héldu einum tíunda aif því svæði,
sem þeir nú hafa hemumið á
Sínaískaga. Þetta mundi og
þýða að Egyptar lofuðu að fram-
lengja vopnahléd til að gefa
sáttasemjara S. Þ., Jarring svig-
rúm til friðaumleitana.
Sadat tók um leið fram, að
friðarsamningur væri óhugsandi
án þess að leyst yrðu mál Pale-
stínuaraba.
Tel Aviv
Tilboðum Sadats hefur verið
tekið fremur kuldalega í ísrael,
þótt það sé játað, að þau séu
gerð í mildari tóni en annað
sem frá Kaíró hefur komið.
Fréttaskýrendur telja að Israel
fái of lítið í aðra hönd fyrir
að halda frá mestöllum Sínaí-
skaga, oig ekki sé einu sinni
lofað að ísraelsk skip fái að
sigla um Súezskurð. Israelsstjórn
kveðst ekki munu gera athuga-
semdir við tilboð Sadats nema
þau séu borin fram beint við
hana eða Jarrin-g sáttasemjara.
Jarring hefur borið fram mála-
r.iiðlunartillögu sem lýtur að því,
að Egyptaland viðurkenni ísrael
sem ríki. gegn þvi að ísraelskur
her verði á brott af hernumdu
svæðunum. Gazasvæðið verði
fyrst um sinn undir ísraelskri
stjórn, en síðan muni gæzlulið
frá S. Þ. taka við. Þessum
tillögum hefur verið mjög illa
tekið í Israel, og er því haldið
þar fram af opinberri hálifu að
Jarring hafi farið út fyrir hlut-
verk sitt sem málamiðlari með
því að koma með eigin tillögur
sem séu hagstæðar öðrum aðil-
anum. Muni Israelsmenn aðeíns
geta haldið áfram aðild að fund-
um með Jarring á grundvelH
eigin tiilagna, og væri fyrsta
skrefið að Bgyptar viðurikenn<iu
ísraelsríki.
ísraelsk blöð ræða nftikið um
það, að sambúð Bandarikjanna
og ísrael fari enn kólnaijdi —
og nú einmitt vegna ági-einings
um hlutverk Jarrings. Sisco,
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna lét svo um mælt í
Washington í gær, að báðir að-
ilar verði að laga sig eftir að-
ferðutn Jarrings, og lét að öðru
leyti liggja að því, að neikvæð
afstaða Israelsmanna væri stjóm
sinni ekki að skapi.
Verkfall í Lodz í Póllandi
WARSZAWA 15/2 — í iðnaðarborginni Lodz hófst á föstu-
dag verkfall þúsunda verkamanna í vefnaðarverksmiðj-
um sem krefjast hærri launa og betri vinnuskilyrða. Hinn
nýi forsætisráðherra Póllands, Jaroszewicz hefur átt langa
fundi með fulltrúum verkfallsfólksins, sem nú mun flest
hafa tekið aftur til starfa.
Jaroszewicz og Jan Szydlak, sem
sæti á í miðstjórn Pólska verka-
mannaflokksins, ræddu við
verkafólk á fjögurra sfcunda
fundi sem haldinn var i leikhúsi
einu í Lodz í gærkvöldi, og
hvöttu það mjög til að snúa aft-
ur til vinnu. Fyrsta opinbera
staðfestingin á verkfallinu kom
frá hinni opinberu fréttastofu,
PAP, sem sagði frá fundinum,
sem hefði verið haldinn til að
ræða „truflanir á staríi nokk-
urra fyrirtækja" og voru þá
nafngreindar tvær vefnaðarverk-
smiðjur. I gær höfðu borizt
fregnir um að þúsundir veika-
fólks, flest konur, hefðu lagt
niður vinnu í Lodz, sem er næst
stærsta þoirg Póllands, hefur 750
þús. íbúa.
PAP segir að Jaroszewicz
hefði lýst skilningi stjómarinnar
á vandamálum verkamanna, en
hærri laun væri ekki hægt að
greiða vegná þess að þau yrði
að táka af öðrum verkamönnum
eða þá fjárfestingarsjóðvm, sem
ætlað væri að skapa 1,9 miljón-
um manna atvinnu fyrir 1975.
Hann sagði, að verið væri að
koma til móts við ýmsar aðrar
kröfur, einkum í sambandi við
aðbúnað giftra verkakvenna. Sjö
fulltrúar verkfallsmanna tóku til
máls og kröfðust þess að leið-
rétt væri nú þegar misrétti í
launakerfinu og félagsmálum
ýmsum.
UPI-fréttastofan segir að verka-
fólk hafi farið frarn á um 25%
kauphæklkun og að lagðar væru
niður gamlar og lítt virkar vélar.
Síðustu fréttir: Jaroszewicz
forsætisráðherra tilkynnti öllum
'að óvörum í sjónvarpsræðu í
kvöld, að pólska stjórnin hefði
ákveðið að afnema þær miklu
hækkanir á matvælum ser.T leitt
hafa til óeirða og verkfalla í
landinu síðan í desember. Þær
au!:nu fjölskyldubætur og lækk-
un á iðnaðarvöru ssm þá var
kornið á verða áfram í gildi
Ráðherrann sagði þetta mögulegt
vegna sovézkra lána, og þess að
útMt værl fyrir aukna kjötfram-
leiðslu síðari hluta þessa árs.
Óvæntir gestir ráðherra
Kýr á fundi hjá
Efnahagsbandalagi
BRUSSEL 15/2 — 1 kvöld
mættu óvænt gestár til fundar
í ráðherrasal Efnahagsbanda-
lagsins á þriðju hæð hallar
einnar í Brússel: belgískir
bændur höfðu teymt upp
þangað þrjér mjólkurkýr og
inn á fund þar sem landbún-
aðarráðherrar EBE fjölluðu
um verðlag á landbúnaðaraf-
urðum og breytingar á upp-
byggingu landbúnaðar í EBE-
löndunum.
Bændur höfðú 'feSt á kýrn-
ar vígorð um hækkað verð á
afurðum og létu þeir óspart
í ljós þann vilja sinn að lanð-'
búnaðarnefnd EBE væri lögð
undir fallöxina. Kýrnar voru
hinar rólegustu og litu for-
vitnar í kring um sig meðan
einn bændanna mjólkaði þær
i fötu.
Ráðherrar tóku þessu til-
taéki fyrst með hlátrum, en
brátt kámaði gamanið og var
kallað á lögreglu til að ryðja
salinn. Tókst það eftir nokk-
ur slagsmál og lögðu kusur
af sér á meðan kökur stórar.
Varð að gera hlé á fundinum
meðan göfug teppi voru
hreinsuð.
Landbúnaðamefnd EBE
þingar nú um nolckra hækkun
á landbúnaðarafurðum, sem
bændur telja of litla, og þessu
fyl’gja ýmsar óvinsælar hlið-
arráðstafanir — m. a. er
stefnt að niðurskurði naut-
gripa.
Húseigenda
trygging
fyrir einbýlishús
fjölbýlishús
og einstakar íbúdir
SÓTFALLSTR
ÁBYRGÐARTR
JáSÖSÍ*''
MeS tryggingu þessari er reynt aS
sameina sem flestar áhættur í eitt
skirteini.Nokkrar þeirra hefur veriS
hægt fá áSur, hverja fyrir sig,
en með sameiningu þeirra t eitt skír-
teini er tryggingin EINrÖLD, HAG-
KVÆM og SÉRLEGA ÓDÝR.
IÐGJALD miðast viS brunabótamat
alls hússins eða eignarhluta trygg-
ingartaka.
| Leitið nánari upplýsinga um þessa nýjung Samvinnutrygginget.
SAMVINNUTRYGGINGAR
Sadat býður upp á opnun
Súezskur&ar og gæzlulið SÞ