Þjóðviljinn - 14.04.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1971, Blaðsíða 4
4 SfÐA — MÖEVVVLMIWr -« MíðvíkitKJaigar 14. oppil 1m. PIERPONT ÚR — Mátgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stióri: Eiður Bergmana Rltstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundssoa Ritstj.fulltrúl: Svavar Gestssoa Fróttastjóri: Slgurður V Friðþlófsson. Auglýslngastjórl: Helmir Ingimarssoa Rltstjórn, afgrelðsla, auglýslngar. prentsmiðia: SkólavðrðusL 19. 'Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 « mðnuðL — Lausasðluverð kr. 12.00. Að vaxandi jafnrétti J miðri dymbilviku flutti Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri hina árlegu skýrslu tum hag bank- ans og þjóðfélagsáns. Tónninn í ræðunni var bjart- sýnn, eins og ríkisstjórninni hentar sköimmu fyrir kosningar, enda eru ýmsar efnahagslegar stað- reyndir sem hægt er að nota til bjartsýnna við- horfa. Það er til að mynda afar fróðleg staðreynd að á sáðasta ári jukust' þjóðartekjur íslendinga um 10,5%, en slík aukning er næsta sjaldgæf hvert sem litið er. Það er einnig mjög fróðleg staðreynd að á síðasta áratug jókst þjóðarframleiðslan um 54% og þjóðartekjur á mann um 3,7% að jafnaði á ári hverju, þratt’ fyrir efnahagsörðugleikana sem urðu 1967 og 1968. JjTnahagslegar staðreyndir af þessu tagi ættu að hvetja menn til almennra hugleiðinga um þró- un þjóðfélagsins og lífskjör almennings. Það er til að mynda onjög alvarleg staðreynd að kaup- máttur tímakaupsins hefur ekki aukizt í neinu samræmi við þær breytingar seim orðið hafa á þjóð- arframleiðslu og þjóðartekjum. Stjómarvöld hafa tágt ofurkapp á að halda almennu kaupi verka- fólks sem mest óbreyttu, og launamenn hafa því aðeins fengið hlutdeild í hinum sameiginlega tekjuauka að þeir hafi lagt fram lengri vinnutíma eða getað fraimkvæmt launaskrið með því að láta flyfja sig milli bauptaxta. Á sama tíma og lág- markskaupi hefur þannig verið haldið í skefjum, hafa ýmsir tekjuháir hópar haft næsta mikið frelsi til þess að bæta afkomu sína. Þannig er nú svo komið að á sarna tíma og almennt verka- mannakaup er uim 200.000 krónur á ári fyrir fulla dagvinnu, fá sumir embættiemenn ríkisins, ráð- herramir sjálfir og ýmsir þeir sem innheimta ítekjur fyrir ríkissjóð, a.m.k. tífalt hærri árslaun. Þó munu þessir aðilar engan veginn telja sig of- haldna af tekjum sínum í samanburði við afkomu ýmissa þeirra sem veita einkafyrirtækjum for- stöðu. Það mun sízt ofmælt að hlutfallið milli tekna ellilífeyrisþega og öryrkja annarsvegar og hátekjumanna hins vegar er um þessar mundir sem næst 1 á móti 50. Jjannig hefur tímabil með vaxandi þjóðartekjum leitt af sér stóraukna mismunun í launakjörum og afkomu, og með því er verið að breyta sjálfri gerð þjóðfélagsins, andrúmslofti þess og eðlileg- um samskiptum manna. Einmitt í þessum stað- reyndum birtist viðreisnarstefnan í - verki, sú stefna sem telur peningana en ekki manngildið afl þeirra hluta sem gera skal. Ef þessi nýja tekjuskipting fær að festast í sessi breytist ís- lenzkt þjóðfélag á tiltölulega skömmum tíma og verður andfélagslegra og kaldara en það hefur verið áratugum saman. Því er það brýn nauðsyn fyrir verklýðssamtökin og alla þá sem aðhyllast félagshyggju að hnekkja sem fyrst þeirri lág- launastefnu sem verkafólki er ætlað að una og stefna á nýjan leik að vaxandi jafnrétti. — m. STÍLL OG GÆÐI Fyrir fermingar- börn óskagjöf. KORNELÍUS JÓNSSON úrsmiður Skólavörðustig 8, síml 18588. Bankastræti 6. síml 18600. Akureyringar reyndust sigur- sælir á landsmótinu á skíðum Rysjótt veður skemmdi nokkuð fyrir Q Skíðalandsmótið fór fram á Akureyri um páskana og voru þar mættir til leiks allir beztu skíðamenn landsins, eins og vera bar. Reyndust heimamenn sigursælir á mótinu I Alpagreinum enda á „heimabrautum“, eins og gárungar sögðu. Það eina sem setti skugga á þetta mót var hið leiðinlega veðurfar er ríkti lengst af meðan mót- ið stóð yfir. Vörn og markvarzla fyrirfannst engin Góóur handknattleikur þart ekki alltaf aS vera skemmtileg- ur á að horfa, og lé- legur handknattleikur getur verið bráðskemmtilegur fyrir áhorfendur. Þannig var það í leik Danmerkurmeistaranna Efterslægten og Hauka s. I. fimmtudag, J»ar sem skoruð voru 55 mörk í 60 mín. leik, að handknattleikurinn, semlið- in buðu upp á, var mjög léleg- ur, einkum og sér í Iagi varn- ir og markvarzla. en sóknarleik- ur beggja var skemmtilegur á að horfa, enda gátu leikmenn beggja leyft sér næstum því hvað sem var, nnkkuð sem aldrei er gert, þegar góður handknattleikur er lcikinn. Satt að segja áttl maður von á að vöm Danmerku rmeistax- anna væri betri en betta og gneinilegt er að liðið byggir fyrst og fremst nipp á mjög skemmtilegum séknarleik. svo hröðum og vel leiknum að langt er síðan maður hefur séð annað eins hér á landi. En við það að finna bve slök vöm Dan- anna var lifnaði heldur betur yfir skyttum Haukanna og bé frekast þoim Viðari, Stefáni og Ólafi Óla.fssyni og leikur Við- ars f íyrri hálfHeik er bað bezta sem hann hefur sýnt f vetur, enda var hann hreint stórlkostlegur og bezti maður vallarins þá. En Haukamir lagðu, adfLa áherzáu á siófcnarleik- inn eins og Danimór, og vömin var eins oig gatasigti fyrir bragðið. Viðar sikoraði 3 fyrstu mörik Haukanna og stóð um tíma 3:1 Haukum í vil, stfðan komust Danimir í 7:4, en þé tóku Haukamir aftur við sér og náöu að kornast f 8:7 og síðan í 11:8 og 12:9, én þé hljép alllt í bak- lás hjá þeim og í leiklhléi var staðan oröin 18:14 EJftersiæglten í vil. Sem saigt 32 mörfc á »0 mínútum, noiklkuð sem menn sjá efciks dagdega í handknatt- leik á íslandd. 1 síðarj háMeik hélzt leik- urinn r.ökkuirnveginn jatfn þannig að munurinn var þetta 4ra til 5 marka farskot Efter- slægten í vil Ég held að fuU- yröa megi að svo oplnn sókn- arleikur, sem þama var leik- inn hafi elldki sézt hér á landi fyrr í vetur og segja raunar tölumar 30:25 aillt sernf segja þairf um það mál. Eigi að stfð- ur var skemmtiflegt að horfia á leikinn eins og alltaf þegar séknarleikur er leikinn. Dóm- arar voru Birgir Bjömsson og Ingvar Viktorsson og tófcst þeirn báðum ifla upp og ættu menn, sem standa í því að taka uipp lið ekkd aö vera að dæma leiki sem þau leika. Mörk Hauka: Viðar 9. SteÆán 6, Ölafur 3, Þórarinn 3, Sturla 2, Sigurður og Elíae 1 maifc hivor. — S.dór. ABaP móttökur og fram- kvæmd mótsáns var tdl mdkill- ar fyrirmyndar hjá Akureyr- inguim, eins og við var að bú- ast og kornu tfjöitaiargir áhorf- endur til að fylgjast með mót- iniu. Þá var einnig haldið Norð- urlandamót unglinga á skiðum um páskahelglna á Akurejrriog miunum við birta úrslit úr því síðar. En hér enu úrsiitin úr landsmótmu. 30 km. gamga: fsl.m.: Trausti Sveinsson Fljót- um 2:08,09 mín. (ísiandsmjet). Kristján R Guðmundsson ísa- firði 2:13,48 mín. Sigurður Gunnarsson ís. 2:16.57 15 km. ganga. ísl.m.: Halldór Matthfasson Ak- ureyri 60,52 min Framhald á 9. síðu. Hér er mynd af nýbökuðnm íslandsmeisturum í innanhúss knattspyrnu kvenna og það voru stúlkur frá Akranesi sem þann titil unnu fyrstar allra. Með þeim lengst t.v. á myndinni er þjálfari þeirra Helgi Daníelsson fyrrum markvörður ÍA og landsliðsins. Kvennamótið í knattspyrnu | Akrunesiiðið í sérfíokki | Unnu alla sína leiki samtals 16:3 I Skagamenn eru Iöngu lands- frægir fyrir sitt knattspyrnu- lið i karlaflokki, en í fyrsta fslandsmótinu í kvennaknatt- spymu kom í Ijós, að stúlk- urnar af Akranesi eru einnig vel liðtækar í knattspyrnu. Þær sigruðu í þessu fyrsta móti með miklum yfirburðum. Fyrst unnu þær sinn riðil og mættu FH og Fram í úrslit- um. f fyrsta leiknum unnu Fram-stúlkurnar FH 3:0, en síðan vann fA FH 4:2 og síð- an Fram 6:1 og var mjög gam- an að sjá þejinan leik. Fram tefldi fram stúlkum úr mfl. í handknattleik. en Skaga- stúlkumar vom allar mun yngri, flestar um og innan við fermingu. Sýndust þær ó- sköp litlar úti á vellinumhjá hinum fullorðnu Fram-stúlk- um. ★ En það var aðeins líkam- lega sem þær vom minni, — þegar útí knattspyrnuna kom hreinlega léku þessar litlu bnátur sér að Fram-liðinu og unnu eins og áður segir 6:1 og hefði sá sigur allt eins getað orðið helmingi stærri. Þær vora eina liðið í kvenna- knattspymunni sem eitthvað kunnu fyrir sér og sáust til þeirra tilþrif, sem margir karlmennirnir þrautþjálfaðir hefðu mátt vera hreyknir af, einkum var þetta í sambandi við allan samlcik, sem vartil fyrirmyndar hjá þeim. Sigur- inn varð þeirra og það lék enginn vafi á þvi hvaða lið var bezt í þessari keppni. — S.dór. Efterslægten - Haukar 30:25 Nærrímark ámínútu Haukur Jóhanusson hinn ungi og efnilegi skíðamaður Akureyrar varð 3. í svigi á landsmótinu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.