Þjóðviljinn - 13.06.1971, Page 1
Sunnudagur 13. júní 1971— 36. árgangur — 130. tölublað.
Muníð kosningasjóð — Eflið
kosningastarf C-Iistans!
Breytum spúdómunum um stórsigur
Al þýð u banda lagsins í veruleika í dag
ÚRSLITIN VELTA Á STARFINU I DAG
DAGURINN í DAG RÆÐUR ÚRSLITUM
Störfum af kappi. Lótum einskis ófreistað’
r~
| I Kosningabarátta Alþýðubandalagsins hefur mótazt af sókn sem
stöðugt hefur verið að eflast og birtist á eftirminnilegan hátt í
fundinum mikla í Laugardalshöllinni, stærsta stjórnmálafundi
sem nokkur flokkur hefur haldið fyrir kosningar á fslandi. f
spádómum manna um úrslit kosninganna er eitt atriði sameig-
inlegt, hvaða stjórnmálaskoðanir sem mepn aðhyllast:
□ Allir eru sammála um það að Alþýðubandalagið muni vinna
verulegan kosningasigur.
í dag er verkefnið að gera þessa
spádóma að veruleika. Þar ræður
úrslitum starf allra þeirra sem skilja
nauðsyn þess að raunveruleg valda-
hlutföll á alþingi breytist. Allir
stuðni ngsmenn Alþýðubandalags-
ins eru hvattir til þess að taka
þátt í störfum allt frá því að kosn-
ingar hefjast og þar til þeim lýkur,
slej>pa engu tækifæri, hagnýta alla
kosti. Úrslitin geta oltið á einu ein-
asta atkvæði.
LÁTIÐ
ATKVÆÐIN KOMA
AÐ GAGNI
Ollum er ljóst að átökin í
Reykjavík snúast um það hvort
Svava Jakobsdóttir verður kjör-
dæmakosinn fulltrúi Reykvíkinga
eða hvort sjötti lögfræðingurinn á
lista Sjálfstæðisflokksins nær kjöri.
Vinstri menn hafa styrk til þess að
tryggja sigur Svövu; hættan er sú
ein að atkvæði 'fari til spillis —
vegna þess að Framsókn fær enga
uppbótarþingmenn og gæti eyði-
lagt 1.000—2.000 atkvæði í höf-
uðborginni, og listarnir F og O
geta aðeins eyðilagt atkvæði. Fyr-
ir Alþýðubandalagið er hver kjör-
dæmiskosinn maður í Reykjavík
örugg ávísun á uppbótarþingsæti,
vegna þess að hér er atkvæðamagn-
ið bak við þingmann miklu meira
en í nokkru öðru kjördæmi.
HLUTUR UNGA
FÓLKSINS
Mörg örlagarík mál hafa verið
rædd í kosningabaráttunni og
menn verða að muna þau ölL Sér-
staka ástæðu hafa launamenn til að
minnast þess að kosningarnar eru
liður í kjarabaráttunni; úrslitin í
dag skera úr um stöðu verklýðs-
félaganna í átökunum í haust og
hvort efnahagsmálin verða leyst á
kostnað launafólks eða þeirra sem
breiðari hafa bökin. Nái Svava
Jakobsdóttir kjöri, verður Jón
Snorri Þorleifsson uppbótarþing-
maður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, og Sigurður Magnússon
varamaður þriggja þingmanna Al-
þýðubandalagsins. Árangur Al-
þýðubandalagsins birtist ekki að-
eins í atkvasðatölum, heldur og í
samningsákvæðum um kaupgjald
og réttindi launafólks, í kjörum
aldraðs fólks og öryrkja
KOSNINGARNAR
ERU KJARABÓT
Stjórnarblöðin hafa að undan-
förnu talað um deyfð í kosninga-
baráttunni og tala þar vafalaust af
sárri reynslu. Alþýðubandalagið
hefur ekki orðið vart við neina
slíka deyfð, heldur almennari og
víðtækari áhuga en nokkru sinni
fyrr. Mikill fjöldi af nýju fólki hef-
ur komið til starfa fyrir Alþýðu-
bandalagið, fólk sem áður hefur
aðhyllzt aðra flokka, og ekki sízt
unga fólkið sem nú kýs í fyrsta
skipti. Unga fólkið er nú stærri
hluti af kjósendum en nokkru sinni
fyrr, og þátttaka þess mun ráða
úrslitum. Unga fólkið hefur á-
kveðnar hugmyndir um breytt
stjórnarfar á íslandi, og það getur
í dag náð mjög mikilvægum á-
fanga, tryggt veruleg umskipti í
valdahlutföllunum á þingi.
Það vakti mikla athygli þegar Svava Jakobsdóttir rit-
höfundur tók sæ'ti á lista Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík, og þátttaka hennar í kosningabaráttunni hefur ekki
vakið minni athygli — og mjög greinilegan óhug í mál-
gögnum annarra flokka. Þjóðviljinn sneri sér í gær til
Svövu og spurði hana hvernig henni hefði líkað kosn-
ingabaráttan. — Svava svaraði:
— Alþýðubandalagið hefur kynnt málefni sín bæði
í riti og í ræðu á fjölmörgum fundum hér í Reykjavík
og úti á landi. Allir fundimir hér í Reykjavík hafa ver-
ið með eindæmum vel sóttir — en fundarsókn er ekki
eini mælikvarði á stuðning. Hinar góðu undirtektir, sem
Svva ]akobsdóttir
f
málefni Alþýðubandalagsins hafa hlotið, tala einnig skýru
máli. í fyrirspurnum og umræðum höfum við fundið,
að launafólk setur traust sitt á forustu Alþýðubanda-
lagsins. Raddir um tekjujöfnun, aukna félagslega þjón-
ustu, valfrelsi einstaklingsins, manndóm í utanríkisstefnu
og atvinnumálum, um nútímaleg viðhorf í stjómarstefn-
unni yfirleitt, er ekkert „valdboð að ofan“, heldur stefna
vinstrimanna og sósíalista, sem Alþýðubandalagið er ein.
huga um að hrinda í framkvæmd. í þessum kosningum er
því ekki aðeins um það að ræða, að kjósa þessa stefnu
þennan eina dag — dagurinn í dag ræður úrslitum um,
hvort þessar raddir vinsMmanna eigi að berast út úr
Alþingishúsinu í framtíðinni.
I