Þjóðviljinn - 24.06.1971, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.06.1971, Síða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Fimimtudagur 24. júni 1971, Jetta Carleton * I MÁNA- SILFRI En á laugardagskvöldið sáu þær hann í bænum. Þær voru á leið inn í Kaupfélagið og þá var Tom einmitt að koma út. Jessica hélt að hún myndi deyja aif fögnuði — og skelfingu um ledð. Svipurinn á föður hennar varð nístingskaldur. Hann gat naumast hreytt út úr sér kulda- legri kveðju sem svar við kæru- leysislegri kveðju Toms. Hún vonaði bara að hann hefði ekki séð augnaráðið sem fór á milli hennar og Toms. — Þið verðið kyrrar hér hjá mér, sagði Callie við stúl'kurn- ar — rétt eins og Jessica hefði haft hugrekki til að hlaupa á eftir honum! Hún sá hann ekki aftur allt kvöldið. Yfirleitt voru hún og Leonie vanar að ganga um torg- ið með vinkonium sínum og kaupa sér gos í veitingastofunni. En þetta kvöld komust þær efcki fótmál frá móður sinni. Mathy gat sloppið burt án þess að Callie yrði þess vör, en Jessica og Leonie komst alls ekiki út úr Kaupfélaginu. Þegar þúið var að kaupa nýlenduvörurnar og selja eggin, var farið rakleitt heim. Heimferðin var þegjandalleg, fað- ir þeirra var geðillur, skugga- legur á svip og hataði ugglaust Tom fyrir að vera til. Jessicu stóð á sama. Fyrst Tom var í nágrenninu var ekkert annaðsem skipti máli. ?at var^a beðið þangað til þau komu heim til að ræða mál- in við Mathy. Þær sváfu enn á legúbekfcnum undir beru lofti. Þær voru efcki fyrr komnar í Laugavegi 24 Sími 25775 Gerum allar tegundir myndamóta fyrir yður. rúmið en Mathy dró teppið upp fyrir höfuðin á þeim og hvæsti inn í eyrað á Jessicu: — Hann bað mig fyrir skilaboð til þín! Jessica stundi af fögnuði. — Hvað sagði hann? — Hann biður þig að hitta sig í ávaxtagarðinum. — Hvenær? — Um miðnættið í kvöld! Jessica hviaði niður í koddann sinn. — Er þetta satt? Hvernig veiztu það — hvað sagði hann? — Hann sagði bara að þú ættir að hitta sig þar um mið- nættið. Ég hitti hann á götunni, begar ég var að labba um torg- ið. Þær hvísluðust á í uppnámi undir ábreiðunni. Jessica var loga-ndi hrædd og Mathy reyndi að stappa í hana stálinu. — Ef pabbi kemst nú að því? sagði Jessica. — Við bíðum þangað til hann er sofnaður. — Hvernig getum við vitað hvort hann er sofandi? — Hann hrýtur. — En mamma. Hún getur vaknað og litið útum gluggann og séð að ég er horfin! — Nei, það gerir hún ekki, sagði Mathy. — Af hverju ekki? — Hún uppgötvar aldred þeg- ar ég hverf. — Mathy Soames! Hefurðu nú enn verið að ráfa um í myrkr- inu? — Bara einstöku' sinnúm. < — Það er hættulegt. Mamma og pabbi hafa bannað þér það! — Þau vita ekkert um það. Þú tókst efcki einu sinni eftir því þótt þú lægir við hliðina á mér. — Þú ættir ekki að gera það aftur. Ef mamma lítur einhvern tíma út og sér að þú ert ekki héma, þá fáum við báðar bágt fyrir. — Hún kemst ekki að því, jafnvel þótt hún líti út. Ég kann á þessu lagið. Mathy reis hljóð- lega upp — það marraði ekiki einu sinni í fjöður — og hljóp yfir garðinn að geymslunni. Hún kom til baka með kringlótta krukku. Með fimlegum handatil- tektum lagði hún hana á kodd- ann, dró ábreiðuna yfir hana, svo að vattteppið lyftist. 1 röfckr- inu var engu líkara en mann- eskja lægi undir rúmfötunum. Hún hló lágt. — Þetta geri ég £ hvert skipti sem ég vakna og langar út að ganga. — Þú ert hræðdleg, sagði Jess- íca. Þær lágu undir teppunum og kæfðu hláturinn í koddúnum og reyndu að hristast ekiki mjög mikið. Stöku sinnum stungu þær höfðunum útundan og hlustuðu. Þeim fannst lágvært samtalið í herbergi foreldranna • aldrei ætla að taka enda. Tunglið steig upp yfir ávaxtagarðinn og sendi leit- argeisla sína út í myrkrið. — Ég er hrædd, sagði Jess- ica. — Bkki ég, sagði Mathy. Seint og síðarmeir hljóðnuðu raddirnar uppi á loifti. Fjárkjúkl- ingar tístu, það skráfaði í blöð- um. myrfcrið var mettað alls konar dularfullum hljóðum. Loks kvað við gamalkunnur há- vaði eins og þegar bitlaus sög er dregin gegnum við og nóttin virtist grafkyrr. — Hann er sofnaður, sagði Mathy. — Nú geturðu farið. Jessica sat uppi og hélt á- breiðunni saman um hálsinn. — Ég fer ekki. — Þú mátt til. Gættu þess að ekki marri, — Hann kemur ekfci. ' Ég er viss um að hann kemur ekki. — Já, en þú verðúr að fara og gá! — Það er svo dimmt þama niðurfrá. sagði Jessica eymdar- lega. — Ó, Jessica, sagði Mathy o- þolinmóðlega. — Fyrst þú ert svona mikill hræðslupúki. þá skal ég koma með þér! — Þú getur það efcki — við höfum bara einn haus. — Ég sæfci annan. Mathy hljóp að geymslunni, sótti aðra krukku og kom henni fvrir á koddanum. Þær læddust báðar út úr garð- inum og. tóku á rás gegnum á- vaxtagarðinn. Hjartað barðist í brjósti Jess- icu _ Ég veit hann kemur ekki. — Jú, víst gerir hann það. Þær gengu áfram milii kirsu- berja- og ferskjutrjáa og inn í eplagarðinn. Fram undan var autt svæði sem aðskildi eplagarð- inn og skóginn. Þær sáu það greinilega í mánaskininu og eng- in mannvera var sýniieg. — Hann kom þá ekki! sagði Jessica. — Bö. sagði Tom og steig fram j fvrir eitt tréð. — Sagði ég ekki. sagði Mathy. Jessica rak upp gól og kross- lagði handleggina á brjóstinu; I nú fyrst mundi hún eftir því i að hún var í náttfcjól. j — Hæ, Jessica. i — Hæ. Þau brostu feimnis- i lega hvort til annars. I — Mikið finnst mér gaman að sjá þig sagði Tom. — Mér finnst gaman að sjá þig- — Ég varð svei mér hissa þegair ég fékk skilaboðin frá þér. — Hvaða skilaboð? sagði Jess- ica. — Baðstu Mathy ekfci fyrir skilaboð? — Ég held nú síður! — Hún sagði það — hún sagði að þú hefðir beðið mdg að koma og hitta þig. — Hvað segirðu? Það hef ég aldred sagt! Hún sagði við mig að þú vildir endilega fínna mig. Mathy, hvað á þetta að þý ... Mathy? Mathy hafði tekið á rás. — Viltu korna hingað undir eins! Hvíti náttkjóllinn bvarf inn á milli trjánna. — Ég skal hrista hana þangað til hringlar í henni. sagði Jess- isa og sneri sér að Tom. — Af hverju, Jessica? Ertu ekki ánægð með að við erum hér? — Jú, auðvitað, en — — Ég er glaður. Hann lagði höndina á handlegg hennar. — Ég verð að fara. Tom. — Efcki strax, Jessica, þú varst að koma. — Já, en ég verð að komast til baka áður en pabbi kemst að því að ég er farin. — Er hann ekki sofandi? Stendur Mathy ekki vörð? — Jú, en — — Vertu kyrr Jessica. Bara andartak. — Tja . . . Loftið var milt og nóttin svo fögur (gamalt tungl . . bieifct siifurskin hvfldi yfir á- vaxtagarðinum) og hún hafði bráð svo miög að hitta hann. — Jessica? sagði hann og kom nær. — Bkki þetta. — Þú ert þó ekki hrædd? — Nei. — Ég ætla ekfci að gera þér mein. • — É" veit bað. — Ég sfcal ékki einu sinni snerta big ef bú vilt bað ekki viltu bað Jessica? — Ée veit það varia . • . hún laut höfði og þannig stóðu þau stundarkom. — Bráðum fer ég héðan. Jess- ica — Er bað’ sagði hún og leit upn. — Ferðu langt burt? — Éff má víst til. Ég hef verið hið T,aiihamsfóilkinu síðan ég fór héðan, en hann hefur ekfci þörf fyrir mig nema þessa viku. — Hvert ætlarðu að fara. Tom? — Vestur. hugsa ég. til hans frænda míns. — Bvo lanfft? — Fi+thvað verð éff að fara. — Af hverju geturðu efcki ver- ið hér í nágrenninu? — Af hverju ætti ég að vera hér? Það er ekkert sem heldur 1 í mig hér. Nema þú ... Jess- ica? — Já? Það varð löng þögn. — Ég held ég sjái þig ekki alftur. Hvað heldurðu? — Ég veit það ekki, Tom. — Ég held að hann pabbi þinn ! leyfi mér ekki að koma oftar til ykíkar. — Ekki nema — nema hann sjái sig um hönd. — Ekki hef ég trú á því! Hann tófc upp lítið epli, lék sér ögn með það í lófanuin og fleygði því síðan burt. — Þetta er sem sagt í; síðasta sinn sem við get- um verið saman. — Það er víst. NYLON HJOLBARDAR Sólaðir nylon hjólbarðar til sölu á mjög hag- stæðu verði. Ýmsar stærðix á fólksbíla. Stærðin 1100x20 á vörubíla. Full ábyrgð tekin á sólningunni. BARÐINN hf. Ármúla 7. Sími 30501. Reykjavík. FÉLAG ÍSLÍNZKRA HLJlMlSIARMAlA #útvegar yður hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17 Indversk undraveröld Mikið úrval af sérke nnilegum austurlenzk- um handunnum munum til tækifæris- gjafa. — Nýkomið Thai-silki og Batik- kjólaefni á mjög hagstæðu verði — Ný sending af mjög fallegum Bali-styttum. Einnig reykelsi og reykelsisker t miklu úrvali. — Gjöfina setn veitir varanlega ánægju fáið bér í JASMIN Snorrabr. 22. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJOLftSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilia i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 'ogwe EFNl SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 m. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðsln- og snyrtistofa Garðsenda 21. Sími 33-9-68 Sólrni SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum nofaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík. Byggingaplast Þrjár breiddir. Þrjár þykktir. PLASTPRENT h.f. Grensásvegi 7, Sími 85600. Terylenebuxur á börn. unglinga og fullorðna. Gæði • Úrval • Athugið verðið. IíROSOL hreinsar asulriíinslofíiál á svip^nndn Laue'aveei 71 Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.