Þjóðviljinn - 28.07.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1971, Blaðsíða 3
Miðviioudagur 28. júlá 1971 — ÞJÓÐVTLJTNN SlÐA 3 Herferð gegn kommúnistum í Súdan Þekktur brezkur sérfræðing- ur í máefnum hinna nálægari austurlanda gaf einu sinni gott ráð: ef maður verður for- seti í arabaríki eftir óvænta byltingu eða atburðarás á hann að forðast að segja nokkuð nokkra daga. Ef hann getur ekki beðið á hann að gefa eins óljósar og gætnar yfirlýsingar og auðið er, því að það er öruggt mál að fyrstu ályktanirnar standast aldrei. Þetta er gott og gilt ráð þessa daga, þegar miklir at- burðir eru að gerast í Araba- r^junum. Það bendir margt til þess þegar að í haust muni menn komast að því að at- burðir sumarsins í Marokkó; Jórdaníu og Súdan hafi verið yfirborðshræringar, sem engu hafi breytt í þjóðlífi þessara ríkja. Fyrir rúmri viku gerðu vinstri sinnaðir herforingjar í Súdan uppreisn gegn stjórn Nimeirys hershöfðingja, sem varð stöðugt fjandsamlegri kommúnistum. Þetta er ein furðuiegast uppreisn sem lengi hefur verið í fréttum. Tveir hinna sjö félaga í nýja byltingarráðinu voru í Lond- on, og annar þeirra. Babiker el Nur Osman, var formaður hinnar nýju stjómar. Á ledð- inni til Khartoum lét stjóm Khaddafi, forsætisráðherra Libýu, ræna þeim, og áður en dagurinn var á enda, var bú- ið að steypa stjóm Súdans af stóli og al Nimeiry var kom- ^ ®S/arinn að skora á folkið 1 utvarps- ræðu að koma fram „á á- byrgan hátt“. Þessi „abyrga framkoma þýðir að menn eigi að horfa þegjandi og aðgerðarlausir á það að Nimeiry hershöfðingi brjóti súdanska kommúnista- flokkinn á bak aítur. Margir leiðtogar byltingarinnar hafa nú þegar verið líflátnir, og annarra dóma er vænzt. Þetta er mjög óvenjulegt á- stand í Súdan, þar sem sjald- an hafa hlotizt miklar blóðs- úthellingar af uppreisnum og stjórnarskiptum síðustu 15 ára. Það er þvert á móti al- gengt að finna stjómarleið- toga, sem steypt hefur verið úr stóli, upptekna af allskyns undirróðri í kaiflfihúsalífi Khartoum. Jaafar el-Nimeiry hefur þó innleitt meiri hörku og ofbeldi í súdanskt stjóm- málalíf síðan hann tók völdin eftir uppreisnina 25. maí 1969. Fyrsta verk Nimeirys var að leysa upp löggjafarþingið og veita byltingarráðinn, sem hann veitir sjálfur forystu, ai- ræði. Síðan bannaði hann öll stjómmála'félög og flokka, jafnvel kommúnistaflokkinn, sem haifði þó stutt hann þeg- ar hann tók völdin. Kommún- istaflokkur Súdans er stærst- . ur og bezt skipulagður slíkra flokka í arabaríkjunum. Hann styðst við mjög víðtask verk- lýðsfélög, við æskulýðsfélög, stúdentasambandið og kvenna- hreyfinguna. Leiðtogi flokks- ins var Mahgoub Abd el Khaliq, sem nýtur almennrar virðingar. Þegar Nimeiry hafði gripið til sín völdin klofnaði komm- únistaflokkurinn í tvö brot. Meirihlutinn, undir stjóm Khaliqs, hafnaði allri sam- vinnu við Nimeiry, en minni hlutinn tók upp samvinnu við hann og fókk .fjóra ráðherra í stjórninni. Nimeiry féll þessi klofningur vel, hann vildi að Jaafar al Nimeiry flokkurinn leystist algerlega upp. Hann háfði áætlanir um að stofna einn flokk, eins og Arabíska sósíalistabandalagið í Egyptalandi, sem allir flokk- ar og félög Súdans rynnu inn í. Fyrirmyndin var frá Nass- er komin og Nimeiry leit á sig sem Nasser Súdans. Síðan varð bylting í Líbýu og þá komst Kbaddafi her- foringi til valda, en hann var róttækur á sumum sviðum on mjög íhaldssaimur í trúmál- um. Khaddafi, Nimeiry og Nasser hófu viðræður um stoflnun sambands þriggj a ríkja, en Khaddafi lýsti því yfir að Súdanbúar fengju ekki aðgang í bandalagið nema með því slkilyrði að kommún- istaflok'kur Súdans værl þrot- inn á þak aftur. Nimeiry byrjaði á því í feþrúar síð- astliðinn. Hann var þá þegar þúinn að gera fyrstu. ráðstafanirnar með því að víkja þremur her- foringjum úr stjóminni, þeim þremur sem tóku svo völdin í síðustu viku. Það var þó ekki fyrr en í feþrúar sem það varð Ijóst að hverju stefndi. Hinn 12. feþrúar hélt Nimeiry ræðu í útvarpið sem var eins og stríðsyfirlýsing við kommúnisitaifilokkiinin. Sá flokkur sem hafðd unnid meira en woiktour annar flok'k- ur að því að gefa stjóm hans stuðndng almennings í tvö ár, var nú ailJlt í einu orðinn flokíkur svikara, og „það var ekki lengur nein réttlæting fyrir tilveru súdansks komm- únistaflókks.“ Hin misheppnaða uppreisn- artilraun verður nú notuð sem átylla fýrir enn frékari ofsóknum gegn súdönskum kommúnistum. Þar fær Nim- eiry harðan andstæðing, því að flokkurinn nýtur mikils stuð'nings um allt landdð og er mjö'g ved skipulagður. Byltingin og ga'gnbyltingin í Súdan em því eitt skref frá og tvö skref í áttina til þess, sem leiðtogar þyltingarinnar kölluðu hemaðareinveldii. Það er enginn skortur á hamingju- óskum fró Kairo og Tripoli. Bn þvf fer þó fjarri að nokkur vandamál Súdans séu leyst. Staða Nimeirys meðal þjóðarinnar gæti varla veik- ari verið. Hann má ekkd að- eins vænta mótspymu frá í- haidssömum trúfloklkum og andstæðingum Egyptia heldur líka frá öllum vinstri mönn- um. StyrjöMin í suðurhluta landsins er enn öleyst vanda- mál, og efnahagur landsins er illa farinn. Það eina sem hægt er að segja um þróun Súdans er, eins og Nimeiiry sjálfur sagði að „Byltingin heldur áfram“, ef alþýðan tekur áminningu hans og kemur fram á ábyrq- an hátt. (úr Information) KommúnistahiStogi fyrír rétt í Súdan KHARTOUM 27/7 — Fyrrverandi ráðherra í stjóm Súdans var hengdur í dag, og um leið hófust réttarhöld yfir Abd el-Kha,liq Mahgoub leiðtoga kommúnista- flok'ks landsiins. tJtvarpið í Qmdurman skýrði frá því í dag að Joseph Gara,ng, sem var ráðherra í málum Suð- ur-Súdans hefðd verið hengdur í dag fyrir hlutdeild sína í upp- reisninni í síðustu viku. Þá hafa elleflu herforingjar verið skotnir og tveir óbreyttir borgarar hengdir í Súdan. Snemma í dag hófust svo rétt- arhöld yfir Abl el-Khaliq Mahg- oub leiðtoiga kommúnistaflokks- ins í herbraigga í útjaðri Khar- toum. Fyrsti hluti réttarhaldanna fór fram fyrir opn.um dyrum, og heflur það ekki verið gert áður síðan farið var að dæma þá, sem tóku þátt í hinni misheppnuðu uppreisn í síðustu viku. Komm- únistaleiðtoginn svitnaði mjög þegar ákæran var lesiin upp. Hún var í þremur atriðum, og var hámarksrefsing fyrir hvert atriðd dauðadómur. 1 ákæmnni var því haildið fram að el Khaliq Mahg- oub hefði • verið potturinn og jannan bak við uppreisnartil- raunina. Hann sagðist ekkd vera sekur um neitt atriðanna. Áður en Mahgoub gekk inn í í’éttarsalinn sagði hann blaða- mönnum að hann hefði ekki fengið að vita um réttarhöldin fyrr en klukkutíma áður en þau hófust. Húsnæði óskast tveggja til þriggjia her- bergja íbúð óskast, þarf ekki að vera fyrr en í októ- bcr-nóvember. Erum þrjú í heimili. Regiu- semi, góði umgengni og skilvísi heitið. — Vinsam- legast hringið í síma .37074 eftir kl 6. SKIPAUTGCRB RIKISINS M.s. BALDUR fer til Snæfellsness- og Breiða. fjarðarhafna miðvikuaginn 4. ágúst n.k. FERÐAKLVBBVRINN BfJmDUB HÁLENDISFERÐ 6/8. Orfá sæti laus. oTRANDAFERÐ, þrir og hálfur dagur um Verzlunarmánn ahelgin a. Pantanir óskast fyrir mið- vikudagskvöld. FERÐAKLÚBBURINN BLÁTINDUR Þorleifur Guðmundsson. Símar 12469 og 16223. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstœður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sfmi 16995 Þetta er nýja merkið okkar. Eins og það faer með sér, er niarkmið okkar að selja vörur, sem stand- ast ýtrustu kröfur tfmans f gæðafegu- og tæknilegu tilliti og, að veíta viðskiptavinum okkar serh alira bezta þjónustu. Við í NESCO erum nefníiega þeirr- ar skoðunar, að hagsmunir viðskiptavina okkar og okkar sjálfra séii f þessu tilliti nákvæmlega þeír sömu. — Út frá þessu höfum við að sjálf- sögðu vandað valið vel á tækjum þeim, sem við höfum á boðstólum. IMPERIAL verksmiðjumar f Vestur-Þýzkalandi hafa nú í 57 ár framlejtt út- varpstæki og síðan sjónvarps- og stereotæki undír vörumerkjunum KUBA og IMPERIAL, og hafa yerksmiðjurnar aldrei lagt meira upp úr gæðum óg tæknilegri fullkomnun en einmitt nú.' í Þessu sambandi mó minna á það, að einir bjóð- um. við.3JA ARA ábyrgð á þeim sjónvarps- og stereotækjum, sem við seljum, og nær ábyrgð þessi til. allra hluta tækjanna. — Varðandí þjón- ustuna má t. d. benda á það, að fyrstir buðum við sjónvarpskaupendum að leggja þeim til' láns- sjónvarpsverk í bilanatilféllum (þó að KUBA- IMPERIAL tækin séu góð.geta þau auðvitað bilað líka). Ut af fyrir sig er þetta góð og gild ráðstöfgn, en við látum hvergi staðar numið. Nú á næstunni munum við koma á KVÖLD- OG H.ELGARÞJÓN- USTU fyrir viðskiptavini okkar (áð vfsu aðeins á Reykjavíkur svæðinu, a. nr. k. til að byrja með) og áfram munum við halöa að kanna leiðfr til að bæta þjónustuna. — Af þessum ástæðum og fjolmorgum óðrum segjum við' því enn- KAUPIÐ KUBA-IMPERIAL, ÞAÐ BORGAR SIG! NESCO GÆÐi • ÞJÖNUSTA ÍMPERinL Sjonvarps & stereotæki NESCOHE Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.