Þjóðviljinn - 01.08.1971, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.08.1971, Blaðsíða 9
Sunnuidagur X. ágúst 1971 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 9 Alskýjab skyggni ekkert Bráðuim opnum við augun, bráðum eyrun og við reynum að komast í snertingu við tilveruna og þann hluta hennar sem okkur í smæð okkar er nokkumtíma mögulegt að skynja, þann hluta sem við megum skoða meðan við líðum hjá. Fordómár eru dauði sem lokar augum okkar og eyrum, rænir okkur því dýrmætasta seim við eigum. Afstaða er líka á vegum dauðans á sama hátt og einungis afsakanleg sem vinnuhagræðing í þjóðfélögum, sem eins og allar stofnanir og lífsfyrirkomulag byggja á dauða til að viðhalda lífi. Ef til vill er það vegna þess hve okkur er töm þessi hagræðing til þess að spaira andlegt þrek okkar að við notum hana gagnvart fyrirbrigðum þar sem fordómar og afstaða eru hreint tap. Þetta held ég að eigi við um tónlist og yfirleitt alla list. Við þurfum ekki að mynda okkur fordóima eða afstöðu gagnvart tónlist hvorki í heild né einstökum þáttum hennar, en við megum gera hana að hluta af tilveru okkar. Þrjctur. Eins flís viö Signý Pálsdóttir sem stundar nám í leikhús- fræðum við Kaupmannahafnarháskóla segir frá samvinnu nútíma leiklistar og tónlistar í Kaupmannahöf n: Signý Pétursdóttir Þar sem flest leilkihús em ýmist oröin saÆngripir eda fyr- irtæki, sem reka verður mið- að við framiboð og eftirspum, em þeir sem trú haifa á leiik- listinni sem heppiiegu taeki til breytinga á hugsunarhætti, farnir að leita út fyrir veggi hins borgaralega leikhúss og halda frekar með sýningamar til fólksins (á meðan „fótlikið“ kemur ekki í leikhúsin); skóla, á vinnustaði eða á götuna. Til að gera boðskapinn auömelt- ari fer hlutur orðsins minnk- andi á þessari myndaöld, en höfðað til augna áhorfenda með hreyfanlegum myndum eins og líkamstilburðum og Skuggamyndum og til tilfinn- inga þedrra með lifandi tón- list. Þama er beattónlistin, vinkona þín, ágætt tæki til að hrífa áhorfendur með. Ég sá nokkrar ágætar sýn- ingar í Kaupmannahöfn þar sem beathljómsveitir og leik- arar — flestir óskólagengnir eftir hefðbundnu leikmennt- unarkerfi — höfðu samvinnu. Einna áhugaverðust var ensk- amerísk leiksmiðja „Pip Simmons theatre group“ með gestaleikinn Superman. Leikaramir voru 4 piltar og ein. stúlka, sem öll léku á hljóðfæri — hér á ég ekki við pákar og klukfcnaspil — og hlupu þau í síféllu á milli tækjanna og leiksins. Það var mikill hraðd í sýningunni og hún svo taktviss að leikur- inn, sem einkum fólst í líkamstilburðum og upþhróp- unum, féll að tónlistinni eins og flís við rass. Leikurinn hæddi á ifáranlegan hátt hetju- dýricun og ýmsa útkynjun í amerísku þjóðfélagi, en fyrir- myndin voru amerískar myndasögur. Svo get ég nefnt aðra sýn- ingu einkennandi fyrir um- rætt samstarí, sem danska leiksmiðjan Rimfaxe lék sem gestur í FjóHuIeikhúsinu. Leik- aramir voru flestir öbreyttur almenningur undir tvítugu og léku og sunigu vedkið „Til gleðinnar“ með aðstoð beat- hljómsveitar sem ég man því miöur ekki nafnið á. Verkið höfðu þau brallað saman sjálf upp úr norsku Ijóði, en í því fólst boðskapurinn um aðvera ætíð hamingjusamur og elska náungann, það var á marg- an hátt mjög stjórnleysissdnn- að. Það var flutt í miðjum sal. en áhorfendur sátu á bjórkössum meðfram veggj- unum. Nokfcrum sinnum með- an sýningin sitóð skellti hljóm- sveitin óvænt hávæm heat- lagi yfir salinn og ruku þá leikaramir til áhorfenda og drógu þá með út á gólfið til að dansa. Áhorfendur, sem vom á. öllum aldri og fjöl- breyttustu tegundum, voru skemmtilega ófeimnir við að hoppa hæð sína af gleði þama í kösinni á sviðséólfinu. Þama skiptu áður grafalvarlegir gagnrýnendur algerlega um ham og brjóstamiiklar mömm- ur skríktu af hoppandi kæti. Þetta var geróiíkur andi þeim sem ríkti t.d. á Hárinu í Kaupmannahöfn, sem var miklu frekar skrautsýning og þar sem aðeins fínpússað glæsifólk þáði þoðið um dans- inn eftir sýninguna til að státa sig soldið í sviðinu. ¥ Annars er ég síður en svo áköf talskona þessara ein- földu poppleikja og vedt að leifclistin gæti staðið undir sér með líkama og raddir leikaranna sem eina hráefni hvers leikverks, en viður- kenni beatið sem óvitlausan samstarfsmann á við aðrar listgreinar. Mark Favnes n með fólki Flytjum Myndin er af gítarleikara Grand Funk, Mark Favnes — en Grand Funk er hljómsveit sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum, einkum meðal táninga. Annars fær síðasta plata þeirra „Survivail" frá- bærlega misjafna dóma í hcimalandinu. Grand Funk er sem sé ein af þeim hljóm- sveitum sem njóta sín betur á sviði en á plötum. þaö sem okkur fellur" Michael Tilson Thomas ræðir við Allan Blyth NÝLEGAR PLÖTUR Sólóplata Crosbys (fæst m.a. í Hverfitónum). Eam ný plata flrá McCartney- hjónunum. (Fálkinn). Emerson, L&P iný platai. (Fálkinn). Newsweek hefur nefnt hann sem einn af þeim sem líklegir eru til að verða stjómendur Cleveland, Philadelfíu eða Boston sinfóníuhljómsveitanna I allnáinni framtíð. Michael Tilson Thomas er því auðsýnilega nafn, sem oft á eftir að heyrast áður en langt um líður. Hann hefur þegar nokkuð af þeim undradrengsljóma sem Bcrnstein hafði í æsku — Bémstein hefur sjálfur hvatt Thomas og leiðbeint honum nokkur undan farin ár . . . Hann er hressandi efasemda- fullur gagnvart víðteknum hug- myndum. Thomas: Kynslóðaklofnings gagnvart „alvarlegri“ tónlist hefur nú fyxst orðið vart sem hefur þegar gertzt á poppsvið- inu. 1 Sjónvarpsþáttur þar sem ég lék píanósónötur eftir Cage ruglaði fólk yfir fdmmtuigt í ríminju. Hinir yngri skildu tónliistina beint. Á unglingatónleikum sem ég stjómaði í Los Angeles þar sem leikið var Deserts aftir Varése áttu . áheyrendiur ekki i neinum erfiðleikum með að skilja og fella sig við tónlist- ina. sem hefði orðið raunin meðal eldra fólks. Sinfóníuhljómisveitir verða einfaldlega að taka feiri af þessurh verkum inn á efnis- skrár sínar ef þessar stofnanir eiga að lifa a£. Raunar sé ég fram á endur- skipulagningu á helztu tón- listarstofnunum okkar á nasstu 15 árum. Þegar á aUt er litið eru þær jú hvorki listrænt né efnahags- lega mjög sigursælar sem stendur, ekki satt Ungt folk hefiur ekki áhuiga á hefðbundnum flutningi á hefðbundinni tónlist. Það hef ég ekki heldur. Slíkt ýtir und- ir eánkaréttshugmyndir gagn- vart túlkun þessara verka þann- ig að allt sem er öðrtwísi fær á sig hið andstyggilega „Þetta var nú héldur ómúsikalskt". Ég vona að allur tónlistar- flutningur sem ég heyri eða stjóma verði öðruivísi en það sem á undan er komið en ékki staðnaðuir. Mér líkar vel að heyra það sem ég hef aldrei heyrt áður. Mín kynslóð er ekki eins mikið að hugsa um hvað víð á og hvað ekki, við flytjum það sem oikfcur féllur. FLutningur verks eins og þriðju sinfóniu Schumanns hef- ur mikið meiri áhrif ef hún er félld inn í gjörólfkt umhverfi. Innan um nútímatónverk getur hún stjakað duglega við mönn- um og verið mjög spennandi. Það ér þess konar fyrirkomu- lag sem ég hef í huga fyrir þá tónleika sem ég rtjórna og Michael Tilson Thomas hefjast næsta ár í Bostosn. Þeir eru ætlaðir fyrir yngri hlustendur. Vinir Thomas eru yfirleitt listamenn á öðrum sviðum eða vísindamenn. „Ég nýt þeirrar hvatnin.gar sem felst í að heyra um þaði sem þeir eru að vinna Qg þeir varpa að mér fersfcum hug- myndum. Ég hata hverskynseinangrun; þess vegna trúi ég á frjálsari háskóla, þannig að hægt sé að stunda ifleira jafnMiða manns eigin fagi. Ásamt líffræðinámi fór ég í austræn fræði. samanburðar- bókmenntir, myndlist og bygg- ingarlist, og það má vera að ég halfi fen'gið frumlegar hug- myndir úr öðrum greinum. Ég hef einnig mikinn áhuga á því sem er að genast á öðrum s viðum tónlistar, ég hlusta á Gagaku músik, ég hef mikla ánægju af að hlust.a á the Stones. James Brov/n, og Jackson Fiive. (Þýddur úrdráttur úr viðtali í Reckord). HVAR ER KALLI? Karl Sighvatsson brá sér til Kaupmannahafnar og síðan til Bretlands, og verð- ur þar um óákvcðinn tíma. NÁTTÚRU- LEYSI Hvisazt hefur að hljórn- sveitin Náttúra sé á förum til London þar sem þeir munu taka upp plötu og verða e.t.v. einn til tvo mánuði í ferðinni og verð- um við að sætta okkur við náttúruleysi á meðan. á engum aldri 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.