Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1971næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Þjóðviljinn - 17.08.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1971, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. ágúst 1971 — ÞJÓÐVIiLJINN — SIÐA J Kína og Burma Ríi íkisieiðtoginn í Burma, Ne Win, hershöfðingi, mun í náinni framtíð heimsækja Peking og reka þannig enda- hnútinn á langvarandi við- leitni til þess að koma sam- bandi Kína og Burma í eðli- legt horf. Nánast hefur verið um að ræða rofið stjómmiála- gamband milli landanna frá þwí 1967, er allmargir Kín- verjar létu líf sitt í óeii'ðum í Rangoon. Þessi fyrirhugaða heimsókn var tilkynnt þann 31. júlí síðastliðinn, en ekki var nánar frá því skýrt, hve- nær af henni yrði, né heldur hve lengi Ne Win muni dvelj- ast í Peking. Hinu var aftur á móti slegið föstu, að hann kæmi í þessa óopinberu heim- ’ sókn sína í boði kínversku stjórnarinnar. Nái Ne Win góðum árangri í Peking. verður það að skoð- ast álitlegur diplómatískur sigur fyrir hershöfðingjann, sem lengi hefur haldi'ð fram varkárri stefnu gegn kín- verska alþýðulýðveldinu og' forðast að taka afstöðu sem orðið gæti til þess að reita Kínverja til reiði. >etta hef- ur svo aftur orðið til þess að draga úr óánægju ■ Kínverja með vatdhafana í Burma og atburðina 1967. Samband Burmia og Kína var áður vinsamlegt og nán- ast innilegt. Árið 1959 gerðu ríkin griðasáttmála sín á milli. Ne Win, sem þá var forsætisráðherra, var for- maðuir samninganefndar Burma. Burma lagði áherzlu á hlut- leysissitefnu sina með því að neita erlendu herliði að dvelj- ast í landinu Til endurgjalds féllst alþýðulýðveldið á landa- mæri, sem að mestu voru sett samkvæmt óskum Burma. Ne Win var alltaf vel tekið, er hann heimsótti Kína. Svo skall yfir menningar- byitingin í Kína, og nú tóku að hlaupa snurður á þráðinn. Burmastjóm lýsti sig andvíga slíkri byltingar- starfsemi og bannaði það m. a. að bera merki með mynd af Maó.. Kínverskir stúdentar í Rángoon neituðu að hlita þessum fyrirmælum. Borgar- búar hófu þá mótmælaaðgerð- ir fyrir utan kínverska skóla. Upp úr þessu spmttu miklar óeirðir, og fjöldi Kínverja lét líf sitt. Meðal fórnardýranna voru tveir kínverskir vísinda- menn, sem höfðu leitað hælis í kínverska sendiráðinu. Síðan þetta gerðist. hefur kinverska alþýðulýðveldið að- eins að nafninu til haft stjómmálaisamband við Burma. Útvárpi’ð í Peking hefur í sifellu gert harða hrið að Ne Win og „herforingja- klíku“ hans Og hefur kallað stjórnina í Burma fasistíska. Ne Win hefur ekki and- mælt þeirri gagnrýni sem Kínverjar hafa sett fram, en hefur við hvert tækifæri lagt áherzlu á það, að Burma vilji hafa góð samskipti við alla sína granna og þá einkum Kína. Burmiastjóm hefur skipað hernum að for’ðast vopnaviðskipti við skæruliða- hópa til þess að koma í veg fyrir það, a’ð sikotið væri af tilviljun inn á kánverskt svæði. ★ Þessi varkára afstaða Ne Wins hefur leitt til þess, að smám saman hiefur batn- a® samkomulag ríkjanna. Sú ósk Pekingstjómarinnar að aufca samskiptin við önnur ríki, hefur einnig haft áhrif á þróunina. Gagnrýnin á Ne Win hefur verið stöðvuð, og fyrir rúmum tveimur mánuð- um var fullt stjómmálasam- band tekið upp ó ný milli ríkjanna. Einstaka atriði eru þó ó- útkljáð í samskiptum ríkj- anna, og ekki er unnt að segja að eðlilegt stjómmála- samband hafi verið með öllu upp tekið. Fyrir óeirðimar 1967 fékk Burma árlega efnahagsaðstoð, sem samsvar- ar sex miljörðum íslenzkra króna, frá Kína. Vex^a kann, að Ne Win reyni að fá Kín- verja til þess að hefja þessa hjálparstarfsemi á ný. Annað deiluefnið er sá skæruhernaður, sem geisar í þeim hénxðum Norður-Burma. sem að Kína liggja. Skæru- liðahópana mynda félagar úr kommúnistaflokki Burmia, en hann hefur verið bannaður. í skæruliðahópunum er einn- ig að finna menn úr Kachin- ættflokknum. Þessir hópar halda fram stefnu, sem mjög er vinveitt Kínverjum. Fréttamenn í Rangoon telja, að það yrði mikið afrek Ne Wins, tækist honum að fá Pekingst.iómina til að skuld- binda sig til þess að hætta stuðningi við skæruliðana. — Megintilgangur heimsókn- ar hans til Peking er þó að endurvekja foma vináttu þessara tveggja ríkja. (Fréttaþjónusta NTB). WO þúsund áfengissjúklingar í Danmörku 1 danska blaðinu Infoimation má lesa að í Danmöi-ku séu nú um 100 þúsund áfengissjúkl- ingar. Það em 5—10% af full- vöxnum karlmönnum sem. drekka helminginn af öllu á- fengi sem niður um danska hálsa streymir. Neyzlan nem- ur 4—5% af þjóðarframleiðsl- unni, en í fyrra woxru t.d. fram- leiddir 402 milj. litrar af bjór. eða 94 lítrar á mannsbam. Ef reiknað er í hreinum vínanda koma 2,9 lítrar á hvert manns- barn. ★ Ríkið græðir árlega um milj- arð danskra króha á drykkju- mönnum á sköttum á áfengi. en veitir um sjö miljónir króna til drykkjumannahæla. Það er aðeins tíundi hluti þeirrar upp- hæðar sem varið er í baráttu gegn eiturlyfjum, en þó bætast á hverju ári við nokkurnveginn jafnmargir eiturlyfjasjúklingar og nýir áfengissjxíMingar. Flest- ir áfengissjúklingar eru á aldr- inum 30-45 ára Dauðsföll eru tvisvar til þrisvar sinnum tíðari meðal þierra en ann- arna borgara á sama aldri. Lítil kveðja Sigmundur Halldórsson trésmiður Fæddur 12. marz 1903, dáinn 7. ágiíst 1971. í dag er til moldar borinn firá Fossvogskapellu félagi minn Sigmundur Halldórsson, tré- smiður, Efstasundd 42. Sigmundur er fæddur 12. marz 1903 í Heiðabæ í Stein- grímsfirði. Hann dvaldiist í flor- eldrahúsum sín bernsku- og æskuár, eða þar ti-1 hann hóf nám í húsasmíði, fyrst ó Isa- f'ix’ði og síðar á Akureyri og í Reykjavík, en þá iðju stundaði hann hér í Reykjavík alla aeci síðan. Hann kvæntist árið 1930 eftirlifandi konu sinni, Hönnu Soffíu Halldórsson og eiignuðust þau fimm dætur. Vökumenn draga í land! Eftirfarandi ályktun var samþytókt með 10 atkvæðum gegn 9 á fundi í Stúdentaráði Háskóla íslands laugardaginn 14. ágúst: „Stúdentaráð Háskóla íslands telur óeðlileg þau vinnubrögð stjórnar SHl að ákveða, án samráðs við stúdentaráð, að fulltrúi SHl hætti störfum í stjóm Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Stúdentaráð vítir þessi ólýðræðislegu vinnuibrögð um leið og það fellir úr gildi ályktanir stjómar frá 1. áigúst og 10. ágúst 1971. Ennfremur felur Stúdentaráð Háskóla Islands núverandi full- trúa sínum í stjóm Lánasjóðs- íslenzkra námsmanna að halda áfram störfum". Það voru Vökumenn sem misstu kjarkinn á síðustu stundu og samþykktu þessa á- lyktun. Nánari tíðinda mun vera að vænta næstu daga í sambandi við stjóm Lánasjóðs stúdenta og afstöðu stúdenta í máJinu. AAiðstöð viðskipta austurs og vesturs Kaupstefnan-Leipzig Þýzka Alþýðu- lýðveldið 5.-12. 9.1971 Á alþjóðlega tækni-sýningarsvæðinu: Efnavörur — Efnaverksmiðjur — Plastvélar — Pappírsgerðarvélar — Prent- og bókbandsvélar — Bifreiðahlutir — Brunavarna-vagnar •— Trésmíðavélar — Tæki fyrir lækninga- og efnarannsóknastofur — Kennsluáhöld og skólahúsgögn — Húsgögn — Tómstunda- og íþróttatæki — Ýmsar samsýningar erlendra rikja — Útflutningsskrifstofur. A alþjóðasýningunni í miðborginni: Neyzluvörur i 22 vöruflokkum. Kaupstefnuskirteini og upplýsingar um ferðir, m. a. beinar ferðir frá Kaupmannahöfn, fást hjá umboðinu KAUPSTEFNAN — REYKJAVlK, PÓSTHÓLF 13, — SlMAR: 24397 OG 10509. Kynni okkar iurðu hvorki lömg né náiin. Þau hófust á heimili þess ágæta vinar okk- ar beggja Halilsteins heitins Sigurðssonar verkamanns í hópi glaðra félaga og í glöðum hóp skildu leiðir um sinn. Mörg undanfarin ár hefur Trésmiðafélagið efnt til tveggja og þriggja daiga sikemmtiferðar einkum inn í óbyggðir lands- ins. Hafa þessar ferðir verið fjölmennar og í þeim hafa tek- izt náin kynni mai’gict félags- manna sem ella hefðu ekki þekkzt, enda einn tilgangur þeixra sá að stuðla að auknum kynnum og samheíldni félags- manna. 1 nokferum þessara ferða var Sigmundúr þátttakandi, þótt aldi-aður væri og heilsan tekin að bila, og ætíð var einhver dætra. hans með og nú síðast einnig tvö barnabörn. Því var það að margir tnésmáðir þeikktu Sigmund fyrst og fremst sem ferðafélaga úr trésmiðaferðum, ætíð glaðan og söngvinn, en þó alltaf hæglátan og prúðan. Þátttaka hans í þessari starf- semi félaigsins var honum sjálfum til mikillar ánægju og gieði og kannski ekki laust við að honum fyndist félagið vera sér annað og meira en áð- ur. Ég villdi því mega trúa því að það ha.fi verið honum mjög að skapi að brottfierð hans úr hérvistarlífi bar að í hópi ferðafélaganna inni í óbyggð- um landsins. Um leið og við ferðafélag- ai-nir kveðjum Sigmund heit- inn og þötókum honum sam- fylgdina á liðnum árum, biðj- um við þess, að allar góðar vættir fylgi fjölskyldu hans um ókomin ár. Jón Snorri. Flugstjórar Aðstoðar- flugmenn Flugfélagið Þór hefur hug á ráðningu flugmanna til starfa erlendis. Umsækjendur verða að vera tilbúnir til starfa í haust. Eiginhandarumsóknir, sem tilgreini reynslu, sundurliðaða flugtíma og fyrri störf, ásamt ljósmynd af umsækjanda, sendist Auglýsingastofunni Argus. póst- hólf 5133, Reykjavík. Húsvörður óskast til starfa við Gagnfræðaskóla Garðahrepps. Umsóknir um starfið sendist undirrituðum fyrir 27. þessa mánaðar. Sveitarstjórinn í Garðahreppi. Iðja — félag verksmiðjufólks Félagsfundur verður haldinn í Lindarbæ miðvikudaginn 18. ág- úst 1971, kl. 8,30 e.h. FUNDAREFNI: 1. Uppsögn samninga. 2. Tekin ákvörðun utn byggingu orlofshúsa í Svignaskarði. Félagar: Mætið vel og stundvíslega. Félagsstjómin. Laghentur maður óskast GLUGGASMIÐJAN, Síðumúla 20. t

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (17.08.1971)
https://timarit.is/issue/220222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (17.08.1971)

Aðgerðir: