Þjóðviljinn - 22.08.1971, Page 12
12 SÍÐA — Þ’JÓEWmTNTSI — Stmnudiaguif 22. ágúst 1921.
meö fólki
Söngkonan Peggy Lee söng sálminn „Lords Prayer“ við útför Louis Armstrongs í New York.
ENGINN VEIT HVAÐ
ÁTT HEFUR, FYRR EN...
Jimi Hendrix.
Fallið hafa frá með örskömmu imillibili fjórar
skærar stjörnur: Strawinsky, Jimi Hendrix,
Janis Joplin og Louis Armstrong. Þau nutu
mjög mislanga ævidaga, en öll eiga þau það
sameiginlegt, að áhrifa þeirra mun gæta um
ókomna framtíð á margbreytilegum sviðum
tónlistarinnar.
Þau gáfu tónlistinni og um leið okkur ööll-
um sinn ferska skapandi huga blandaðan lífs-
krafti, kærleika og þrá þess fólks, sem þrátt
fyrir heimsfrægð og gífurlegar vinsældir og
viðurkenningu, verður oft að lúta einimana-
leikanum í sinni bitrustu mynd útilokað og
innilokað í sínum eigin heimi.
Öll unnu þau brautryðjendastarf hvert á sínu
sviði. Strawinsky var sá maður sem hvað mest
hefur unnið að því að frelsa tónlistina frá
þröngum formum fortíðarinnar og gaf innra
eyranu hluta af því frelsi sem það þráir og
óttast í senn.
Jimi Hendrix lyfti bandarískri negratónlist í
nýar hæðir, og smátt og smátt er að renna upp
fyrir fólki að textar hans eða ljóð innihalda
einnig eitthvað sem ekki liggur á hverju götu-
horni, auk þess sem þau renna saiman við tón-
list hans þannig að úr verður einstæð heild.
Janis Joplin var einstæð söngkona sem
dreifði lífskrafti allt í kringum sig. Hún samdi
einnig sjálf nokkuð af þeirri tónlist sem hún
flutti og er því ein þeirra sem nú ryðja kven-
þjóðinni braut til þátttöku 1 tónlistarsköpun,
en á því sviði hefur beinn hlutur kvenþjóðar-
innar verið næsta hverfandi til þessa.
Louis Armstrong er líka dáinn, en hárín blés
á sínum tíma nýjum hljómi og nýjum -takti í
jazzinn og hefur með áhrifum sínum átt meiri
þátt en flestir aðrir í að gera jazzinn að þeirri
voldugu listgrein sam hann nú er.