Þjóðviljinn - 05.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.10.1971, Blaðsíða 6
w g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 5. olctóber 1971. Þegar launþegar greiða skattinn sinn, greiða þeir það sem þeim ber samkvæmt gildandi skattstiga. En ekki eru allir sem það gera. Þess vegna er skattakerfið ranglátt. Það býður upp á að þeir, sem meira hafa umleikis, þeir sem fleiri hafa krónurnar og þeir sem slungnastir eru að búa sér til frádráttarliði og breyta þannig hátekjum í lágtekjur, þeir sleppa frá skattgreiðslunum að verulegu leyti. Þessir aðilar eru þó oft á tíðum þeir, sem mestrar fyrirgreiðslu njóta af hinu opinbera; fyrirgreiðslna sem greiddar eru af aimannafé. Skattsvik á fslandi er nokkurs konar heldri- mannaíþrótt, og svikasðgur oft sagðar með stærilæti og til þess að auka á hróður svikarans. Það er vegsauki að svíkja undan skatti, í augum þessara garpa, og þvi meira sem svikið er, þeim mun meiri er þeirra garpskapur. Til höfuðs þessum mönnum, sem þannig skorast undan því að greiða það sem þeim ber af sameiginlegum kostnaði við rekstur þjóðarbúsins, hefur verið sett sérstök deild innan skatta- kerfisins, Skattarannsóknardeild. Slík stofnun veitir skattsvikurum aðhald og flettir ofan af starfsemi þeirra, eftir því sem henni er unnt. En til þess að starf slíkrar nefndar megi bera sem beztan árangur þarf að koma til velvilji almennings og skilningur á því, að skatta- rannsóknir eru gerðar í þágu hins vinnandi manns, því eftir því sem árangurinn af rannsóknunum er meiri, þeim mun fleiri greiða rétt hlutfall tekna sinna í rikissjóð. Eftir að slíkur árangur hefur náðst, ætti að reynast mögulegt að lækka sköttun þurftarlauna verulega. Til þess að kynna lesendum sínum störf Skatta- rannsóknanefndar og hlutverk, hafði blaðið tal af skattrannsóknarstjóra, Ólafi Nilssyni. DÓMSTÓLARNIR HAFA AÐEINS AFGREITT EITT SKATTSVIKAMÁL Á Alþingi 1964 var logum um tekju- cignarskatt breytt á þann vcg að vift cmbætti ríkis- skattstjóra skyldi starfa rann- sóknadeild. Rannsóknadeildin hefur haft með höndum eftirlit með skattframtölum þar með talið eftirlit með bókhaldi ein- staklnga og félaga. Skattrannsóknarstjóri er Ólaf- ur Nilsson. Hann varð við þeirri beiðni okkar að svara nokkrum spurningum og fer viðtaiið hér á eftir. — Hvers vegna var skatt- rannsóknadeildin stofnuð? —■ Stofnun rannsóknadeild- arinnar hefur eflaust átt að vera viðleitni í þá átt að auka skatteftirlit í landinu til að sporna við skattsvikum. — Það hefur ekki verið svo, að áberandi aukning skattsvika hafi knúið löggjafamn til að setjá deildina á stofn? t— Ekki er mér kunnugt um það. — Hvert er svo starfssvið deildarinnar? — Rannsóknadeildin hefur með höndum eftirlit og rann- sóknir skv. ákvæöum laga um tekjuskatt og eignarskatt svo og eftirlit með öðrum sköttum og gjöldum sem álögð eru of skattstjórum. Með stofnun deildarínnar er til þess ætlazt, að skattyfirvöld hafi á að skipa þjálfuðu starfsliði til rann- sókna, því ekki er þess að vænta að hver einstakur skatt- stjóri hafi aðstöðu til umfangs- mikilla bókhaldsskoðana. Með starfsemi deildarinnar ætti enn fremur að vera auðveldara að samræma endurskoðanir og rannsóknaraðgerðir og einnig að samræma meðferð þeirra mál, sem tekin eru til rann- sóknar. — Hvers er ykkur heimilt að krefjast af gögnum við rannsókm mála og af hvaða aðilum? — Starfsmenn rannsókna- deildarinnar hafa lögum sam- kvæmt aðgang að bókum og bókhaldsgögnum, þar með tal- in verzlunarbréf og samningar, framtalsskyldra aðila svo og allra stofnana félaga og ann- arra aðila sem ekki eru fram- talsskyldir þar með taldir bankar, sparisjóðir og aðrar, peningastofnanir. Enn fremur aðgang að starfsstöðvum og birgðageymslum þessara aðila; svo og hafa þeir heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. — Hversu mörg mál hafa Séð inn í vistarveru dæmdra smáþjófa verið rannsökuð síðan deildin tó‘k til starfa? — Það lætur nærri, að þau séu um eitt þúsund talsins. — Eftir hverju ákvarðast það hvort mái eru tekin til rannsóknar? — I fyrsta lagi berast okkur mál til meðferðar frá hinum ýmsu skattstjórum en skv. á- kvæðum skattalaga ber skatt- sjóra að visa til okkar málum ef hann hefur grun um að veruleg skattsviki hafi verið framin. í öðru ,lagi veljum við verkefni sjáifir, þá oftast með þeim hætti að tekin er út ákveðin atvinnugrem í senn, skoðuð framtöl í þeirri grein og síðan eru þau framtöl tekin til frekari meðferðar, sem at- hugunarverð reynast að lokinni frumathugun. í þriðja lagi hef- ur sú nýbreytni verið tekin upp á þesu ári að láta Skýrslu- vélar rikisins og Reykjavíkur- borgar velja, eftir vélrænu úr- taki, verkefni til rannsóknar. I fjórða lagi tökum við til meðferðar ýmis tilfallandi verkefni, sem upp koma af ýmsum öðrum ástæðum. — Hverjar eru svo tekjur ríkissjóðs af starfi ykkar? — Það er nú naumast á minu færi að svara því. Okkar verkefni er jú fyrst og fremst að koma í veg fyrír skattsvik og því erfitt að meta heild- artekjur af starfseminni. Oft kemur þó til hækkunar gjalda að lokinni ramnsókn, bæði gjalda til ríkissjóðs og sveit- Hér sjáum við aftur á móti inn i hibýli stórþjófsins, m.ö.o. þeirra sem stela tugþúsundum árlega undan skatti og nota peningana til að hreiðra um sig. arfélaga. Svo bætast við sektir ef brot varðar við 48. gr. skattalaga en nefnd sú sem starfar skv. þeirri greán, skatt- sektamefnd, hefur ákveðið skattsektir í slíkum málum er nema samtals um þrjátíu og þrem miljónum króna. — Hver eru viðurlög við að gefa skattyfirvöldum villandi eða rangar upplýsihfxr eða telja rangt fram til skatts? — Ákvæði m þetta efni er að firma í áður nefndri 48. gr. en þar segir m.a. að skýri skatt- þegn af ásetinin.gi eða stórkost- legu hirðuleysi rangt frá ein- hverju því er máli skiptir um tekjuskatt hans eða eignar- skatt, skal hann þá sekur um allt aö tí'faldri skattupphæð þeirri sem undan var dregin. Þá segir einnig í greininni að hver sá, sem í atvinnuskyni að- stoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda, skal sekur um allt að helm- ingi þeirrar fjárhæðar. sem undan skildi draga með hinni röngu eða villandi skýrslugjöf. — Hvað verður svo um mál eftir að þið hafið lokið rann- sókn þeirra? — Að lokinni rannsókn er gjaldanda send skýrsla um rannsóknina og er honum geí- inn kostur á að koma að skýr- ingum eða athugasemdum, en að því loknuer málið lagt fyrir ríkisskattanefnd ef tileifni. er til skattbreytinga. Að lokinmi af- greiðslu rikisskattanefndar tek- ur ríkisskattstjóri ákvörðun um það hvort mál skuli sent dlólrrv stólurn til sektarákvörðunar vegna meintra brota á skatta- lögum eða lagt fyrir skatta- sektamefnd, sem ég nefndi áð- ur. Ákveði ríkisskattstjóri að leggja málið fyrir sektarnefnd, þá er gjaddanda gefinn kostur á þvi að velja um það hvort hann vill að dómstólar fjalli um mál hans eða skattasektar- nefindin. Skattþegninn hefur þannig a.llta.f rétt till að óska dóimsmeðferðar í slíkum mál- um. Áður en skattasektamefhd ákveður sekt þé er gjaldanda á- vallt gefinn kostur á því að 'koma að vömum áður en sekt er ákveðin. — Nú hefur mönnum Skilizt, að með því að sökunautur krefjist þess að málið verði látið ganga fyrir dómstóla þá sé hann í raun og veru að fá nokíkuirra ára frest á sektar- greiðslum vegna þess hversu mál em lengi að fara í gegnum dómstigið? — Þaö má ef til vil segja það.. Reynsla okkar er sú að meðferð dömstóla á málum, sem varða meint brot á skattalög- uro, tekur yfirleitt mjög lang- an tíma og er mér ennþá að- eins kunnuigt um eitt slíkt mál, sem lokið er að fullu í dóm- stólameðferð. Svo virðist sem bæta þurfi aðstöðu dómstóla stórlega til meðferðar þesshátt- ar mála. •— Em eimhverjir þeir þætt- ir í skattalögunum, sem gefa tilefni til lögvemdaðra skatt- svika? — Við skulum ekki tala um hugtakið lögvemduð skattsvik. Svik geta varla verið lögvemd- Rætt við ÓLAF NILSSON, sk attrannsóknarstjóra Furðu- fyrírbærið skatta- vísitalan ÍZ Það virðist vera nokkuc undarlegt fyrirbæri, sem nefn er skattvísitala. Til- vera hennar byggist á lög- um frá 1965. Þessi vísi- tala hefur ekki verið í tengslum við neinn hinna f jögurra vísitölugrundvnlla sem fundnir eru út sam kvæmt vissum reiknis- formúlum og fylgir því ekki breytileika þeirra. Tai. hækkaði þessi vísi- tala ekkert árin 1968, ‘69 og ‘70 þrátt fyrir allai hækkanir sem yfir dund i á þeim árum. ■j/f Hækkun skattvísitölunna. hefur í för með sci hækkun persónufrádrags þannig að hækkun henna leiðir af sér lægri skatta. Magnús Jónsson fyrrver andi fjármálaráðherr:. staðfesti að formúla fyrú útreikningi ak/attavísitöl- unnar væri engin. Húr. væri nokkurskonar á- kvörðunarvísitala. Fjár málaráðfaerra ákvæfti gildi hennar eftir fengna um- sögn hagstofustjóra -og kauplagsnefndar. Skatt vísitalan hefði veriö bækkuð nú fyrir yfir- standandi ár úr 140 stig- um í 168 stig. en jafn- framt ákvörðuð á nýjan leik 100 stig með jafn gildi 168 stiga frá fyrri viðmiðunarreglu. ★ Samkvæmt lögum sam þykktum á síðasta Alþing verður skattavísitala framvegis ákveðin af AI þingi við afgréiðslu fjái laga. ★ Halldór E. Sigurðsso fjármáiarádherra segir a framvegis muni slcatf vísitalan veröa bundii breytingum á verðlagi kaupgjalds og framfærslu ★ Starfandi or nefnd á veg um ríkisstjórnarinnar, sen vinnur að breytingum r skattalöggjöfinni í heild. Mun því skattalögunum frá því í vor verða breytí fljótlega og skattvísitöl- unni fundinn raunhæfui grundvöllur þannig að húr verði reiknuð út á svipað an hátt og aðrar vísitölur uð. Hitt er armiaft mál að ýin þættir sikattalaiga þurfa endi skoðuinar við eánmiitt með t liti til þess að erfiðara vc að kornast hjá eðlilegum ska greiðslum svo og að gerafra’ kvæm,d skattaiagainna öruggs’ Það þanf alltaf að vera vel verði, að vera opinn fyr breyttum þjóðfélagsastæðum. — Hvað eru margir star' menn hjá skattarannsókn - deildinni? — Við erum átta talsins þer stundina, en nú stendur til fjölga stanfsimönnum nok.k- Það er þó ekiki einhlítt aðfje’ mannaftla, því það skáptir miJ ' máli að fá starfsmenn rr • þekkingu á sviði bókhalds. e- urskoðunar og almennra v: skipta, en þar eigum við harðri samkeppni við hinn ■ menna markað vegna laur • Framhald á 9. sí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.