Þjóðviljinn - 14.10.1971, Side 7

Þjóðviljinn - 14.10.1971, Side 7
Firnimtudagur 14. október 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA Þróunarlöndin standa með íslandi Eftir því sem fleiri fulltrúar Rómönsku Ameríku ávarpa Allsherjarþingið, kemur æ betur í ljós, að auðvaldströllið bandaríska, sem til skamms tíma þrumdi yfir þessum grönnum sínum í suðurhluta Vesturálfu, kemst ekki lengur upp með að leggja þeim lífsreglumar. Þvert á móti eru þessir. fulltrúar margir famir að taia rækilega yfir hausamótunum á valdhöfum í Washington. Fordæming á tilraunum Bandaríkjamanna til að ein- angra Kúbu er eitt dæmi þessa. Opinskáar fullyrðingar um ágæti sósíalisma er annað. Jafnframt eru þessir fulltrúar orðnir einarðir talsmenn þriðja heimsins í átökum við hinar ríku þjóðir. Hlutleysisstefnu (no-align’ment) boða þeir Mka sem það afl sem líklegast sé til að forða heimjnum frá skelfingu stórstyrj aldar. Og — það bregzt ekki, að þeir tala í anda okkar íslendinga varðandi réttindi strandríkja og landhelgismál. ■ Hér eru glefsur úr ræðum þriggja utanríkisráðherra Garcia Velasco, utanríkisráðherra Ekvadors fiytiu: ræðu sína á Allsherjarhinginu. Hann var ekki myrkur í máli, fremur en margir kollegar hans frá Rómönsku Ameríku. rómansikra þjóða Ameríku: Almeyde, utanríkisráð- herra Chile: Ég mas-li ekki fyrir mamn staðnaðrar þjóðar, sem er ó- kunnugt um þær hugsjónir friðar, réttlætis og frelsis sem Sameinuðu þjóðimar hafa að leiðarstjömu Ég tala fyrir munn þjóðar, sem fer fram á virðingu og hvatningu allra ríkja heims, vogna baráttu sinnar fyrir frelsi, framförum og auknrjm mannréttindum. Chile stefnir nú að því að þjóðnýta þær auðlindir sánar, sem eru í höndum erlendra auðhringa, endiurbæta og skipu- leggja þróarn. landlbúna’ðarins og taka að sér stjóm höfuðat- vinnuvega, með það fyrir aug- um að nytjia náttúruiauðæfi og vinnuafl til almannaheiliLa. Okkur blandast ekki bugur um, að stefna okkar er í fyllsta samræmi við mark og mið Sameinuðu þjóðanna. Það er ómetanlegt fyrir þró- umarlöndin — og land mitt er eitt þeirra — að nytj.a þau auðæfi sem í höfunum út af ströndum þeirra búa. Vegna þesSia heíur vaxandi fjö'ldi þjóða Suður-Ameríku, þeirra á meðal Ohile, lýsti yfir full- um umráðum sínum yfir þeim höfum og sjávarbotni sem liggja innan tvö hundruð sjó- mílna marka frá ströndu. Rík- in telja þessi bafsvæði sjálf- sagðan og eðlilegan hluta lands síns. sem beri að nylja í þágu viðkomandi. þjóðar. Chile er staðráðið í að halda fast fram þessum þjóðarrétti á alþjóð- legum vettvangi, til þess að hann nái fram að ganga og hljóti viðurkenningu. Samband við sósíalistalöndin Chile vill hafa vinsamleg samskipti við allar þjóðir heims, hvemig svo sem stjóm- arhættir þeirra eru, þar eð við trúum á sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar og viljum ekki blanda okkur í innanríkismál annarra. McQ hliðsjón af þessu, höfum við tekið upp samband við Kúbu og lagt þannig okk- ar skerf af mörkum til að bæta fyrir það sögulega órættlæti sem sú þjóð er beitt. Þá höfum við og tekið upp samband við Kínverska alþýðulýðveldið, Austur-Þýzkaland, Gyana, Níg- eríu, Alþýðulýðveldið Mongól- íu, Tanzaníu. Lybiu og Alb- aníu. Hvað snertir Kínverska al- þýðulýðveldið, þá teljum við bá efnahiagsilegu einangrun sem það hefur orðið að bú-a við, gersamlega óréttlætanlega. Við munum gera allt sem i okkar vald stendur til að hindra frek- ara misrétti af þessu tagi, og rétta hlut okkar hraustu vina, Kínverja, sem að stefna eins og Chilebúar að sósíalisma, þó svo að leiðirnar séu ekki i öllu þær sömu. Bilið breikkar Á síðasta þingi OAS, sam- taka Ameríkuríkja, sem var haldið í Costa Rica, skýrði Chilestjóm frá viðhorfum sín- um til starfis samtaikanna. Þar héldum við því fram, að OAS hefði verið notað til þess að stuðla enn frekar að ósjálf- stæði Rómönsku Ameríku gagnvart Bandaríkjunum. Við sögðum að breyta þyrfti ó- raunhæfri afstöðu samtak- anna til mólefna Norður- og Su’ður-Ameríku því að ljóst væri að hagsmunir Bandarikj- anna og Suður-Ameríku færu ekki saman. Það bil sem er á milli auðvaldisríkjanna og þróunarlanda Afríku, Asíu og Ameríku breikkar stöðuigt, þrátt fyrir fagurgala, yfirlýs- ingar og alþjóðaisamþykktir um hið gagnstæða. Auðu-gu löndin gera lítið sem ekkert til að rétta þróunarlöndunum hjálparhönd Og þráast við að gera nokkuð sem gæti rétt af viðskiptahalla þeirra síðar- nefndu. Trójuhestur Reynslan hefur sýnt, að þvi háðari sem fátæk ríki verða hinum ríku, þvi verri verður fjárhagur þeirra og blutur í alþjóðaviðskiptum. Trójuhest- ur efnahagsaðstoðar hefur hrundiQ Þriðja heiminum nið- ur í botnlaust skuldafen, og auðvaldsríkin haf-a gengið á náttúruau-ðllindir þróuniarland- anna, lokkað til sín mennta- menn þeirra og notað sér ó- spart yfirráð sín yfir alþjóða siglingum og verzlun. Barátta þróunarlandanna fyrir sjálfstæði styrkum efna- hag og þjóðfélagslegu réttlæti nýtur stuðnings alþýðustéttar um heim allan, svo og þeirra þjóða sem langt eru komnar um framíarir og velsæld, en byggja þc ekki auðlegð sína á arðráni og misrétti, heima fyrir og erlendis. Sameinuðu áttunni. Við sönnum þenman þjóðimar verða að takia mið af þessum öflum í starfi sínu, öflum sem eru hin sterkustu í vorum heimi, og berj-ast fyr- ir betri sambúð ríkja og ein- staklinga Og hagsæld mann- kynsins. Chilebúar munu einsk- is láta ófreistað til að þessi öfl megi sigra, og við.ætlum ok:k- ur akki að standia hjá í bar- ásetning okkar með því að reyna að umbreyta þjóðskipu- lagi okkar heima fyrir, sam- kvæmt sósíaiískri stefnu sem mörkuð var af þjóðinni sjálfri í lýðræðislegum kosningum, og með því að leggja okfcar hlut af mörkum til friðsam- legrar samvinnu og vináttu allra þjóða heims. Garcia Velasco, utian- ríkisráðherra Ekvadors: Nú þegar Sameinuðu þjóð- irnar eru komnar af bemsku- skeiði og hafa starfað í röskan aldarfjórðung, þá vill stjóm Ekvadors vara aðildarríki sam- takanna eindregið við þeirri hættu sem búin er þeim er lifa í sjálfsblékkingu. Enginn getur starfað né orðið að liði ef hann byggir ekki verk sitt á raunhæfum staðreyndum, og á þetta jafnt við um einstak- linga, sem og riki og alþjóða- sambönd, I orði á svo að heita, að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna njóti sama réttar á alþjóðavettvangi, en á borði ©r þessu eikki þannig varið. Þess vegna hefur verið kveðið svo að orði, að „sum ríki hafi jafn- ari rétt en önnur“. Sameinuðu þjóðimar tóku u.pp þá gömlu og hofðbundimi reglu, að þau ríki sem mest mættu sín, fengju forystuhlut- verk í öllum höfuðmálum, varðveizlu friðar og öryggis í heiminum. Það má að vísu til sanns vegar færa, að ógeming- ur er að gera alla menn ná- kvæmlega jafna að öllu leytl. Því er einnig á þann veg farið um rfki; ednihiver þeárrai verða vafalaust alla tíð sterkari, stærri og voldugri em önnur. Þau ríki sem megna sán meira en önnur hafa forréttindi, hvað snertir miitilvægar ákvarðanir, og lög og rétt á alþjóðlegum vettvangi. En ef‘stórveldin vilja réttlæta þetta forræði sitt, hvort heldur er gagnvart öðr- um ríkjum, sjálfum sér eða mannkynssögunni, þá þýðir það að þau hafa skyldum að gegna við umheiminn. Stórveldin hafa brugðizt Stjórn Ekvadors vill minna á að eins og lénsskipuiLa'gið riðaði til falls, vegna þess að aðalinn réttlæti ekki lengur forræði sitt með gerðum sín- um, þá geta stórveldi vorra tíma ekki heldur réttlætt for- ræði sitt nema í verki. Þessu er engan veginn svo varið nú. Stórveldin ota hvert sínum tota og hafa einkahagsmuni sína að leiðarljósi í öllum gjörðum. Þess vegna verðum við, fulltrúar smáþjóðanna, að benda þeim á, að þau hafa brugðizt því hlutverki sem þeim var falið 1945, að koma í veg fyrir styTjaldir, þau standa ábyrg fyrir þvi að stríð og hörmungar hrjá mannkyn- ið, sem vildi búa við frið í heimi sameinaðra þjóða. 1 þessu sambandi vill stjóm Ekvadors geta þess, að. hún telur það siðferðilega skyldu sína, að krefjast þess, að ékki verði þráazt við að veita Kín- verska alþýðulýðveldinu aðild að Sameinuðu þjóðunum. Frek- ari tafir þessa máls bjóðabein- ltois heim viðsjárverðu ástandi í alþjóðamálum og stofna heimsfriðnum í hættu, það verður að leysa það hið snar- asta á því þingi sem við sitj- um nú. Landhelgi Á tuttugasta og öðm þingi Sameinuðu þjóðanna lagði stjóm Möltu fram tillögu þess efnis, að aðeins mætti nýta sjávarbotninn utan landhelgi, og jarðlög undir honum í frið- samlegum tilgangi. Þá var sú skoðun útbreidd, að á hafsbotni mætti finna gnótt þeirra nytja- efna, sem tekin eru að þverra á yfirborði jarðar. Þessi tillaga var samþykkt, og síðan hafa stórveldin reynt að mýta sér ákvæði hennar til að skerða rétt smáríkjanna til umráða yfir hafinu út af ströndum sinum. Ég vil hér með leggja á- herzlu á það sjónarmið margra þjóða heims, ekki sízt granna okkar í Suður-Ameríku, aðsér- hvert strandriki eigi fullan rétt til umráða yfir höfum þeim sem að því liggja, að sjálf- sögðu innan skynsamlegra tak- marka og með hliðsjón af landfræðilegum aðstæðum hverju sinni. og þá ekki síður þörfinni á að nýta þær auð- lindir sinar, sem í höfunum eru. Breyttir tímar Eðlissamhengi sögu vorra tíma er rofið. Það er gjaldið sem alltaf verður að greiða þegar sagt er skilið við eitt tímabil marinkynssögunnar og gengið inn í það næsta. Þegar svo stendur á, verður að end- urmeta hefðbundinn sannleik sem stýrði .hugsun og gerðum mannsins. Það timabil sem nú er að hefjast, krefst mýs skiln- ings, nýrra gerða, nýrrar hugs- unar. Aðeins með þvi að til- einka okbur nýtt viðhorf til þeirra mála er varða þjóðfélag- ið getum við vænzt. þess að sigrast á þeim vanda sem bíð- ur okkar, því að troðnar slóðir liggja ekki að lausn hans. Þó að sameining og bræðralag allra þjóða heims sé enn að- eins ljúfur pípuidraumur þá er eigi að síður tekið að létta því svartnætti síöustu áratuga, að ríki heims skipi sér i tvær herbúðir, gagnstæðar og and- snúnar hvorri annarri, og mannkynið er að rumska af þeim svefni sem leynd eða ljós kúgun hetfur búið því. Þriðji heimurinn eraðhrinda af sér okinu, og hanm er stað- ráðinn í að berjast til sigurs gegn heimsvaldastefnu, barátta hans e<r barátta fyrir sjálfstæði og að þjóðir hans ráði sjálfar örlögum sínum. Þetta frelsi er ekki einungis fólgið í efnahags- legu og pólitísku sjálfstæði, heldur og í því að brjótast undan menningarlegri og hug- myndalegri eindkun þeirrasem stýrt hafa þróunimni í þessiun efnum. M. Jarrín, utanríkis- ráðherra Perú: Perú eins og mörg önnur ríki Rómönsku ameríku, gemg- ur nú í gegn um róttækar innri breytingar, og áttar sig mætavel á stöðu sinni með þjóðum þriðja heimsins og skyldum símium gagnvart þeim, sem og öðrum þjóðum ver- aldar. Vimsamleg sambúð við önnur lönd eru óaðskiljanlegur þáttur af stefnu Perú, og því var það, að við tókum upp eðlileg samskipti við sósíalista- ríki Evrópu 1969. Við höfum nú afráðið, að taka upp fullt samband viö Kínverska alþýðulýðveldið, og við leggjum áherzlu á, að það fái aðild að Sameinuðu þjóð- unum, sem því ber með réttu. Þá er einangrun Kúbu Perú- mönnum áhyggjuefni. Við er- um þeirrar skoðumar, aðbreyta beri stefimu Samtaka Amedtou- ríkja, OAS, gagnvart Kúbu, eða að samtökin heimili að minnsta kosti aðildarríkjum sínum að taka upp eðlilegt samband við landið. Kína með 200 mílum Víkjum þá að öðru. Á þeim tíma sem liðinn er frá síð- asta Allsherjarþingi hafa kröfur Suður-Amerikuríkja um tvö hundruð milna land- helgi fengið góðar imdirtektir víða um heim. Á fumdi okkar fyrir skemmstu með fulltrúum Kínverska alþýðulýðveldisins, Júgóslavíu og Spánar, kom í ljós, að stjómir þessara landa vom hliðhollar málstað okkar, og samþykkar þeirri skoðun okkar að sérhvert strandríki ætti ftullan rétt til umráða yfir haifinu út a£ ströodum símum og þedrra auðlinda sem í því búa. Þessi einhugur er þeim þróunarlömdum, sem liggja að sjó mikil hvatnimg til dáða. og ber að hafa hann í hiuiga á al- þjóðlegu hafréttarráðstefnumni, sem nú stendur fyrir dymrn. Við Perúmemm. höfum tekizt mákið verk á hendur hedma fyr- ir, við emm að breyta gerð bjóðfélagsiiins, við veitumverka- fólki hlutdeild í stjóm og af- rakstri atvmmuifyrirtækja, ogvið höfum tekið jarðimar úrhönd- um gósseigenda og afhent þær þeim sem vinma lamdbúnaðar- störfin, og nýtt auðlindir Perú í þágu Þjóðaymnar. önnurrílri þriðja heimsins stefna líka að þessu marki, þó að leiðimar kunmi að vera öðra vísi. og mót- ast af aðstæðum í hverju til- viki. En aft er reynt að spoma við þessari viðleitni utam í frá. Einkum em það efnahagsmái- in sem em þróunairlömdumum þung í skauti og etfnahagsað- stoð, eins og ttn tíðkast nú, er bjamargreiði við him fátæk- ari lönd. Sívaxamdi viðskipta- halli þróumarlandanna sýnir það glöggt að auður og fram- leiðsla þriðja heimsins rennur í æ ríkara mæli í vasa iðm- þróuðu ríkjanma. Krefjast þátttöku Bandaríkjastjóm hefur nú gert eimhJiða efnahagsiráðstaf- amir til að rétta af greiðsluhalla sinn. Þær miða að því aðgex-a hagkerfli og eflnahag þeirra sjálfra styrkari og stöðugri, og það á í raum réttri líka við önnur iðriþróuö lönd. Það verða fyrst og fremst þróunarlöndin, sem verða fyrir barðinu á þess- um ráðstöfunum, þróunarlönd- im, sem emiga sök áttu á vand- ræðaástandinu. Vegna þessa geta þmóumarlöndin ekiki lengur verið peð á taflborði etjómmála- stefnu, sem þau haflai engam þátt átt i að móta né heldur geta þau staðið hjá • sem þöglir á- horfendur, þegar alþjóðasam- þykiktir em gerðar, sem miða að því að viðlhalda foxræðiauð- ugra og voldugra rfkja. Þriðji heimurinn getur ekki setiðhjá, þegar fjallað er um nýtt g.iald- eyris og peningakerfi veraldar. Þær ráðstafanir, sem iðnaðar- lömdin hygigjast gera í alþjóða efnahagsmálum, verða aldrei nema til bráðabirgða, og jafn- vel þó svo sé, þá krefjumst við þess aö hlýtt verði á raust þriðja heimsins, áður en þær koma til framkvæmda. Efna- hagskreppan nær ekki einung- is tn fáeinma landa, hún lær til alls heimsins og því verða öll úrræði marklaus, ef ekki er telrið tillit til þessara stað- reynda. Ef takast á að leysa vandann, verða öll riki heims að_ eiga jafnan hlut að máli. Þriðji heimurinn er að rísa á fætur, hamm er enn sem bomið er heimur fátæktarinnar, en hann er líka heimur vomarinn- ar. Bréf frá Jónasi á Allsherjarþinginu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.