Þjóðviljinn - 20.10.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1971, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Miðrvi'kiuda'glur 20. cnktóber 1971. — Málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og þjóSfrelsis — Otgefandi: Útgáfufélag ÞJóSviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Bitstjórar: SigurSur Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjórí; Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Fyrirsvar Kína hjá SÞ jporsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, gerði á al- þingi í fyrradag grein fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar. í ræðu sinni fjallaði hann meðal annars um utanríkismál og sagði orðrétt: „Það hefur einn- ig orðið stórkostleg stefnubreyting í utanríkismál- um. í stað aftaníossaháttar og undanlátssemi, sem allt of oft einkenndi viðhorf fyrrverandi ríkis- stjómar í utanríkismálum, hefur verið mótuð sjálfs'tæð og einbeitt utanríkisstefna, sem miðast við það að tryggja okkur íslendingum efnahags- legt og stjórnarfarslegt fullveldi og sjálfstæði og losna við varanlega hersetu í landinu. Þeirri stefnu mun núverandi ríkisstjórn fylgja fast fram“. Eins og Hagnar Arnalds formaður Alþýðu- bandalagsins benti á í umræðum á alþingi í gær, á það, sem hér var haft eftir forsætisráðherra ekki sízt við um Kínamálið og afstöðuna til þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn ís- lands hefur nú ákveðið að hverfa frá stuðningi þeiim sem frá íslandi hefur komið við stefnu Bandaríkjastjómar í þessum efnum. Nú mun rík- isstjóm íslands styðja tillögu Albaníu og fleiri ríkja um að Pekingstjófnin fari imeð umboð Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Þannig skipar ríkis- stjóm Islands sér í sveit með ríkjum eins og Norð- urlandaþjóðunum, Bretlandi og Kanada. | umræðum um það hver ætti að hafa forsvar Kína hjá Sameinuðu þjóðunum hefur orðið vart imikils bamaskapar í stjómmálaumræðu á íslandi síðustu vikumar. Þannig hefur því verið baldið fram að með afstöðu sinni nú vildi íslenzka rík- isstjómin reka Formósu úr Sameinuðu þjóðunum. Um slíkt er alls ekki að ræða því Formósa er ekki sem slík aðili að SÞ. Hins vegar krefst stjómin á Formósu þess að á hana sé litið sem málsvara allra Kínverja. Slíkt er auðvitað rammasta fjar- stæða. Eina ríkisstjómin sem getur að réttu talizt málsvari Kínverja er stómin í Peking. Þær blekkingar- og áróðurstilraunir seim talsmenn stjómarandstöðunnar hafa haft í frammi í þessu máli eru í senn fráleitar og vítaverðar. Með því að gefa í skyn að alþingi íslendinga eða íslenzka ríkisstjómin geti tekið ákvörðun um það að skipta Kína í tvö ríki. ^fstaða íslenzku ríkisstjómarinnar í dag til að- ildarmáls Kína er til marks um breytta stefnu í utanríkismálum. Á því er ekki minnsti vafi að mikill meirihluti þjóðarinnar stendur að baki þeirri stefnu. Málflutningur stjómarandstöðunnar á síðustu vikum kann að hafa villt um fyrir ein- hverjum — en ef hver og einn skoðar onálið niður í kjölinn kemst hann að þeirri óumflýjanlegu nið- urstöðu að eina leiðin til þess að 'tryggja Alþýðu- lýðveldinu Kína umboð hjá Sameinuðu þjóðunum er að styðja tillögu Albaníu og fleiri ríkja á alls- herjarþinginu. — sv. Samstaða með Bretlandi, Kanada og Norðurlöndum í aðildarmáli Kína Umræður utan dagskrár á alþingi um Kínamálið. Islenzka sendi- nefndin á allsherjarþinginu styður tillögu Albaníu og fleiri Ríkisstjómin hefur nú falið sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að styðja tillögu Albaníu og fleiri ríkja um að Alþýðulýðveldið Kína verði eini fulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. — Þetta kom fram í umræðum utan dags'krár á alþingi í gær. er utanríkis- ráðherra svaraði fyrirspum frá Ellert B. Schra’m í Sam- einuðu þingi. Spunnust miklar umræður um málið og tóku til máls auk fyriæspyrjanda og utanríkisráðherra ^ þeir Ragnar Amalds, Magnús Kjartansson, Jóhann Haf- stein og Benedikt Gröndal. 1 svari við fyrirspuminni raíkti utanrEkisráðhcrra þær á- stæður sem rhasstjórnin telur liggja til hess að hún hefur nú gefið sendimefnd Islands hjá Sameinuðu ■þjóðunum. þau fyrir- mæli að sityðja aðild Peking- stjómarinnar sikv. tillögu Alban- íu. Lagði ráðfherrann áherzlu á að ,,.tVeggja-Kína-leiðiin“ væri ekki fær í þessum efnum. Þess- ari skoðun hefði stöðugs aulkizt fylgi á afllsiherjarþingum SŒ> og í fyrra hefði Albaníu-tillagan fengið meiriMuta fylgis — 51 atkv. gegn 49, 25 sátu hjá — en náði samt eigi fram að ganga vegna þess að áður hafði verið samlþyklkit tillaga Bandairikjanna um nauösyn þess að auíkinn meirihluti v.æri fyrir aðild Pök- ingstjómarinnar. 1 ræðu utan- rffldsráðlherra kom fram að sam- kvasmt nýjum upplýsimigumi frá New Yorik hafi 10 rfki sem í fyrra greiddu atkvæði með regl- unni um aukin nmeirihluta eða sátu hjá, breytt afstöðu sdnni. Ríkm eru Argentína, Austu.rríki, Bretland, Kanada, Elkvadör, Israel, Italía, Mexikó, Hólland og Siieirra Leone. Nú virfust því talsverðar líkur á því að breytt yrði forsvari fyrir Kína hjá SÞ. Utanrfkkráðherra kvaðst hafa fulla samúð með þedm sem hefðu áhuiga fyrir áframhald- andi aðild Taivan að samitökun- ráðherra kvaðst hafa vænzt þess að heyra ný viðhorf frá -ungum þingmanni EUert B. Schram, en í stað þes® hefði hann spilað gömiu kaMasitríðsplötuma. Ellert B. Schram rennur greinilega til rifja að Bandarílc.jamenn hafa beðið ósigur í Kínamálinu inn- an StÞ. Það er ranigt, sagði Magnús að tala um það að nú standi til að talka ákvörðun um aðild Kíiia að SI>. Kína er stofn- aðili að SÞ og er því ( öryggis- ráðimu. Ein í medra en 20 ár hafa Bandaríikjamenn fengið að ráða þvi að útlagasitjómin á Fcrmiósu færi með umboð Kína innan SÞ. I>að er þvf endileysa, sagði Magnús, að talai um brottrekst- ur“ úr SÞ. Poirmósa er ekki að- ili að SÍÞ. Kína er eitt og við á atþingi íslendinga getum ekki tekið afetöðu um að skipta Kína í tvemmt. Að lidkum vitnaði Maignús til orða Benedilkts og kvað kostu- legt að heyra hamm tala um að Islendingar hefðu gerzt taglhnýt- inigar einræðisafla með því að styðja tillögu Alþaníu. Benii Magnús Benedikt Gröndal á að meðal samherja fslendiniga í þessum efnum væri Norður- lamdaþjóðimar og Bretland. Jóhann Hafstein tók til máls og sagði að það væri nú meiri remþinigurimm í iðnaðarráðherr- anum! Greinilegt væri að utam- rfkisráðherra ætti ýmsa „bak sitoppara“. Fyrst hefði gervifor- maður kommúnismans á Islandi komið í stólinn, síðan aðalfior- maðurimm — og slkjddd nú koma sá þriðji og bæta um betur? Jóhann sagði ennfremur að með yfirlýsingu sinni um aðild- armálið heifði rfkisstjómm brot- ið máledtaasamminigimm en þar stæði að haft skyldi samráð við utanríkismá'lamefnd alþinigis í miikilvægum málum. Benedikt Gröndal tók aftur til máls, þá Magnús Kjartansson, síðan uitaniríkisráðherra og loks Ellert B. Schram. Var umræð- uranti síðan slitið. NÝ ÞINGMÁ Eftirtalin mál hafa veriðlögð fyrir Alþingi í gær og fyrra- dag: Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um innflutning búfjár. Lagt er til í frumvarp- inu, að eingöngu verði leyft að flytja inn djúpfryst sæði og eingömgu til notkunar í gripi, sem geymdir verði ævilarngt á sóttvarnarstöð ríkisins. Frumvarp til laga um þreyt- ingar á lögum um meðferð, skoðun og mat á sláturafurð- um. Lög þessi eru til staðfest- ingar bráðabirgðalögum, sem géfin voru út 19. maí 1971. Tillaga til þinigsályktunar um öflun skeljasands til áburðar. Borin fram f sameinunðu þingi. Flm: Vilhjálmur Hjáilmarsson og Stefán Valgeirsson. Frumvarp til laga um hedm- ild sveitarfélaga til stofmunar og starfrækslu atvimnu. og þjónustufyrirtækja með taJc- 'marfcaðri ábyrgð. Frumvarpið er flutt í neðri deild af þing- mönnum alira flokka. Þá kom fram fyrirspum til samgönguráðherra um vegamál í Vesturlandskjördæmá frá Benedikt Gröndal, og fyrir- spum til ríkisstjómarinnar um læknaskort í strjálbýli frá Vilhjálmi Hjálmarssyni. Tiilaga til þingsályktunar um félags- og firmaskrár fyrir Xandlð í heild. Borin fram í sameinuðu þingi af Bimi Sveinbjömssyni og Bimi Fr. Björnssyni. Tillaga til þimgályktunar tm ráðstafanir til að aiuðvelda um- fierð fatlaðra. Borin fram í sameinuðu þdngi af Oddi Öl- afssyni. Frumvarp til laga um breyt- ingar á siglingariögum. Flutt í Neðri deild af FWðjóni Þórð- arsyni og Pétri Sigurðssyni. Frumvarp þetta kom fram á síðasta þingi, og leggja ftutn- ingsmenn þess þar til að á- kvæðum siglingalaga um tak- markaða ábyrgð útgerðarmanna verði breytt á þá lund, að hin takmarkaða ábyrgð gildi ekki um kröfur vegna lífs eða lík- amstjóns skipstjóra, skipverja eða amnarra manna, sem fáðffir eru hjá útgerðarmanni eðaleið- söglumanns. enda hafi slysið borið að höndium, er hlutað- eigandi var staddur á slkipi eða vann í þágu sJdpsins. Frumvarp þetta gerir ráð FramhaM á 9. síðu. um, en máldð liiggur ekki þann- ig fýrir nú að það sé á dagskrá. Það er um það að tefla aðFor- mósustjómin garir kröfu til þess að vera fulltrúi Kína hjá Sam- einuðu þjióðuinum. Bn á þetta hefiur meirihluti þjóða heims ekki viljað flallast, enda hefur þessi afstaða Formósustjómar hindrað um það bil fimmtumg allra mamma í heiminum í að gerast aðiJar samtakamna. Gunnars Jóhannssonar var minnzt á alþingi í gærdag Fyrirspyrjaindi Ellert B. Schram tók aftur til rnáls og kvað greimilegt að fýrstu spor íslenzku ríldsstjómarinnar á ol- þjóðavettvamgi æitluðu að vera slæm. Hamm kvaðst vilja að Pekingstjómin fengi sæti hjá SÞ, en saigðist þó e£dki vilja redica Taivan úr samtökunum. Ragnar Amalds talaði næst- rnr og sagði að ágreiningur væri um það eitt hvcrt aðilimm ætti að fara með umlboð Kín§ hjá SÞ. Pekingstjómin eða Taivan- stjómin. Að halda nokfcru öðru fram væri rangtúlkun. Allar staðhæfingar um brottrekstur Taivam úr SÞ væri vísvitamdi áróðursiblekkimg. Það væri rétt, sagði Ragnar, sem florsætisiráðherra hefði sagt í gær að afstaða íslenzku ríkis- stjómarinnar hefði á mörgum sviðum utanrfkismála einkennzt af undirlægjuhætti gagnvart eriendum aðiium. Þetta hefði hvað bezt komið fram í Kína- málinu. Einmitt þessu ætlar nú- verandi rfkássitjóm að hreyta og er það vel. Benedikt Gröndal talaði fyrir Allþýðuflokkinn og sagðist alveg eims geta fallizt á aðild tveggja Kína að SÞ. Eru ekki 2 Kongó aðilar að SÞ; spurði alþingis- maðurinn. Þingmaðurinn- tajaði um að með stuðningi við tillögu Albaníu væri verið að reka For- mósu úr SÞ og þar með væri látið undam krötfum Pekings- stjómarinnar. Magnús Kjartansson iðnaðar- 1 upphafi fundar í Samein- uðu þingi í gær minntist for- seti, Eysteinn Jónsson, Gunn- ars Jóhannssonar, fyrrum al- þingismanns. Fara minningar- orð forseta hér á eftir. Áður en gengið er til dag- skrár vil ég leyfa mér að minnast með nokkrum orðum Gunnars Jóhannssonar fyrr- verandi aliþingismanns, sem andaðist hér í borg aðfaranótt síðastliðins sunnudags 76 ára að aldri. Gunnar Jóhannsson var fædd- ur 29. september 1895 í Bjama- staðagerði í Hofshreppi í Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Jóhanin bóndi á Hrauni í Hófshreppi Símonarson bónda á Hrauni og Bjamastöðum í Hofshreppi Kristjónssonar og konu hans, Anna ólafsdóttir bónda á Bæ og Spámá I Hofs- hreppl Ólafssonar. Gunnar var teldnn nýfæddur í fóstur af föðursystur sinni og eiginmanni hennar og ólst upp á Grund- arlandi í fæðingansveit sinni. Hann naut fræðslu í bamaskóla þrjá vetur og var síðan við nám í unglingaskóla tvo vet- ur en varð 'að hverfa frá frekara skólanámi sökum veik- inda. Hann fluttist til Reykja- víkur árið 1917 og þaðan til Siglufjarðar 1928 og bjó þar meginhluta starfsævi sinnar. Sjómennsku stundaði hann í 12 ár, síðan ýmis störf í landi; verfcamannavinnu, verkstjóm, aufc mikilla starfa að fiélags- málum verkalýðshreyfingarinn- ar. Gunnar Jóhannsson átti lengi sæti í stjóm vericalýðs- félaga á Siglufirði og var fast- ráðinn starfsmaður þeirra um 10 ára skeið. Hann átti sæti í bæjarstjóm Siglufjarðar 24 ár og var forseti bæjarstjórn- ar eitt kjörtímabil. Margvisleg- um nefndarstörfum gegndihann á Siglufirði og átti sæti í stjóm Alþýðusamlbands Norð- urlands og Alþýðusambands Is- lands. Hann átti sæti á Al- þingi á árunum 1953—1963, sat á 11 þingum alls. Gunnar Jóhannsson ól aMur sinn lengst af á Siglufirði, bæ mikilla athafna og umsvifa við síldveiði og síldarverkun á þeim tíma. Hann hafði ungur geng- ið í samtök þeirra manna, sem börðust ötullega fyrir bættum kjörum verkalýðsins. Hann var snemma valinn í forustusveit siglfirzkra verkamamna og átti þar upp frá því fylgi þeirra að fagna. Hann vann af alúð og harðfylgi að hagsmunamól- um verkalýðsins. Einlægni hans og drengskapur öfluðu honum trausts samherja og andstæð- inga. Á Alþingi beitti harnn sér aðallega fyrir umbótum í at- vinnu- og samgöngumálum Siglfirðinga og auknu öryggi og bættum aðbúnaði sjómanna. Ósérfhlífinn var hann jafnan og óedgingjam brást ekki þeím málstað, sem hann helgaði I ævistarfi sitt. Um sjötugsaldur flutti hann heimili sitt firá Siglufirði til Reykjavikur og dvaldist hér síðustu æviárin. Ég vil biðja háttvirta al- þingismenn að minmast Gunn- ars Jóhannssonar með þvi að risa úr sætum“. Mapús Torfi flutti jómfrú- ræðu sína í gær Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráöherra flutti jóm. frúrræðu sína ó alþingi í gær er hann mælti fyrir frumvarpi til staðfestimgar á bráðabirgða- lögum um niðurfellingu á námsbófcagjaldi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að í stað námsbókagjalds greiðist kostn- aður Ríkisútgáfu námsbóka úr ríkissjóði. I svari við fyrirspum sagði menntamálaráðherra að niður- felling námsbófcagjaldsins næmi um 19,3 milj. kr. á ársgrund- velli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.