Þjóðviljinn - 23.11.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1971, Blaðsíða 7
T’riðj'udiagur 23. nóvember 1971 — MÓÐVTLJnsrN — SlÐA J LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS 1971 Stjórnmálayfirlýsing landsfundar ; Á síðastliðnu surrm lauk tólf ára valdaferli Sjálf- Ístæðisflokks og Alþýðuflokks. Dórour kjósenda var ó- tvíræður, uinskiptin glögg. Menn höfðu fengið nóg af þeirri ríkisstjóm, se’ro reynzt hafði með eindæmum ósjálfstæð og þjónslunduð gagnvart erlendu valdi og rekið skefjalausan áróður fyrir útlendri stóriðju, á s-ama tíma sem togarafloti landsmanna var látinn drabbast niður og fullkomið tómlæti sýnt um full- vinnslu sjávarafurða og aðra nútíma iðnvæðingu í eigu íslendinga sjálfra. Kjósenduæ höfnuðu þeirrj stjómar- stefnu, sem nýlega hafði kallað yfir þjóðina tilfinnan- legt atvinnuleysi og vemlegan fólksflótta úr landi. Þeir afneituðu eifnahagskenningum fráfarandi ríkis- st'jómar, sem leitt höfðu af sér fjórar gengisfellingar, valdið örari verðbólguiþróun en dæmi eru til í nálæg- um löndum, kostað stöðuga styrjöld við launþegasam- tökin og gert ísland að láglaunaiandi. En síðast en ekki sízt lýstu kjósendur fulikomnu vantrausti á hik og hálfveligju Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í land- helgismálinu, en kröfðust raunhæfra aðgerða. Alþýðubandalagið hafði lengi og af alefli barizt gegn óþjóðlegri og rangri stefnu fráfarandi ríkisstjómar í efnahags’málum, atvinnumálum og utanríkism'álum, og sýnt fram á hásfcasemi hennár. Það gekk til kosnimga síðastliðið vor undir því kjörorði að nú væri tæki- færið til að hnekkja þessiari stefnu og breyta til; fylkja liði allra vinstri sinnaðra og þjóðhollra afla um það meginmarkmið að treysta sjálfan tilverugmnd- völl þjóðarinnar, efla sjálfstæði hennar og menning- arlíf. Á nokkmm mikilvægum sviðum þjóðmála höfðu allir andstöðuflokkar fyrrverandi ríkisstjómar mótað svipaða stefnu, eihs og ljóst varð af kosningastefnu- skrám þeirra. Mestu máli skipti, að alilöngu fyrir kosningar tókst með þessum flokkum alger samstaða um skýra og einbeitta stefnu í landhelgismálinu. All- ir lögðu þeir áherzlu á, að stjómarstefna Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks hefði gengið sér til húðar og ríkisstjóm þeirra ætti að víkja. Meiri hluti kjósenda reyndist á sarna máli. Sigurvegarar kosninganna urðu þeir tveir flokkar, sem voru lengst til vinstri og lagt höfðu fram róttækastar stefnuskrár. Rökrétt afleiðing kosningaúrslitanna síðastliðið vor var myndun nýrrar ríkisstjómar þeirra þriggja flokka, sem lagt höfðu áherzlu á nauðsyn gjörbreyttrar stjóm- arstefnu, gert sameiginlegar tillögur um útfærslu landhelginnar og hlotið stuðning þjóðarinnar til að framkvæma þær. Hinni nýju ríkisstjórn var frá upp- hafi vel tekið, enda lýsti stjómarsáttmálinn afdráttar- lausum vilja hennar til að takast á við margvísleg vandaínál og leysa þau. AMir raunverulegir vinstri- - menn fögnuðu þeim höfuðmarkmiðum rífcisstjómar- innar, að kosta kapps um að tryggja stjómmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði þóðarinnar.' treysta at- vinnuvegi hennar, bæta menntunaraðstöðu og félags- lega þjónustu, stuðla að umhverfisvemd, vinna að réttlátari skiptingu þjóðartekna. Alþýðubandalagið telur mjög mikilvægt að tefcizt hefur að hnekkja þeirri háskalegu stefnu, sem fyrr- verandi sfjómarflokkar fylgdu. Það fagnar því ein- dregið, að þeir þrír flokkar sem standa að hinni nýju ríkisstjóm, skyldu ná sámstöðu um málefnagmndvöll, se’m á að geta valdið m|ikilvægum þáttaskilum í ís- lenzkum stjómmálum. Það fagnar myndun rikisstjóm- ar, sem gefið hefur ákveðin fyrirheit um að fylgja ótviræðri vinstristefnu á veigamiklum sviðum þjóð- mála, og heitir á all't vinstrisinnað fólk að styðja hana við framkvæmd slíkrar stefnu. Alþýðubandalagið fagn- ar sérstaklega stefnumótun hinnar nýju ríkisstjómar í sjálfstæðismálum þjóðarinnar og vill mega treysta því, að þar verði ’roeð festu og fullri eimurð að unnið. Eitthvert mikilvægasta og örlagaríkasta sjálfstæðis- mál þjóðarinnar nú er landhelgismálið, uppsögn samn- inganna við Breta og Vestur-Þjóðverja, útfærsla fisk- veiðilögsögunnar í 50 mílur hinn 1. september á næsta ári og 100 mflna mengunarlögsaga. Um leið og Alþýðu- bandalagið ítrekar ósfcoraðan stuðning sinn við stefnu ríkisstjómarinnar í þessu máli, heitir það á landsmenn alla að standa sem órofa heild við hlið stjómvalda, þegar um það er að tefla að treysta grundivöll alls mannlífs í landinu á komandi tímu’m. Álþýðuibandalagið leggur ríka áherzlu á mikilvægi þess ákvæðis stjómarsáttmálans, sem fjallar um brott- för bandaríska hersins úr landi á kjörtímabilinu. Að baki slíkri ákvörðun er ekfci aðeins um að ræða eðli- legan og sjálfsagðan rétt þjóðar til að búa ein í landi sínu. heldur er brottför hersins mikilvægur liður^ i íslenzkri sjálfstæð'sbaráttu og nokkúrt framlag af ís- lands hálfu til að stuðia að friði og samstarfi þjóða á alþjóðavettvangi. Landsfundurinn skorar á alþjóð og almánnasamtök að vera vel á verði. standa fast að baki rífcisstjóm- inni í öllum átöfcu’ro um þetta mál og be'ita til þess öllum sínum áhrifum, að þetta ákvæði stjómarsáttmál- ans verði framkvæmt til fulls og undanbragðalaust. Alþýðubandalagið styður eindregið stefnu hinnar nýju ríkisstjómar í atvinnumálum, þar sem rík áherzla er lögð á nauðsyn íslenzhrar iðnþróunar, í stað áforma fyrrverand’i stjómvalda um erlenda stóriðju. Það tel- ur einnig mikilsverð ákvæði stjómarsáttmálans u'ro jafnrétti karla og kvenna, umbætur á sviði almanna- trygginga, heilbrigðismála. húsnæðismála og annarr- ar félagslegrar þjónustu. Alþýðubandalagið fagnar þeirri stefnu. sem mörk- uð er í stjómarsáttmálanum um stuðning við alþýðu- stéttimar í baráttu þeirra fyrir bættum hag og aukn- um launajöfnuði. Myndarlegar ákvarðanir, sem tekn- ar vom þegar eftir stjómarmyndim um bætt skipta- kjör hlutasjómanna og hækkað fiskverð, bentu ein- dregið til þess, að þar myndu athafnjr fýlgja orðuro. Treystir Alþýðubandalagið því, að full samstaða verði innan ríkissfjómarinnar um ráðstafanir til að tryggja láglaunafólki þær kjarabætur, sem fyrirheit voru gef- in um í málefnasamnjngi hennar. Með aðild að ríkisstjóm hefst nýr þáttur í sögu Al- þýðnbandalagsins. Myndast hefur annar og að ýmsu leyti bættur starfsvettvangur til að vinna að fram- gangi margra mála. sem flokkurinn telur miMLvæg við ríkjandi aðstæður. Öllum flokksmönnum er það vafa- laust ljóst, að þátttaka Alþýðubandalagsins í þessari ríkisstjóm skapar engin skilyxði til að frairífcvæma þau sósíalísku langtíroiamarfcmið, sem flokfcurinn stefnir að og ítarlega er um fjallað í stefnuskrá hans. Hér er að sjálfsögðu ekki um það að ræða, að grundvallarbreyt- inga sé að vænta á innri gerð íslenzks þjóðfélags, frá kapítalísku skipulagi til skipulags sósíalismans. En engu að síður lítur Alþýðubandalagið svo á, að veiga- mestu stefnumál hinnar nýju rífcisstjómar séu ábaf- lega mikilvæg, myndarleg framikvæmd þeirra getj skipt sfeöpum í íslenzku þjóðlífi og greitt leiðina til raun- verulegs sjálfstæðis og þjóðfrelsis og aukins félags- legs réttlætis. ' Hin nýja ríkisstjóm hefur þegar hafjð störf af mynd- arskap, og er þess að vænta að hún og stuðnings- flokkar hennar starfi ótrauðir að framkvæmd yfir- lýstrar stefnu. í mó'lefnasamnin-gi ríkisstjórnarinnar er komið víða við og að mörgu vikjð, sem breyta þarf eða uro að bæta. Á fjölmörgum sviðum þjóðlí fsins þairf að taka til hendi, og er ljóst, að ekki verður allt framkvæmt í einu vetfangi. Það tefur einnig og torveldar æskileg- ar breytjngar og umskipti, að hvarvetna í ríkiskerf- inu, bönfcum, ráðum og nefndum gætir óeðlilega sterkra áhrifa fyrrverandi stjómarflokka, sem á löng- um valdaferli hafa tryggt sér þar víðast hvar alger yfírráð. En höfuðmáli skiptir, að sleitulaust verði af hálfu hinnar nýju ríkisstjómar og stjómarflokka að frarokvæmd unnið, á grundvelli markaðrar stefnu. Mun Alþýðubandalagið kosta kapps um að veita ríkis- stjóminni sem öfiugastan stuðning til þess að koma fram þeim mállum, sem í stjómarsáttmálanum grein- ir. Það væntjr þess, að stjómarflofcfcunum þremur tak- ist að varðveita þann góða starfsanda, sem ríkt hef- , ur í samskiptum þeirra allt frá því er ríkisstjómin var mynduð. Alþýðubandalagið mun gera sitt til að svo megi verða. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Miðstjóm Aliþýðubandalags- Laust fyrir iniðnaetti í hófirtu í t>j óðleifchúskj aUaranum til- kynnti Kjartan Ólafsson úrslit- in í miðstjómarkjöri landsfund- arins. Miðstjómarkosningin sjálf fór fram um sexleytið á sunnudag, þá þegar hófst taln- ing. 1 miðstjórn Alþýöuíbanda- lagsins er kosið eftir svonefndri punktaregliu, sem er þamniig að hver fundarmaður skal setja töluna 4 við þrjú nöfn á kjör- seðlinum, tölima 3 við 3 nötfn, töhina 2 við 3 nöfn og loks töluna 1 við 28 nöfn á seðlin- um. Auk þessara sem þannig em kosnir í miðstjóm eiga saeti í miöstjórn fo-rmaður, varafor- maður og ritari Alþýðiunbanda- lagsins, sem voru sjólfkjörnir á landsfundinum. I>á eiga ráð- herrar flolcksims sæti í mið- stjóm samkvæmt sérstalkri samiþykikt sem gerð var á fund- Buim. ins er því þannig skipuð: Raignar Amalds, formaður Al- þýðiubandalagsins. Adda Bára Sigfúsdóttir. vara- form. Alþýðubandalagsins. Jón Snorri Þorleifsson, ritari Alþýðubandalagsins. Aðrir í miðstjórn — í svigium atkvæðatölur: Ólafur R. Einarsison, sagnfræð- ingur, (266). Svava Jakobsdóttir, aliþingis- maður, (260). Sigurjón Pétursson. borgarriáðs- maður (236) Karl Sigurbergsson, skdpstjóri (225) Eenedikt Davíðsson, trémiður (224) Margrét Guðnadóttir, prófessor (220) Helgi Sdjan, alþingismaðvrr (210) Guðmundur Vigfússon, fyrrv. borgarráðsmaður (202) Gunnar Guttormsson, hagræð- ingarráðunautur (200) Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur (198) Kjartan Ólafsson v,_ t (193) Loftur Guttormsson, sagnfræð- ingur (192) Ásgeir Blöndal Magnússon, cand. mag. (189) Helgi Guðmundsson, trésmiður, (187) Ólafur Jónsson, bílstjóri (186) Stefén Jónsson, dagskrárfúRtrúi (186) Ingi R. Helgason, hrl. (173) Haufour Helgason, bankafull- trúi, (172) Svandís Skúladóttir fóstra (169) Finnur Torfi Hjörleifsson, menntaskólakennari (165) Sveinn Kristinsson, kennara- nemi (164) Sigurður Björgvinsson, bóndi (160) Þór Vigflússon, menntaskóla- kennari (160) Ámi Bergmann blaðamaður (154) Björn Th. Björnsson, listflræð- ingur (148) Jón Tímóteusson, sjómaður (147) Óskar Garibaldason, flormaður Völcu SigJufirði (147) Varamenn: 1. Sigurður Einarsson, form. Allþýðusamb. Suðurl. (146) 2. Guðrún Guðvarðardóttir, sikrifstofustúlka (138) 3. Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur (136) 4. Guðmundur Hallvarðsison, iðnnemi (133) 5. Guðmundur Ágústsson, hag- fræðingur (130) 6. Gestur Ólafsison, nemi (127) 7. Magnús Jónsson blaðamað- ur (126) 8. Birgitta Guðmundsdóttir, formaður ASB (123) 9. ÁrtsæR Valdimarsson, bíl- stjóri (119) 10. Guðrún HaRgrímsdóttir, matvælaifræðingur. Samkvæmt sérstakir sam- þykkt eiga síðan sæti í mið- stjórninni nácherramlr Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartans- son. Veruleg endumýjun varð í miðstjórninni einkum vegna endumýjunarreglunnar, sem gerir ráð fyrir að menn megi ekki sitja í miðstjóm lemgur en 3 ár. Af þeirri ástæðu vori 14 félagar ekki kjörgengir til miðstjómar. Koma nöfn þeirra fram annars staðar í fróttum frá flumdimuín. ★ Geta ber þess að þingnienn Aliþýðubandalagsins eiga rétt til setu á flumduim miðstjómar — ám attovæðisréttar. Verðlagsmál Alþýðubandalagið skiorar á ríkásstjómina að hraða ráð- stöfunum M eflángar verðliaigs- efitiriliti. Jafnflramt veirði kom- ið á víðtækairi upplýsinga- skyldu Verðaagsskrifstofunnar, fcd. í því flormi að birtur veród með jöflnu miiilibili sam- anburður á vömverði: Hnaði verður dómsaflgreiðslu á mél um fyrir verðlaigsfoírot og seltot ir fyrir þau stórhækkaðar £n því sem nú er og dóms’ir skurðir verði ávallt birti þannig að vel verði eflti þeim tekið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.