Þjóðviljinn - 23.02.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.02.1972, Blaðsíða 4
4 SlÐA — WÖÐWLJiNN — Midvdtouidaigur 23. íebnúar 1952. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsís — Utgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Bitstjórar: Sigurður GuSmundsson, Svavar Gestsson (áb.j. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 iinur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00. Þörf endurnýjun Jjegar vinstri síjórnin tók við stjórn þjóðarbúsins á s.l. suimri skrifaði núverandi stjórnarands'taða mikið um það, hve hin nýja stjórn settist í gott bú. Hluti þessa bús var togarafloti landsmanna. I upphafi viðreisnar áttu íslendingar um 40 togara, en við lok hennar aðeins 22. Lúðvík Jósepsson upp- lýsti á blaðamannafundi í fyrradag að 17 þessara togara væru svo úreltir að leggja yrði þeim á næstu árum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Eggert Þorsteinsson lét í nokkur ár þau boð út ganga, að í undirbúningi væru kaup á skuttogurum, en lítið varð úr efndunum. Er viðreisnin skildi við hafði aðeins verið samið um átta skuttogara. Á sviði tog- araútgerðar tók því stjórnin við niðumíddu búi. ^ fyrrnefndum blaðamannafundi upplýsti sjávar útvegsráðherra, að líklega yrði samið um simíði 31—32 skuttogara á næstunni, þar af yrðu 28—29 smíðaðir erlendis, en brír innanlands. Eru þá með- taldir þeir átta sem áður hafði verið samið um, en þeir em 900—1100 tonn að stærð, en 19—20 verða minni, 4—500 tonn. Tekizt hefur að útvega erlend lán til 8 ára fyrir um 80% kaupverðsins, en reikn- að er með að fiskveiðisjóður yfirtaki síðan þessi lán og breýti í föst lán til 20 ára. Kaupendur skut- togaranna þurfa yfirleitt að leggja fram 15% kaup- verðsins, en byggðasjóður leggur fram 5%. Þessi stórhuga togarakaup, sem vinstri stjómin hefur haft forgöngu um, bera þess ljóslega vitni, að nú situr á Islandi ríkisstjóm, sem hefur trú á mögu- leikuim undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar, sjáv- arútvegi og vill stuðla að atvinnuöryggi og atvinnu- uppbyggingu um land allt. jþeir sem á undangengnum árum hafa einblínt á erlenda fjárfestingu, þeir hafa nú í frammi miklar úrtölur vegna skuttogarakaupanna. Þeir draga í efa rekstrarmöguleika togaranna, þeir telja ógerning að manna þá og fyrrverandi fjármálaráð^ herra lýsti skuttogarakaupunum við náttúruham- farir. Lúðvík Jósepsson sýndi á fyrrnefndum fundi fram á það, hve fráleitar þessar úr'tölur eru. Hann benti m.a. á reynsluna af ársútgerð skuttogarans Barða frá Neskaupstað, er kostaði 54 miljónir, en aflaði á einu ári fyrir 40 miljónir króna og gaf há- setahlut upp á um 800 þús. krónur. Hann benti á, hve nýju togararnir þyrftu minni áhöfn, þannig að mannskapur af 11 gömlu togaranna dygði til að manna 19 nýja skuttogara. Þær staðreyndir blasa nú við í íslenzkri togaraútgerð, að flotinn sem fyrir var, er nú úr sér genginn, verkefnin aukast hins vegar við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og risk- vinnslan i landi er að breytast og krefst jafnari hráefnisöflunar. Allt þetta sameinast pm að gera endurnýjun togaraflotans að nauðsynlegum lið í íslenzkri atvinnuuppbyggingu. REYKJAVIKURMOTIÐ 12. UMFERÐ BILIÐ BREIKKAR í þessari uimÆerð jók Hort enn forskot sitt í mótinu og er nú á góðri leið með að stinga aðra keppendiur af. Hann hefur nú heilum vinningi meira en næsti maður, Gheorghiu, og á miklu léttari andstæðinga eftir í þrem síðustu umferðunrjm. Hort hafði svart gegn Jóni Kristinssyni sem hafði gert jafntefli við Stein diaginn áður. Skák þeirra, sem birtist hér á eftir, er gott dæmi um hvemig stónmeistarinn notfærir sér veika leiki andstæðingsins og stendur eftir með unnið enda- tafl að loknum uppskiptum á mönnum. 18. leikur Jóns var veikur leikur i viðkvæmri stöðu og timasóun, þegar meiri þörf var á að búast til vamar gegn yfirvofandi sókn svarts á kóngsvæng, og í kjölfarið fylgdi annar veikur leikur hjá Jóni, 19 f3, svo að Hort gafst góður tíma til að leggja til at- lögu meg hrókana báða á f- línu Trúlega hefur skákin ver- ið töpuð hjá Jóni efitir þennan leik. Ógnaði Hort nú mjög kóngsstöðu hvíts. Jóni tókst að vísu að verjast öllum máthót- unum en á réttu augnabliki þvingaði Hort skipti á mönnum og var þá með unnið endiatafl, eins og áður segir. Hvítt: Jón Kristinsson. Svart: Hort. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3 g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. 0—0 Be7 6. c4 0—0 7. Rc3 Re4 8. Dc2 Rxc3 9 Dxc3 d6 10. Dc2 f5 11. Rel Dc8 12. Bxb7 Dxb7 13. Rg2 Rd7 14. Rf4 Hf6 15. d5 e5 16. Re6 Rf8 17. Rxf8 Hfxf8 18. b3 Hf7 19 f3 Haf8 20. Bd2 Dc8 21. e4 h5 22. exf5 Hxf5 23. De4 Bg5 24. Bxg5 Hxg5 25. Kg2 Hf4 26. De3 Df5 27. Hf2 h4 28. g4 h3t 29 Khl Df6 30. Hgi e4 31. Hgfl De5 32. fxe4 Hxf2 33 Dxf2 Dxe4t'34. Df3 Hxg4 35. Dxe4 Hxe4 36. Kgl Hd4t 37' Khl Hd4 38.Kgl a5 39. Hf3 Hd.lt 40. K£2 Hd2t 41. Kg3 Hxa3 42. KxhS Hc2 43. gefið. Freysteinn tefldi með hvítu mönnunum gegn Andersson og varð þetta ein fjörugasta skák kvöldsins, einkum undir lokin þegar báðir keppendur voru komnir í tímahrak. Freysteinn bafði þó heldur rýmri tíma, en Andersson vaið að leika síð- ustu leikina á nokfcrum sek- úndum Hann slapp þó áfalla- laust úr þesari handalei'kfimi Og er biðskákin tvísýn en Freysteinn virðist þó hafa heldur meiri möguleika. Staðan er þannig (svartur á leik): Hvítt: Kg2. Dc3. Ha8, Bd4, p a3, b2, e4, f3, g3. Svart: Kh7, Df7. He7. Re5, p b6,c7, d6 g6, h5. Magnús Sólmundarson hafði hvítt gegm Tukmakov. Fékk Magnús rýmra tafi og var kom- inn með frípeð á d5, en eftir uppskipti á hrókunum og með mislita biskupa á borðinu urðu keppendur áisáftir um jafntefli. Áður hafði Magnús gert jafn- tefli við Friðrik o^ Timman, svo að hann má nokku’ð vel við una. en betur má gera. Enn bíðúm við eftir að sjá íslenzk- an keppanda í mótinu annan en Friðrik leggja útlending að velli. Skák Magnúsar við Rúss- ann var ailskemmfileg og gott dæmi um trausta taflmennsku Magnúsar Hvítt: Magnús Sólmundarson. Svart: Tukmakov. 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 d6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6 d4 Rbd7 7. 0—0 0—0 8. e4 c6 9. Hel Da5 10-dö c5 11. Bd2 ReS 12 a3 Dd8 13. Dcl Rb6 14. Rdl Kh8 15. b4 Bd7 16. Rb2 Hcs 17. a4 pxp 18. a5 Ra8 19. Bxb4 Rc7 20. Rd3 Ra6 21 Da3 Hxc4 22. Bxd6 Rxd6 23. Dxd6 f6 24. Hacl Bb5 25. Dxd8 Hxd8 26. Hxc4 Bxc4 27. Rb2 Bb5 28 Hcl Bf8 29. Rd2 Bb4 30 Rb3 Ba3 31. Hc2 Rb4 32. Hc5 Ba6 33. Rc4 Bxc4 34. Hxc4 Ra6 35. Bh3 Bd6 36. Hc8 jafntefli. Bragi fékk smemma verra tafl í viðureigninni við Keene, og með uppskiptum á mönnum tókst Englendingnum að veikja svo peðastöðu hjá Braga, a-ð skákdn var unnin hjá hinum fyrmefnda með sterkan ridd- ara gegn biskupi sem mátti sín lítils. Ef til vill hefði verið hald í stöðunni hjá Braga, ef hann hefði ekki fiarið í uipp- skipti á hrókunum Timman hafð ihvátt gegn Stein og bauð sovézki stór- meistarinn jafnefli eftir 16 leiki. Hollendingurinn lagði ekki í að tefla til vinnings, svo að hann tók boðdnu. Með þessu jafntefli og jafntefli í biðskák- inni við Guðmund Sigurjóns- son„ sem þéir sömdrj um áður en setzt var við skákborðin þetta kvöld. er Timman kom- inn í 4.—5. siæfi í mótinu á- samt Stein með 8 vinninga og hefur aðeins tapað einni stoák, fyrir Andersson. Guðmundur Sigurjórusson og Gheorghiu sömdu einnig j-afn- tefli, eftir 22 leiki. Hafði Guð- mundur þá betri táma og held- ur betri stöðu svo að hann hefði sér að skaðlausu getað teflt áfram, og eftir frammi- stöðu sín-a í mótinu til þessa hefur hann raunar alilt að vinna en engu að tapa. Sigur yfir einum erlendum stórmeisf- ara breytti að sj-álfsögðu út- komu hans úr mótinu að mikl- um mun og yrði jafnfiramt hinum fjöilmörgu nú vonsviknu aðdáendum hang mikil huggun og fagnaðarefni Ekki er öU nótt úti enn, og Guðmundur á enn tækifærið að hressa bæði sjálfian sig off aðra, því hann á eftdr að tefla við þá bóða, Hort og Stein Skák þeirra Gunnars og Jóns Torfasonar varð fjöru-g og skemmtileg. Gunnar vdrtist búinn að ná yfirburðastöðu og Jón var orðinn naumur með tíma. en Gunnar missti öíl tök á skáikinni og var með tveim peðum minna þegar skákin fór í bið. Ef Jón vinnur þessa skák. sem næstum má bóka, þá er bann kominn með 4% vinning. Það er ekki svo slakur árangur, en eftirtektarvert er að Jón hefiur þá unnið 4 skákir gegn löndum sínum en ekki náð svo mikig sem einu jafn- tefli gegn erlendu keppendun- um. Friðrik tefldi með svörtu mönnunum ’gegn Harvey, og eins og fyrri daginn tefldi Har- vey byrjunina illa og fram-hald- ið glæfralega. þannig að kóngs- staða hans var mjög opin og -Hort er efstur í mótinu með 1 vinningi meira cn næsti maður. var Friðrik kominn með unnið tafl eftir 16 leiki. Það var þó ekki fyrr en eftir 30 leiki, þegar hvíti kóngurinn stóð ber- háttaður á borðinu, að bann sá sóma sinn í að leggjast á hlið- ina. Staða efstu manna er nú þannig eftir 12 umíerðir en að nokkrum biðskákum óloknum: 1. Hort með 9 vinninga, 2. Gherghiu 8V2 3. Friðrik 8 og 1 biðsfcák. 4.i—5. Timmian og Stein 8, 6. Tufcmafcov 7, og 7. Andersson með 6V2 vinning og 2 biðskáfcir. Biðskákir voru tefldar í gær- kvöid, en 13. umferð hefst í Glæsibæ í kvöld kl. 7, og tefla þá samain: Hort—Timman Keene—Guðmundur, Stein— Braigi, Gheorghiu—Magnús Friðrik—Jón Torfiason, Gunnar —Jón Kristinsson, Andersson —Harvey og Tukmakov—Frey- steinn. — Hj. G. S>- Blaðdreifing Blaðberar óskast í eft- irtalin hverfi: Álfheima Bólstaðahlíð Stórholt Álftamýri Laugumesveg Þjóðviljinn sími 1-75-00 Hreindýr að staðaldri í Hamarsfirði Menn líta þau heldur illa auga, segir Jón Bóndi á Bragðavöllum Hreindýrin eru farin að vera hér í byggð meiri hluta vetrar sagði Jón Bjömsso-n bóndi á Bragðavöllum í Hamarsfirði, egar við höfðum samband við hann á mánudag. Síðan í des. hafa verið þetta 30—40 dýr við- Ioðandi hér, og ég var rétt núna að horfa á talsverðan hreindýrahóp hér fyrir utan, niðri undir sjó sagði Jón. Við spurðum hvort dýrin færu illa með lamdið og Jón sagði það einkum vera áber- andi á vorin þegair gróður væri að lifina. Þegar snjór er yfir krafsa þau líkt og sauðkindin en virðast sækjast eftir sjálfri grasrótinmi og valda þammig skemm-dum á landinu. Það er ekki bara í Hamars- firði sem hreindýrin halda sig. Jón sagði að þau myndu einn- ig vera í Álftafirði og fyrr í vetur sagðist hainn hafa talið 18 dýr á eyðibýlinu Hálsi rótt hjá Djúpavogi. Þar sem dýrin verða ekki fyrir neinni áreitni eru þau spök og Jón sagðist hafa gengið hjá þeim í svona 10 metra fjarlægð. Þegar við spurðum hvort Það er ekki á mörgum býlum í landinu sem þessar skepnur eru að verða eins og hluti af bú- smalanum — kannski sem betur fer. bændur þar eystra hefðu á- að menn litu þau heldur illu líklegt að vegna umlhleypinga- hyggjur af ágengni þessara auga. tíðarinnar væri harður gaddur gesta, svaraði Jón því til, að Nú er autt í byggð eystra á þeím slóðum sem hreindýrin ekki væri hægt að nedta því en allhvítt til fjalla. Jón taidi haída sig venjulega á sumrin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.