Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 8
3 ’SC0sA.í— ■'BJOEKraUiEMCÍ —Stnm'uöagur 12. miarz MT72. Þeir hðndla með veiðarfæri oo gera við fsau Það er ekki hægt að tala svo um fisk og vertíð að ekki sé minnzt á það sem þarf til að ná fiskinum um borð í bátana: veið- arfærin, og þeir sem selja þau Jeika ekki minnsta hlutverkið. í Keflavík heimsótti ég nýja veiðarfæradeild Kaupfélags Suð- urnesja, sem var flutt í húsnæði niður við höfn um mitt ár í fyrra, og ræddi við deildarstjórann þar, Sigurð Sturlaugsson. Ég komst fljótiega að því að það er meira en bara að segja það að taka að sér umsjón með sölu á veiðarfær- um, svo mikið er um allskonar tegundir og afbrigði af færunum sjálfum og einstökum hlutum þeirra. TROLL., TROLL í . . . — Við erum hérna með troll- víra og lása, bobbinga og annað <em tilheyrir trollum, net, neta- teina, hringi belgi, netalása, bauj- ur, línur, ábót, tauma og yfirleitt allt sem tilheyrir línu. Svo erum við með málningu, verkfæri, fitt- ings, öryggisútbúnað á báta, svo- sem bjargvesti og bjarghringi, Ijósabaujur o. fl. — Nú eru á Suðurnesjunum mörg og stór útgerðarpláss, er ekki geysimikil verzlun í veiðar- færum hjá ykkur? — Jú, það er mikið, en þó verzla ekki allir við okkur, — sumir kaupa stærri hlutina í Reykjavík en svo það smærra sem til fellur hjá okkur. Aðrir kaupa aftur allt hérna. Og það má nefna, að við erum með stórr útibú í Grindavík. m v SETNINGIN KOSTAR 500 ÞÚSUND — Hvað kostar til dæmis neta- setning á bát? — Það er náttúrlega misjafnt, verð og gæði eru misjöfn, og neitafjöldinn líka. En ef við tök- vinnusal Netaverkstæöis Suðurnesja. Unnig Veiðarfæradeild Kaupfélags Suðurnesja og Netaverkstæði Suðurnesja um ódýrustu netin og reiknum með að báturinn sé með 10 tross- ur má ætla að setningin kosti um 500 þús. kr Slanga og teinar kosta um 3500—4000 í hvert net, við það bætast færi, baujur og lásar, en í hverri trossu eru 15 net, þannig að heildarkostnaðurinn á hverja trossu er 50—60 þús. Síð- an þarf að setja netin upp á neta- verkstæðum, og við þetta bætast síðan viðgerðir, sem eru náttúr- lega mismunandi miklar og ófyr- irsjáanlegar Þessar upplýsingar ættu að gefa nokkra hugmynd um þann kostn- að sem þarf að leggja í til þess að draga fiskinn, og til að skyggn- ast enn betur á bakvið tjöldin og kynnast nánar þeim stóra þætti útgerðarinnar sem veiðarfærin eru, skulum við næst líta inn á Netaverkstæði Suðurnesja. Neta- verkstæðið er rétt Njarðvíktir- megin við hin skrítnu mörk á milli Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps, en eigendur fyrirtækisins eru þeir Andrés Færseth og Brynjar Vilmundar- son, og hafa þeir rekið fyrirtækið í 12 ár. ÞEIR GERA VIÐ Þetta er ekkert smáverkstæði einsog algengast er með netaverk- stasði. Margir menn voru þarna við vinnu í stórum sal, og þegar ég leit þarna inn voru þeir að gera við síldarnót, sem á að fara í Norðursjóinn i vor. Þegar ég hafði horft um stund á vinnubrögðin við nótina og þegið kaffisopa í stórri og þrif- legri kaffistofu, sem er undir strangri umsjón gamals manns, og kattar sem starfsmennirnir hafa alið þarna upp, settist ég niður með Andrési og fór að kryfja hann um starfsemina. — Hver eru stærstu verkefnin seni ykkur eru falin svona yfir- leitt? hvað ef síldveiðar VERÐA BANNAÐAR? — Síldarnæturnar hafa alltaf verið stærstu verkefnin hjá okkur, en þeim er nú farið að fækka. Og ég veit ekki hvað verður um oklcur ef síldveiðar verða alveg bannaðar og þær hverfa alveg. Loðnunæturnar eru annars aðal verkin núna, þær eru alltaf að rifna, og það er nóg að gera í þeim á Ioðnuvertíðinni. Nú við setjum upp nokkur þús. þorska- net á vertíðinni, það má h'ka nefna uppsetningu og viðgerðir á fiskitrollum, humartrollum og V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.