Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 1
Aukablað um fisk og fiskvinnslu á Suðurnesjum RÆTT VIÐ FEÐGANA I KOTHÚSUM, GARÐI Yzt við Faxaflóann sunnanverðan, þar sem öldar Atlanzhafsins leita hvildar eftir langa og stranga ferð, er lítið sjávarþorp þar sem búa 700 manneskjur. Þorpið stendur í jaðri hrjóstrugrar heiðar, Miðnesheiðar, landkostir eru litlir, en hið stóra Atlanzhaf er gjöfult ibúum þorpsins, þegar það gjálfrar við ströndina ög er í skapi til að hleypa sjómönnunum að fiskimiðum sinum sem eru ekki nema steinsnar undan. — Þetta þorp heitir Gerðar, og þessir 700 íbúar hafa nóg að starfa, þarna eru fjögur hraðfrystihús og fimmtán saltfisk- og skreiðarverkanir. Og með hjálp þessara fyrirtækja var verðmætasköpun fólksins þarna hátt á fimmta hundrað miljónir króna. Atvinnulifið er lika i blóma, unga fólkið hætt að flytjast í burtu, það er um kyrrt og tekur þátt í verðmætasköpuninni. Fólk er meira að segja farið að flytjast þarna suðureftir og nú eru um 20 ibúðarhús í smiðum. Úr flökunarsalnum. WÆfé • Vetrarvertiðin hefur nú staðið i um tvo mánuði, en hingað til hefur hún nokkuð fallið í skuggann af fréttum frá loðnumokstrinum. Þó lítið hafi verið talað um ver- tiðina meðal venjuiegra landkrabba, hefur hún engu að síður gengið sinn vana- gang og aflað tekna í þjóð- arbúið. • Reyndar hefur vertiðin ekki gengið allt of vel hing- að til, aðailega vegna ógæfta, en lika vegna fiski- leysis á mörgum stöðum. • En samt ákváðum við að skreppa á nokkrar ver- stöðvar á Suðurnesjum og athuga hvað þeir segja sem eru í beinni snertingu við vertíðina, og það kom í ljós, að fyrir utan það að fæstir þessara manna missa móð- inn þó ekki blási byrlega i bili, er ýmislegt í sambandi við vertíðina sem ekki er daglega á siðum blaðanna en vert er að segja lesend- um frá. • Meðal þeirra staða sem við heimsóttum er Neta- gerð Suðurnesja, en þar var þessi mynd tekin. ViTRAR VtRTIÐ En það er ekki þar með sagt, að iífsbaráttan sé þessu fólki auð- veld. í Garðinum má heita að sé engin höfn, þar er að vísu stein- bryggja, en sökum legu hennar er ekki hægt að leggjast þar að nema í góðu veðri. Þess vegna leggja allir þeir 12 eða 14 bátar, sem gerðir eru út frá Garðinum, tipp víðsvegar á Reykjanesinu, þó mest í Keflavík, Grindavík og Sandgerði. Af þessu leiðir að flytja þarf allan fiskinn á vöru- bílum til vinnslu í Garðinum. Sú var tíðin, að Garðsbúar stunduðu sjávarútveg og landbún- að jöfnum höndum. Þá var þarna > -1..: stór verstöð og mtkið fjölmenni. Þessi gullöld stóð frá því um aldamót og fram til um 1920, þegar vélbátamir komu til sög- unnar. Þá flutti fólk sig til ná- grannabæjanna, þar sem hafnar- skilyrði voru betri fyrir bátana. Það var svo ekki fyrr en nú á seinni árum, að hlutirnir tóku enn nýja stefnu, betri vegir og stærri flutningatæki á landi en þekktust áður, gerðu mönnum kleift að leggja upp þar sem hafnarskiíyrðin voru bezt og láta vinna aflann heimafyrir. Þannig fengu allir vinnu, til sjós og lands. Framhald á 2. síðu. mmtnauim Gunnar Sveinbjörnsson, ásanit einum af starfsmönmun frysti- hússins í hinni glæssilegu kaffistofu. ► * í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.