Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 15
SunniudaigMr 12. msurz 1972 — ÞJÓÐVUbJINN — SÍDA Jg Bánaður nýju íslenzku skuttogaranna fiskimál jeftir Jóhann J. E. Kúld, Búnaður nýju íslenzku skuttogaranna Nú þegar verið er að endur- nýja íslenzka togaraflotann, þá veltur á miklu, að skipin verði strax í upphafi búin þannig, að þau uppfylli ströngustu kröfur okkar tíma, um vinnutilhögun og geymslu aflans- Geri þau það ekki strax við afhenclingu, þá geta breytingar sem síðar yrði að gera, orðið dýrar í framkvæmd. Það veltur því á miklu að menn séu hafðir með í ráðum sem þekkja fullkomnasta búnað um borð í slíku skipi. Ég hef heyrt að Vest- firðingamir sem eru að Iáta smíða hina minni gerð af skuttogurum í Noregi, hafi farið norður til Hammerfest til að sjá með eigin augum hvernig „Findus" léti búa sín skip og að þeir hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að þannig vildu þeir líka láta útbúa hin nýju skip í hendur vestfirzkra sjó- rpanna. En nýju Findustogararnir eru mjög vel úr garði gerðir, hvað alla vinnutilhögun áhrærir og .allt. þrauthugsað og skipulagt um leið og skipið er teiknað. Fiskilestar þessara skipa eru inn- réttaðar fyrir kassafisk. ísfram- leiðsla er um borð í skipunutryog öllu vel fyrir komið. Þannig flyt- ur þrýstiloft ísinn í gegnum slöngu í fiskilestina og maðurinn sem ísar í kassana þrýstir á hnapp um Ieið og hann beinir slöngu- stútnum að fiskikassanum. Köss- unum með ísaða fiskinum er staflað á fleka og flekinn fylgir kassastaflanum inn í kæligeymsl- una í landi en nýjir flekar eru settir um borð í skipið þegar það losar farminn. Ötrúlegt Ætla allir þeir sem nú láta smíða skuttogara fyrir íslendinga, að búa þá þannig? Ekki er sagt svo. Það hefur t. d. heyrzt að stóru skuttogararnir sem verið er iað smíða á Spáni verði innréttaðir þannig í fiskilest, að stærri hluti lestarinnar verði með gamla stíu- og hillufyrirkomulaginu, fen minni hlutinn verði fyrir kassa. Þetta er harla ótrúlegt, en mun þó vera satt. Með hillufyrirkomulaginu er ekki hægt að koma við nútíma vinnubrögðum í lestinni eins og þau geta verið bezt og fullkomn- ust og sarna gildir um uppskip- unina. Þetta var niðurstaða sér- fræðinganna þegar fjallað var um innréttingu Findustogaranna og hún endanlega ákveðin. Láta menn hér á íslandi brjóstvit sitt ráða einsamalt í þessum efn- um, þó það stangist á við nútíma verkþekkingu? Þegar við leggjum sém þjóð, fram mikið fjármagn til endurnýjunar á okkar stórvirk- ustu framleiðslutækjum, togur- unum, þá er það skylda okkar að gera þá þannig úr garði, að vinna öll um borð verði sem auð- veldust og að aflinn haldi verð- gildi sínu yfir hæfilega langa veiðiferð. Þetta hvorutveggja verður að mínum dómi aðeins tryggt með því, að búa nýju tog- arana strax þannig, eins og þær þjóðir gera, sem lengst em komn- ar í verktækni á hafinu. Annað er okkur ekki samboðið sem mik- illi fiskveiðibjóð. Við verðum að taka óhikað í þjónustu okkar, nvi- ustu og beztu verktækni við físk- veiðar og vinnslu aflans. Þó stíufyrirkomulag í Iestum gömlu síðutogaranna þætti einu sinni gott, þá fullnægir það ekki lengur þeim kröfum sem gerðar eru nú til slíkra skipa. Það er vinnufrekt, en uppfyllir þó ekki lengur það sem er aðalatriði máls- ins, að vera bezta geymsluaðferð fyrir ísfisk. Kassarnir hafa nú tekið við því hlutverki, sem sundurhólfaðar stíur höfðu áður. Laus ísfiskur í stíum léttist Qg rýrnar talsvert meira, meðan á veiðiferð stendur, heldur en sams- konar ísfiskur geymdur í kössum. Þetta getur orðið stórt atriði í út- gerðarsögunni um góða eða slæma afkomu. Svo þegar kemur að uppskipuninni þá verður mun- urinn margfaldur kössunum í vil. Það er ekki bara að uppskipun á ísfiski í kössum sem staflað er á fleka, taki skemri tíma, heldur þarfnast líka slík uppskipun minni mannafla og verður þar af leiðandi ódýrari. En með þessu er þó ekki öll sagan sögð, því Iaus fiskur, sem fyrst er kastað upp í mál í lestinni og síðan sturtað niður á bílpall og að end- ingu sturtað af bílpallinum nið- ur á steingóif í fiskmóttöku, reynist ekki sambærilegt hrá- efni í góðri nýtingu í frystihúsi móti ísfiski sem legið hefur hreyfingarlaus í kössum, frá því hann var ísaður um borð og þangað til hann er tekinn í flök- un í frystihúsi. Það er þetta sem er nauðsynlegast af öllu að menn geti skilið, nú þegar endurnýjun togaraflotans stendur fyrir dyrum. Sjálfskaparvíti Að ætla sér að flytja gamalt og úrelt fyrirkomulag um geymslu á fiskinum og uppskipun um borð í nýju skipin, það væri slæmt sjálfskaparvíti og dauða- synd gagnvart endurnýjun flotans. Það var býsna lærdómsríkt fyrir mig, þegar ég kom um borð í togarann Tryggve Larsen í Tromsd í Noregi að beiðni út- gerðarmannsins. Þetta skip hét áður Pémr Halldórsson eftir hin- um virðulega fyrrverandi borgar stjóra Reykjavíkur. Á skipinu hafði aðeins verið gerð ein breyt- ing og hún sneri að geymslu afl- ans og uppskipun. Skipið hafði farið í klössun í Noregi en var með olíukynni mönnunum þótti afgerandi um, hvort það borgaði sig að gera það út, var ekki ný vél í skip- ið, heldur breyting á fiski- lestinni fyrir fiskikassa og stækk- un á Iúgum vegna uppskipunar aflans í kössúm. Eftir þessa breyt- ingu borgaði sig að gera togarann Pétur Halldórsson út á ísfiskveið- ar, þó útgerðarmaðurinn yrði að selja aflann til vinnslu, en æni ekki frystihús til að vinna hann í. Hinsvegar taldi útgerðarmaður skipsins það útilokað, að hægt hefði veriÖ að gera skipið út í Noregi með áframhaldandi gamla fyrirkomulaginu í' fisklestinni. Rekstur á nútímavísu Áður hafði ég lagt þá spurn- ingu fyrir Alfon Kræmer í Troms0 sem ræður stærsta fisk- iðjuveri Noregs sem er í ein- staklingseign, eða eign einnar fjölskyldu, hvort mikill munur væri á því, að fá fiskinn { köss- um, heldur en eins og áður var, að fá hann lausan úr fiskstíum. Svar þessa manns var á þá leið. að hann gæti ekki hugsað sér að reka fiskiðjuver á nútíma vísu, með gamla fyrirkomulaginu í fisklestunum, hjá skipunum sem öfluðu vinnslu hráefnisins. Ég veit ekki hvort margir fslnding- ar kannast við Alfon Kræmer, en meðal fiskframleiðenda t Noregi er næcianlegt að nefna nafn hans. svo öll fyrirgreiðsla standi til boða. Ég efast heldur ekki um, að bessi maður viti af reynslunni hvað hann er að segja. enda er fvrirtæki bans stórt í sniðum og blómlegt. Ég vil að við tökum reynslu slíkra manna til greina og lærum af henni. Athugið að aukaferð verður með M.s. GULLFOSSI'til Færeyja 24. mai n.k. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Bezta geymsluaðferð gufuyéiinni eftir þá „Wösstin. Sú^ breyting á skipinu sem Norð- ' \ wm§m§, mmm Ílllililpli iSgsÉií ...... lÉÍÍl .. ... - ■ Wh ' ' ^ , h A Slysatrygging Sjóvá greiðir bætur við dauða af slysföruni, vegna varanlegrar örorku og vikuleg-ar bætur, þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss. Slysatrygging Sjóvá er liagkvæm og ódýr. Dænii um iðgjöld: Starf Dánarbætur Örorkubætur Dagp. á viku Ársiðgjald Skrifstofumaður 500.000. — 500.000. — 2.500. — 1.500. — Sölumaður 500.000. — 500.000. — 2.500. — 2.000. — Prentari 500.000. — 500.000. — 2.500. — 2.535.— Trésmiður 500.000. — 500.000. — 2.500. — 4.355. — Aðrar vátryggingarupphæðir eru að sj álfsögðu fáanlegar. Leitið nánari upplýsinga í aðalskrifstofunni eða hjá næsta umboðsmanni. SJÓVATRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS ? INGÓLFSSTRÆTI 5 — REYKJAVÍK — SÍMI 11700 Slysatrygging SJOVA Tryggir yður allan sólarhrínginn Við vinnu - í frítíma - á ferðalögum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.