Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.03.1972, Blaðsíða 2
^ SlÐA — ÞJÖÐVTLJTIsrN — Sttnnudagur 12. marz 1972. SIMRAD Vér viljum hér vekja athygli á þeirri staðreynd, að SIMRAD hefur nú á boðstólum fullkomn- ustu fiskileitartæki fyrir botnleitun sem nú er völ á. — Ef um togskip er að ræða, saman stendur þessi útbúnaður af mælitækjaeiningunni EK 38 og EK 50 með myndlampa og minn- isheila. Greiningarhæfni þessara tækja er ævintýri líkust, og þau skapa einnig þann mögu- leika sem áður hefur lítið verið hugsað um, að staðsetja fiskinn stjórnborðs — bakborðs eða þar á milli. Þetta er mjög mikilvægt eins og allir skipstjórar, sem unnið hafa með botnvörpu, þekkja. Þeir geta fengið ágæta lóðningu, en engan fisk í vörpuna. Ef hægt er að staðsetja fiskinn um leið og skipið er að toga, gefur það möguleika til að beygja í annað hvort borðið þar sem mælitækið sýnir að fiskurinn heldur sig. önnur stór nýjung frá SIMRAD er Flot- og Botnvörpuauga án kapals, sem nú þegar gefur möguleika á upplýsingum um í hvaða ástandi varpan er í 1000 m fjarlægð frá skipinu. Með þessu tæki er einnig hægt að fylgjast með þeim fiski, sem fer í vörpuna, og þar með eru upplýsingar um hvað langan tíma varpan þarf að vera í gangi hverju sinni. MIÐUNARSTÖÐVAR TERMA-RADAR />• »ry H.n DÝPTARMÆLAPAPPlR RAKUR ÞURR OG ÖLL ÞESSI MERKI ERU I FREMSTU RÖÐ AÐALUMBOb: FRiÐRIK A. JÓNSSON BRÆÐRABORGARSTlG 1 SlMAR 14340 OG 14135 Úr pökkunarsalnum. A&nes Ásta verkstjóri er til hægri. sneri ég mér að Sveinbirni. — Það virðisc vera nóg vinna hjá þér, þó bárunum hafi ekki gengið vel það sem af er vertíð- inni? — Já, svaraði Sveinbjörn, það hefur alltaf verið 10 tíma vinna á dag, frá áramótum, og þann tíma sem vinnan féll niður við fiskinn vegna breytinganna unnu flestir karlmennirnir við þær. En þegar fiskiríið fer að glæð- ast verður allt vitlaust héfna. — Hvað eru margir í vinnu hjá þér? — Það eru 50—60 manns a vertíðinni, en á surnxin erum við mikið í humarvinnslu, og þá hef ég um 80 manns í vinnu. Hefur góð áhrif á sálina Næst sneri ég mér að Agnesi Ástu og spurði hana hvaða áhrif þetta nýja umhverfi hafi á starfs- fólkið. — Þetta hefur mjög góð áhrif á sálina, svaraði hún, fólkinu líð- ur miklu betur að vinna í svona björtum og hreinum húsakynnum — það verður léttara yfir því. — Hefur þetta haft áhrif á afköstin? — Ég veit það ekki ennþá, það er svo stutt síðan þessu var breytt, — vinnslukerfið breyttist allt saman, og við þurftum að byrja á því að venjast þessari nýju til- högun. En afköstin aukast jafnt og þétt, dag frá degi, og það kæmi mér ekki á óvart þó á end- anum náist meiri afköst en nokkru sinni fyrr. Sveinbjörn yfirgaf okkur nú, enda var hann búinn að lýsa því yfir áður, að hann væri ekki mik- ið gefinn fyrir að láta á sér bera og vísaði mér á Gunnar son sinn um frekari upplýsingar. Ég sneri mér þá að Gunnari og vildi fá að vita eitthvað meira um reksturinn, t. d. hváð frysti- húsið afkastaði miklu á dag. 30% afkastaaukning — Afkastamöguleikarnir eru svona 30—35 tonn á dag, svaraði Gunnar, og þeir eru um 30% meiri en var í fyrra, en þá var útflutningsverðmætið tæplega 100 miljónir. Fyrir utan fiskinn erum við með söltun í Sandgerði, hélt Gunnar áfram. Við byrjuðum á söltuninni í fyrra og erum með fullkomnar vélar, sem geta af- kastað 6—7 tonnum á klukku- tíma. Sala á saltfiski hefur verið mjög góð undanfarið, við höfum selt til Ítalíu, Spánar og Portúgal, en lélegri flokkarnir hafa verið fluttir þurrkaðir til Brasilíu, aðal- lega í sambandi við fösturnar. — Á vorin er hengd upp góð skreið fyrir Ítalíumarkað, annars er skreiðarútflutningur úr sögunni, eins og menn vita. — Og segðu mér svo að lolcum, Gunnar, nú eru ákaflega slæm hafnarskilyrði hér, hvaða hátt haf- ið þið á við að afla yklcur hrá- efnis? — Við gerum samninga við nokkra báta um að veiða fyrir okkur á vertíðunum, og sækjum svo fiskinn þangað sem þeir landa, til Keflavíkur, Grindavík- ur, í Sandgerði, og jafnvel til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Ég yfirgef litla og snotra frystj- húsið, þar sem þegar er Iokið við þær breytingar sem frystihúsaelg- endur á íslandi eiga að hafa lokið fyrir árslok 1973 — °E árangur- inn er ánægðara starfslið, vaxandi afköst og betri vara. — Þorri. LÓRANMÚTTÖKUTÆKI VIÐGERÐIR TIL ALLRA VERKA Á SJÓ OG LANDI. Sjóklæðagerðin hf. Skúlagötu 51 — Símar: 14085 — 12063 DAGLEGA r I LEÍÐINNI BókabúB KeHavikur LITIÐ INN Framhald af 1. siðu. Það eru átta ár síðan Svein- björn í Kothúsum reisti frystihús- ið sitt í Garðinum, og nú er það líklega glæsilegasta frystihúsið á landinu — þó ekki sé það kannski stærst. Um miðjan febrúar var lokið að gera á því ýmsar end- urbætur, sem var unnið að frá því 15. desember, og eftir þær endur- bætur stenzt þetta frystihús ýtr- ustu kröfur sem gerðar eru um hreinlæti og snyrtimennsku í frystihúsum með tiUiti til sölu á erlenda markaði. Ég skoðaði frystihúsið u. þ. b. viku eftir að vinna hófst þar aftur eftir breytingarnar. Fyrstu áhrifin sem ókunnugur verður fyrir þeg- ar gengið er inn í bygginguna eru ekkert lík þeim áhrifum sem maður verður fyrir í frystihúsum yfirleitt. Ég kom að vísu fyrst inn í þann hluta byggingarinnar þar sem skrifstofan er, eldhúsið og tvö af herbergjum þeim sem ætl- uð eru aðkomufólki. Þarna var allt teppalagt, eins og á heimili, og það kom mér á óvarc þegar ég uppgötvaði að í gegnum einar dyrnar lá Ieiðin fyrst að kaffi- stofum — önnur þeirra eins og fínasta stássborðstofa í lúxus- einkavillu — en síðan beint inn í pökkunarsalinn í frystihúsinu. Þar voru fyrir, auk kvennanna sem stóðu við að pakka fiskinum, Sveinbjörn Árnason sjálfur, Gunnar sonur hans, sem sér um daglegan rekstur frystihússins, og verkstjórinn í salnum, Agnes Ásta Guðmundsdóttir. Panel og postulínsflísar En áður en lengra er haldið get ég ekki staðizt að lýsa því umhverfi sem við blasir þegar komið er inní pökkunarsalinn í frystihúsinu hans Sveinbjörns í Kotgörðum. Fyrst dregst athyglin að pökkunarsalnum sjálfum, skín- andi hvítum, flísalögðum í veggi og gólf, en loftið klætt ljósum panel. Síðan beinist athyglin að vegg sem er hálfur úr gleri, og handan glersins er móttakan, jafn skínandi hvít og fiísalögð, meira að segja þrærnar eru fiísalagðar — og allt þetta minnir frekar á skurðstofu á sjúkrahúsi en frysti- húsi. Þegar ég var búinn að horfa nægju mína á dýrðina og bera hana saman við þau frystihús sem ég þekki önnur af eigin raun,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.