Þjóðviljinn - 23.03.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1972, Blaðsíða 4
I 4 SÍÐA — ÞJÖÐVUJIíNN — Fmwntudiaigur 23. mairz 1972. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsls — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00. Tímarnir hafa breytzt J^inar Ágústsson, utanríkisráðherra, sagði í um- ræðum um utanríkismál á alþingi í fyrradag, að afstaðan til hersins hefði breytzt á undanförn- um árum, að nú segir enginn að við eigum ekki að losa okkur við band'atríska herinn. Eigum við ekki að sameinast um að losna við herinn á kjör- tímabilinu, spurði utanríkisráðherra og sagði enn- fremur að ef einhverjir vildu losna við herinn fyrr, verði vafalausf hægt að ná um það sam- komulagi. Það er rétt hjá ráðherranum að ekki einu sinni talsmenn Sjálfstæðisflokksins halda því fram að það sé æskilegf að hafa herinn í land- inu. Geir Hallgrímsson sagði á alþingi í fyrra- dag, samkvæmt frásögn Morgunblaðsins, að Sjálf- stæðismenn telji asskilegast að hér dvelji ekki erlendur her. Þannig er augljóst að stefna ríkis- stjómarinnar í herstöðvamálinu er að vinna auk- inn hljómgrunn og stjórnarandstaðan er á und- anhaldi og haldi ríkisstjómin vasklega á þessu máli mun stjómarandstaðan gefa sig á andstöðu sinni. Eða hvaða íslenzkur stjómmálamaður vill stuðla að því að sagan bóki andstöð.u hans við brottfluning erlends herliðs frá íslandi? Fullyrða má að þegar herinn er farinn úr landinu muni enginn íslenzkur alþingismaður óska eftir því að erlent herlið kamið aftur inn í landið. — Eða hvað? J^annig hafa tímamir breytzt á undanförnum tveimur áratugum. Það hefur raunar allan fitímann verið vitað að þorri þjóðrinnar hefur verið andvígur hersetunni, en nú orðið vill enginn stjómmálamaður á íslandi lýsa því yfir að hann telji dvöl erlends herliðs í landinu skilyrðislaust æskilega. Vonia um friB ^ síðasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gengu atkvæði um tillö,gu Ceylons um firiðlýs- ingu Indlandshafsins. Þessi 'tillaga var samþykkt samhljóða, en stórveldin, Bandaríkin og Sovétrík- in, höfðu samstöðu um að skipa fylgiríkjunn sín- um hjásetu. Öll Varsjárbandalagsríkin nema Rúm- enía sátu hiá við atkvæðagreiðsluna, öll NATO- ríkin nema ísland sátu og hjá. ísland og Rúmenía greiddu atkvæði með tillögunni ásamt fjórum Evrópuríkjum: Möltu. Kýpur, Júgóslavíu og Sví- þióð Þessi skipting við atkvæðagreiðslu segir sína sögu og íslendin.gum er sómi að því að vera á þennan hátt að brjótast úr viðjum hins kalda stríðs og úr greipum hernaðaryfirgangs. Malta, Kýpur og fsland eiga lítið eða ekkert annað sam- eiginlegt en að allt eru betta evríki. Júgóslavía og Svíþjóð eru hlutlaus ríki f Evrópu. ísland og Rúmenía eiga það sameiginlegt, að þau eru bæði aðilar að hemaðarbandalagi. en þau sýna engu að síður þá reisn að rísa upp gegn „sameinuðu hernaðarbandalögunum“ eins og Stefán Jónsson orðaði það við umræður um utanríkismál á alþingi í fyrradag. Sjálfstæðisviðleitni smáþjóða er sú von sem mannkynið á bjartasta um frið. L ÝST EFTIR SÖNNUNUM Blöð stjómarandstæðinga halda áfiraim persóniulegum á- rósuim á Jónas Ámason vegna Bretlandsferðar hans, og hafa þó til þess ekkert nema dylgj- ur og órölístuddar fullyrðing- ar. Síðast í fyrradag segir rit- stjóri Alþýðublaðsins þetta m.a. í lanigri níðgrein um Jón- as: „Sá ótti, sem menin létu í ljós áðuir en Jónas fór sína síðustu för um að hann mundi ekki valda svo vandasömu verkeÆni hefur reynzt á rök- uan reistur" Þarna er ritstjórinn að sjálfsögðu að vitna til hins hlálega upphlaups þeirra Gylfa og Jóhanns Hafstein utan dagskrár á Ailþimgi. Fuill- yrðingu hans verður bezt svarað með þvi að vitna i ummæli brezkra aðila. Eims og Lúðvík Jósepsson sagði á blaðamannafundimum 1 fyrra- dag hafa ráðherranum borizt ailmörg bréf frá slíkuim að- ilum. I bréfi frá Ted Willis segir meðal annars: ,,Fyrst vil ég segja yður, að framkoma Jónasar Árnason- ar hér og samskipti hans við fréttamenn og almenning og þingmenn hafa haft ómetan- legt gildi. Það væri of mildð að segja, að nú hefði ástand- ið gjörbreytzt, en hitt er 6- hætt að fullyrða, að nú er vaknaður skilningur á mál- stað Islands og skapazt hefur ágætt tækifæri til að auka þennan skilning til muna. Þetta er að mestu leyti Jén- asi Arnasyni að þakka". 1 bréfi frá íslenzfca konsúln- um í Hull, Henry Mapple- beck, segir m.a.: „Leyfið mér að tjá yður þá skoðun mína að Jónas Árna- som hefur reynzt frábær full- trúi fyrir ráðuneyti yðar. Við- felldín framkoma hans og festa í málflutningi hefur gert honum klcift að gera öllum viðkomandi aðilum glögga greín fyrir stoðu ríkisstjórn- ar yðar í Iandhelgismálinu“. Eins og í>jóðviljinn hefur begar skýrt. frá sagði m.a. í langrj grein um Jónas í að- alblaði Hulll ..Daily Mail“: ..Hvort sem hað var af ráðn- um hug, eða af tilvíliun hefði íslenzka stjóriiin ekki getað sent betri sendimann til að ræða við brezka þíngmenn og kyn.na sér almenningsálitið í beocn land>“- Hér með er skorað á rit- stjóra Alþýðublaðsins að hætta nú dylgjum en koma þess í stað með sannanir sem gert gætu ómerk ofanriuð ummæli Notar launafólk ekki rétt sinn? Eða liggja atvinnurekendur með birgðir af orlofsmerkjum Á fundi sameinaðs þings á þriðjudaginn bar Bjarnfríður Leósdóttir fram þá fyrirspum tit félagsmálaráðhierfa, hvort hjá Póstþjónustunni iægi and- virði scldra orlofsmerkja, sem launþegar hefðu ekki innleyst, og ef svo væri, hversu mikið fé væri þar um að ræða. — í svari ráðherra kom fram að andvirði óinnleystra merkja næmi um 91 milj. kr, Sagðist Bjamfríður ver,a með þessari spuimingiu að leita svara við því hvemig fram- kvæmd orlofsilaganna væri í reyind. hvort verkiafólk gætti réttar síns í þessum efnium. og ef sú væri raunin að póstetjóm- in þyrfti ekki að endiurgreiða öll þaiu orlofsmerkd, sem hún seldi. hvort það fé rynni sjálf- krafa til ríkissjóðs. Sagði Bjamfríður, að ef þama væri um talsverða upphæð að ræÖa, vaknaði sú spuming hivort ráð- herra gæti ekki með regliuigerð séð svo um að Orlofssjóður verkalýðsfélaganna eða Alþýðu- sambandið fengju þetta fé til ráSstöfunar. Minnti Bjamfríður á að verka- lýðshreyfingin gæti með góðu móti hagnýtt sér þetta fé. bæði með því að byggja” upp staði til orlofsdvalar fyrir félags- menn sfna og til menningar- og fræðslustarfsemi f Ölfuisborg- um ætti að risa menningarmið- Stöð verkalýðshreyfingarinnar. og það væri sitt álit. að þvi or- lofsfé, sem ekki væri innleyst, yrði ekki betur varið en til uppbyggingar orlofs- og menn- inearmiðstöðva fyrir alþýðu. Hannibal Valdjmar^son, fé- lagsmálaráðberra. sagði að hjá Póststióminni hefði ógreitf or- lofsfé numið 91 miljón kr. 1. des. sl. f þeirri fjárhæð væri andvirði seidra orlofsmerkj a frá 15. inaií 1971. Astæðumar fyrir því, að þesisar effirstöðvar væru fyrir hendl ho'á Póststjóminni mætti skýra með tyennu f fyrista lagi því að atvinnurekendur keyptu merki umfram það sem þeir þyrftu á að balda og lægju því með einhverjar birgðir. _ Þetta væri ógerlegt að áætla f öðru lagi myndu einhver brögð að því að orlofsþegar glötuðu ein- hverju af þeini merkjum. sem þeir fengju afhené. Þennan hluta væri einnig erfitt að á- ætla. — Sagði Hannibal að í undirbúningi væri að taka upp nýtt kerfi í þessum efnum frá 1. maí 1973 þar sem ekki yrðu notuð orlofs-merki. Kæmi þá í ljós bivert væri andvirði beirra merkja sem briá Póst- stíóminni lægju. Bjamfrfður þakkaði ráðherra svörin og sagði. að þau stað- festu þann grun sinn, að fram- kvæmd þessara mála væri á ýmsan hátt ábótavant og til tjóns fyrir launbega. Þetta sýndi raunar einnig að mikið skorti á a*ð launþegar vissu um og kynnu að notfæra sér þau réttindi, sem þeir nytu í þjóðtfiélaigimu. HEILSURÆKTM The Health Cultivation flytur f Glæsibæ, Álfheinrmm 74, 1. apríl. Bætt aðstaða — meiri fjöl'breytni. Innrituin er hafin að Ármúla 32, 3. hæð. Nánari upplýsingar í sáma 83295. H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur H.f. Eiirtstkipafélags fslands verður haMinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, þriðjudaginn 16. maí 1972, kl. 13,30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur til breytjnga á samiþykktum félags- ins. samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram). 3. ö'miir mál, löglega upp borin. Aðgönjgumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnuTn hluthafa á skrífstöfu félagsins Reykjavík 10.—12. maí. Reykjavík, 22. marz 1972. Stjórnin. Laus staða Við tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keld- um er laus staða sérfræðimgs, sem ætlað er að.amj- ast rannsóknir á snefilefnum og mikilvægi þeirra fyriir heilbrigði búfjár. Umsækjendur burfa að hafa lokið háskólaprófi í efnafræði, en til greina koma einnig dýralæknar eða læknar með sértneryntun í efnafræði. Laun samkvæmt launakerfi stairfemanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um vís- indastörf, svo og eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum. prentuðum og óprentuðum, sendist menntamólaráðuneytinu, Hverfisigötu 6, Reykjavík, fyrir 1. maí 1972. Menntamálaráðuneytið, 21. marz 1972. Læknisstaða Staða sérfræðings i lungnasjúkdómum við Vífils- staði er laus til u'msóknar. Laun samkvæmt k’jara- samningum Læknafélags Reykjavíkur og stjóm- amefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aMur, námsferil og fyrri störf sendist stjómamefnd ríkisspítalanna, Eirí'ksigötu 5, fyrir 24. apríl n.k. Reykjavík, 22. marz 1972. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hóskóli ísiands óskar að ráða stúlku til starfa við síma- skiptiborð Háskólans. Nokkur málakunn- átta nauðsynleg. Laun samkvæmt launa- kerfi opinberra starfsmanna. UUmsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu háskólaritara fyrir 5. apríl næstkomandi. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.