Þjóðviljinn - 17.05.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.05.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. mai 1972 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA J J Pólitískt hlaup nak- innar stúlku Þeir sem í einlægni ganga fram í stanglainda í öörum löndum gera það sundum sér til skemmtunar að leggja fyrir lesendur að búa til skopstæl- imgar á mismunandi textum. Við vitum til að mynda, að póilitískir fLokkar hjá Engil- söxum iðka það mjög í kosn- ingabaróttu að búa til stuttar auglýsingakvikmyndir um sjálfa sig. Vandinn er bara sá að samræma þarfir hins póli- tíska áróðurs og tryggingu fyrir því, að áhorfendur sjón- varpssöðva skrúfi ekki fyrir þegar kosni-ngamasíknan byrj- ar að malla. Hér fer á eftir tillaga eins ensks samherja Stangls um handrit að stuttri pólitískri auglýsinigamynd fyrir sjón- varp: Þú sérð þesisa alsberu stúiku, sem hleypur eins hratt og hún getur. Það sem að henni amar er það, að hún þjáist af þeirri óðaverðbólgu, sem neyðir hana til að hlaupa hraðar og hraðar til að geta fylgzt með sívaxandi fram- færslukostnaði undir þeirri eyðsiustjórn, sem nú situr og aldrei skyldi verið hafa. Þegar við færum vísa tím- anis aftur á bak yfir árin, þá munt þú sjá, að stúikan hæg- ir smátt og smátt á sór eftir því sem við nálgumst þá sælu daga, þegar við vorum við völd. Þar sem stúlkan er mjög fríð. þá er ég viss um að það borgar sig fyrir þig að staldra við, og ef þú vilt fá aftur þessa góðu daga, þegar stúlkur voru stúlkur og pund- ið í vasa þínum var ef eklö punds virði þá að minmsta kosti 15 shillinga, þá skaltu kjósa okkur! Sjáðu, þarna nemur hún staðar, hún er aölaðandi eins og stefinuskrá okkar, og þær hafa margt upp á að bjóða — báðar. ÆÐRI VlSINDI. Sú trú hefur verið hrakin, og staðreyndin er sú. að á- fengi framkallar timburmenn ef nógu mikið af bví kemst út í blóðið. Grcin í Mogganum. mAlvísindi. Leiðréttið setningxma: Naut- ið og kýrin er í haganum. Svar: Kýrin og nautið er í haganum. Kvenfólkið kemur fjU'Sit.' ★ Gerðu gredn fyrir nafnorð- inu buxur. Buxur eru óvenjuleigt orð, því að það er í eintölu að of- an og fleirtölu að neðan. Cr prófum. JEAN BOLINDER: OG AÐ ÞÉR LÁTNUM... ar garnlar konur. Ef eitthvað illt bjó undir. Hún gekk á undan mér imn gegnum anddyri og inn í eld- húsið, þar sem systir hennar sat að snasðingi. Eins og Walde- mar hefði sagt mér vissi glugg- inn út að götunni og húsinu hans. — Og nú sfculum við óska til hamingju elskulegasta afa í heiminum, honum Edvin Karls- son á Smiðjubakka, sagði kven- rödd í útvarpinu. — Hann hefur þrælað í skóginum alla sína ævi, en nú er hann orðinn sjö- tugur og lifir góðu lífi á elli- heimilinu í Smiðjubakka, skrif- ar dóttirin Ingrid og Sture mað- ur hennar, og stundum fær hann sér snúning með einhverri af starfstúlkunum, þegar eitthvað fjörugt er leikið í útvarpinu. Jæja, Edvin afi, nú er tími til kominin að bukta sig og bjóða upp, því að hér kemur Niður Avestafossins! Avestafossinn niðaði í útvarp- inu. Trúlega hefur hann átt að veita gleði og ánægju þjóð á hvíldardegi, en hanin hefði þver- öfug áhrif á mig. Allt mánnti of mifcið á þennan örlagarríija sunnudag sem Waldemar hafði sagt mér frá. Gömlu konunmnar að borða hádegisverðinn, „Höld- um það hátíðlegt" í útvarpinu og beint á móti var húsið, þar sem Katrin hafði dáið. Næstum hátft ár var liðið og snjórinn var bráðnaður fyrir löngu, en morðingi Katrínar gekk ennþá laus, grunaður eða ekki. Það var vegna þessa sem ég var hingað komin, — til þess að gera mitt til þess að sú persóna fengi dóm stan og refsingu. Það var ömurlegt verkefni og ég dauðsá eftár því rétt einu sinni að hafa flækt mér í þetta. EUefti kafli Stefansson systurnar voru til allrar hamingju langt komnar með máltíð sína og ætluðu að fá sér kaffibolla á eftir. Þær buðu mér kaiffi líloa, hvort sem það var af einskærri gestrisni eða til að geta haft gætur á gestinum. Kaffið var nýlagað og sterkt og það gerði sitt tll að stappa f mig stálinu. en feimni og ö’ryggisáeysi höfðu næstum verið búin að ná algerum tök- um á mér. Það var Tilda Stefansson sem hafði opnað fyrir mér. Ella var bústnari og hæglátari ,en var þó með sömu brúnu augun, og rann- sóknaraugnaróðið. Ég undraðist ekki vituind að systurnar slcyldu vera ógiftar, það væri leitun á karlmanni sem þyldi þvílíktrönt- genaugnaráð og þær virtust hafa. Þær virtust lesa fólk niður í kjölinn og greina á sviipstundu alla uppgerð og gervimeonsku. Btaðamaðurinn frá Vestumsitrand- artíðindunum sálugu hafði innst inní hugboð um að þær hefðu ekki gleypt frásögn hans öld- nngis hráa. og stóra rnunna, sem virtust henta betur til að brosa og hlæja en rífast og skammast. Þær virtust athugular og eftirtektar- samar en líka jákvæðar og vel- viljaöar. Tilda var krvikari. Hiín var á þönum, sótti kaffið, hvarf upp á efri hæðina með te handa þriðju systurinni, Agnesi. Elle sat róleg hjá glugganum og lét uppvarta sig. Það var svo sem auðiskilið hvers vegna önnur systirin var feitari en hin. Þegar Tilda var búin að sjá um allt þetta, settist hún aftur við borðið og leit á mig hvatn- ingaraugum. Ég tók hikandi upp blokkina mína og pennann. Hvemig átti ég að byrja? Tilda tók af mér ómakið. — Eruð þér búnar að tala við herra Kowalewski? spurði hún. — Jó. ég er búin að því, sagði j ég og reyndi að sýnast dugleg j og athafnasöm. — Ég lét það auövitað verða mitt fyrsta vesrk. Nú langar mig til að heyra; útgáfu ykkar á því sem gerðist þennan sunnudag... sjáum nú til, hinm 7. marz í ár. — Jú. sagði Ella, við... — Við voivum að borða há- degisverð, greip Tilda fram í og i lét engum líðast að taka af sér j orðið. — Það var kalt í veðri j og allt á kafi í snjó. Ég hafði j farið út að moka um morgum-1 inn en herra Kowlewská í húsinm ó móti hafði ekki hirt ^ um að taka eina einustu skóflu- - stuingu. Það var varla hægt að ; ganga um stéttina hjá honum. i Það er lagaskylda að moka j snjó af gamgstéttinni, saigði Ella, 1 sem leit þó ekki út fyrir að hafa nokkum tíma sinnt þeirri skyldu. — Garðurinn hamis var allur á kafi í snjó og við sátum ein- mitt og vorum að tala um að hann myndi fenna inmá að lokum, ef hann gerði ekkert í málimu. Um leið voru útidymar hans opnaðar í ofboði og hann kom æðamdi. Snj'órinn feyktist í all- ar áttir. — Um hvaða leyti var það? greip ég fram í til að virðast dálítið fasrleg. — Það veit ég, sagði Ella i sigri hrósandi. — „Hölduim það hátíðlegt" var nýbyrjað og það byrjar fimm mínútur yfir tólf. — Nýbyrjað segið þér spurðá ég og þóttist viss um að Mc- Oharty og rannsáknarrétturimm hefðu misst góðan liðsmann í mér. — Fyrir fimm mínútum, tíu mínútum, kortéri? — Nei. neá, sagði Ella. — Það voru í mesta lagi þrjór, fjórar mínútur. — Við sáum strax að eitthvað hafði komið fyrir, útsikýrði Tilda. — Hann var reiðilegur. Nú hefur hann verið að rífast við litlu fróna, sagði óg við systur mína. Og hún var sam- þykk því. — Samimólii, leiðrótti ELta sem virtist smámunasamari en útlit hennar gaf til kynna. — Hann æddl gegnum fcafsnjó- Það var ekki aðedns auigna- ráðið sem var líkt með þeim. Þær voru báðar með litla, bogna nefið, sem fór þó betur í grann- leitu andliti i Tildu en búlduleitu andliti Ellu. Hendur beggja voru grannar með bláuim æðum, þær vom með hvítt, stottklippt hór inn og útum hliðið, argur exns og býfluga, hélt Tilda áfram og virtist ekki gefa athuga- semdinni gaum — og síðan hvarf hann niður götuina. — Var þá nokkur á götunnl? skaut ég inn í. — Nei. Það kom blár bíll útvarpið Miðvikudagur 17. maí 1973. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgun- leikfiimi kl. 7.50. Fræðsiuiþátt- ur Tannlæknafétaigs íslands kl. 8.35: Loftux Ölafsson tann.læknir talar vum orsalcir tanniskemmda. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir lýkur lestri sög- unnar „Hér kemur Padding- ton“ eftir Michael Bond í þýðtagu Amar Snorrasonar (11). Tilíkynningar kl. 9.30. — Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Simon Preston og hljómsveit Yehudi Menuhins leika Orgel'konsert nr. 6 í B-dúr eftir Handel/Ásbjöm Hanslí baritónsöngvari og Norski einsöngvarakórinn syngja fjögur sálmalög eftir Grieg; Knut Nystedt stjóm- ar. Fréttir kl. 11.00. HEljóm- plötusafnið (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. — Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynndingar. — Tónleikar. 13.15 Við vinnuna: Tóiúeikar. 14.30 Síðdegissagan: „Flakkar- inn og trúboðinn‘‘ eftir Somerset Maugiham í þýð- inigu Ásmundar Jónssonar. — Jón Aðils leikari byrjar lest- urinn. 15.00 Fréttir. — Tilkynningar. Fræðsluibáttur Tannlæknafé- lags Islands (endurtekinn); Loftur Ólafsson talar um or- sakir tannskemmda. 15.20 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlisit. a. Sónatína fyrir píanó eftir Jón Þórarinsson. Kristtan . Gestsson leikur. b. Lö'g eftir Sigfús Halldórs- son. Sigurveia , synigur; böfundur leikur á píanó. c. „E1 Greco“. kvartett op. 64 nr. 3 eftir Jón Leifs — Kvartett Tónlistarskótains í Reykjavík leikur. d. Konsert fyrir hljómsveit eftir Jén Nordal. Sinfóniu- Proinnsias O’Duinn sfjómar. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: Jarðir á Islandi eftir Benedikt Gístason frá Hof- teigi. Ámi Benediktsson flyt- ur. 16.45 Lög leikin á fitautu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heim- ir Sveinsson tónskóld sér um þáttinn. 17.30 Nýþýtt efnd: „Fortíð í framtíð‘‘ eftir Elrik Danechen. Loftur Guðmundsson rithöf- undur les bókarkafla í eigin þýðingu (1). 18.00 Fréttir á enisku. 18.10 Tónleikar. — Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir — Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. — Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. sér um þáttinn. 19.35 íslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 20.00 Stundarbil. Freyr Þóx> arinsson kynrnir hljómsveit- ina Midnight Sun. 20.30 „Virkisvetur“ eftir Bjöm Th. Bjömsson. Endurflutn- ingur ellefta hluta. Steindór Hjörleifsson les og stjómar leikflutningi á saimtalsköflum sögunnar. 21.30 Þeir sem skapa bjóðar- auðinn Gunnar Valdimarsson fró Teigi flytur síðari frá- söguiþátt sinn um Austur- Skaftfellinga og vermienn á Höfn. 22.00 Fréttir. 22,15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Ólöf Jónisdóttir byrjar lestur siinn. 22.35 Norsk nútímatónlist. Guðmundur Jónsson píanó- leikari kynmir þrjú tónveiik. a. Concerto Grosso Norwe- gese op. IS .eftir Olav Kiol-. lamd. Fíiharmóníuhljómsveit- in í Osló leikur undir stjórn . höfundar. , b. ..Solitaire'*, eíéktrónískt verk eftir Arne Nordheim. c. „Sighvatur skáld“, verk fyrir einsöngvara og hljóm- sveit eftir David Monrad Johansen. Magnús Jónsson og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja; Bohdian Wodiczko stjórnar 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagsforárlok. sjónvarpiö Miðvikudagur 17. maí 1972. 18,00 Froskaprinsinn. Brezk æv- intýramynd um ungan kon- ungsson, sem verður fyrir þeirri óskemmtilegu lífs- reynslu að bonum er méð göldrum breytt í frosk og lagt svo á. að í þvi gervi verði hann að una. ef til viU um langa hríð. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 18,45 Slim John. Enskukennsla í sjónvarpi. 25. þáttur endur- tekinn. 19,00 HLÉ. 20,Oo Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20,30 Munir og minjar Kvöld- stund í Byggðasafni Vest- fjarða á ísafirði. Meðal ann- ars eru skoðaðir gamlir kven- búningar og ögurstofa. on lengst er staldráð við í sjó- minjadeild safnsdns. þar sem spjallað er við aldraðan sjó- mann Bæring Þorbjömsson. Umsjón Ólafur Ragnarsson. 20,50 The Hollies. Finnskur þáttur um hina vinsælu dans- hljómsveit The Hollies frá Liverpool. Rætt er við þá fólaga, og einnig leika þeir nokkur lög (Nordvision — Finnska sjónvnrpiði Þvðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Eltingáleikurinn (Kid Glove Killer) Bandarísk sakamálamynd frá árinu 1941. Leikstjóri Fred Zinne- mann. Aðalhlutverk Van Heflin, Marsha Hunt og Lee Bowman. Þýðandi Jón Thor Haraldssom. Borgarstjóri nokfcur ákveður að hreinsa bæ sinn af öllum undirheima- og glæpalýð. Dyggasti fylg- ismaður hans við það verk er vélmetinn lögfræðingur. En brótt fær ungur vísinda- maður, sem vinnur hjá lög- reglunni grun um, að lög- fræðingurinn gangi ekki að þessu verki af heilum huiga. 22,35 Dagskrárlok, VIPPU - BÍtSKÚRSHURÐIM Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smíðaðar eftir beiðn'u GLUGGASMIOJAN Slðumúja 12 - Slmi 38220

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.