Þjóðviljinn - 24.05.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJHSTN — Miðviíkudagur 24. maí 1972.
I
\
— Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson. Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00.
Fréttaflutningur Morgunblaðsins
Nixon i Moskvu
]Yixon er kominn til Moskvu, og það er augljóst að
gestur og gestgjafar leggja á það mikla áherzlu, að
heimsóknin sé hin þýðingarmesta. Það er talað um
það af sovézkri hálfu, að „miklar vonir” séu bundn-
ar við viðræðurnar, og Nixon talar um „upphaí
nýrra tíma í samskiptum þjóðanna". Og nú er kom-
ið að Kínverjum að bíta í það súra epli hjásetunnar:
frá Peking berast beiskar ásakanir um að Sovét-
menn og Bandaríkin vilji drottna yfir heiminum
öllum — þegar Nixon var í Peking töldu Moskvu-
blöð alveg víst að viðmælendur væru að reyna að
skipta með sér a. m. k. Asíu.
|?réttaskýrendum kemur mjög saman um það síð -
ustu daga, að allmiklar líkur séu á því að sam-
komulag náist í ýmsum greinum á fundum Nixons
og sovézkra ráðamanna. Og þá er ekki aðeins átt
við tiltölulega saklaus verkefni eins og samvinnu
um geimrannsóknir og baráttu gegn mengun eða
?á viðskipti, sem hafa verið furðu lítil milli stór-
veldanna tveggja. (Franska blaðið Le Monde lætur
sér meira að segja detta það í hug að Nixon biðji
sovézka um aðstoð við að bjarga peningakerfi Vest-
urlanda.) Frá Helsinki berast þær fréttir, að þar
hafi fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna lagt
nótt við dag til að reyna að hafa tilbúið áður en
Nixon fer frá Moskvu drög að samkomulagi um tak-
markanir á kjarnorku- og eldflaugavígbúnaði.
|Jm þessi atriði er lítil gagnrýni uppi höfð eins og
að líkum lætur; hins vegar undrast það margir
að stórauknar loftárásir og hafnbann á Norður-Víet-
nam skuli ekki hafa haft meiri áhrif á heimsókn
þessa en nú sýnist. Tilgátur hafa verið uppi um það,
að með nýjustu stigmögnun sinni hafi Bandaríkja-
menn látið sér detta í hug að þvinga fram þá stöðu,
að engin leið sýndist önnur fær en að Sovétmenn
gengju til eins konar stórveldasamkomulags um
Indókína — í blóra við þjóðir þess svæðis. En á
þeirri kenningu eru gloppur. Atferli Bandaríkjanna
getur allt eins orðið til að þvinga Sovétmenn og
Kínverja til samvinnu um aðstoð við Víetnam. Og
þar að auki hafa Sovétmenn allt frá því að Nixon
fór til Peking hamrað svo rækilega á aðdróttunum.
um að Maó formaður vildi semja við Nixon á kostu-
að Víetnama, að þeir hefðu engin efni á því að
hlaupa í það hlutverk sjálfir.
þeir Brezhnef og Nixon hafa að undanförnu talað
mikið um raunsæi og nauðsyn þess að viður-
kenna staðreyndir — þau orð munu vafalaust heyr-
ast oft endurtekin næstu daga. En það er líka stað-
reynd, að þegar fulltrúar voldugustu ríkja heims
koma saman til funda, þá grípur þá aðila nokkur
beygur sem minna eiga undir sér. Það er líka
staðreynd til að „viðurkenna”, enda þótt ekki sé í
.hverju tilviki ástæða til að hafa uppi fyrirframböf-
sýni um hlutskipti hinna smáu við samningaborð
þeirra stóru.
Framhald af 1. síðu.
áheyrn þingjhedms, nötrandi aí
heift og reiði: „Ég lýsi því yfir
hér og nú að hún (þ.e. frétitin)
er rétt í öllum atriðufn‘‘. Og í
lok reiðilesturs síns vitnaði rit-
stjiárinn aftur; „Ég endurtek að
í þessari frétt ér allt satt“.
Það vantaði sumsé bara heil-
aga ritnángu til þess að svar-
dagarnir væru fuilkomnir. Morg-
unblaðið og ritstjórar þess eru
bersýnilega ekki vandir að virð-
ingu sinni.
PrentviHur geta brengiað frá-
sögn hvaða blaðs sem er, og
'vissulega hendir það öll blöð að
skýra ransrt frá, vegna þess að
fullnægjandi vitneskju skortir.
Hvorugu þessu er þó til að
dreifa með frásögn Morgunblaðs-
ims. Hér er um að ræða vís-
vitandi og vandlega yfirveguð
ósannindi.
Það. skýrir kannski . dálítið við-
brögð Sjálfstæðisflokksins og
málgagns hans, að með afnámi
vísitölu á lánum Húsnæðiismála-
stjómar, eru núveranidi stjórn-
arflokkar að efna eitt af atriðum
stjórnarsáttmálans. Sjálfstæðis-
flokkurinn. þingmenin hans og
ritstjórar málgagns flokksans vita
vel, að með því að reyna að
koma í veg fyrir að þetta hags-
munamál altnennings næði fram
að ganga voru þeir að vinna
óvinsælt verk, ef upp kæmist
um loddaraleikinn bak við þá
sviðseitniingu, sem átti siér stað
í þessu máli. En andspænis
þeirri nauðsyn að reyna með
öllum tiltækum ráðum að grafa
undan og skapa vamtrú aimenin-
ings á núverandi ríkisstjóm, þá
skipta málefni almennings erngu
máli edns og húsniæðismál í
augum ráðamanna Sjálfstæðis-
flokksins, bar helgar tMgangur-
iinn meðalið.
Víetnam
Framhald af 1. síðu.
stæðingum sínuim við borgina
Hue. Þar geisuðu hairðir bardag-
ar um helgina, hinir mannskæð-
ustu sem orðið hafa síðan bar-
izt var í Quang Tri í byrjun
mánaðarins. Þjóðfrelsissveitimar
virðasf beina meginþunga sókn-
arinnar að stöðvum andstæðing-
anna austan horgarinnar, en sér-
fróðír;.„naienn telja þetta þó aö-
eins fyrstu lotuna, einskonar
könnun. á þaráttuhuig og vamar-
aðgerðum Saigonherjanna, áður
en úrslitahríðin hefst. Saigon-
hermenn hrundu í gær áhlaupi
á varnarlínuna umhverfis Hue,
og segja tailsmenn herstjórnar-
innar að Norður-Víetnamar hafi
misst þar fimm hundruð
mahns og átta skriðdreka. Stór-
skotahríð er linnulaús að heita
má á báoa bóga, og' bandarískar
sprengjuþotur hafa gert um-
fangsmikllar loftárásir á þau
svaeði sem Þjóðfrettsissveitirnar
eru taldar halda sig á.
Svipaðia sögu er að segja frá
vígstöðvunum við An Loc og
Kohtum. Þar skjóta hinir strið-
andi herir sprengikúlum ogeld-
flaugum hver á nnan og liðs-
sveitir Þjóðifrelsisaflanna gera
öðru hvoru snögg áhlaup &
stöðvar andstæðinganna, til a,ð
reyna stýrkléika þeirra. Frétta-
skýrendur telja ýmislegt benda
tiil þess að Þjóðfreláisöflin muni
sækja á fyrir álvöru í þann
mund sem heimsókn Nixons t.íl
Mosikvu stendur sem hæst, tíl
að gera veg hans sem minnstan
þar eys-tra sém heima fvrir.
Fregnir frá Singapore herma
að þangað hafi komið sovézkt
skip,' sem hafl siglt frá Hai-
phong gegn um tundurdufla-
beltið sem Bandaríkjaher lagði
úti fyrir höfninni þar. Skipið,
scm heitir „Seja“ mun hafa
sloppið óskaddað gegnum dufla-
svæðið þann þrettánda maií, eða
tveimur dögum eftir að duflin
Urðú virk- Miðlarar skipsins í
Singapore bafa staðfest fregn-
irnar af ferðum skipsins. enda
sýni broítfararS'kjö'lin að þáð hafi
lagt upp þann þrettánda Bandar
ríska Varnarmálaráðuneytið hef-
ur harðneitað að nokkuð sé hæft
'í þessu; ségja Seja ekki hafa
verið mcðal þeirra sovézkuskipa
sem lágu i norður-vietnömsikum
höiflnum er tundurduflin voru
lögð.
Þegar Magnús Kjartansson,
iðnaðarráðherra gerði þennan
fréttaflutning MorgU'nblaðsi'ns að
umræðuefni í neðri deiild s. 1.
laugardag, lýsti hann því yfir,
að þar væri farið með stað-
lausa starfi, sem ekki væri flugu-
fótur fyrir. ,Hann vakti athygli
á,' að frumvarp það um lagmet-
isiðju ríkisins sem Morgunblað-
ið lét í veðri vaka, að ágrein-
inigur væri' am míilí sín og
Hannibals væri fyrir löngu orð-
ið að lögum og því útiiokað að
það hefði getað haft áhrif á
störf þingsins á síðustu dögum
þess. Vera 'mætti að Morgun-
blaðið ætti við Söluistofnun lag-
metisiðnaðarins, en það gilti
sama um bæði þessi mál, að
milli sín og félagsmálaráðherra
hefði verið fuil siamstaða, þá
hefði ekki greint á um eitt ein-
asta atriði. Magnús kva’ðst telja
ástæðu til að taka það fram,
að þá 10 mánuði, sem hann
og Haninibal hefðu verið saman
í stjórn hefði þeim, í þeim
málum, sem þeir heifðu eikki ver-
ið sammála, reynzt ákaflega auð-
velt að finina lausn á þedlm
vandamálum. Ef Morguniblaðið
ætlaði að binda vonir sínar um
endalok þessarar ríkisstjómiar
við deilur milli sín og Hanni-
bals, þá myndi það verða að
bíða aillengi.
Eyjólfur Konráð Jónsson tal-
aði næstur og mátti vart mæia
fyrir æsingi. Auk þess sem vitn-
að er til hér að framain úr
máli hans, hreytti hann því út
úr sér að tímabært væri fyrir
iðnaðarráðherra að gera sér
grein fyrir réttri blaðamennsku.
Hannibal Valdimarsson, fé-
lagsmálaráðherra, lýsti frétta-
flutning Morgunblaðsins ósanman
með öllu. Sagði hann að það
væri ekkert launungarmál að
lífsskoðanir sínar og Magnúsar
færu ekki saman, um það vissu
þeir báðir, en þeir létu það
á engan hátt hafa áhrif á sam-
starfið í ríldsstjóminni.
Svart: Skákfélag Akureyrar:
Hreinn Hrafnsson
Guðmundur Búason
ABCDEFGH
co >n oo
iliil r-.
co ffí tWi PSí S8 co
LO BBiti M. lO
i1 m m t i ■sr
co m m co
CM S 11 H SH .ð. W% CM
■ ■ BBi -
ABCDEFGH
Hvftt: Taflfélag Reykjavíkur:
Bragi Halldórsson
Jón Torfason
23. — c6
Þingslit
Framhald af 1. síðu.
með 60 samhiljóða atkvæðum að
færa fiskveiðilandhelgá Isí. út í
50 sjómílur flrá grunnlínum 1.
1. september næst komandi. Síðian
sagðt þingforseti: — „15. febrú-
ar varð þar með einn af merk-
ustu dögum í viðburð'arríkiri
sögu Alþingis og þá um leið í
sögu þjóðarinnar. Gott er þess
aö miinnaist, að þjóðin öll stend-
ur að þessari ák'vörðun, sem
tedíin var af 60 þingmönnum í
þessum sial — og þá eirtnig öillu
því sem gera þarf til þesis aö
koma pessu máli heilu í höfn.
Sameinuð mun þjóðin takia þvi
sem að höndum ber á þeirri
leið og í engu hvika frá þedrri
ákvörðun, sem hér var tekin.
Þessi órjúfandi saimheldmi mun
tryggja farsæl úrslit þessamikla
máls“.
Styrkir til háskólanáms
á Spáni
Spænsk stjórnvöld bjóöa fram tvo styrki handa
íslendingum til háskólanáms á Spáni námsárið
1972—73. Styrktímabiliö er níu mánuðir frá okt-
óber 1972 að telja, og fjárhæð hvors styrks er
7.500 pesetar á mánuði, auk þess sem greiddir
eru 4.500 pesetar við komuna til Spánar. Styrk-
þegar eru undanþegnir kennslugjöldum.
Umsóknum um styrki þessa ásamt staðfestum
afritum prófskírteina og meðmælum, skal komið
til menntamáláráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 10. júhí nk. Umsóknareyðublöð
fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
18. maá 1972.
Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500
Höfum ávallt fyrirliggjandi ailar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688