Þjóðviljinn - 31.05.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. mai 1972- — ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3. Hlutafjár- söfnunin Við birtum á sunnudaginn fregnir af hlutafjársöfnuninni og greindum frá þvf hversu miklum hluta hvert kjördæmi hefur skilað þegaraf því marki sem sett var í upphafi. Hérbirtum viðsúlur sem sýna hversu söfnunin hefurgeng- ið. Eru súlurnar miðaðar við sömu tölurog greint var frá í blaðinu á sunnudaginn, en næstu daga von- umstviðtilað geta greint frá nýj- um tölum um gang söfnunarinnar i einstökum kjördæmum. Söfnunin gengur hvarvetna vel en búizt er við, að aðalskriðurinn komizt á söfnunina um næstu helgi. Skrifstofa Alþýðubandalagsins, simi 19835 og skrifstofa Þjóðvilj- ans, sími 17500, taka við hlutafé og hlutafjárloforðum alla daga á venjulegum skrifstofutíma. Svava Sigurftur Fundurinn á Akranesi er annað kvöld Nú hefur Alþýðubanda- lagið haldið almenna fundi á f jórum stöðum og eru auk þess ákveðnir þrír fundir annars staðar. Á morgun, fimmtudag, heldur Alþýðubandalagið á Akranesi fund í Rein kl. 20.30. Þar mæta Svava Jakobsdóttir og Sigurður Magnússon .á sunnudaginn verður fundur að Höfn í Hornaf irði. Opna til bráðabirgða á Loftleiða- hótelinu Kinverska sendinefndin, sem hingaö kom i siðustu viku, hefur opnað bráðabirgðasendiráð á Loftleiðahótelinu. Kinverjarnir eru þessa dagana aö leita sér að húsnæði, með að- stoð utanrikisráðuneytisins. Enn þá hefur sú leit engan árangur borið. Óvist er þvi hversu lengi Kin- verjarnir munu reka starfsemi sina á Loftleiðahótelinu. Myndin með fréttinni er af Lin Hua, sendifulltrúa Kinverja. Það var samþykkt á siðasta fundi borgarráðs að kirkjugarðs- gjald skuli vera 2% af álögðum útsvörum og aðstöðugjöldum. Þannig borgar sá skattgreiðandi i Reykjavik sem hefur 50.000 kr. i útsvör og aðstöðugjöld 1.000 kr. i kirkjugarösgjald. Tónlistarmenn semja Gengið hefur verið frá kjara- samningum við Félag islenzkra hljómlistarmanna og samdist um 20% kauphækkun, sagði Sverrir Garðarsson, formaður félagsins i gær. Voru þessir kjarasamningar samþykktir á félagsfundi i fyrra- dag. Ennfremur fengust lagfær- ingar á verkfæragjaldi, og þeim hljómlistarmönnum er starfað hafa mánuð á hverjum vinnustað verður að segja upp með mánaðar uppsagnarfresti. — G.M. Frá og með morgundeginum hækka almenn laun félagsmanna verkalýðsfélaganna um 4% ofan á grunnkaup eins og það var i nóvember siðastliðnum. Lyftaramaður Maður óskast á lyftara, helzt vanur. Upplýsingar hjá verkstjóra á vöruafgreiðslunni. Skipaútgerð rikisins. Frá 1. maí til 31. október gildir sumaráætlunin fyrir áætlunarflug til margra Evrópulanda og Bandaríkja Noröur-Ameríku. Til Kaupmannahafnar Til Oslóar Til Stokkhólms Til London Til Glasgow 4 ferðir í viku 3 ferðir í viku 2 ferðir í viku 1 ferð í viku 1 ferð í viku Til New York alla 7 daga vikunnar Til Luxemborgar alla 7 daga vikunnar V. og á þeim leiðum verða farnaralls24 ferðir i viku á há- annatimanum. IOFTLEIDIR ICEUNDIC

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.