Þjóðviljinn - 31.05.1972, Síða 11
Miðvikudagur 31. mai 1972- ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11.
Ungt
afreks-
fólk
Þetta unga íþróttafólk á
myndinni hér til hliöar
eru sigurvegararnir úr 5
Árbæjarhlaupum i vetur.
Verðlauna — afhending
fyrir hlaupin fór fram sl.
sunnudag og var þá mikil
gleöi rikjandi meðai
þessara ungu hlaupara,
sem flestir voru þarna aö
taka á móti sínum fyrstu,
en ef til vill ekki siðustu
sigurverölaunum fyrir
iþróttir.
A myndinni hér fyrir ofan eru sigurvegararnir úr Arbæjarhlaup-
unum Í vetur. Þeir eru: Gisli Halldórsson 16 ára, Stefán R. Iljálmars-
son 15 ára, Agúst Karlsson 14 ára, Helgi Hilmarsson 13 ára, Jenni
Clausen 12 ára, Arni Þór Arnason 11 ára, Höskuldur Sveinsson 10 ára,
Loftur Ólafsson 9 ára, Magnús Arnarson og Sven Jcnsen 8 ára,
Benedikt llálfdánarson 7 ára, Jónina Þórarinsdóttir 13 ára, Asta
Henediktsdóttir 12ára, Lára Marteinsdóttir 11 ára, Anna D. Armanns-
dóttir og Sigrún Axelsdóttir 9 ára, Maria Pálsdóttir 8 ára og Nanna
Dröfn Sigurdórsdóttir 7 ára. A myndina vantar Ninu Karenu Grétars-
dóttur sem varö sigurvcgari i aldursfiokki 10 ára stúlkna. A myndinni
eru einnig Kristján Þorgeirsson og forráöamenn Fylkis.
Arbæjarhlaupin hófust siðla
vetrar og urðu alls 5, en til þess
að hljóta þátttökuverðlaun urðu
keppendur að taka þátt i minnst
3 hlaupum. Alls munu 296 börn
og unglingar hafa tekið þátt i
hlaupunum og mest um 200
þátttakendur i einu hlaupi, en
þeir fóru aldrei niður fyrir 100.
Alls hlutu 105 verðlaun eða
þátttökuviðurkenningu. Sigur-
vegararnir hlutu verðlaunapen-
ing úr gulli, sem trygginga-
félagið Ábyrgð gaf, en iþróttafé-
lagið Fylkir i Árbæjarhverfi
stóð fyrir hlaupinu.
Þetta er i annað sinn sem
Fylkir gengst fyrir Arbæjar-
hlaupi, i fyrsta sinn var það i
fyrra vetur og njóta þessi hlaup
mikilla vinsælda meðal unga
fólksins i hverfinu. Margir gest-
ir úr öðrum hverfum hafa tekið
þátt i einu eða fleiri hlaupum,
meðal þeirra Ragnhildur Páls-
dóttir, hin kunna frjálsiþrótta-
kona.
Þrjú mót
úti á landi
í sumar
Þrjú af mótum Frjálsiþrótta-
sambands tslands fara fram úti
á landi i sumar.
Stærsta mót sambandsins,
tslandsmót yngri aldursflokk-
anna (drengir, sveinar, piltar,
stúlkur, meyjar, telpur) verður
háð á Sauðárkróki dagana 15.-
16. júli á vegum Ungmenna-
sambands Skagafjarðar. Mót
þetta er fyrir átján ára og yngri.
Dagana 29.-30. júli verður B —•
mót FRl haldið á Hornafirði á
vegum Ungmennasambandsins
Olfljóts.
Unglingakeppni FRl fer fram
i Vestmannaeyjum dagana 19,-
20. ágúst. Frjálsiþróttaráð
Vestmannaeyja sér um fram-
kvæmd.
HVAÐ SEGIR
LANDSLIÐSNEFND
HSÍ?
Landsliösæfingar i hand-
knattleik standa nú sem hæst og
undirbúningur fyrir lokakeppni
Ólyinpiuleikanna i fullum
gangi. Nú liður senn að þvi, aö
landsliösnefnd velji cndanlega
þaö liö sem fara á til Miinchen.
Telja má fullvist að hinn frá-
bæri knattspyrnu- og hand-
knattleiksinaður Sigurbcrgur
Sigstcinsson veröi valinn aftur i
handknattleikslandsliöiö. Hvaö
segir þá landsliðsnefnd við þvi
aö hann æfi og leiki knattspyrnu
i sumar, samhliöa landsliðs-
æfingunum i handknattleik ?
Það hlýtur aö teljast
ábyrgöarhlutur að leyfa honum
aö æfa og leika knattspyrnu, eft-
ir að hann hefur veriö valinn i
landsliöiö fyrir Ól. Það stafar
eingöngu af þvi að hann gæti
hæglega meiözt það illa stuttu
fyrir ólympiuleikana aö hann
gæti ekki farið með þvi utan.
Segja má hann geti allt eins
nieiðzt á landsliösæfingu eins og
i knattspyrnu og er það alvcg
rétt. Kn mcð þvi að hann æfi og
leiki knattspyrnu er áhættan
tvöföld. Þarna kemur upp
vandamál sem cflaust vcrður
ekki létt viöfangs, cnda vilja
Framarar áreiðanlega ekki
missa Sigurberg úr knatt-
spyrnuunni, jafn frábær lcik-
maöur og hann er. En cigi að
siður hlýtur hann aö vcröa aö
velja á milli handknattleiksins
og knattspyrnunnar i sumar.
—S.dór
Til skammar
Hið unga og stórefnilega
Kópavogslið, Breiðablik, verður
að leika á Melavellinum i
Reykjavik i sumar sem sinum
heimavelli. Þetta er eina liðið á
öllu Islandi, sem verður að leita
til annars bæjarfélags um völl
til að keppa á. Og þetta er lið
annars eða 3ja stærsta kaup-
staðar á landinu. Maður hefði
haldið að forráðamenn Kópa-
vogskaupstaðar heföu séð sóma
sinn i að fullgera völl þann.sem
verið hefur i gerð um nokkurra
ára bil, eftir að Breiðabliks-liðið
þurfti að leika alla sina heima-
leiki á Melavellinum i fyrra. En
svo virðist alls ekki vera.
Það er til háborinnar skamm-
ar fyrir forráðamenn Kópavogs
og raunar alla bæjarbúa lika,
að sameinast ekki um að útbúa
löglegan knattspyrnuvöll fyrir
þetta lið þeirra. Sagt er að sum-
ir bæjarfulltrúar i Kópavogs
hafi vonazt til að liðið félli niður
i fyrra, svo að ekki þyrfti að
vinna meira að vallargerð nýja
vaÚ'larins i bráð! Hvort sem
þetta er satt eða ekki, þá er það
aumt fyrir einn stærsta kaup-
stað landsins aö búa ekki betur
að iþróttafólki sinu en raun ber
vitni. Svo aumt þorp finnst ekki
einu sinni á Islandi að aðstaöa
sé ekki betri fyrir iþróttafólk en
i Kópavogi.
-S.dór.
Frazier vann i
f jórum lotum
Heimsmeistarinn i þungavigt i
hnefaleikum, Joe Frazier, sigraði
Ron Stander i aðeins fjórumlotum
er þessir kappar mættust i
Omaha i Nebraska i Bandarikj-
unum fyrir helgina siðustu.
Dómarinn stöðvaði leikinn eftir
4 lotur, þar eð andlit Standers var
þá orðið alblóðugt og hann alls
ófær um að halda keppninni
áfram.
Stjórn t þrót tas a m ba nds
islands liefur ákveðiö aö veita
þeim, sem synda 200 m. i
Samnorrænu sundkeppninni 100
sinnum, gullmerki. Þctta merki
er Trimm-karlinn umdcildi og
vcrður hann þá sem barm-
merki.
Nú eru veitt sérstök merki
fyrir 1. sund i 200 m. keppninni
og er það bronz-merki. Fyrir 25
sund geta menn fengið silfur-
merki og fyrir 50 sund geta
menn fengið gullmerki. Þetta
..Trimmkarlsmerki” er þvi
,nýung og verður eflaust til að
glæöa áhuga manna fyrir
keppninni.