Þjóðviljinn - 31.05.1972, Qupperneq 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN— t Miðvikudagur 31. mai 1972-
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útaefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljans.
Framkvæmdastjórl: Eiður Bergmartn.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.'
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Launajöfnuður verður
að aukast
Athyglisverð ályktun
V erkamannasambands
Islands
Verkamannasamband Islands hefur nú verið til
í átta ár. Innan vébanda þess eru öll félög ófag-
lærðra verkamanna og verkakvenna í landinu ef
frá eru talin félög iðnverkafólks og sjómannafé-
lögin. Þegar Verkamannasambandsþing sendir
frá sér ályktanir hlýtur það að vekja athygli
hversu þessi samtök meta ástand kjaramála
þeirra sem lægst hafa launin. Um síðustu helgi,
er Verkamannasamband íslands efndi til þings,
var gerð ályktun um kjaramál og fleira sem hlýtur
að vekja umtalsverða athygli, því þar er því sleg-
ið föstu að kaupmáttur almennra launa hafi ekki
í annan tíma verið hærri á Islandi en hann er nú.
Með þessari ályktun staðfestast mjög mikilvægar
pólitískar staðreyndir. I fyrsta lagi er það stað-
fest að núverandi ríkisstjórn hefur lagt áherzlu
á að stjórna landinu með hag vinnandi fólks fyrir
augum. f öðru lagi er Ijóst að desembersamning-
arnirvoru öllu launafólki hagstæðir og það hvern-
ig að þeim var staðið af hálfu verkalýðssamtak-
anna og ríkisstjórnarinnar hefur verið árangurs-
ríkt. I þriðja lagi staðfesta ályktunarorð Verka-
mannasambands Islands um kaupmátt launa þá
miklu stökkbreytingu sem orðið hefur í allri að-
stöðu verkafólks á Islandi á síðustu 10 mánuðum.
Fyrri þing Verkamannasambandsins hafa jafnan
verið haldin í skugga árása fjandsamlegs ríkis-
valds á launastéttirnar. Þannig gerist það nú í
fyrsta sinn í sögu Verkamannasambands Islands
að sambandið getur látið viðurkenningarorð
falla um ástandið í kjaramálum verkafólks. I
fjórða lagi staðfestir ályktun Verkamannasam-
bandsins að það er ekki aðeins álit talsmanna
ríkisstjórnarinnar á hinum pólitíska vettvangi, að
kaupmáttur verkalauna sé betri en áður. Þetta
er einnig álit forustumanna verkalýðsfélaga, for-
ustumanna úr öllum flokkum og utan flokka, úr
stjórnarandstöðuflokkum sem stjórnarflokkum. Af
öllum þeim ástæðum sem hér hefur verið minnt
á kemur því í Ijós að með tilliti til kaupmáttar
launa er þróunin á réttri leið.
En þrátt fyrir þær staðreyndir sem hér hafa ver-
ið raktar í fyrri forustugrein blaðsins um kaup-
mátt almennra verkalauna er vert að taka og und-
ir þá kröfu þings Verkamannasambands Islands
að launajöfnuður verði að aukast hér á landi.
Með því vísitölukerfi sem nú tíðkast hér á landi
eykst launamismunur í raun við hverja nýja upp-
bót vegna verðlagshækkana. Menn fá því hærri
uppbætur fyrir hækkanir því hærri laun sem þeir
hafa. Þannig græða hátekjumenn á háum verð-
lagsbótum. Hér er vitanlega um gjörsamlega ó-
eðlilegt ástand að ræða og það stuðlar ekki að
auknum launajöfnuði. Jafnframt nauðsyn þess að
athuga verðlagsbótakerfið verður svo að leggja
á það áherzlu í næstu kjarasamningum verkalýðs-
samtakanna og í undirbúningi að þeim kjarasamn-
ingum, að bilið milli hærri og lægri launa minnki
frá því sem nú er. Þá er ekki nóg að taka tilliit
til launa samkvæmt töxtum, það verður að taka
tillit til möguleika viðkomandi starfshópa til á-
kvæðisvinnu á hærra kaupi en tímakaupi o. s.
frv. Hér er um fjölmörg afar flókin atriði að ræða,
en staðreynd málsins stendur eftir: Launajöfnuð-
ur verður að aukast hér á landi.
Guðmundur Böðvarsson:
ÆSÉR GJÖF
TIL GJALDA
Þegar þverbrautarmáliS var á
döjinni barst okkur ejtirjarandi
grein Guðmundar Böðvarssonar
skálds á Kirkjubóli. Vegna ým-
issa erfiðleika við undirbúning
þeirra breytinga sem nú haja
átt sér stað á blaðinu hefur þessi
grein Guðmundar Böðvarssonar
beðið lengur en xtlunin var. Við
biðjum Guðmund velvirðingar á
þessum drætti — en grein hans
á nú sem jajnan jyrr erindi til
allra lesenda Þjóðviljans.
Margt gerist úti í heiminum
og því miður ber meira á þeim
tíðindum sem eru vafasamt fagn-
aðarefni. Stórveldapólitíkin þefj-
ar af óheilindum meira en
nokkru sinni, og „fagurt skal
mæla, en flátt hyggja", virðist
vera það boðorð sem nú þykir
sjálfsagt að kunna til hlítar og
lifa eftir án undansláttar. Forseti
mesta herveldis Jarðar flýgur
yfir löndin sem engiil friðar og
sátta, og flytur í þeim anda
skálaræður, sem aðrir, honum
sleipari, hafa fyrir hann saman-
sett. Hann flytur þær af inm-
leik og brosir sætlega, jafnframt
því sem hann fyrirskipar herjum
sínum að sauma með drápum,
brennum og sprengingum að
þeim þrjósku bændum Indókína-
skagans, sem telja sér til engrar
þurftar afskiptasemi hans og
ráðsmennsku. En heima fyrir í
ríki hans hinu milda, vekur
þetta tvöfalcÍan fögnuð: þar
gleðjast hinir nytsömu sakleys-
ingjar yfir þeim fagnaðarboð-
skap sem fram streymir af vör-
um leiðtogans, og þá ekki síður
hinir risavöxnu auðhringir, sem
sjá fram á áframhaldandi og ör-
ugg viðskipti við alríkið: því
fleiri flugvélar sem skotnar eru
niður, því fleiri þúsundir tonna
af sprengjum sem helt er þar
austurfrá yfir lönd og lýði, því
betra, því meiri markaður fyrir
flugvélar og sprengjur.
Og fnykurinn af hinni farða-
smurðu látbragðslist, lyktin af
hinni diplómatisku slægvisku og
slótnigheitum, sveimar einnig
hér yfir norðlægu landi lítillar
þjóðar og þykir mörgum yfrið
góð. Gaman va?æri nú að kunna
eitthvað fyric sér í galdri blekk-
inganna. Væri nú t. d. ekki
mögulegt að svínbeygja nokkra
búandmenn (sem haldnir eru
óskiljanJegria tryggð til átthaga
sinna) með stofnun göfugra
hagsmunasamtaka á breiðum
grundvelli? eða þá að smeygja
inn á sjálft alþingi frumvarpi
(með náttúruverndarsvip) um
eignarrétt ríkisins á vissum
landsvasðum, — og þar innifalið,
svo lítið bæri á, ákvæði um for-
réttindi þess fjármagns sem
nauðsynlega krefst ávöxrunar-
— Já, það eru margar leiðir sem
fara má að settu marki, ef vel
er athugað, ekki sakar að rétta
óvitanum tíeyring, ef hægt er
að stela af honum eina túkaU-
inum sem hann á, það getur
meira að segja litið svo faJiega
út, þegar það er gert af þeim
listamanni sem bæði hefur æf-
ingu og meðfædda hæfileika.
Hugsið ykkur bara hvað það
Stundum lcveður við þann tón
í skrifum, að ekki megi móðga
viðskiptaþjóðir okkar með gagn-
rýni á stjórnarfari í viðkomandi
Iöndum. Þessi athyglisverða
kenning var enn ítrekuð í
Morgunblaðinu á sunnudaginn:
þar segir fuUum fetum að ís-
lendingar eigi að meta viðskipta-
hagsmuni framar sannfæringu
sinni eða skoðun á stjórnarfari
var elskulega gert af stórveldinu
að bjóða litla bróður brautarstúf
suður á Miðnesheiði fyrir hreint
ekki neitt, jafnvel þó það væri
nú kannski hugsað svolítið
umræ:ddra landa. Var hér
einkum átt við Bandaríkin og
Portúgal.
Er þessi kenning einkar fróð-
leg: Við eigum samkvæmt henm
ekki að hafa aðra skoðun á
Vietnamstríðinu en Nixon-
stjórnin vegna þess að Banda-
ríkjamenn vilja gjarnan kaupa
íslenzkan fisk, við eigum ekki
að hafa skoðun á framkomu
öðruvísi upphaflega. Þetta er
annars meira örlætið, því hér
takur stórveldið þó svo sannar-
íega nærri sér, það skarðar í
sjóðinn, og vera samt sjálft að
fórna flugvélum í þágu friðar-
ins. Það er von að nú ægi þeirri
þjóð, sem bjó sér tU orðtakið:
gjöf skal gjaldast ef vinátta á
að haldast, — hún má svo sann-
arlega taka á honum stóra sín-
um, veslingurinn, — því auð-
vitað má maður ekki láta sér
til hugar koma þá tortryggni
sem liggur að baki öðru orðtaki:
æ sér gjöf til gjalda.
En svo maður snúi nú blað-
inu við í fullri alvöru: af hverju
var þetta gert? hvers vegna var
þessi gýligjöf þegin? Við gátum
gert þetta.sjálf, við höfum gert
annað eins án þess að svelta, og
Portúgala í Angóla vegna þess
að þeir í Portúgal kaupa af okk-
ur saltfisk. Við eigum — sé
þessi kenning ' útfæð rökrétt
— ekki að fordæma afstöðu
brezku eða vestur-þýzku stjórn-
anna til landhelgismálsins vegna
þess að Bretar og Vestur-Þjóð-
verjar kaupa af okkur tilteknar
vörur. Nú hafa íslenzk stjórn-
arvöld mjög eindregið hafnað
þeirri kenningu að setja við-
skiptamál og landhelgismálið
undir sama hatt. Engum verður
hér ætlað að hafa þá skoðun að
við eigum að fara varlega í sak-
irnar í afstöðu okkar tU mann-
réttindamála eða annarra vegna
þess að við eiguim að taka fjár-
muni fram yfir mannúðina.
Undirritaður minnir hins vegar
á þessi viðhorf til til viðvörunar.
Fjalar.
Frh. á bls. 15
o 0
Fjármunir eða mannúðarsjónarmið