Þjóðviljinn - 31.05.1972, Síða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Síða 1
UÚDVUHNN Miðvikudagur 31. mai 1972 — 30. árgangur —118. tölublað. Bankakerfið verður tekið í endurskoðun í gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá við- skiptaráðuneytinu þar sem frá því er greint að skipuð hafi verið nefnd til þess að gera tillögur um æskilegar breytingará bankakerfinu. 1 stefnuyfirlýsingu rikisstjórn- arinnar ér þvi lýst yfir, að rikis- stjórnin einsetji sér: „að endur- skoða allt bankakerfið þ.á.m. lög- gjöf varðandi Seðlabankann og hlutverk hans, og vinna að sam- einingu banka og fjárfestingar- sjóða”. Til framkvæmda á þessu stefnuatriði hefur viðskiptaráðu- neytið ákveðið að skipa nefnd, sem taki þetta verkefni fyrir til rækilegrar athugunar, svo og önnur þau atriði varðandi löggjöf um peningastofnanir eins og lög um sparisjóði og innlánsdeildir samvinnufélaga, og geri tillögur til ráðuneytisins um æskilegar breytingar varðandi þessi mál. 2000 kollu- hreiður Nú stcndur varptimi bæði stað- fugla og farfugla á islandi sem hæst. Við brugðum okkur út á Alftancs, þar sem mun vera eitt mesta varpland hér sunnan heiða. Þarna verpir bæði æðar- fugl i þúsundatali, hettumáfur og kria, en hún er þó ekki byrjuð að verpa ennþá, en er þó farin að huga að hreiðurgerð. Þá verpa þarna ótal tegundir vað- og mó- fugla. Að þvi er okkur var tjáð, munu nú vera yfir 2000 æðarkolluhreið- ur á öllu Álftanesinu, en sem kunnugt er, er æðarfuglinn frið- aður allt árið. Landeigendur á Álftanesi, sem og aðrir varplandseigendur eiga i Frh. á bls. 15 l A miðnætti i nótt hefst verk- fall faglærðra matreiðslu- manna og fæst þannig ekki af- greiddur matur á veitingahús- um og hótelum viða um land. Þá leggst niður matargerö hjá báðum flugfélögunum og ennfrcmur á stórum vinnu- stööum. i gær náði Þjóðviljinn tali af Hallgrimi Jóhannessyni, for- manni Félags matreiðslu- manna. Félagið hefur haft lausa samninga siðan 15. mai og hafa verið haldnir nokkrir samningafundir frá þvi i byrj- un mai. Hefur ekki náðst sam- komulag við veitinga- og gisti- húsaeigendur. Við höfum farið Samstarfsnefndir á Menningar- yitinn Nú er unnið af fullum krafti að undirbúningi Lista- hátiðar i Reykjavik. Eitt þeirra mörgu verka sem munu setja svip sinn á hátið- ina — kannski meiri svip þó en önnur — er „Menningar- viti” Kjartans Guðjóns- sonar, sem verður reistur i Laugardalnum og stendur þar meðan á hátiðinni stend- ur — en siðan verður vitinn brenndur i lok hátiðarinnar. Uppsetning menningarvit- ans hófst i gærmorgun og þessa mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans af Kjartani Guð- jónssyni þar sem hann veltir vöngum yfir teikningunni. dotinni í ó rikisiynr tækjum og Héðni Matarlausir frá miðnætti Faglærðir matreiðslumenn i verkfall frá miðnætti i nótt fram á það, að raunkaup veröi viðurkennt i samningum, en að meðaltali eru matreiðslu- menn um 30% yfirborgaðir við störf sin. Um miðjan mai runnu út tveggja ára samn- ingar matreiðslumanna við veitingahúsaeigendur sagöi Hallgrimur. Faglærðir matreiðslumenn vinna á hótelum og veitinga- stöðum hér i Reykjavik, i Hafnarfirði, Hornafirði, Akur- eyri, hótelum við Mývatn, Isa- firði, Borgarnesi og Þingvöll- um. Hér i Reykjavik fæst ekki matur afgreiddur i Aski, Brauðbæ, Hótel Loftleiðum, á Hótel Sögu og viðar. Sem dæmi um undantekningu verður ekki verkfall mat- reiðslumanna i veitingahúsinu á Laugavegi 28. Þar vinna ekki faglærðir matreiðslu- menn. Flugfélag Islands starfrækir stórt eldhús hér i Reykjavik og Loftleiðir annað á Keflavikur- flugvelli. Hjá báðum þessum flugfélögum leggja mat- reiðslumenn niður vinnu. Þá starfa faglærðir mat- reiðslumenn hjá verktökum á stórum vinnustöðum. Itætt hefur verið um undanþágur i þeim tilfellum eins og til dæmis upp við Þórisós. Ekki var búið að ganga frá þeim undanþágum i gær. g.m. Unmð að reglugerð í iðnaðarráðuneytinu um vald- svið samstarfsnefndar í Landsmiðjunni. í iðnaöarráðuneytinu er nú unnið að gerð reglugerð- ar um samstarfsnefnd fyrir Landssmiðjuna. í Lands- smiðjunni er gert ráð fyrir víðtækara starfssviði sam- starfsnefndar en i öðrum fyrirtækjum þar sem skip- an samstarfsnefnda er nú í athugun og undirbúningi. Er hér um að ræða tvö ríkisfyrirtæki auk Lands- smiðjunnar og svo vél- smiðjuna Héðin. Fyrsta samstarfsnefndin var mynduð i vélsmiðjunni Héðni og tók þessi samstarfsnefnd til starfa fyrir nokkrum dögum. Eru i þessari nefnd þrir starfsmenn i vélsmiðjunni og þrir fulltrúar til- nefndir frá fyrirtækinu. Sam- starfsnefndin hefur það verkefni að bæta aöbúnað, hollustu, öryggi og umgengni á vinnustað. Hefur hún þegar haldið fundi um þetta verkefni. Þá hefur þriggja manna nefnd unnið að stofnun samstarfsnefnd- ar i Landssmiðjunni. Er senn til- búin sérstök reglugerð frá iðnaðarráðuneytinu i sambandi við starfssvið nefndarinnar, en þar er gert ráð fyrir viðtækara starfssviði nefndarinnar en i öðr- um fyrirtækjum. Undirbúnings- nefnd að stofnun samstarfsnefnd- arinnar er skipuð Þórleifi Jóns- syni i iðnaðarráðuneytinu. Guð- laugi Hjörleifssyni, forstjóra Landssmiðjunnar og Guðjóni Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.