Þjóðviljinn - 13.06.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 13.06.1972, Page 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. júni 1972. Herstöðvarandst Ræða Guðmundar Sæmundssonar, flutt á útifundi herstöðvargöngu í Kópavogi Kveðum niður ameríska drauginn í Miðnesheiði Göngumenn og aðrir er orð mín heyra. Fyrir einu ári kom til valda ríkisstjórn 3ja vinstriflokka. Þessi stjórn hefur það verkefni og mun hafa það sem höfuð- verkefni út sitt kjörtímabil, — og lengur ef hún fær, — að berjast við hina óteljandi og ó- líku drauga íhaldsstjórnarinn- ar. Einn af þessum draugum er bækistöð vesturheimskra soldáta suður á Keflavíkurfiugvelli. Og þessi draugur er vafalaust einn hinna allra mögnuðustu. Ástæð- an til þess er ekki sú, að hann í eðli sínu sé svo mergjaður, — heldur einnig sú, að vissir djöfladýrkendur í þessu landi munu leggja sig alla fram um að halda honum á lífi og kveða hann upp á ný, ef hann gerir sig líldegan til að steypast í gröf sína. Og einsog allir djöfladýrkendur, fá þessir iaun sín frá myrkrahöfðingja sínum. Hann aðstoðar þá við að kúga og skelfa óvini þeirra, — fer í sendiferðir fyrir þá, — og það eru slæmar sendingar ís- lenzkum almenningi. Þær eru einsog aðrar gamiar og hefð- bundnar íslenzkar galdrasend- ingar leyndar, — koma að ó- vörum úr hvaða átt sem er og stinga sér niður þar sem verst gegnir, — í lífsviðurværi fólks- ins, — í kýr þess og fé. En mögnuðustu galdraskeytin eru send beint á fólkið sjáft, í limi þess og sálir. Þeir sem fyrir þeim verða, gerast líkamlegirog andlegir krypplingar. Hlutverk okkar, sem göngum í dag nokkrar bæjarleiðir í halarófu, er að kveða niður þennan draug — endanlega og kirfilega. Við skulum hjálpa okkar höfuðpresti, okkarkjarna- klerki, — ríkisstjórninni, — sem hefur heitið að keyra draug þennan í jörðina, — við skulum veita honum alla okkar aðstoð, og við skulum krossa vandlega yfir blettinn, þar sem draugur- inn sekkur. Þannig Ieggjum við fram okkar skerf, — skerfþeirra, sem draugurinn hefur ofsótt. Áð- uren íslenzka þjóðin er orðin vanskapaður aumingi, verðut hún að varpa af sér þessari vá- legu draugsásókn. Hver hefði tniað því, þegar sjálfstæði íslands var lýst yfir árið 1944, að nærri því, öll næstu 30 árin ætti ísland eftir að vera hernumið land, — og það sem meira er, — að ósk ís- Ienzkra srjórnvalda og með fullu samþykki þjóðarinnar? — Lík- lega fáir. — En hversvegna varð þetta þá svo? Frá lokum síðari heims- styrjaldar hefur allur heimurinn þjáðst af válegri sýki, semheit- ir ofsóknarbrjálæði eða á lækna- mafíumáli „Psykose paranoid". Geðsýki þessi hefur Iýst sér í tortryggni, vantrausti og öfund á hæsta stigi í öllum samskipt- um þjóða heims. Stórveldin, einkum Bandaríkin og Rúss- Iand, hafa kynt undir þennan hingsunarhátt, því að þau hafa af honum beinan hag. Með því að beita þessu bragði, hefur þeim tekizt að hópa um sig, — sér og auðvaldi sínu til styrktar — hinum smærri þjóðum. Þessi farsórt í heiminum barst að sjálfsögðu fljótlega út Lingað,— og þar sem svo vildi til, að smitberinn varð það hinna tveggja stórvelda, sem við vest- ur er kennt, hölluðumst við í vesturáttina, — í áttina til þess, sem á skrípamáli Moggans kall- ast „vestrænt Jýðræði”, og er rökstutt með hinum æðstu frels- ishugsjónum, sem aftur koma fram m.a. í nýlendukúgun Portúgala, í herforingjaeinræði Um kl. 9 á sunnudagskvöld var efnt til útifundar f Kópavogi. Þar flutti Guömundur Sæmundsson ræöu og Böövar Guömundsson söng. Hér sjástnokkrir göngumenn hlýöa á sönginn. Avarp Gunnlaugs Astgeirssonar, flutt við upphaf herstöðvargöngunnar i Hafnarfirði á sunnudagskvöld Reiðubúnir að leggj a mál staðnum lið Grikkja og í þjóðar- og nátt- úrumorði Bandaríkjanna í Víet- nam, svo að eitthvað sé nefnt, auk hins sameiginlega arðráns í öllum þessum vestrænu lýðræð- islöndum. Afleiðing þessarar heljarveiki varð sú, að ránveldið vestræna heimtaði að fá að setja upp her- stöð í litla Iandinu, — á þeirri forsendu, að ef til vill gæti mögulega þannig farið, að Rússaglæponarnir kynnu að í- huga þann möguleika, að má- ske mætti láta sér detta í hug að hernema ísland. Því væri betra að vera við öllu búinn. En hin raunverulega ástæða var auðvitað sú, að hér fengi rán- veldið herstöð sem lið í varn- arkerfi sínu í sinni geðveiku Rússahræðslu. — Og hingað kom herinn, — allslags dular- full hernaðarapparöt og morð- vopn og 300 tvítugir strákar, sem fengu að leggja undir sig til einkaafnota íslenzkt lands- svæði, á þeirri forsendu að þeir ættu að vernda íslenzkt sjálf- stæði! En ofsóknarbrjálæði er sem Frh. & bls. 15 Góðir göngumenn. Enn á ný hefjum vér á loft merkið sem borið hefur verið af mismikl- um þunga af ungum sem öldnum um nær aldarfjóröungs skeið. Nú á þessari stundu sjáum vér fram á bjartari framgang málstaðar vors en verið hefur um sinn og strengjum þess heit, að linna eigi baráttunni fyrr en allar stöðvar erlends hervalds eru á brott Ur landi voru. t rúm 20 ár hefur undir verndarvæng þeirra afla islenzkra, sem trúa á að Island geti ekki staðið á sjálfs sfn fót- um, viðgengizt sú þjóðarsmán, að islenzk jörö sé fótum troðin af járnhælum framandi striös- manna, sem eiga það mark eitt að hengja sem flestar þjóðir á sinn klafa. Og það merkilega hefur gerzt, að þeir hafa fundið sér hér trygga taglhnýtinga, sem eru þess ævinlega boðnir og búnir að taka upp hanzka striðsmaskin- unnar, en slikt ætti að vera fjærst skapi þegnum vopnlausrar þjóð- ar. Sérhver sem gerir sjálfan sig öðrum of háðan og lifir i skjóli áhrifavalds hans, missir við það hæfileikanna til að lifa eigin lifi i samræmi við sjálfs sin forsendur og markmið. Svo er og um þjóðir. Sú þjóð, sem gerist annarri mjög auðsveipin og tekur umyrðalaust Frh. á bls. 15 Herstöövagangan hófst meö útifundi f Hafnarfiröi kl. 7 s.d. á sunnudag. Þar flutti Gunnlaugur Astgeirs- son ávarp. Myndin sýnir göngumenn á leið upp Engidalinn viö Hafnarfjörö. Talsmenn göngunnar telja aö um 500 manns hafi tckið þátt i göngunni frá upphafi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.