Þjóðviljinn - 14.06.1972, Síða 1
UOmiUINN
Miðvikudagur 14. júni 1972 — 37. árgangur —129. tölublað.
Alþýóubankinn hf
ykkar hagur
okkar metnaöur
V
Umhverfisráðstefnan í Stokkhólmi
F ordæmir
tilraunir með
atómvopn
STOKKHOLMUR 12.-1R. 6. —
Hvorki hefur gengiö né rekið á
umhverfisráðstefnunni i Stokk-
hólnii siðustu daga. ,A mánudag
voru 45 tilliigur lagðar fram, en
umræður leiddu ekki til samstöðu
um neina þeirra.
Eins og fram hefur komið i
fréttum hafa kinversku full-
trúarnir látið mikið að sér kveða
á ráðstefnunni og m.a. fordæmt
harðlega skipulagða gróðureyð-
ingu Bandarikjamanna i
Vfetnam. Fulltrúar Bandarikja-
stjórnar hafa litið haft sér til
málsbótar i umræðum um þetta
efni en aðeins farið fram á að um-
ræðum um málið yröi hætt þar
sem Vietnamstriðið væri ekki á
dagskrá ráðstefnunnar.
Á mánudag var samþykkt að
fordæma allar tilraunir með at-
omvopn með mótatkvæðum Kina
og Frakklands. Kinverjar gerðu
grein fyrir atkvæði sinu og sögðu
að þeir væru nauðbeygðir til að
halda áfram tilraunum sinum
með atómvopn þar til þeir stæðu
jafnfætis stórveldunum tveimur
USA og USSR. Frakkar tilkynntu
að þeir myndu halda áfram
vetnissprengingum á Kyrrahafi
þrátt fyrir fjölda mótmæla sem
þeim hafa borizt m.a. frá Nýja-
Sjálandi.
t gærkvöldi voru ráðgerö mót-
mæli i Stokkhólmi gegn Vétnam-
striðinu með kröfugöngum og úti-
fundum. Búizt var við miklu fjöl-
menni og jafnvel að til átaka
kynni að koma.
Sjá leiðara siðu 6 um
Umhverfisráðstefnuna
og hernaðinn i Vietnam.
jFlogið á
I Bárðar-
Ibungu
| Cinc nff cl/vrf vor
I
I
Eins og skýrt var frá hér i
blaðinu á sunnudag, var i fyrsta
skipti i sögunni lent á Bárðar-
bungu á Vatnajökii s.l. laugar-
dag, þar er að scgja að sömu vél
tókst hvort tvcggja, lending og
flugtak.
Á Z. siðu blaðsins i dag, er við-
tal við Sigurjón Rist, vatna-
mælingamann, en hann var einn
þeirra, sem i vélinni voru, og
tók hann þessa mynd á Bárðar-
bungu á laugardagsmorguninn.
Á myndinni eru, taldir frá
vinslri: Magnús Kjartansson,
ráðherra, Einar Pálsson, verk-
fræðingur, Sigurður Þórarins-
son, jarðfræðingur og Sigurður
Stcinþórsson, jarðfræðingur.
Fjölsóttur
fundur
I
I
I
Bandaríkjamenn fœra stöðugt út stríðið í
Indó- Kína og eru nú síðast farnir að —
ÖGRA KÍNA MEÐ
LOFTÁRÁSUM
Norður-Vietnamar hafaskotið niður rúmlega 200
bandariskar flugvélaryfir landi sinu i 2 1/2
mánuð. — Enn er allt i óvissu um friðarfundina i
Paris vegna tregðu Bandarikjamanna á að
koma til viðræðna.
SAIGON 13/6 — Bandarikja-
menn héldu áfram loftárásum á
Norður-Vietnam með B-52 þotum
sjötta daginn i röð. Orustu-
sprengjuflugvélar voru sendar til
að sprengja upp tvær brýr aðeins
40kilómetra frá kinversku landa-
mærunum. Þetta er gert þrátt
fyrir orðsendingu Kinverja i gær
að árásirnar i grennd við landa-
mærin væru ógnun við öryggi
Kina.
f gær, mánudag, var farið i 290
árásarferðir yfir Norður-
Vietnam, og var þá m.a. eyðilögð
járnbrautarbrú á leiðinni frá
Hanoi að kinversku landamærun-
um. Norður-Vietnömum tókst að
skjóta niður eina flugvél, og hafa
þeir þá grandað alls 201 flugvél
siðan hernaðarátökin jukust 30.
marz s.l.
Barizt var af hörku við borgina
An Loc i alla nótt, en þar er liðs-
auki frá Saigon að reyna að brjót-
ast gegnum varnarmúr Þjóð-
frelsishersins um borgina.
Samkvæmt heimildum i Saigon
hafa um 10 þúsund óbreyttir
borgarar flúið borgina, og eru
þeir fluttir lengra suður á vöru-
bflnum. En litt mun vera hugsað
um öryggi flóttamannanna og
varð hópur þeirra i dag fyrir skot-
hrið við hernaðarátök milli and-
stæðra fylkinga.
I Paris kröfðust fulltrúai
Frh. á bls. 15
á Höfn
Alþýðubandalagið hélt al-
mennan stjórnmálafund á Höfn
i Hornafirði siðdegis á sunnudag
og var fundurinn vel sóttur. Það
var mikið um stjórnmálafundi á
Höfn um siðustu helgi og Horn-
firðingar áttu þess kost að
kynnast hinum ýmsu túlkunum
á stjórnmálaviðhorfunum i dag.
Þannig var Framsóknar-
flokkurinn með fund á föstudag.
Sjálfstæðismenn á laugardag.
en fundur Alþýðubandalagsins á
sunnudag var sá fjölmennasti.
A fundi Alþýðubandalagsins
fluttu þeir Helgi Seljan al-
þingismaður og Magnús
Kjartansson ráðherra fram-
söguræður um stjórnmálavið-
horfið, aðgerðir siðasta
Alþ. störf rikisstjórnarinnar
og framtiðaráform. Kom fram
fjöldi fyrirspurna að loknum
ræðum þeirra og urðu umræður
fjörugar. Rikti almenn ánægja
‘ hjá fundarmönnum með þennan
1 velheppnaða fund.
SAMIÐ YIÐ IÐNEMA
i gær var undirritað sam-
komulag um kjör iðnnema
milli Alþýðusambands islands
og Vinnuveitendasambands
islands. Náðust fram nokkrar
kjarabætur á kjörum iðn-
nema.
í samningum fyrir Alþýðu-
samband islands voru Bcne-
dikt Daviðsson, formaður
8.B.M., Magnús Gcirsson, for-
maður Rafiðnaöarsambands-
ins og Guðjón Jónsson, vara-
formaður M.S.t. Þá tók einnig
þátt i viðræðunum Snorri
Jónsson, formaður M.S.Í. og
þrir iðnnemar úr stjórn Iðn-
nemasambandsins.
Viðræður um kjör iönncma
hafa staðið yfir siðan i nóvem-
ber. Verður þetta samkomu-
lag borið undir félagsfundi hjá
meisturunum og iðnnemum á
næ 'onni. (Ljósm. Þjóðviljinn
«' r).