Þjóðviljinn - 14.06.1972, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.06.1972, Síða 2
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN— Miðvikudagur 14. júni 1972. sem nú hafa árætt jökulflug” Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður. (ljósm. A.A.) Eins og skýrt var frá i biaðinu á sunnudaginn, vann áhöfn Gunnfaxa, Flugfélags islands, það ágæta flugafrek á laugar- daginn var að lenda á Bárðarbungu og hefja sig þaðan til flugs aftur. Einn í hópi þeirra, sem í vélinni voru, var Sigurjón Rist, vatnamælingamaður. Blaðið hafði tal af Sigur- jóni og bað hann að segja lesendum frá ferðinni og einnig að rifja litillega upp sögu flugs á Bárðarbungu, en Sigurjón var einmitt einn þeirra, sem þátt tóku í björgun farþega úr Geysi, er hann fórst á Bárðar- bungu árið 1950. Sigurjóni sagðist svo frá: Þetta langþráða flug tókst mjög vel, en við jöklamenn höfum von- azt eftir þessu flugi siðastl. 20 ár. t Þjórsárverum, sunnan Hofs- jökuls, var kastað niður pinklum til fuglafræðinga, sem þar vinna að rannsóknum undir stjórn Arn- þórs Garðarssonar, en hann og i'lugstjórinn i þessari sögufrægu ferð, Geir Garðarsson, eru bræð- ur. Lendingin á Bárðarbungu var mjög ijúf og góð, eins og flug- stjórinn sagði ykkur i sunnudags- blaðinu. Yfirborð jökulsins var rennislétt eins og fótboltavöllur: harður sléttur snjór, þó ekki það sem flokkast undir harðfenni, stélhjólið sökk i. Flugtakið gekk mjög vel, en ti) þess þurfti vélin 1500 metra braut, og skildist mér að það hefði verið eitthvað lengra en gert hafði verið ráð fyrir. Það var ranghermi hér i blað- inu á sunnudaginn, þar sem sagt var að kvenkokkurinn i leiðangri visindamannanna, hún Fia (Soffia Theodórsdóttir) hafi kom- ið i bæinn með vélinni. Hún er bú- in að ákveða að halda út, svo lengi sem staðið verður að leiöangrin- um, og það yrði þá blaðafrétt, ef hún stæði ekki við það heit sitt. Það er mjög ánægjulegt, að unnið skuli að þessum störfum þarna á jöklinum, en borinn er nú kominn 85 metra niður, en gera má ráð fyrir að takist að bora 300- 400 metra i sumar. Eins og fram hefur komið, er borinn smiðaður af þeim Raun- visindadeildarmönnum hér heima, og við ýmsa byrjunar-örð- ugleika hefur verið að etja en úr þeim hefur leiðangursmönnum tekizt að bæta. Að öllum likindum hefur ösku- lag frá öskjugosinu 1961 fundizt á 30metra dýpi. Borunin fer fram i um 1850 metra hæð sunnan i Bárðarbungu, en á þann stað má gera ráð fyrir að talsverður snjó- burður sé að vetrinum. Það sem mönnum þykir merki- legast er, að þegar komið var niö- ur á 40 metra dýpi i boruninni, kom vatn i holuna, og þar fyrir neðan er glær is, og holan stendur ætið full af vatni upp að 40 metra mörkunum. Ausið hefur verið upp úr holunni allmiklu vatni án þess að nokkurrar breytingar hafi ori5- ið vart. Það hefur alltaf verið mönnum hulin ráðgáta hvernig vatn hreyf- ist i og undir jökli, og erum við hér komnir að atriði, sem með áframhaldandi rannsóknum fæst vonandi skýring á, en þetta atriði snertir orkubúskap okkar. Heimsskautajöklar, sem eru gaddfreðnir niður i gegn, hafa verið rannsakaðir rækilega á sið- ustu árum, og sömuleiðis ýmsir brattir smájöklar i Noregi og Sviss, en Vatnajökull er i sér- flokki: stór, tempraður, þ.e. hita- stigið er 0 gr. niður i gegn, en i heimsskautajöklunum, sem eru gaddjöklar, er frost, svo vatn kemst ekki niður um þá. 1 framtiðinni, þegar umfangs- mikil verkefni verða unnin á jökl- i, verður snjóbilaleiðangur, léttur i vöfum, stendur fyrst inn á jökul- inn og flugvélar siðan látnar ann- ast aðflutninga, það er álit mitt. Þeir eiga þakkir skyldar, flug- maðurinn, Geir Garðarsson og orkumálaráðherra, Magnús Kjártansson, fyrir að fram- kvæma þessa tilraun með lend- ingu á jöklinum. Og það er lika gott til þess að vita, að orkumála- ráðherra setji sig sem bezt inn i þau störf, sem þarna eru fram- kvæmd, þar eð jöklar gripa að veigamiklum hluta inn i orkubú- skap landsins. Geysisslysið Þegar við svifum yfir Bárðar- bungu, og verið var að undirbúa lendingu, komu upp i huga minn myndir frá 1950, þegar ég var i flugvélinni Vestfirðingi ásamt Einari Pálssyni, verkfræðingi, sem einnig var með i þessari ferð nú, en við Einar höfðum verið Borhúsið. Þetta refta snjóhús reistu leiðangursmenn yfir borverkið. Ljósmyndirnar af jöklinum tók góðkunnur jöklafari, Arni Kjartansson. Hann tók einnig kvikmynd þar efra, á vegum Magnúsar Jóhannssonar, en kvikmynduninni heldur nú áfram Valur Jóhannesson. Sigurjón Rist sagði þá félaga vinna merkt starf meö kvikmyndun sinni, en með henni fæst heildarmynd af gangi verksins. i fengnir til að staðsetja Geysis- flakið á jöklinum, þegar Akureyr- arleiðangurinn var á leið á jökul- inn, til þess að bjarga fólkinu af slysstað. Með lóran og öðrum aðferðum hafði verið reynt að staðsetja Geysi, en þær mælingar allar Frh. á bls. 15 G Páll Theodórsson, eðlisfræðingur og Magnús Eyjólfsson, sem er velþekktur jöklafari, við borinn á jöklinum. Sigurjón Rist segir frá flugferðum á Bárðarbungu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.