Þjóðviljinn - 14.06.1972, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.06.1972, Qupperneq 5
Miðvikudagur 14. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. □ Stúdentar — sem stjórnin kallaði hass- reykjendur — undu því ekki lengur að nema aðeins úrelt nýlendufræði. □ Þeir höfðu forgöngu um uppreisn gegn þrúg- andi stjórnarfari og almenningur tók und'ir við þá og felldi stjórnina. □ Ef til vill skánar námsefnið en tæplega batna lífskjörin og Frakkar sitja manna fastast í herstöðvum sínum. □ Á rústum gamla stjórnarfarsins reis nýr ein- valdur, sem sér lögum og reglu bezt borgið í samvinnu við gamla nýlenduveldið. anlega aðeins að vinna sér lýð- hylli. Og hann lofaði að bæta hlut bænda. En einu lofaði hann ekki, og það var að hafa sjálf- stæðari stefnu gagnvart gamla nýlenduveldinu Frakklandi. Þeir sem til þekkja vita, að hann er erkiíhafdssamur lýðskrumari, og Tsiranana gat ekki valið eftir- mann sem líklegri var til að halda fram hans eigin stefnu. Bara þeir verði ekki sjálfstæðir í utanríkis- málum! Vel má vera að Tsiranana finnist snautlega með sig farið eða hann svikinn, en einn aðili má vera ánæægður með mála- lokin, og það er franski sendi- herrann. Frönsk yfirvöld hafa tengi reiknað hálfvegis með því að ítök í efnahagslífi fari eitt- hvað rénandi, og þau eru til- búin að sætta sig við það. Það sem þau óttuðust að fall Tsiran- ana mundi færa með sér, var ríkisstjórn, sem hefði í grund- vallaratriðum aðra utanríkis- stefnu, stjórn sem kynni að segja upp herstöðvasamningnum við Frakka og taka að spila á áhrif Sovétríkjanna og Kínverja á Indlandshafi. Frökkum er mikið í mun að halda þeim utanríkis- pólitísku áhrifum, sem nýlendu- veldi þeirra veitti þeim á sínum tíma og þeir njóta enn að veru- legu leyti, þ. á. m. á svæðinu umhverfis Madagascar. Þarna eru þeir varðhundar alþjóðlegra kapítalískra hagsmuna, því að Indlandshaf hefur mikla efna- hags- og hernaðarþýðingu vegna olíuflutninga. Og það er ekki meiningin hjá olíúhringum Vesnirlanda að þurfa að eiga mikilvægar samgöngur undir kínverskri eða sovézkri vernd. Enn sem komið er gætir áhrifa Sovétmanna og Kínverja sáralít- ið á Indlandshafi, og það er áhugamál hlutlausra ríkja að hafið verði ekki vettvangur víg- búnaðarkapphlaups. En hin gömlu nýlenduveldi em líka til alls vís til þess að tryggja áhrif sín. Ef til vill er hlumr Frakka í því að byggja upp sterka stjórn í Malagasý-lýðveldinu eftir óum- flýjanlegt fall Tsiranana meiri en komið hefur fram í fréttum til þessar. (Heimildir: Time, N. Observateúr). Ramanantsoa hershöfðingi, hinn nýi einvaidur á Madagascar. Vestinannaeyingar verða eflaust manna fegnastir ályktun Náttúruverndarþings um friðun Helgafeils, enda er fegurð fjalisins farin að láta á sjá einsog sjá má á myndinni. Þó ber aö þakka forráöamönnum Vestmannaeyjakaupstaöar þá tillitssemi aö iáta grafa I þetta fegursta keilufjall Evrópu frá bakhliðinni, þ.e. þeim megin sem frá kaupstaönum snýr. Hörmungin sést þá ekki nema maður geri sér ferð á bak við fjallið. — Myndirnar tók Haukur Már. NÁTTÚRUVERND Óbyggðaakstur: Hér má glöggt sjá, að reglugerð um akstur öku- lækja i óbyggðum cr nauðsynleg. Myndin er tekin á Þingvöllum að afiokinni hvitasunnu. óbyggðaakstur Náttúruverndarþing beinlr þeim tilmælum til Náttúru- verndarráðs, að reglur um aksr- ur ökutækja í óbyggðum verði settar sem fyrst (sbr. 13. gr. náttúruverndarlaga): a) að bílaslóðir verði merktar skiimerkilega; b) að þær verði merktar á vegakort; c) að meginslóðir verði Iag- færðar með ofaníburði og ræsum, þar sem hætta er á vatnsgrefti og uppblæstri; d) að unnið verði að fræðslu um akstur og umgengni á öræfaslóðum. Náttúruvernd við jarðvinnu Náttúruverndarþing beinir þeim tilmælum til Náttúru- verndarráðs, að það beiti sér fyrir stóraukinni fræðslu um náttúruvernd í sambandi við alla jarðvinnu (sbr. 17. og 18. gr. náttúruverndarlaga). a) með fræðslu á námskeiðum fyrir verkstjóra og stjórn- endur vinnuvéla, jarðverk- taka og tækni- og verkfræð- inga; b) með kynningarspjöldum í vinnuvélum og á vinnustöð- um, þar sem jarðvinna fex fram; c) með námskeiðum um nátt- úruvernd í tækniskólum, búnaðarskólum og verk- fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands; d) með því að hafa tiltækan fyrirlesara um náttúruvernd- armál fyrir námskeið og ráðstefnur. Setning reglugerða Náttúruverndarþing beinir þeim tilmælum til Náttúru- verndarráðs, að það hlutist til um að hraðað verði setningu reglugerðar samkvæmt 29. gr. náttúruverndarlaga. Breytt viðhorí til votlendis Náttúruverndarþing beinir þeim tilmælum til Náttúru- verndarráðs, að það leiti sam- starfs við búnaðarsamtökin um endurskoðun á ríkjandi við- horfum til framræslu votlendis. Friðlýsing Vatnsfjörður í Vestur-Barða- strandarsýslu, enda er land þetta þegar í ríkiseign. Jökulsárgljúfur í Þingeyjar- sýslu. Undirbúningur þessa máls er þegar vel á veg kom- inn hjá Náttúruverndarráði, en nauðsyn ber til að koma mál- inu í höfn hið fyrsta. Mývatns- og Laxársvæðið. Unnið verði markvisst að verndun þessa svæðis, eftir því sem náttúruverndarlög frekast leyfa og samkomulag tekst um. Þjórsárver við Hofsjökul. Náttúruverndarþing styður ein- dregið þá tillögu Náttúruvernd- arráðs um friðlýsingu Þjórsár- vera og skorar á menntamála- ráðuneytið að staðfesta hana hið fyrsta. Fólkvangur Fólkvangur á Reykjanes- skaga. Þingið styður eindregið fyrirhugaða stofnun fólkvangs á Reykjanesskaga og hvetur hlutaðeigandi sveitarfélög til að sameinast um framgang máls- ins. Hreindýravernd Náttúruverndarþing hvetur til þess, að rannsóknum á beit- arvenjum og fæðuvali íslenzka hreindýrastofnsins verði haldið áfram með það að markmiði, að hægt sé að taka skynsam- lega ákvörðun um stærð stofns- ins í framtíðinni. Jafnframt leggur þingið til, að skipulag hreindýraveiðanna verði endurskoðað frá grunni. Friðun Helgafells Fyrsta Náttúruverndarþing, haldið í Reykjavík 14. og 15. apríl 1972, skorar á Náttúru- verndarráð að stuðla að því, að skipuð verði nefnd til að vinna að friðun Helgafells í Vestmannaeyjum. . Hlutverk nefndarinnar verði, auk friðunar Helgafells, að benda á Ieiðir til öflunar mal- ar- og byggingarefnis í Vest- mannaeyjum og lagfæringar á þeim skemmdum, sem unnar hafa verið á Helgafelli. í nefndina verði kosnir: Tveir fulltrúar frá Náttúru- verndarráði. Tveir fulltrúar frá Náttúruvemdarnefnd Vest- mannaeyja. Einn fulltrúi frá bæjarstjórn Vestmannaeyja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.