Þjóðviljinn - 02.07.1972, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Qupperneq 5
Sunnudagur 2. júli 1972 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5. Samtal tveggja íslenzkra námsmanna í Höfn um fjölmiðla, Samtök ungra rithöfunda, Alþýðubandalagið, SIA og margt fleira ingar og stefnur og hugmyndir í stjórnmálum, ákveðnar tilhneig- ingar. Það eru menn á íslandi sem hafa mjög einokandi áhrif á hvað hefur komizt til skila í íslenzkum sósíalistískum fjöl- miðlum, og stundum finnst okk- ur núna, þegar við stöndum hér og horfum aftur á bak, að anzi mikið hafi orðið útundan í sósí- alistískri uppfræðslu eða upp- eldi. Svo þegar við förum að kynna okkur þetta upp á eigin spýtur úti í löndum, vegna örv- andi áhrifa og umræðu þar, þá kemur margt í Ijós sem hefur aldrei borið fyrir augu venju- legra fslendinga, annaðhvort vegna þess að það er bara til á útienzku eða þá að enigar tilvís- anir til þess finnast á íslenzku. — Ég held nú, Ólafur, að þetta sé basði algengt í menning- armálum og stjórnmálum. Á fs- Iandi eru menn alltaf á eftir, og það sem kemur fram á íslandi er fyrir tilverknað mjög sterkfa persónuieika, hvort sem það er í menningarmálum eða stjóm- málum og þarafleiðandi miss- um við af ýmsu sem gerist er- lendis, án þess að kynnast því nokkurn tíma, og það sem verð- ur ofaná, það er á eftir timanr um. Og bara það, ef við tveir til dæmis finnum að eitthvað hefur orðið útundan í stjórn- málaumræðu á íslandi og kom- um því á framfæri, þá erum við um leið orðnir mótandi á stefn- una heima. Það vantar þennan þátt heima, skoðanamiðlun, það vantar hreinlega stöðugt streymi á upplýsingum meðal íslendinga. — Það virðist vera dálítið ráð- andi afl í hugum þeirra sem hafa verið stjórnandi í sósíalist- ískri hugsjón og barátm á ís- landi að þeir hafa ætlað að vernda aðra gegn þeim villum eða þeim villukenningum sem þeir sjálfir hafa þótzt sjá einhvers staðar. Þeir hafa unnið að segja má mjög óheiðarlega á þann hátt, að eftir að þeir sjálfir hafa sannfærzt um að eicthvað sé rétt eða rangt, hefur það ver- ið þeim næg ástæða til þess að úrskurða að „hið ranga" skyldi ekki fá túlkun, ekki fá málflutn- ing eða einfalda frásögn á ís- landi. Það má segja að þeir menn sem hafa verið þessi sía á ís- landi hafi reynzt ögn staiíniscísk- ir í því að ákvarða fyrir almenn- ing eða hinn almenna flokks- mann, hvað koma skyldi og hvað ekki. Tiltölulega fáir menn á íslandi hafa haft aðstöðu til þess að vera með á nótunum og vita hvað var á kreiki, og manni finnst næ9tum að þeir hafi ekki áttað sig á þeirri ábyrgð sem því fylgir að hafa svona aðstöðu á íslandi, þar sem sárafáir að- ilar stjórna öllu upplýsinga- streymi. Þeir hafa misnotað sér þessa aðstöðu með því að túlka einungis það sem þeim var að skapi í þetta og þetta skiptið, en ekki verið óhlutdrægir flytjendur þess sem var að gerast í heim- inum og þeirra hugmynda og strauma sem voru efst á baugi. Þeir hafa oft valið mjög sér- kennilega, persónulega, — en flutt það heim sem hið eina sem væri á ferli fyrir utan. — í þessu sambandi má minna á þá frægu SÍA-menn og skýrsl- ur þeirra, Ólafur. Ég held að þeir hefðu getað rofið þetta ástand, en þeir fylgdu bara vissri þróun, vissri hefð. Þetta var gamalt og gróið fyrirbæri, hin Iokaða og samsæriskennda um- ræða sósíalista. En jafnval hafa SÍA-menn losað um þetta ástand með því að hafa þó svona opna umrasðu sín á miili. — Já, losað? Komu áhrif SÍA fram að öðru leyti en í SÍA- skýrslunum? Veizt þú, hvort þeirra gætti strax beint innan vinstri hreyfingar á íslandi? — Ég held að áhrif SÍA séu fyrst núna að koma fram, ég held að þau áhrif séu á eftir tímanum, raunverulega, og þess vegna verður sú barátta sem núna á sér stað á íslandi eiigin- lega barátta í fyrsta skipti, vegna þess að SÍA-hópurinn náði ekki áhrifum á réttum tíma. — Þessi hugmyndafratðilega umræða eða þau áhrif sem þeir hafa valdið, þeir hugsuðu sér aildrei að hún yrði opinber? — Ég held ekki, ég held að sú umræða hafi verið mjög mik- ið inn á við, en hún þurfti nátt- úrlega að beinast meira út á við. — Við megum kannski þakka Heimdellingum fyrir að hafa gefið út skýrslurnar? — Já, ég held að feimni vinstrimanna við SÍA-skýrslurnar sé alveg ástæðulaus og ég held líka að menn geti lesið SÍA- skýrslurnar sér til þroskunar að því leyti að vinstri umræða verð- ur að vera mjög opin, og að því leyti megum við þakka Heim- dellingum, hreinlega, fyrir að hafa gefið þetta út. — Það er mjög merkilegt að þeir virðast fullkomlega hafa gefið þessar skýrslur út í því trausti að þær væru mikil bomba; þeir hafa ímyndað sér að þetta yrði mjög hæctulegt og afdrifaríkt högg á íslenzkan sósíalisma, ef þær kæmu fyrir aiLmenningssjónir, en áreiðanlega aldrei ímyndað sér að þetta yrði prógressíft og jákvætt fyrir ís- lenzka vinstrihreyfingu í fram- tíðinni að fá SÍA-skýrslur út- gefnar. — Ég held, ef við hugsum um SÍA-skýrslumar sem fram- tíðarþætti í íslenzkri stjórnmála- umræðu, þá hafi það verið mjög ranghugsað af hægri mönnum að gefa þær út, vegna þess að til lengdar hljóta þær að hafa þau áhrif, að vinstri umræða á íslandi verður miklu opnari, og það, að umratða verður opnari, gerir hana miklu árangursríkari. Enn um SÚR — Svo við snúum aftur að SÚR, Ólafur, þá væri kannski gaman að heyra nánari skýring- ar á þeim samtökum hjá þér, því að ég býst við að lesendum Þjóðviljans sé að mestu leyti ó- kunnugt um þessi samtök sem virðast vera í uppsiglingu. — Já, það er í smttu máli, að ungt fólk finnur að það er erfitt að gefa út ný skáldverk á ís- iandi, beinlínis orðið'ómqgulegt í mörgum tilvikum, og þetta framkallar þau viðbrögð, að unga fólkið fer að hugsa upp nýjar leiðir til þess að koma út sín- um hugverkum og svo að hinu leytinu fer það að íhuga hvaða aðstæður búa til það ástand að erfitt er að koma út skáildverk- um og þessi skáldverk svo lítið lesin ef þau samt komast út. Til að byrja með virðist talsverður áhugi á því að gefa út skáldverk skipulega og sameiginlega á ann- an hátt en tíðkazt hefur, en um leið gætu þessi samtök orðið mjög frjór umræðugrundvöllur um bókmenntir og listir al- mennt, en ekki sízt um fjöl- miðlun sem er orðin mjög mikil- vægur þáttur í öllum nútíma- þjóðfélögum. Fjölmiðlun er ekki lengur dægrastytting eða þjón- ustufyrirbrigði, heldur er hún beinlínis orðin framleiðsluþáttur sem hefur mótandi áhrif á þjóð- félagið sem skapaði þessa fjöl- miðla. Vafalaut má í framtíð- inni búast við stökkbreytingum á afstöðu basði þeirra sem nú eru eingöngu hlustendur og áhorf- endur og svo hinna sem munu starfa við þessi tæki. Og það má einmitt búast við því, að mikið af því fólki sem aðallega hefur tileinkað sér ritmál fram að þessu, það eigi alveg jafn auð- velt með að tileinka sér þæt tjáningaraðferðir og nýjar að- ferðir sem munu verða notaðar í fjölmiðlum framtíðarinnar. Þetta eru sömu kenndirnar sem liggja að baki því, að fólk vill koma sér og skynjun sinni á framfæri gegnum ritmái, nota þann tjáningarmiðil, og að vilja nota fjölmiðlana á skapandi hátt. Ef vel heppnast getur verið að styrkur saimtaka einsog SÚR geti einmitt legið í því að tengja þetca fólk sem þarf verulega að fá botn í sín mál, hittast og þekkja hvert annað. Að öðru Ieyti þætti mér gaman að vona, að SÚR gæti orðið mjög frá- brugðið gömlum Iistamannasam- tökum á þann hátt, að það yrði miklu opnara gagnvart almenn- ingi, teldi innan sinna vébanda eða hefði á sínu áhrifasvæði fóáík sem ekki beinlínis býr til skáld- verk eða starfar við fjölmiðla eða hvað það nú verður, reyndi semsé að tengja listsköpun aftur almenningi. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt fyrir okkur að ná lífrænu og eðlilegu sam- bandi við almenning, og það krefst þess auðvitað að við reyn- um að koma til móts við al- menning. — Hvað mundir þú þá telja fyrsta skrefið í 9tarfsemi sam- taka einsog SÚR, ef þau komast á fót, Ólafur? — Ja, eftir að heyrzt hafa jákvseð orð frá a.m.k. 25 manns, virðast strax vera ákaflega skipt- ar skoðanir um þetta, það eru mjög ákveðnar línur sem menn vilja fara eftir. Svo það er erf- itt að leggja svona samtökum lífsreglurnar áður en þau hafa fundið samstöðu um ákveðin mál. Mér finnst merkilegt að fram hefur komið alveg ákveðin marxistísk lína annars vegar og hinsvegar hreinskilin íhaldssöm lína, 9em framleiða vill bók- menntir á sama hátt og gert hefur verið og dreifa þeim á sama hátt, og búast fylgjendur hennar við því, að lesendur muni að lokum fást til þess að lesa „venjuiegar" bókmenntir aftur. Hér er sannarlega komið efni til þess að ræða innan ein- hvers hóps eða samtaka, skoð- anaskipti um þetta efni gætu brugðið Ijósi á fleira en bless- aðar bókmenntirnar, Lýst eftir rannsókn — Telur þú Kristinn, að nú- tímamaðurinn í Vestur-Evrópu sýni bein úrkynjunarmerki, — finnst þér hann kominn á ranga braut andlega, og getur þú rissað upp einhverjar línur að breytingum á manneskjunni? Áhugi á alvarlegum bókmennt- um hefur vafalaust farið minnk- andi á íslandi, getur það verið afleiðing einhverrar breytingar, villivega sem manneskjan er komin á? — Ég held að það sé mjög erfitt að setja dæmið upp þann- ig að fólk sé á einhverri á- kveðinni braut. Það er einmitt skotturinn á ákveðinni braut sem er aðalvandamálið, vegna þess að áhrifin eru of fjölþætt, — streymið úr fjölmiðlunum er alltof mikið og heUist yfir fólk. íslendingar hafa ekki hæfileika til þess að ræða neitt ákveðið mái, ÖII rökræða á íslandi fer út í skæting og menn tala aldrei saman á einum og sama grundvdli, þetca er einhver tízka sem hefur eyðilagt alla umræðu á íslandL — Þú heldur að það sé hægt að breyta þessu núna? — Ég vona það, ég vona í það minnsta að vinstri umræða á íslandi geti komizt út úr þeim ógöngum sem hún hefur verið í. Menn vita raunverulega ekki hvar þeir standa. Þetca hefur boðið því heim að menn hafa gerzt borgaralegir án þess að vita af því. Ég mundi telja að öll vinstri þróun á íslandi ein- kennist af því hvemig hin upp- hafiega hreyfing verður alltaf borgaralegri vegna áhrifa frá þjóðfélaginu, og sú eina hugs- anlega mótspyrna sem værifólg- in í innri umræðu samtakanna og skilgreiningu á þjóðfélaginu, hana vantar. —> En finnst þér ekki dálítið vanta á íslandi að gerð sé grein fyrir ýmsum hreyfingum og hugsunum sem eiga sér stað í heiminum? Mér finnst að tilís- Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.