Þjóðviljinn - 02.07.1972, Qupperneq 7
Sunnudagur 2. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7.
Guðmundur G. Þórarinsson, formaður SSt hefur ekki átt náðuga daga
undanfarnar vikur. Er við litum inn á skrifstofu Skáksambandsins i
vikunni, sleppti hann varla simtólinu, og honum til aðstoðar var þessi
fallega stúlka, og hún komst heldur ekki úr simanum eitt augnablik.
Skákeinvígi aldarinnai
Undirbúningur þess og aðdragandi hefur verið einhver
sá erfiðasti og sérstœðasti sem vitað er um.
Það mun álit manna, sem bezt
þekkja til, að HM-einvigi þeirra
Spasskis frá Sovétrikjunum,
núverandi heimsmeistara, og
Bobby Fischers frá Banda-
rikjunum, sé skákeinvigi
aldarinnar, og sumir segja ein-
vigi allra tima. Hvort heldur er,
þá er það vist að aldrei fyrr i
sögunni hefur annað eins gengið á
við að koma skákeinvigi af stað
og að þessu sinni. Sjálfsagt er
öllum hér á landi i fersku minni
allur aðdragandi einvigisins, sem
á að hefjast i dag, en hér verður
reynt að lýsa undirbúningi þess i
stórum dráttum. Eftir að
Fischer hafði unnið þá Bengt
Larsen, Tæmanoff og Petrosjan
með einstæðum glæsibrag, lét
FIDE, Alþjóðaskáksambandið,
gera tilboð i að halda þetta einvigi
þeirra Spasskis og Fischers. Eins
og menn eflaust muna var Island
með eitt af hæstu tilboðunum i
þetta einvigi, og þannig æxluðust
máiin, að Júgóslavar, sem i upp-
hafi höfðu hagstæðasta tilboðið,
voru útilokaðir frá að halda ein-
vigið einir, vegna þess að Spasský
neitaði að tefla þar, og einviginu
var skipt á milli Belgrad og
Reykjavikur. Þá var komin
þykkja i Júgóslava, og þeir
heimtuðu tryggingu fyrir þvi að
Fischer kæmi til einvigisins.
Þegar sú trygging fékkst ekki,
gengu þeir frá að halda það að
hálfu og þar með, eftir langt
samningaþóf, fékk lsland eða
réttara sagt Skáksamband
lslands allt einvigið. Mikið hafði
að visu gengið á áður en það var á
hreinu. En i algrófustu dráttum
gengu málin svona fyrir sig.
Þegar hér var komið og ákveðið
var að allt einvigið færi fram hér,
hófst hinn mikli undirbúningur
þess. Flestir töldu timann alltof
skamman og vissulega var hann
þáð, enda hefur margt verið hér á
siðasta snúning allt fram á
þennan dag.
Að visu var búið að ganga frá
ýmsu hér heima löngu áður en
ákveðið var að einvigið færi hér
fram. Má þar sem dæmi nefna, að
búið var að tryggja Laugardals-
höllina, gistingu fyrir
keppendurna, farþegaflutninga
og margt fleira. Hins vegar
breyttist þetta nokkuð þegar ein-
vigistiminn breyttist. Fyrst var
fyrirhugað að einvigið færi fram i
vor, en vegna allra þeirra
vandræða sem upp komu var
ákveðið að einvigið færi fram i
sumar
Nú siðustu v ikurnar hefur mikið
gengið á. F'orráðamenn Skák-
sambands Islands hafa ferðast
erlendis og haidið blaðamanna-
fundi, staðið i samningum við
hina og þessa aðila um sölu á nær
öllu sem að þessu einvigi snýr.
Sala einkaréttar á kvikmyndun,
ijósmyndasölu, sjónvarps-
sendingum, fréttasendingum,
hver fengi að borga miljón fyrir
að gefa skákklukkuna, og sala á
bókstaflega öllu sem að einviginu
snýr.
Tryggja þurfti húsnæði fyrir þá
gesti sem koma mundu til að
fylgjast með einviginu, einbýlis-
hús handa keppendunum fyrir
utan sviturnar á Hótel Sögu og
Hótel Loftleiðum, gera þurfti
miklar breytingar og lagfæringar
á Laugardalshöllinni ef hún ætti
að fullnægja þeim skilyrðum sem
sett voru til að einvigið gæti farið
þar fram. Opna þurfti skrifstofu
til að vera miðstöð alls þess sem
um var að vera.
Undanfarna daga hefur þessi
skrifstofa verið eins og suðu-
pottur. Allt hefur verið þar á ferð
og flugi. Simarnir hafa verið
rauðglóandi vegna stöðugra
hringinga hvaðanæva úr
heiminum út af hinu og þessu.
Þegar sjálfur heimsmeistarinn,
Boris Spasski, kom svo til
landsins um siðustu helgi jukust
annir Skáksambandsins enn, þvi
að nú þurfti að sinna óskum
heimsmeistarans i hverju sem
var, gæta hans fyrir ónæði blaða-
manna og ljósmyndara, auk
margs annars.
En aðal höfuðverkurinn undan-
farna daga hefur samt verið
áskorandinn, Bobby Fischer,
elzta undrabarn veraldar.
Kemur hann eða kemur hann
ekki, hefur verið spurning sem
allir, sem einhvern áhuga hafa á
skák, hafa verið að velta fyrir
sér. Þá hafa allt i einu komið
fram kröfur frá honum um enn
hærri greiðslur en áður var um
samið og einnig um að hann sætti
sig ekki við v—þýzka stór-
meistarann . Lother Schmidt sem
dómara, og var það þvert ofan i
það sem um hafði verið samið.
Þetta voru bara ein vandræðin
enn frá hendi Fischers og eru þau
þá sennilega orðin óteljandi.
Skákborðið var ekki hvað
minnsti liðurinn i undirbúningi
þessa einvigis. Skáksambandið
ákvað að borðið skildi gert úr
islenzku grjóti, en þegar til átti að
taka varð að fá marmara i hvitu
reitina á borðinu, en i hina svörtu
var hægt að nota islenzkt gabbró.
Þá var sjálft borðið smiðað hér
heima úr massivu mahoni og hafa
menn vart séð glæsilegri grip en
þetta skákborð. Að einviginu
loknu verður þetta borð fært
Þjóðminjasafni fslands að gjöf.
Þá hefur ekki svo litið gengið á
hér á landi siðustu viku vegna
komu tuga erlendra fréttamanna
til landsins. Þeir hafa verið
ánægðir með margt sem að þeim
hefur snúið hér, en þeir hafa lika
verið óánægðir með margt það
sem Skáksambandið hefur gert,
einkum þá ráðstöfun að tak
marka fréttaflutning af
einviginu, og að leyfa ekki
myndatöku við setningu ein-
vigisins.
Þegar þessi skrif berast fyrir
sjónir lesenda er runninn upp
hinn mikli dagur. Skákeinvigið
um heimsmeistaratitilinn hefst i
dag. Úr þessu þýðir ekki að vera
með neinar vangaveltur um eitt
eða annað. Fyrsta leikinn i 24ra
skáka einviginu á að leika i
Laugardalshöllinni i dag og þar
með er þetta margrædda einvigi
hafið.
—S.dór
Enn um skák-
frímerkið
Sunnudaginn 2. júli n.k. koma
út ný frimerki i tilefni af skák-
einviginu.
Bréfapóststofan, Pósthús-
stræti 5, verður opin þennan dag
frá kl. 9—16, og fer þar fram
venjuleg útgáfudagsstimplun.
Þá verður starfrækt sérstakt
pósthús i Laugardalshöllinni
þar sem sérstakur póststimpill,
helgaður einviginu, verður
notaður.
Pósthúsið i Laugardalshöll-
inni verður opið á sunnudaginn
frá kl. 9—16 fyrir almenning, en
siðar um daginn verður það ein-
göngu opið fyrir gesti skák-
mótsins.
Smurt brauð
Snittur
Brauðbær
Sími 20-4-90
Það ætti ekki að væsa um „undrabarnið” Fischer i þessum vistlegu stólum fyrir framan skákborð i
DAS—húsinu.