Þjóðviljinn - 02.07.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11. I minningu Sigríðar Þorgrímsdóttur frá Laugamesi F. 28. febrúar 1911. D. 25. júni 1972. Við óvænt fráfall Sigriðar frá Laugarnesi, þeirrar ágætu konu, sækja minningar frá bernsku- og uppvaxtardögum þaðan innan að sterkt á hugann. Ekki var ónýtt fyrir ungan dreng að kynnast opnum huga rausnarheimili þeirra hjóna Ingi- bjargar og Þorgrims i Laugar- nesi, foreldra Sigriðar. Gestrisnin og ljúfmennskan mótuðu heimilisbraginn. Þar voru allir velkomnir. Börnin þeirra voru mörg, öll vaxin úr grasi utan Gestur, þegar hér var komið, en meira og minna tengd heimilinu. Þau tóku i arf beztu eiginieika foreldra sinna. Sigriður var hóglát stúlka um tvitugt og starfaði, þegar ég man fyrst, i verzlun á horni Laugar- nesvegar og Sundlaugavegar, sem þau systkin ráku i félagi við föður sinn. Sigriður var dugandi verzlunarmaður. Um þetta leyti giftist hún Eiriki Magnússyni kennara, einúm af stofnendum Máls og menningar. Reistu þau bú gegnt Laugarnes- bænum, að Laugarmýrarbletti 33, og bjó Sigriður þar lengst af sið- an. Eirikur var eitt mesta göfug- menni, sem ég hef kynnzt. Hann var kennari minn siðustu árin i barnaskóla. Laðaðist ég að þeim hjónum og var mjög elskur að heimili þeirra. Þangað var svo gott að koma og ljúft þar að dvelj- ast daglangt og oft fram á kvöld. Lyndiseinkunn þeirra hjóna skapaði þann heimilisbrag, að erfitt var frá aö hverfa. Veit ég enga mér óvandabundna, sem ég á eins mikið að þakka frá ung- lingsárunum. Eirikur var borinn æskulýðs- leiðtogi. Hann starfaði mikið með okkur nemendum sinum utan kennslunnar, — skipulagði sýningar og skemmtanir, svo að foreldrar mættu kynnast skóla- starfinu betur og afla um leið nokkurs fjár i ferðasjóð. Hann kom þvi til leiðar, að við, fyrsti fullnaðarprófsárgangur Laugar- nesskólans, tókumst ferð á hend- ur i miðri kreppunni allt norður að Mývatni, og þykist ég vita, að pyngja þeirra hjóna hafi ekki þyngzt við þá ferð. Sú ánægja og gleði, sem förin veitti börnunum, var þeim hjónum umbun að skapi. Ferðin er ein fegursta minning bernskuára minna. Hér lauk ekki tryggð þeirra við þennan hóp. Við stofnuðum Ung- mennafélagið Byrjanda að áeggjan Eiriks, og þau lánuðu okkur land undir kartöflugarð og aðgang að húsi sinu til funda- halda, hvenær sem óskað var. A heirhilí þeirra komu margir ungir menntamenn. Man undir- ritaður fáar unaðsrikari ánægju- stundir frá þeim árum en að fá að teyga i sig orðræður þeirra og hjónanna. Eftir á hefur mig oft furðað á, hve umburðarlynd þau voru við mig og góð að taka mig sem einn af heimilismönnum löngum stundum. Þau eignuðust einn dreng, Þorgrim, ágætan og elskulegan, sem siðar nam verkfræði og vinn- ur viö þau störf hér i Reykjavik. Sá skuggi hvildi á þessu yndis- lega heimili, að Eirikur var oft heisuveill. Hann lézt eftir langa vanheilsu og þunga legu haustið 1941. Mikill harmdauði öllum, sem hann þekktu. Sárastur var söknuður ungu ekkjunnar og litla drengsins, en mörgu öðru barni og unglingi glitraði tár á hvarmi og fannst heimurinn sortna, — sól skjótt hafa brugðið sumri. Sigriður vann bug á hörmum sinum, og kom nú enn i ljós atorka hennar og dugur. Hún setti á fót bókabúð, þá fyrstu i Laugar- neshverfinu, og verzlaði um margra ára skeið. Drengurinn óx og varð hvers manns hugljúfi. Alltaf stóð heimili þeirra opið þeim, sem áð- ur höfðu þangað sótt. Á Kirkjusandi, neðan Laugar- nesvegar, voru tvær fiskvinnslu- stöðvar á fyrrnefndum árum, Ytri- og Innri-Kirkjusandur. Þar voru miklir fiskreitir-og fiskurinn sólþurrkaður. Húsmæður i nágrenninu, svo og unglingar, störfuðu mikið að þessari verkun auk nokkurra karlmanna. A sumrum var einkum þörf fyrir aukinn vinnukraft. Verkstjórar voru þar dugandi menn. A Innri sandinum var Valdimar Þórðar- son verkstjóri um 1930, ungur að árum og kappsfullur athafna- maður. Hann sýndi nokkrum börnum þann skilning á athafna- þörf þeirra að lofa þeim að taka þátt i starfi þeirra fullorðnu, þótt ekki væri það til flýtisauka alla tið. Af ljúfmennsku sinni leyfði hann mér að amstra hjá sér frá 8 ára aldri um fimm ára skeið. Skömmu fyrir miðja öldina hafði Valdimar orðið fyrir mikl- um áföllum, misst kon u sina og einkason og var ekki heill heilsu. Þau Sigriður settu bú saman, og þótti mér þá, sem hún hefði ofið saman tvo þætti úr lifi minu, þann sem veitti mér fyrstu starfs- fræöslu, og þann, sem stutt hafði bezt að andlegum þroska minum. Þau Valdimar eignuöust einn son, Þórð, sem færði þeim báðum mikla gleði. En brátt tók heilsu Valdimars að hraka og stundaði Sigriður hann af umhyggju og ástriki i löngu sjúkdómsstriði. Arið 1959 stendur hún enn uppi ekkja með annan föðurlausan dreng. Mikil harmabót var henni að veita drengjunum sinum frá- bæra umönnun og starfa auk þess utan heimilis af sama dugnaði og fyrr. Hún unni sér aldrei hvildar. Fyrir nokkrum árum lét likaminn undanþessu mikla álagi. Sigriður veiktist alvarlega, en með þeirri þrautseigju, sem henni var svo töm, tókst henni að mestu að vinna bug á lömuninni, sem hún varð fyrir. Virtist nú Iifið geta gefið henni nokkrar rósir, þár sem hún sat i búi sinu ásamt vöxnum sonum. Átt náðuga daga, eftir að hafa dugað þeim svo vel. En skvndilega sækir hana sami sjúkleiki og áður. Það er þó sem hún ætli meö seiglúnni góðu að vinna bug á honum, en nú var þrekið brostið. Hrærðum hugaþökkum við þér alla tryggðina og sérstaka vináttu við börnin, vottum sonunum þin- um og öllu þinu ágæta fólki dýpstu samúð. Sólarbirtan minnir okkur á þann y 1, sem þú varst svo rik af, hljóðlát kyrrð sumarnæturinnar á hógværð þina. — Hjálmar ólafsson. KENNARAR! KENNARAR! íslenzkukennara vantar við Gagnfræða- skólann á Akranesi. Forskólakennara vantar við Barnaskól- ann á Akranesi. Söngkennara vantar við Barnaskólann á Akranesi. íþróttakennara stúlkna vantar við Barna- og Gagnfræðaskólann á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 15. júli. Upplýsingar gefur form. fræðsluráðs Akraness, Þorvaldur Þorvaldsson simi 93 —1408. Fræðsluráð Akraness. Lögreglumannsstarf Laust er til umsóknar starf lögreglu- manns i lögregluliði Kópavogs. Upplýsingar gefa yfirlögregluþjónar Lögreglustöðinni, Digranesvegi 4( Kópa- vogi. Umsóknarfrestur er til 31. júli 1972. Lögreglustjórinn i Kópavogi. V.'i ■_■_■_■_■_■_! V. RUSSNESKA SKAKKLUKKAN SPASSKY KLUKKAN NOTUÐ AF ÖLLUM RÚSSNESKU MEISTURUNUM AAest selda klukkan Ótrúlegt verð FÆST VIÐA HEILDVERZLUN EIRÍKS KETILSSONAR, Vatnsstíg 3. - Sími 23472. !■■■■■■■■■■■■■■■■! !_■_■_■ _■_■_! k.s.i. LANDSLEIKURINN fSLAND - DANMÖRK ferframá Laugardalsvellinum mánudaginn3. júli og hefst kl. 20.00 Dómari: A. Mackenzie frá Skotlandi Linuveröir: Guðmundur Haraldsson & Hannes Þ. Sigurðsson Verð aðgöngumiða: Kl. 19.15 Sala aðgöngumiða stendur yfir úr sölutjaldi við Út- vegsbankann. A mánudag i Laugardal frá kl. 16.00 Sæti kr. 250.00 Kvennaknattspyrna: Armann .... i.A. Stæði 150.00 Börn fá ekki aðgang að stúku, nema gegn stúku- Barnamiðar 100.00 VALLARGESTIR ALLIR SAMTAKA NÚ. m iða. Látum „ÁFRAM ISLAND" endurhljóma frá fylkingu þúsundanna, sem hvatningu fyrir íslenzkum sigri. Knattspyrnusamband Islands. S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.