Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 15

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 15
Sunnudagur 2. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15. Áleiðis til almennings Framhald af 5. siðu. lands komi svo lítið brot og undarlegt af því sem talað er um t.d. bara hér í V-Evrópu. Skákir Framhald af 10. siðu. 21. De2 cxd4 22. cxd4 b5 23. Re4 Bxd4 24. Rg5 Bxf2 + 25. Hxf2 Hd6 26. Hel Db6 27. Re4 Hd4 28. Rf6 + Kh8 29. Dxe6 Hd6 30. De4 Hf8 31. g5 Hd2 32. Hfl Dc7 33; Hxd2 Rxd2 34. Dd4 Hd8 35. Rd5 Kg8 36. Hf2 Rc4 37. He2 Hd6 38. He8 Kf7 39. Hf8 + Og Fischer gafst upp. Stór stund Framhald af bls. 1. mannganginn sex ára gamall og hefur hann siðan óslitið stundað skákina af fádæma áhuga. Hann var undrabarn i skák og sumir segja hann enn stórt barn, sem ekkert hugsi um nema skák og peninga. En hvað um það, hann er óumdeilanlega einn af fremstu skákmönnum heims i dag og það verður fróðlegt að fylgjast með þessu einstæða skákeinvigi sem hér fer fram næstu tvo mánuði þvi að þetta er i fyrsta sinn siðan 1946 að það eru ekki tveir sovézkir stórmeistarar sem keppa um heimsmeistaratitilinn. í tilefni af heimsmeistaraein- viginu birtir Þjóðviljinn i dag 4 siður um skák, einvigið og allar skákir þeirra Fischers og Spasský. Sdór. ísafjörður Framhald af bls. 1. fastmælum bundið, þvi Frjáls- lyndir voru með fund þá um kvöldið, þar sem þeir ætluðu væntanlega að taka afstöðu til málsins. í lok þessa viðræðufundar ósk- aði foringi Frjálslyndra, Jón Baldvin, eftir þvi, að Alþýðu- flokksmennirnir yrðu eftir. Maður vissi nú ekki hvað undir þvibjó,ekkibeinlinis, en það kom svo á daginn, að þá var hann ein- mitt að tala um það við þá, að fá þá til samstarfs með Frjálslynd- um við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir þvi sem Frjálslyndir segja, var siðan samþykkt á fundi hjá þeim, með miklum meirihluta atkvæða að óska eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um meiri- hlutamyndun, og að fá Alþýðu- flokkinn með í. púkkið. Alþýðuflokknum barst svo bréf frá þeim daginn eftir. Siðan gerist það, að Jón Baldvin veður um bæ- inn og talar við ýmsa Alþýðu- flokksmenn, og grátbiður þá að koma i þetta samstarf með ihald- inu. Lét Jón Baldvin meðal ann- ars i veðri vaka, að þetta væri einn liður i sameiningarmálinu. Krötum þótti sem svo, að samein- ingarmálin ættu nú ekki að fara fram i faðminum á ihaldinu. Þá er haldinn fundur hjá Alþýðuflokksmönnum ' i gær og stóð hann fram á nótt, en ekkert mun hafa gerzt þar eftir þvi sem ég hef komizt næst. Kosningu i nefndir var frestað til næsta fundar, sem haldinn verður væntanlega á fimmtudag- inn kemur. Þessi frestun á nefndarkjöri var borin upp af ihaldinu og Frjálslyndum, en næsta náið samstarf hefur verið með þessum flokkum það sem af er kjörtimabilinu. — Heldurðu Halldór, að nauð- synlegt geti orðið að kalla ljósmóður á vettvang, vegna þessarar faéðingar? — Ja, þvi ekki það. Þörfin er fyrir hendi. — úþ Stundum hefur mér fundizt að hin margumtailaða maíbylting í FrakWandi, stúdentahreyfingin og allt það, hafi eiginlega aldr- ei borizt til íslands. Það eru mjög margir þættir sem í sam- bandi við þessi atvik voru tekn- ir til umræðu og endurskoðunar allt í einu. Einhverjir öldutopp- ar náðu til ísiands, en mér finnst við sýnu fátækari eftir. — Já, ég held að maíbylting- in hafi ekki haft nein áhrif á ísilandi nema að því leyti kann- ski, að anarkismi hafi eflzt, eft það held ég hafi ekki verið byggt á neinum sérstökum grundvelli. — Já, manni finnst að þessi anarkismi í mörgu ungu fólki sé mjög tilfinninigalegur og ekki . . . — Já, já, hann er tilfinn- ingalegur og skki byggður á neinum grundvelli, heldur er þetta einhver tilfinning sem knýr fólkið út í þetta. — En nú hafa ýmsar hug- myndir anarkista vaðið uppi undanfarið, eða hugmyndir sem rekja má til anarkistisks skiln- ings og afstöðu. Ungt folk vill fara að skipta sér af, lagfæra eða koma baráttu eða byltingu í framkvæmd á þessu sem kölluð hefur verið yfirbygginigin, og það stangast náttúrlega fullkomlega á við marx-lenínistíska hug- myndafræði og barátmaðferðir, sem kennir að ekki gagni að gmfJa í yfirbyggingunni meðan hinir efnislegu og efnahagslegu þættir séu óbreyttir í auðvaLds- skipulaginu. Og kannski er mjög varasamt að gleypa hráar hug- myndir og sensasjónir í sam- bandi við sambýlishætti, list- starfsemi og fjölmiðlun o.fL — Jú, þetta er alveg satt, öll slík uimræða hlýtur að byggjast á mjög konkret rannsókn á þjóðfélagsaðstæðum og það er eimmitt það sem vantar á ís- Iandi, að framkvæma marxist- íska rannsókn á því þjóðfélagi sem er fyrir hendi og eftir það er hægt að fara að rasða um hlutina. — Eitt fyrirbæri er mjög ein- kennandi á íslandi: að við eig- um enga nútímasögu skráða, Flestar þjóðir geta nokkum veginn áttað sig á þeirri sögu sem þar hefur orðið efir alda- mót. Við ungir íslendingar verð- um að tileinka okkur þessasögu okkar á skotspónum á kaffihús- um, hvergi hægt að lesa neitt af viti, sjá hlutlausar lýsingar, greinargerðir eða skilgreiningar á stjóðrnmálaþróun eða jafnvel bara byggðaþróun á íslandi frá aldamótum. Við vitum aðmörgu leyti ákaflega lítið um þetta þjóðfélag eða þá áhrifaþætti sem hafa verið þar um áratugi. — Þetta er hverju orðisann- ara, og ég held að nú sé ein- mitt þörf á því að nokkuðmarg- ir hópar slái 9ér saman; bæði þjóðfélagsfræðingar, sálfrasðing- ar, hagfræðingar og arkítektar, þyrftu að koma saman og fram- kvæma rannsókn á hvernig ís- lenzkt þjóðfélag hefur þróazt á þe9sari öld. Ég held að það gæti verið mjög uppbyggjandi fyrir íslenzka vinstristefhu. Glötuð tœkifæri Framhald af 10. siðu. Reshevsky (svart) h6, og þegar Fairhurst svaraði með Dh5 svar- aði Bandarikjameistarinn með H- f8. Þarna og reyndar i næstu þremur leikjum sá hvorugur meistarinn það, að Svartur gat unnið umsvifalaust i þessari stöðu og þar að auki kröftuglega og með glæsibrag. Með þekktari dæmum um skák- blindu kom fyrir i skák sem von Popiel og Marco tefldu i Monte Carlo 1902. (Stöðumynd 2.) Marco átti leik og þar sem hann taldi sig vera búinn að tapa manni, gafst hann upp með kurt og pi. Honum ' yfirsást að hann gat neyti aild- stæðinginn til uppgjafar i næsta leik. Hvaða leik? Það hlýtur að hafa verið beizkur biti fyrir Marco að hafa ekki tekið eftir jafn augljósum leik og B-g8, en það var of seint. En hvað sem Marco hefur iðr- azt hlýtur það að vera léttvægt hjá þvi. þegar úrslitin i mikilvæg- asta skákmóti sins tima voru komin undir einni skák og þegar hinn mikli Tsjigorin sem hafði hvitt gegn hinum jafnvel enn meiri Steinitz missti af vinningi vegna ótrúlegrar yfirsjónar. (Stöðumynd 3.) Hérlék hann B-b4 og hafði ekki komið auga á mát i tveimur. i skák milli tveggja fyrrverandi heimsmeistara Max Euwe og Emanuei Lasker (hvitur) 1936 urðu Euwe á mistök svo ,,æp- andi” að jafnvel hinn auðmjúk- asti skákahugamaður átti að skammast sin fyrir. i þessari stöðu (stöðumynd 4.) lék Lasker K-d3 og i stað þess að færa riddarann eða valda hann lék Euwe B-a5. Hvers vegna tap- aði hann þar með manni og skák- inni i örfáum leikjum? Þing myndíðakennara Dagana 4— 9. júli n.k. halda norrænir myndiðakennarar þing á Reykjavik. Slik þing eru haldin árlega, til skiptis á Norður- löndum. Hér er raunverulega um námskeið að ræða, Hver þjóð kynnir námsefni sitt i fyrirlestra- formi og verklegri vinnu, þar sem þingfulltrúar skiptast i starfs- hdpa undir leiðsögn kennara frá hverju landi. Með þessu fyrirkomulagi er leitazt við að koma á gagnkvæmri kynningu á námsefni og kennslu- háttum i myndiðagreinum á Norðurlöndum. Þingið munu sækja 70 erlendir kennarar og um 30 islenzkir, auk gesta. Af þessu tilefni verður opnuð sýning á myndlist og handavinnu barna og unglinga i Norræna húsinu. Verðbréfalán í gær, 29. júni, var lokið i Sviss útboði á bréfaláni rikissjóðs að fjárhæð 25 milljónir svissneskra franka. og gekk sala bréfanna vel. Lánið er tekið i þvi skyni að breyta stuttum lánum rikissjóðs vegr.a Stpaumsvikurhafnar i löng lán, en leigugreiosiur Islenzka ál- félagsins af Straumsvikurhöfn munu standa undir vöxtum og af- borgunum af láni þessu. Vextir af láni þessu er 5 3/4 á- ári, en útboðsgengi 100%. Kostnaður vegna útboðsins og lántökuskattar i Sviss nemur nálægt 5 % . Lánið endurgreiðist á 12 árum, og munu greiðstur af láninu falla mjög saman við um- samdar leigugreiðslur islenzka álfélagsins af höfninni. Bókavelta Dregið var i bókaveltu Rit- höfundafélags lslands 16. júni siðast liðinn. Var það i annað sinn, sem dregið er i bóka- veltunni. Þessi númer fengu vinning: 19 — 22 — 428— 436 —443 —484 —574 — 706 — 800 — 803. Þriggja vinninga er enn óvitjað frá drættinum 15. desember, en þeir eru: 666 — 402 — 706. Vinninga sé vitjað, að Mávahlið 22, 2. hæð. Simi 19287. Norðmenn á móti EBE Framhald af bls. 16. móti. t öðrum bæjum reyndust 46 af hundraði á móti og 35 með. Ef litið er á skiptinguna eftir stjórnmálaflokkum eru tölurnar þannig: Miðflokkurinn: 87 af hundraði á móti og 6 með. Kristilegi Þjóðar- flokkurinn: 74 á rnóti og 14 með,. Sósialiski Þjóðarflokkurinn: 91 á móti og 9 nieð. Vinstri flokkurinn: 50 á móti og 34 með. Verkamannaflokkurinn: 42 ó móti og 41 með. Kommúnista- flokkurinn: allir á móti. Hægri flokkurinn: 83 með og 13 á móti. Spurt var einnig að þvi, hvort við- komandi myndi greiða atkvæði um aðildina að Efnahagsbanda- laginu i þjóðaratkvæða- greiðslunni i september, og sögðust 73 af hundraði örugglega greiða atkvæði, 5 af hundraði sögðust ekki greiða atkvæði, 21 af hundraði var i vafa og 1 af hundraði svaraði ekki spurningunni. TANNVERNDAR- SÝNING í Árnagarði 28/6 - 2/7 opin daglega kl.14-22 Frá Iðnskólanum í Hafnarfirði Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer fram i Iðnskólanum við Mjósund mánud. 3. júli og þriðjud. 4. júli n.k. kl. 18. - 22 báða dagana. Nýir nemendur hafi með sér nafnskirteini og afrit prófskirteina. Skólinn tekur til starfa i nýjum húsakynnum um miðjan september n.k. Fyrirhugað er að starf- rækja á næsta skólaári verkskóladeild fyrir málmiðnir og verður innritun i þær deildir auglýst siðar. Skólastjóri I viiuwqftSKAiiNn eguj FEItÐAMENN Margskonar grill-réttir, steitar kartöflur, salat og súpur. Kaffi, te, mjólk, smurbrauð og kökur. Fjölþættar vörur fyrir ferðafólk m.a. Ijósmyndavörur og sportvörur. — Gas og gasáfyllingar. — Benzin og olíur. — Þvottaplan. — Verið velkomin i nýtt og fallegt hús. VEITINGASKÁLINN BRÚ, Hrútafirði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.