Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 21. júli 1972 in, en þá voru skritstolurnar lok- aðar. Auk hans biðu tveir aðrir eftir að fá tækifæri til að borga. Atvinna þessa manns býður ekki upp á að hann geti tekið sér fri til að fara á bæjarskrifstofurn- ar, en þær eru oþnar frá 8.30 á morgnana til klukkan 12.00, og frá klukkan 13.00 — 15.00. Vinnu mannsins lýkur hins vegar ekki fyrr en klukkan fimm. Fæstir þeirra sem vinnu stunda eiga gengt úr vinnu á þeim tima sem skrifstofur eru opnar, og hlýtur það að vera lágmarks- krafa, að þegar fólki er hótað svo stift, borgi það ekki gjöld, að hafður sé þá að minnsta kosti einn maður á vakt eftir venjulegan vinnutima verkafólks, eöa fram til klukkan 19.00 á kvöldin. Þá sakaöi ekki að ein manneskja tæki á móti greiðslum i hádeginu. Þaö sakar ekki að geta þess undir lokin, að meirihluti bæjar- stjórnar Kóþavogs, framsókn og ihald, hafa ákveðið 50% álag á fasteignaskattinn, og nýverið fengið upp i hendurnar jáyrði félagsmálaráðherra við beiöni um 10% aukaálag á útsvar bæjar- búa. Væri ekki hægt aö nota eitthvað af umframálögunum til að greiða manneskju aukavinnu við að taka á móti greiðslu á gjöldum i hádeginu og fram til 7 á kvöldin? spurði Kópavogsbúinn. Staka Þessa stöku fékk blaðið senda. Svartur mikinn metnaö á, mun þaö ekki hrakiö. Kyrir Hvit hann loksins lá og lagöi sig á bakiö. Aðvörun til gjaldenda í Mosfellshrepp um innheimtu dráttarvaxta F.rá og með 1. ágúst 1972 verður beitt ákvæðum laga no. 8/1972, um innheimtu dráttarvaxta af útsvörum, aðstöðugjöld- um og fasteignasköttum. Er þvi öllum þeim,sem skulda Mosfellshreppi framan- greind gjöld frá árinu 1972 eða eldri, bent á að greiða skuldir sinar fyrir 1. ágúst n.k. og siðan reglulega á gjalddögum, ella verði þeir að greiða dráttarvexti lögum samkvæmt. Sveitarstjóri. Sumarnámskeið í heimilisfræði Heimilisfræðinámskeið fyrir börn, sem lokið hafa barnaprófi 1972, verður haldið dagana 1. — 29. ágúst, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald (efnisgjald) er kr. 1500.00 og greiðist við innritun. Innritun og upplýsingar i fræðsluskrif- stofu Reykjavikur, dagana 24. og 25. júli, kl. 13.00 — 16.00. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Hugheilar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför FRIÐGEIRS GUÐMUNDSSONAR Aðalstræti 29, Patreksfirði. Þuriður Þorsteinsdóttir, börn og tengdabörn. Er ekki hægt að komast hjá lögsókn í Kópavogi? Kópavogskaupstaður auglýsir nú í gríð og erg, að komi fólk ekki tímalega til að greiða fasteignaskatta sína, muni það beitt hörðu, og geti átt von á lögsókn. En hvenær dagsins eiga Kópavogsbúar að greiða skattana sína? Einn ágætur innbyggjari Kóþá- vogs hringdi hingað á blaðiö i gær og kvaðst vera i stökustu vand- ræðum með að greiða gjöld sin. Hann hafði fariö i hádeginu á fimmtudaginn til að greiða gjöld- Kosningar nálgast i Vestur-Þýzkalandi: Ráða flokkar utan þings úrslitunum? Þegar er farið að spá í úrsiit væntanlegra kosn- inga i Vestur-Þýzkalandi. Og ríú vill svo til að örlög tveggja smárra flokka, yzt til vinstri og hægri, geta ráðið miklu um hvaða meirihluti skapast á þinginu i Bonn. Eins og fram kom þegar samningarnir við Austur- Evróþulöndin voru til athugun- ar er munur á þingfylgi stjórn- arflokkanna, Sósialdemókrata og Frjálsra demókrata, og stjórnarandstöðunnar — Kristi- legra demókrata — afar litill. Fleiri flokkar eiga ekki þing- sæti, þvi að flokkur þarf að fá minnst 5% atkvæða til þess. Ný- nazistar áttu um skeið þing- menn á þingum ýmissa sam- bandsrikja Vestur-Þýzkalands, en þeir komust aldrei á þingið i Bonn og hafa tapað öllum sæt- um á rikjaþingum. En nú hugsa þeir sér til hreyfings, og stjórn- arflokkarnir vona heitt að þeir geti rænt eins og 3—4% atkvæða af Kristilegum demókrötum, en það gæti dugað til að stjórnin héldi velli. 1 vor þegar kosið var á þing i Baden-Wiirtenberg drógu ný- nazistar, NDP, frambjóðendur sina til baka, til að styðja kristi- lega, sem þá buðu fram sem harövitugir andstæðingar griðasamninganna við Pólland og Sovétríkin. Seinna drógu Kristilegir demókratar i land eins og kunnugt er og féllust á samninga þessa i grundvallar- atriðum. Nýnazistar og aðrir „hægriróttæklingar” brugðust hinir verstu við og töldu þetta svik hin mestu. Ætla þeir nú að hefna sin á kristilegum með þvi að stela sem mestu af atkvæð- um frá þeim. Aftur á móti vona kristilegir aö þau prósent sem Þýzki kommúnistaflokkurinn fær (og þá frá fólki sem áður hefur kosið sósialdemókrata) dugi til að fella Brandt. Þýzki kommún- istaflokkurinn hefur ekki starf- að lengi opinbérlega, en fyrir- rennari hans, Kommúnista- flokkur Þýzkalands, var bann- aður um langt skeið og hefur ekki verið leystur formlega úr þvi banni. Flokkurinn DKP, er ekki fjölmennur, en mjög vel skipulagður. Honum hefur tek- izt að afla sér mikils trausts á ýmsum vinnustöðum og mjög er algengt að verkamenn kjósi kommúniska vinnufélaga sina i ýmsar trúnaðarstöður. Aftur á móti hefur þetta traust til þessa ekki dugað kommúnistum til kjörfylgis i almennum kosning- um, hvort er til þinga eða bæj- arstjórna, og gjalda þeir þess þá, að vera alveg lausir við gagnrýni á Austur-Þýzkaland ogSovétrikin,svokurteislega sé að orði kveðið. Sósialdemókratar eru einnig hræddir við kjörfylgi kommún ista og eru hálfpartinn farnir að biðja þá um að bjóða ekki fram til að ekki komist á hægristjórn aftur. En formaður flokksins, sem heitir þvi franska nafni Gautier. lætur sér fátt um finn- ast. ,,Þetta er ekki okkar bjór” segir hann. A fundi hjá einum af samtökum nýnazista. Steia þeir kosningasieri af Barzel? Kommúnistum hefur vegnað vel á fundum i verklýðsfélögum og fyrirtækjum, en illa i kosningum. Brandt þarf einnig að óttast andstöðu frá vinstri i eigin flokki. Frá ráðstefnu Ungsósialista. ÓDÝRI MARKAÐ- URINN Herrasokkarnir með þykk- um sóla fyrir sveitta og sjúka fætur. LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644. Áskriftasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.