Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur. 21. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5,
Víðtækar
fj arskipt an j ósnir
af hálfu
Bandaríkj anna
Skýrsla um njósnir
vekur undrun og hneyksli
Bandarisk njósnastoln-
un notar rafeindabúnað
til að hlera öll simtöl og
túlka dulmálsskeyti
sem fram fara ein-
staklinga og stofnana á
rnilli.
Rafeindanjósnir Banda-
ríkjanna eru komnar á svo
hátt stig aö unnt er aö lesa
hvert þaö dulmálstákn sem
Sovétrikin nota, og jafn-
framt er fylgzt nákvæm-
lega með stöðu og tegund
hverrar einustu flugvélar
Sovétmanna og kafbáta
sem flytja eldflaugar —
segir i ágúst-hefti hins rót-
tæka bandariska timarits
Ramparts.
Bandaríska njósnakerfiö
getur hleraö öll símtöl sem
fara fram yfir Atlanzhaf,
til eöa frá Bandaríkjunum,
einnig þau samtöl sem
óbreyttir borgarar eiga.
Njósnakerfi þetta er byggt upp
af Þjóðaröryggisstofnun
Bandarikjanna (skammstafað
NSA) og er hún sú stærsta af þeim
njósnastofnunum sem sérhæfðar
eru i njósnum með rafeindabún-
aði. Grein hins bandariska blaðs
byggir á viðtali við fyrrverandi
dulmálsfræðing i þjónustu NSA,
sem notar dulnefnið Peck.Hann
segir að það sé uppljóstrun
Daniels Ellsbergs á
svokölluðum Pentagon-skjölum
um Vietnam sem fengu hann til
að leysa frá skjóðunni.
Peck segir að það sé dagsdag-
legur hlutur að Bandarikjamenn
fljúgi yfir sovézkt land, enda viti
þeir um stöðu hverrar einustu
flugvélar nema litilla einkaflug-
véla á hvaða augnabliki sem er og
einnig fylgist þeir með öllum
hræringum flotans, svo og þeirra
kafbáta sem búnir eru eldflauga-
vopnum.
Orvinnsla i tölvum.
Það er staðreynd að við getum
leyst öll dulmálstákn og skilið öll
fjarskeyti þeirra, er haft eft-
ir Peck. Við vitum hvar
kafbátarnir eru og hvað hver og
einn af leiðtogum þeirra er að að-
hafast. Yfirleitt vitum við lika
hvað þeir geta gert og hvar allan
herafla þeirra er að finna.
Upplýsingarnar fara sifellt i sam-
hæfingu i tölvum, þeim er haldið
við og þessi vinna er i gangi allan
sólarhringinn.
Njósnavélar eru sendar yfir
sovézkt land og það mega heita
fastar leiöir frá Svartahafi og upp
að Eystrasalti. Flugherinn sendir
vélarnar, en með stuðningi NSA.
Okkar hlutverk er að rannsaka
viðbrögð Rússa, loftvarnir, flug-
her og leynilögreglu. Peck segist
einnig hafa sannanir um njósna-
flug yfir Kina.
Timaritið Ramparts er mjög
þekkt fyrir gagnrýni sina á striðs-
rekstur Bandarikjanna i Viet-
nam. Það segir að Peck hafi
verið i þjónustu NSA um þriggja
ára skeið eftir að hann gekk i
flugherinn 1966. Hann vann m.a. i
tstanbul og i Indó-Kina og var þá
orðinn „dulmálsfræðingur með
starfsreynslu”. t fyrstu hafði
hann verið mjög hrifinn af starfi
sinu,en það breyttist heldur betur
þegar hann sá ástandið i Vietnam
eigin augum.
Njósnaö um vini
sem óvini.
NSA þekkir engin landamæri. -
Sérfræðingar NSA tóku með raf-
eindabúnaði sinum þátt i leitinni
að Che Guevara, kúbanska
byltingarleiðtoganum i Bólivfu,
og þeir hleruðu samtal milli
Kosigfns forsætisráðherra Sovét-
rikjanna og sovézka geimfarans
Komarofs rétt áður en geimfar-
inn fórst við undirbúning að lend-
ingu.
En einnig vinir og bandamenn
verða fyrir forvitni NSA, og er
þar til nefnt bandariska njósna-
skipið I.iberty sem sent var að
ströndum ísraels meðan á 6-daga
striðinu stóð til að hlera öll smá-
atriði i hernaðaráætlun Moshes
Dayans. En hann kunni ekki að
meta aðferðir hinna bandarisku
vina sinna, lét gera árás á skipið
svo að það laskaðist mjög og tugir
Bandarikjamanna létu lifið. En
tæknin sá um að koma njósna-
fréttum áleiðis og fengu þá
Bandarikjamenn að vita að tsra-
elsmenn höfðu i hyggju að sækja
fram til Damaskus og Kairo.
Þetta likaði Bandarikjamönnum
stórilla, og beittu þeir hermála-
ráðherra ísraels þeim þrýstingi
sem dugði til að hverfa frá
þessari áætlun.
NSA-njósnir
eru beztarí
Heimild Ramparts kveður
fjóra fimmtu hluta af öllum þeim
bandarisku njósnafréttum sem
eitthvaö duga koma frá NSA og
vera fengnar með hlerun á fjar-
skiptum annarra þjóða. Upplýs-
ingar NSA eru fullkomnar og
gallalausar. Þær taka yfir þaö,
hvaö erlendar rikisstjórnir taka
sér fyrir hendur, hvað þær hafa á
prjónunum, hreyfingar herja eru
skrásettar með fyllstu nákvæmni
og athafnasvið þeirra kortlögð.
AP-fréttastofan spurði formæl-
anda NSA álits á upplýsing-
um Ramparts en hann vildi
ekki gera neinar athugasemndir i
nafni stofnunarinnar. Svipuð
neitun hefur komið frá hermála-
ráðuneyti Bandarikjanna. Aðrar
heimildir i grennd við æðstu her-
stjórnina neita þvi, að bandarisk-
ar njósnavélar fljúgi yfir sovézkt
og kinverskt land, og segja það
óþarft vegna tilkomu gervi-
hnatta, sem taki myndir og hleri
öll útvarpsskeyti. Hins vegar er
viðurkennt, að flogið sé meðfram
landamærum Sovétrikjanna og
Kina og fylgzt með radarbúnaði
þeirra, og einnig sé fylgzt ræki-
lega með hreyfingum skipa og
flugvéla frá þessum löndum, en
ætlazt sé til að könnunarflugvélar
haldi sig á alþjóðlegum flugleið-
um. (Information).
mælið með
HF. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI
VIPPU - BltSKÖRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir.smfðaðar eftír beiðni.
QLUGGAS MIÐJAN
Sfðumfila 12 - Sími 38220
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
I.augav. 18 III. hæð (lyfta)
Simi 24-6-16
Perma
llárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 Simi J3-9-68.
ÞORSHÖFN
'
p?»É« Z" m m
Wsmmi
.
Wi. WÁ
i'ÍitWv