Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 8
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 21. júli 1972 © EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL — Já, er þetta ekki gremju- legt? Hvað eigum við að gera til að koma fleiri konum inn i bæjar- stjórnina? Ofanúr stiganum kallaði Liva Torén með mjúkri, stillilegri röddu: — Komið þið nú! Við erum seinar i þvi. Þið getið talað um stjórnmál i annan tima. Rigmor og Merete yþptu öxlum og eltu formanninn inn i Rósaherbergið, sem var troðfúllt af konum með heilbrigðisáhuga á öllum aldri. Liva Torén lagði frá sér veskið og minkasláið og steig upp i ræðu- stólinn, sem borinn hafði verið inn i tilefni fundarins. Hún bar sig með þekkilegum virðuleik og minnti mest á finlega postulins- styttu komna til ára sinna með hvitt hörundið og smágerðar hrukkurnar kringum munn og augu. Varfærnislega, eins og henni væri þvert um geð að beita þvilik- um briigöum til að vekja á sér at- hygli, klaþþaði hún saman hvit- um höndunum, og smám saman varð kyrrt i salnum. Ilún gaf fyrst dálitið yfirlit um það sem gert hafði verið til að fá lækni til Totta til að iétta undir með Vestenberg lækni. Og svo sneri hún sér að öðru verkefni heilbrigðisnefndarinnar: —Við höfum safnaö meira en i'imm þúsund krónum til styrktar liimuðum og fötluðum i danska vinabænum okkar, og forseti bæjarsljórnar ætlar að afhenda gjöfina, þegar dönsku gestirnir koma i heimsókn i sumar. Hann bauðsl til þess sjálfur, og ég þáði auðvitað lilboðið með þökkum. Þessir karlmenn gleypa við hverju tileíni sem gefst, tautaði eiginkona forsetans, Laura Stor- haug. — Af hverju afhendið þér ekki peningana sjálfar, frú Torén? Það er heilbrigðisnefndin sem hefur aflað þeirra! Maðurinn minn er einum of framgjarn! Jæja, þá eru það skattarnir aftur. Ég veit ekki hver lifand- is ósköp maður átti að fá i skatta, samkvæmt útreikning- um Moggans og Alþýðuvisis. Þessvegna hefur maður veriö með óhressara móti að undan- förnu og svona heldur tekið undir gagnrýni ..lýðræðis- sinna” á þessar ranglátu skattalagabreytingar vinstri stjórnarinnar. En eftir að ég fékk minn skattseðil, er mér óhætt að fullyrða, að það verður ekki með minum peningum, sem vinstri stjórnin heldur veizlu fyrir gamla fólkið á næsta ári. Liva Torén varð hræðsluleg á svipinn. — Æ, nei, það er miklu við- kunnanlegra að karlmaður geri það; þaö hljótið þér að skilja. — Það skil ég alls ekki, sagði Laura Storhaug skelegg. — Það væri miklu betra að þeir héldu sig heima við stöku sinnum og leyfðu öðrum að komast að i stað þess að vera einlægt og eiliflega að af- henda þetta og hitt! Áheyrendur hlógu. Um leið kom Gunda inn, og Liva Torén benti henni kurteis- lega á að fundurinn hefði átt að byrja klukkan sex. — Já, ég veit það, sagöi Gunda. — Þér verðið að afsaka, frú Torén! En það kom náungi sem þurfti að fá þrýstinginn mældan einmitt þegar ég var að leggja af slað. Og ég get ekki stanzað lengi heldur, þvi að maðurinn minn er á klikufundi og ég verð að komast heim til strákanna. En mér liggur ýmislegt á hjarta, ef ég mætti fá orðið! — Gerið svo vel, sagði Liva alúðlega og lét Gundu ræðustólinn eltir. — Jæja, það er bezt að taka þetta i timaröð, hóf Gunda mál sitt, — og svoleiðis var að ég átti erindi i norðurbæinn fyrir nokkru. ()g meðan ég sat þar og fann bók- staílega likamleg áhrif umhverf- isins á mig — hugsið ykkur, það eru alls staðar útikamrar þar! — þá var eins og ég vaknaði af dvala. Berðu ekki ábyrgð á bæn- um þinum, Gunda, sagði ég við sjálfa mig. Hér er fólkið að drukkna i flugum og skit og óþef, bara nokkurra minútna akstur frá þinu eigin húsi, og þú lyftir ekki fingri til að draga það upp úr ósómanum! Já, svona sagði ég við sjálfa mig, geturðu i alvöru gert þig ánægða með að hugsa um þitt og stjana við þina eigin krakka og karl og þvo upp og elda mat og dæla bensini á bila, og skipta þér hreint ekkert af þvi sem er að gerast i þinu eigin bæjarfélagi? Niðri i salnum brostu Merete Bang og Rigmor Hammerheim dálitið yfirlætislega hvor til ann- arrar, eins og þær væru að virða fyrir sér fálmandi lilraunir fyrstabekkings til að læra stafróf- ið. En margar hinna horfðu hugsi niður á skóna sina. Þegar ég kom heim, hélt Gunda áfram, — spurði ég mann- inn minn, — hann er sko i bæjar- stjórninni, — hvers vegna norður- baminn lengi ekki vatn og salerni. Og vitið þið hverju hann svaraði? Jú, norðurbærinn getur ekki feng- ið vatn og salerni, vegna þess að fulltrúarnir geta ekki komið sér saman um hver á að fá verkefnið! Vandlætingarkliður barst um salinn. og konurnar i heilbrigðis- nefndinni litu upp frá skótánum sinum; augnaráðin voru þrungin smitun og flugum og óþef. — Já, sagði Gunda og kinkaði kolli. — Þetta sagöi hann, og ég sagði við sjálfa mig: Þessir karl- menn! En svo var einhver annar fulltrúi sem hafði sagt við Mariu Strand. saumakonuna mina, aö fjárhagur bæjarfélagsins leyfði það ekki, og þess vegna spurði ég bæjargjaldkerann hvernig ástandið væri i kassan- um. Jú, sagði hann, það er i góðu lagi. þakk fyrir, við eigum sæmi- legan afgang sem lagður er i sjóð til aö mæta erfiðum árum. Og þá sagði ég aftur við sjálfa mig: Þessir karlmenn! Þeir hafa um- ráð yfir peningum en vilja ekki nota þá! Þetta hefði aldrei átt sér stað, ef konur hefðu setið i bæjar- stjórn. Nýgreidd og lögð höfuð kinkuðu um allan salinn, konurnar litu hver á aðra og kinkuðu kollum enn á ný; þetta var alveg dag- sanna; hefðu konur verið með i ráðum, hefði annað eins og þetta aldrei átt sér stað. Og Gunda hélt áfram eins og krossfari i vfga- hug: — Já, svona hugsaði ég fyrst i stað. Og ég ákvaö að tala við kon- urnar sem væru á framboðslist- unum i ár og biðja þær að skrifa um það i blöðin að við konurnar ættum að kjósa kynsystur okkar. En nú hef ég fengið að vita það — eftir áreiðanlegum heimildum eins og það er kallað — og eftir hliðargötum — að það verði eigin- lega engar konur á listunum i ár frekar en endranær. Það er synd og skömm að þetta skuli þurfa að ganga svona til, það er litilsvirð- ing á konunum og það sem verra er. Og svo kom það yfir mig eins og opinberun, að það eina sem við gætum gert væri að stofna eigin ópólitiskan kvennaflokk, sem set- ur sér það mark að gera allt það sem karlmennirnir hafa ekki áhuga á að skipta sér af. Þannig gætum við áreiðanlega aflað okk- ur þó nokkurra atkvæða og ef til vill komiö að fulltrúa i bæjar- stjórn, jafnvel tveimur; þennan helgidóm karlmannanna sem er svo óaðgengilegur að kvenfótur má ekki saurga hann, ef svo mætti segja. Já, eiginlega var það þetta sem ég ætlaði að segja, og þær sem vilja taka þátt i að stofna slikan flokk geta gefið sig fram við mig við dæluna á morgun. Mikið lófatak kvað við og Gunda steig hreykin niður úr ræðustólnum. — Að hugsa sér að ég skyldi geta þetta, hvislaði hún hrifin að Britu. — Að halda svona langa ræðu. Þvi hefði ég ekki trúað. En það er vist nokkuð til i þvi sem sagt er að maður búi yfir vara- geymi einhvers staðar hið innra, rétt eins og til eru bilar með aukabensingeymi. — Þetta var að minnsta kosti reglulega flott ræða, hvislaði Brita. Laura Storhaug reis á fætur. Með dökk, glóandi augu, bleik- brúnt litaraft og stóra messing- hringi i eyrunum minnti hún dá- litið á sigaunakonu, sem ein- hverra hluta vegna hafði tekið sér fasta búsetu og sótti fundi i heil- brigöisnefndinni. — Ég fyrir mitt leyti er fylgj- andi öllu sem getur lækkað dálitið rostann i karlmönnunum, sagði hún. En Merete Bang rétti upp fing- ur og sagði: — Formaður! og röddin var þreytuleg eins og hún hefði lent i hópi óupplýstra ræn- ingja og sæi sig tilneydda að sýna hvernig átti að hegða sér i um- ræðum. — Gerið svo vel, frú Bang, sagði Liva Torén. Með mildri röddu byrjaði Merete Bang: — Ég geri mér ljóst að Gundu Henriksen gengur gott eitt til og ég hef svo sannarlega sjálf velt þvi fyrir mér hvernig við ættum að koma fleiri konum i bæjar- stjórn. En ég er sannfærð um að leið Gundu Henriksen er ekki sú rétta. Ég fyrir mitt leyti vil held- ur vera neðst á lista Hægri flokks- ins ef efst á ópólitiskum lista sem berst ekki fyrir sömu háleitu hug- sjónunum. Draumur minn hefur alltaf verið og er enn að sjónar- mið ihaldsflokksins nái fram að ganga öllum landlýð til hagsbóta og blessunar. Nei, og þaö er ekki sama hvers konar konur við fáum i bæjarstjórn. Ef til að mynda Gunda Henriksen yrði fulltrúi —- með hennar málfar og hennar uppruna, já, mig tekur sárt að þurfa að nefna það, en ég sé mig tilneydda — yrði allt sem Hægri flokkurinn hefur barizt fyrir um árabil troðið niður á einu andar- taki. Nei. kæru félagar, það er i Hægri flokknum sem verkefnin biða ykkar, sannarlega verðug verkefni. Og ef við stæðum sam- einaðar og héldum vel á málum, gæti vel fariðsvo, að við fengjum einhvern tima hægri konu i bæjarstjórn. Hún horfði fast á þær og i augn- aráðið lagði hún allt sem hún barðist fyrir: frjálst verðlag, eignarétt, menningú og kristna lifsskoðun. Hinar störðu ihugandi á móti. Liva Torén var sú fyrsta sem mælti orð, — varfærnislega FÖSTUDAGUR 21. júlí 7.00 Morgunútvarp, Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunslund barna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir les söguna „Kári litli og Lappi" eftir Stefán Július- son (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjall við bændur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25: André Prévin og Filharmóniu- sveitin i New York leika Konsert fyrir pianó og hljómsveit með trompett fylgirödd op. 35 eftir Sjostakovits; Leonard Bernstein stjórnar / Sinfóniuhljómsveitin i San- Francisco leikur „Istar”, sinfónisk tilbrigði op. 42 eftir d'Indy,- Pierre Monteux stj. Fréttir kl 11.00 Nicanor Zabaleta og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Berlin leika Hörpukonsert i C-dúr eftir Boieldieu; Ernst Mdrzendorfer stj. / Kammersveitin i Ztlrich leikur „Kvænta spr já tr u ngi n n ” eftir Purcell; Edmond de Stoutz stj. / Camillo Wanausek og Pro Musica Sinfóniuhljóm- sveitin i Vin leika Flautu- konsert i D-dúr eftir Boccherini, Charles Adler stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 1225 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: Eyrarvatns-Anna, eftir Sigurð Ilelgason, Ingólfur Kristjánsson les (21). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Sönglö&Janet Baker syngur lög eftir Franz Schubert, Gerald Moore leikur á pianóið. Hermann Prey syngur ballöður eftir Carl Loewe. 16.15 Veöurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: „Frekjan" eftir Gisla Jónsson; Hrafn Gunnlaugs- son les (6) 18.00 Fréttir á ensku.18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Við bókaskápinn. Kristján Jóhann Jónsson talar. 20.00 Samleikur i útvarpssal. Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson leika á selló og pianó. a. Serenötu fyrir einleiks-selló eftir Hans Werner Henze. b. Sónötu fyrir selló og pianó op. 65 eftir Benjamin Britten. 20.30 Mál til meðferðar. Arni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Frá hollenzka útvarpinu: Tónvcrk eftir Mozart. Flytjendur: Hermann Salomon og Kammersveit hollenzka útvarpsins; R. Krol stjórnar. a. Sinfónia nr. 3 i Es-dúr (K18) b. Fiðlukonsert nr. 1 i B-dúr (K207) 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson byrjar lestur þriðja bindis sögunnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Hún”, smásaga eftir Unni Eiriks- dóttur, Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona les. 22.30 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.00 A tólfta timanumLétt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. fR 1 <V>s mi d f%L 1«. R 1NDVERSK UNDRAVERÖLD * lillfz Nýjar vorur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- leguin, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Útskorin borö (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig revkelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju, fáið þér i JASMIN, við Hlemmtorg. fiftffllffllffllffllflftffll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.