Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 21. júli 1972
NOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljane.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingan
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
SKATTSKRÁIN KOMIN FRAM
Skattskráin hefur séð dagsins ljós, og al-
menningur hefur nú aðstöðu til að dæma,
hvernig nýja skattakerfið kemur út. Ekki
er að efa að dómar fólks verða mismun-
andi. í vetur urðu miklar umræður um
skattamálin, og stjómarandstaðan var ið-
in við að koma með gifuryrtar yfirlýsing-
ar um stórfelldar skattaálögur, og við-
brögð málgagna stjórnarandstöðunnar
eru i samræmi við það, en i æpandi and-
stöðu við viðbrögð þess fólks sem þessi
sömu blöð hafa viðtöl við. Alþýðublaðið
segir fólk t.d. vera furðu bratt eftir atvik-
um, en leiðarahöfundurinn er gifuryrtur
að vanda. Enn er of snemmt að setja fram
einhvern algildan dóm á þau skattalög,
sem nú er lagt á eftir. Nauðsynlegt er að
gera heildarúttekt á áhrifum þeirra, kost-
um þeirra og göllum, ef menn vilja á ann-
að borð hafa i frammi málefnalegar um-
ræður um skattamál. Þjóðviljinn vill
benda á eftirfarandi:
1. Þvi hefur ekki verið haldið fram hér i
blaðinu að með skattalögunum ætti að
lækka skatta. Hin mörgu samfélagslegu
verkefni i okkar þjóðfélagi sem úrlausnar
biða gera það nauðsynlegt að auka tekjur
rikisins.
Bandaríkjamenn í Víetnam
2. Tilgangurinn með skattalagabreyt-
ingunum i vetur var sá, að skattur á fólki i
lægri tekjuflokkum hækkaði ekki og reyna
yrði að deila sköttunum öðru visi og rétt-
látar niður. Fljótt á litið virðist fólk i lægri
launaflokkum ýfirleitt ekki koma illa út i
sköttum samkvæmt skattskránni.
3. Skattaálagning á hærri tekjur var
aukin. Skattskráin sýnir vel, hve hátekj-
urnar eru gifurlegar i þjóðfélaginu. Það
sýnir sig, að til eru einstaklingar með allt
upp i 500 þúsund króna tekjuútsvar, sem
þýðir að 10-falda má þá upphæð til að fá út
árstekjur þeirra, sem þá teljast um 5
miljónir. Til eru þvi einstaklingar með
yfir 400 þúsund króna mánaðarlaun.
Skattskráin sýnir þvi svart á hvitu hinn
mikla launamismun i þjóðfélaginu, og lik-
lega sleppa þessir menn enn of vel sam-
kvæmt nýja kerfinu.
4. Verkamenn og lágtekjufólk virðist al-
mennt ekki hækka i sköttum, og skatt-
prósentan af tekjum þess hefur ekki auk-
izt. Rétt er að hafa i huga, að almennt eru
tekjur fólks á árinu 1971 um 30% hærri en
árið áður, og þvi hækka skattar einstakl-
inga samkvæmt þvi i krónutölu.
5. Breytingin á skattalögunum i vetur er
engin endanleg breyting. Þau eru enn i
endurskoðun, og þeir sem hafa þá endur-
skoðun með höndum verða þvi að hafa
vakandi augu fyrir þeim annmörkum sem
nú koma fram við fyrstu álagningu.
6. Svo virðist sem skattaálagningin
komi nú fremur illa niður á eldra fólki,
sem hefur tekjur umfram lifeyrisgreiðsl-
ur. Ef sú er raunin, verður að breyta þvi
hið bráðasta.
7. Ungt fólk i námi, sem áður þurfti að
greiða almannatryggingasjóðsgjald og
fleiri nefskatta, sleppur nú með kirkju-
gjaldið eitt (400 krónur, er vart svara inn-
heimtukostnaði), og er sú breyting til
bóta.
Stjórnarandstöðumálgögnin munu ef-
laust hamast nú til að vera sjálfum sér
samkvæm frá i vetur. Visir skrifar nú
þegar um glæpamennina sjö i rikisstjórn.
En enginn þarf að draga i efa hvers hags-
muni lögfræðiklikan i Sjálfstæðisflokkn-
um ber fyrir brjósti.
Þjóðviljinn dregur hins vegar ekki i efa,
eftir útkomu skattskrárinnar, að rétta
þurfi enn frekar hlut ýmissa hópa i þjóðfé-
laginu, en i þvi efni eru skattalögin ekki
eini þátturinn,heldur mun vera fleira sem
þar hefur áhrif og leiðrétta þarf.
Einkastríð hershöfðingj ans
Á meðan Nixon forseti og sérlegur ráðgjafi hans i
öryggismálum,Henry Kissinger, dvöldust i Peking
og ræddu við kinverska ráðamenn m.a. um hugsan-
lega lausn á Vietnam-striðinu, háði hershöfðinginn
John Daniel Lavelle sitt einkastrið i Vietnam. Hann
hafði að engu þær skipanir, sem hann fékk frá
Pentagon, að varpa ekki sprengjum á skotmörk i
Vietnam nema i varnarskyni, þe. þvi aðeins að flug-
vélarnar yrðu fyrir árásum. Og til að halda málinu
leyndu lét hann flugmenn sina falsa skýrslur.
17. nóvember 1971 slitu Norður-
Vietnamar leynilegum
samningaviðræðum, sem staðið
höfðu i Paris nokkurn tima milli
þeirra Le Duc Tho og Kissingers,
og sögðu að Bandaríkjamenn
héldu uppi stöðugum sprengju-
árásum i Vietnam, þrátt fyrir
yfirlýsingar um að slikt ætti sér
ekki stað. Stjórnin i Washington
sagði þetta tylliástæðu eina:
sprengjum væri ekki varpað á
skotmörk i Vietnam nema i
varnarskyni.
t febrúar 1972 kom svo i Ijós, að
fullyrðingar Norður-Vietnama
höfðu við rök að styðjast.
Siðla febrúarmánaðar skrifaði
John Daniel Lavelle
liðsforingi nokkur, sem ekki hefur
fengizt nafngreindur, til öldunga-
deildarþingmannsins Harolds
Hughes, að hann og aðrir hefðu
falsað skýrslur um árásarferðir
yfir Vietnam. ,,Við höfum
skrifað, að flugvélar okkar hafi
orðið fyrir árásum, hvort sem það
hefur verið tilfellið eða ekki.”
Hughes sendi bréfið áfram til
þingmannsins Stuart Symington,
sem fór þess á leit við formann
herforingjaráðsins John Ryan að
málið yrði rannsakað.
Ryan komst að þvi, að Lavelle
hafði skipað flugmönnum sinum
að varp^ sprengjum á ýmis skot-
mörk i Vietnam, burtséð frá þvi
hvort vélarnar urðu fyrir árásum
eða ekki. Lavelle var settur
þegjandi og hljóöalaust á eftir-
laun með 27 þúsund dollara á ári
og sviptur einni stjörnu af þrem-
ur. Pentagon sagði að hvort-
tveggja væri gert vegna þess, að
Lavelle væri bágur til heilsunnar.
En þar sem hershöfðingjar i
Bandarikjunum eru ekki
lækkaðir i tign á hverjum degi
vegna heilsufarsins, vakti málið
talsverða athygli, og aö lokum
kom Lavelle fyrir þingnefnd til
yfirheyrslu.
I yfirheyrslunum kom i ljós, að
frá þvi i nóvember 1971 þar til 8.
mai þessa árs hafði Lavelle amk.
sent 147 sprengjuflugvélar i
árásarferðir yfir Vietnam og
siðan látiðfalsa skýrslurnar. Alls
eru til 1300 skýrslur frá flug-
mönnum Lavelles þar sem segir,
að sprengjum hafi verið varpað i
vamarskyni, og er ekki óliklegt
að einhver þeirra sé einnig fölsuð.
Lavelle viðurkenndi fyrir
nefndinni, að hann hefði brotið
þær reglur, sem honum voru sett-
ar, en taldi að aðgerðir hans væru
réttlætanlegar, þar eð þær hafi
verið gerðar til að hindra
„kommúnistana” i að búa sig
undir mai-sóknina, er þjóðfrelsis-
herinn lagði undir sig Quang Tri-
hérað.
Lavelle sagði, að yfirmenn sinir
hefðu haft fulla vitneskju um það
sem hann gerði. ,,Ég hygg að
Abrams hershöfðingi hafi vitað
hvað ég var að gera”. En her-
stjórnin i Saigon telur fráleitt, að
Abrams hafi haft hugmynd um að
reglurnar hafi verið brotnar.
bað eru þó ekki allir á sama
máli og bandariska herstjórnin i
Saigon. Fyrrgreindur þingmaður
Symington sagði: ,,Ég heid að
Abrams hafi ekki verið sá eini af
yfirboðurum Lavelles, sem vissi
hvaö hann var að gera.” James
Framhald á bls. 11.
„Að láta endana ná saman”
Dagblaðið Visir birti i fyrradag
viðtal við helztu skattgreiðendur i
Reykjavik. bar lætur þriðji hæsti
greiðandinn, Friðrik A. Jónsson
Garðastræti 11, en hann hefur
umboð fyrir Simrad-tækin, hafa
eftirfarandi eftir sér: „Ég bjóst
nú við háum sköttum, en þetta
finnst mér nokkuö mikið hærra en
verið hefur, og erfitt að láta end-
ana ná saman”. Hvað hefur þessi
maður svo i tekjur, sem nú barm-
ar sér? Hann greiðir i opinber
gjöld samtals 2,7 miljónir. bar af
er tekjuútsvarið 506 þúsund krón-
ur. Ef tekjuútsvarið er talið vera
10% af brúttótekjum, þá má
margfalda útsvarið með 10 og fá
þá gróft reiknað árstekjur
mannsins, sem i þessu tilfelli eru
um 5 miljónir. bað gerir mán-
aðarlaun upp á 415 þúsund og
vikukaup á 104 þúsund, og ef við
reiknum með 40 stunda vinnu-
viku, þá er kaupið á timann 2.600
kr. bessi maður lætur siðan hafa
eftir sér að erfitt muni reynast að
láta endana ná saman.
Brúttótekjur á framteljanda á
skattárinu 1971, þ.e. tekjur á ár-
inu 1970, voru i Reykjavik taldar
271 þúsund krónur, og áætlað er
að tekjur ársins 1971, sem nú
koma til skatts hafi hækkað um
30%. Hér er að sjálfsögðu um
meðaltöl að ræða, en það sýnir
vel, hve launamunurinn er mikill.
Dagsbrúnarkaup var 1. júli i
fyrra 82.85 kr., en er nú 119.70 kr.
betta er litið miðað við timakaup
helztu skattgreiðendanna sem er
nær þrjú þúsund krónur.
begar útsvarið er nú 10—11%
brúttóskattur, þá er nokkuð auð-
velt að sjá hverjar heildartekjur
skattgreiðenda hafa verið og
jafnframt auðvelt fyrir fólk að
reikna út útsvarið fyrirfram. En
nú fæst einnig fróðlegur saman-
burður á útsvari og tekjuskattin-
um. bannig rekst maður i skatt-
skr. á lögfræðinga meö nokkuð
hátt tekjuútsvar, en þegar litið er
á tekjuskattinn, þá er hann ekki
mikill. betta eru mennirnir sem
kunna á krókastigu framtalsins
og frádráttarmöguleika, og enn
sleppa þeir of vel, þvi fáir trúa að
lögfræðiskrifstofur séu reknar
með tapi.
err.