Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 1
þjúðvhhnn Föstudagur 28. júli 1972 — 37. árgangur —166. tölublað Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur ............. Barnið eða blikkbeljan? Verið er að safna undir- skriftum gegn þvi að barna- leikvöllur við Grimsbæ i Foss- vogi verði lagður undir bila- stæði, eins og áætlað er að gera. Styrinn stendur sein sé um það, hvort eigi að vera rétthærra, börnin eða blikk- beljan. Götubardagi á Sauðárkróki Sauðkrækiingar eru orðnir ansi kvekktir á stöðugum götuupp- greftri bæjarstjórnarinnar. Það hefur nú ekki veriö sjaldnar en þrisvar i sumar sem aðalgata bæjarins hefur veriö grafin upp, en gatan er 100 ára gömul, eða jafngömul plássinu, og i rauninni cr hún ekki nema jeppafær hluta úr árinu, þvi hún cr svo léleg yfir- ferðar. Af þessum sökum er fólk farið að kalla viðurcign bæjarstjórnar- innar við þessa götu „götubar- daga”. Nú lætur bæjarstjórnin þau boð út ganga að malbika eigi þessa götu í ár, en það var einnig boðað i fyrra að steypa ætti götu hér i tilefni 100 ára afmælis bæjarins cn ekki cr farið að hræra steypuna i götu þessa enn þá og fólk er vantrúað á/ að nokkuð vcrði úr malbikunarframkvæmd- um, og trúir reyndar engu sem frá bæjarstjórn kemur fyrr en það er orðið áþreifanlegt. H.S. 6 minkar drepn- ir á Sauðárkróki Sex minkar voru drepnir á Sauðárkróki 17. júli siðastliðinn. Voru þeir vegnir i heyhlöðu, sem er áföst hænsnabúi Armanns Kristjánssonar á svokölluðum Gránumóum. Minkarnir munu hafa drepið 47 þriggja mánaða gamla hænuunga og 10 fullorðnar hænur. Minkabú Loðfelds er i fjögur hundruð metra fjarlægð frá hænsnabúinu. Málið er nú i rannsókn. H.S. Samþykkt SÍR um raforkumál fengin með símtölum Stjórnarfundur fékkst ekki haldinn um málið Blaðinu hefur borizt eftirfarandi ályktun frá tveimur stjórnarmönn- um SÍR: Stjórn Sambands islenzkra raf- veitna (SIR) sendi hinn 26. júli s.l. frá sér ályktun um raforkumál, sem mun vera birt i nokkrum dagblöðum. Ályktunin felur i sér ádeilu á stefnumörkun rikisstjórnarinnar vegna þingsályktunartillögu um raforkumál, sem lögð var fyrir siðasta Alþingi, framkvæmd þeirrar stefnu, ásamt ádeilu á þá ákvörðun að leggja háspennulinu milli Akureyrar og Skagafjarðar. Af þessu tilefni vilja undirritað- ir stjórnarmeðlimir geta þess, að stjórnarfundur var ekki haldinn um málið, þrátt fyrir ósk okkar en samþykkt meiri hluta fengin með simtölum gegn vilja okkar. Stjórnarformanni var send neð- angrein athugasemd Valgarðs Thoroddsen meðan á umræðum stóð: ,,A aðalfundi StR, höldnum á Akureyri 29. og 30. júni s.L, var tekin til umræðu tillaga að þingsályktunartillögu, sem lögð var fyrir siðasta Alþingi. Málið var tekið til athugunar i umræðuhópum, sem siðan skiluðu skýrslum á aðalfundin- um. Fram komu ýmis sjónarmið en engin samþykkt var gerð á fundinum og ákveðið að taka málið fyrir að nýju á fundi sem boðað yrði til i haust. Málið var þvi ekki afgreitt. SIR hefur þvi að svo komnu máli ekki tekið neina afstöðu til þingsályktunartillögunnar, og tel ég þvi stjórn SIR ekki hafa umboð til stefnuyfirlýsingai varðandi hana. Ennfremur tel ég það utan verkahrings stjórnar SIR að taka afstöðu til einstakra fram- kvæmda meðlima sambands- ins, sbr. skrif hennar um linu- lagnir Rafmagnsveitna rikisins milli Akureyrar og Varmahlið- ar.” Hjalti Þorvarðsson Valgarð Thoroddsen Tvö íslenzk verk á norrænum músíkdögum NORRÆNU MÚSIKDAGARN- IR verða haldnir dagana 31. ágúst til 4. sept. n.k. i Osló. Þessi tónlistarhátið er haldin annað hvert ár, á vegum Norræna tónskáldaráðsins, sem stofnsett var 1946. Á hátiðinni eru m.a. flutt tvö verk eftir islenzk tónskáld: Læti, hljómsveitarverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Kvint- ett fyrir blásara eftir Jón As- geirsson. 1 Norræna tónskáldaráðinu á sæti fyrir Islands hönd Jón Ás- geirsson, formaður Tónskáldafé- lags Islands, en i dómnefnd hátið- arinnar Skúli Halldórsson tón- skáld. I Áttunda einvígisskákin: Sú lakasta til þessa Er Spasski að brotna? Eftir hina skemmtilegu taflmennsku i sjöundu skákinni áttu menn svo sannarlega von á miklum átökum i þeirri áttundu. En sjaldan held ég aö menn hafi orðið fyrir jafn mikl- um vonbrigðum og nú. Öll taflmennska heims- meistarans var svo langt frá því að vera honum samboðin, og það var engu líkara en hann væri alger- lega heillum horfinn. Spasski tók sér um klukku- tíma umhugsun i 11. leik, en ekki virtist hann hafa árangur sem erfiði. 15. leikur hans, b5, vakti mikl- ar umræður og voru menn ekki á einu máli hvort hér væri um fórn að ræða eða hreinan afleik. Það fer hins vegar ekki á milli mála að 19. Rd7 er hreinn afleikur, því að þar fer það eina peð sem hann á upp í skipta- muninn og um leið skiptíst upp á drottningum. Það sem á eftir fór var nánast martröð fyrir Spasskí og leiðinlegt raunar líka fyrir áhorfendur þar sem ekki var um nein tilþrif að ræða á hvorugan veginn. Menn eru þó að vona, að þetta séu ekki endalokin og Spasski eigi eftir að ná sér á strik ogsýna taf Imennsku eitthvað í likingu við lokin á þeirri sjöundu. En skák- unnendur verða að bíða fram á sunnudag til að sjá hvort hann erendanlega að brotna eða hvort menn eiga eftir að verða vitni að fleiri baráttuskákum. Hvítt: Robert Fischer Svart: Boris Spasskí 1. c2—C4 c7—c5 2. Rbl—c3 Rb8—c6 3. Rgl—f3 Rg8—f6 4. g2—g3 g7—g6 5. BfV— 2 Bf8—g7 6. O—O 0—0 7. d2—d4 c5xd4 8. Rf3xd4 Rc6xRd4 9. DdlxRd4 d7—d6 10. Bcl—g5 Bc8—e6 11. Dd4—f4 Dd8—a5 12. Hal—cl Ha8—b8 13. b2—b3 Hf8—c8 14. Df4—d2 a7—a6 15. Bg5—e3 b7—b5 16. Be3—a7 b5xc4 17. Ba7xHb8 Hc8xBb8 18. b3xc4 Be6xc4 19. Hfl—dl Rf6—d7 20. Rc3—d5 Da5xDd2 21. Rd5xe7f Kg8—f8 22. HdlxDd2 Kf8xRe7 Framhald á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.