Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur. 28. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5,
af
eiienaum
vettvangí
Frásögn
bandarísks
fréttaritara
úr
Norður-V íetnam
Eftirfarandi frásögn er
tekin orörétt upp úr grein
eftir einn af fréttariturum
bandariska stórblaðsins
New York Times, eins og
hún birtist í tímaritinu
STERN 16. júlí s.l. Frétta-
ritarinn dvaldist f Noröur-
Víetnam i sumarog sá meö
eigin augum af-
leiöingarnar af striösrekstri
Nixon-stjórnarinnar. New
York Times hefur hin síðari
ár veriö mjög gagnrýnið á
pólitík Bandarikjastjórnar
i Vietnam.
Fjölskyldan I.e Dinh Ba bjó i hafnarborginni Haiphong i Norður-
Víetnam. Foreldrar og börn dóu á sama andataki, morguninn lfi. april
1972, við loftárás bandariskra sprengjuflugvéla. Það var upphafið að
auknum lofthernaði Nixons gegn Norður-Vietnam.
Hvernig ógnir
stríðsins vígðu
tvo unglingspilta til
veruleikans
Þeir eru báðir 14 ára gamlir.
Annan hitti ég i Hanoi, i byggingu
bráðabirgðabyltingarstjórnar
Suður-Vietnams, en þar hafði
aðalræðismaður Bandarikjanna
haft aðsetur sitt fyrrum.
Hann hét Ho Van Kich. Hann
var tæplega 1 og 20 á hæð og um 40
kiló á þyngd. Þrisvar hafði hann
fengið heiðursskjal fyrir ,,hug-
djarl'a framgöngu”. Hvað fólst i
þvi? Hann hafði komið 81 banda-
riskum hermanni fyrir kattarnef.
Drengurinn var ættaður frá
borginni Da Nang i Suður-
Vietnam. Foreldrar hans höfðu
látizt bæði við loftárás Banda-
rikjamanna 1966. Eftir það bjó
hann hjá frænda sinum. Tveimur
árum siðar kom bandariskur her-
flokkur i þorpið og leiddi alla fjöl-
skylduna á brott. Bandariskur
liðsforingi kallaði frænda hans
,,vietkonga” og gaf fyrirskipun
um að hann skyldi tekinn af lifi.
Þá var Kich 10 ára. ,,Vinir minir
og ég”, sagði Kich ósköp látlaust,
„komumst i kynni við nokkra
bandariska hermenn uppi i
fjöllunum. Við urðum þeim sam-
ferða út i skóg og sýndum þeim
hvernig á að skjóta fugl. Eftir það
hleyptu þeir okkur alltaf inn i her-
búðirnar hvenær sem var. Ekki
leið á löngu áður en við höfðum
komizt að þvi hvar jarð-
sprengjurnar voru geymdar. Og i
hvert skipti sem við komum til að
leika okkur i herbúðunum stálum
við nokkrum sprengjum.
Nótt eina grófum við 6 holur á
æfingasvæðinu og settum
sprengjur i þær. Um morguninn
faldi ég mig i bambusrunna. Mig
langaði til að sjá hvort
sprengjurnar gerðu gagn Tveir
jeppar komu akandi en ekkert
gerðist. Ég var orðinn hræddur
um að þær ætluðu að klikka. Svo
komu fjórir stórir vöruflutninga-
bilar fullir af hermönnum og þá
sprakk allt i loft upp. Lika jeppi
sem liðsforingjar voru i. Á siðustu
jarðsprengjunni lá særður
maður. Hermenn komu með
sprengjuleitartæki, en fundu
hana ekki. Þegar þeir ætluðu svo
að bera manninn burtu, þá
sprakk sprengjan og með henni
fóru nokkrir hermenn.”
Pilturinn sagði frá nokkrum
dauðum i viðbót og frá flisinni i
fæti hans, sem stafaði frá banda-
riskri sprengju. Ég spurði sjálfan
mig: Er þetta virkilega satt sem
ég heyri? Af hverju er verið að
segja mér þetta? -
,,Ég hef tekið þátt i sex eða sjö
öðrum bardögum”, hélt pilturinn
áfram, ,,en ég vil ekki tefja yður
að óþörfu”.
Drengurinn til vinstri er Ho Van Kich. Hann sagði fréttaritaranum frá
þvi hvernig hann hafði unnið á 81 Bandaríkjamanni. Til hægri er Tran
Van Khoan. Foreldrar hans og 6 aðrir af hans nánustu dóu i loftárás um
nótt i vor. Hann var nýbúinn að byggja hús þegar fréttaritarinn hitti
hann. Báðir drengirnir voru 14 ára. Ungir hlutu þeir vigslu og inngöngu
i hinn hræðilega heim hinna fullorðnu.
Anthony Lewis fréttaritari.
Hinn 14 ára unglinginn hitti ég i
Phuc Loe, þorpi 5 milur frá
hafnarborginni Haiphong. Þorpið
var eins og eyja jarðhýsa með
stráþaki á hafsjó hrisgrjónaakra.
Leiðin til umheimsins lá eftir
mjóum forugum stig.
Drengurinn hét Tran Van
Khoan. Foreldrar hans, afi og
amma, systir hans og þrir yngri
bræður höfðu verið drepin af
bandarisku sprengjuregni. Hann
lifði árásina af vegna þess eins að
hann hafði dvalið hina örlagariku
nótt i Haiphong með eldri bróður
sinum. Hvaða fullorðið fólk se'r nú
um fjölskylduna, spurði ég.
,,Einn þeirra er ég”, sagði
Khoan. ,,Fólk úr nágranna-
þorpinu hefur hjálpað okkur að
reisa nýtt hús. Þar bý ég nú með
eldri bróður minum 15 ára og
tveim yngri systkinum.”
Margir Vietnamar sögðu mér
að þeir vissu vel, að til eru góðir
og vondir Amerikanar, og þeir
hötuðu ekki alla menn úr vestrinu
án aðgreiningar. En i Phuc Loe,
mitt i rústunum, stendur þetta
höggvið i stein: ..Klukkan 2.20 að-
faranótt 16. april 1972 vörpuðú
ameriskar flugvélar 142
sprengjum á þetta þorp. Kynslóð
eftir kynslóð mun varðveita
hatrið i hjartanu”.
Mér varð hugsað til sonar mins.
Hann er einnig 14 ára að aldri.
Anthony Lewis.