Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 28. júli 1972 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|ó5viljans. Framkvæmdastjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundssort, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Sími 17500 (5 línur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. BREIÐU BÖKIN OG SKATTSVIKIN Allar umræður um skattaálagninguna hafa beinzt að þvi misrétti, sem aldrað fólk hefur orðið fyrir. Þjóðviljinn hefur tekið undir þá gagnrýni sem fram hefur komið um skattlagningu á ellilifeyrisþega og telur að nauðsynlegt sé að gera nú þeg- ar ráðstafanir til að rétta hlut gamla fólksins. En þetta eina atriði má ekki yfir- gnæfa svo allt annað mat á skattskránni að ekki séu teknir til umræðu þeir þættir skattamálanna, sem ekki siður eru ámæl- isverðir. Ekki hefur orðið vart við það, að hátekjumennirnir i þjóðfélaginu kvarti yf- ir opinberum gjöldum sem á þá eru lögð. Hins vegar hafa jafnvel málgögn sjálf- stæðismanna kvartað yfir þvi, að breiðu bökin beri ekki skatta sem skyldi. Þegar sósialistar hafa lagt fram tillögur um, að tekjuskattstiganum sé breytt i það horf að skattaálagningin sé meira stighækkandi og tekjuskattinum beitt til tekjujöfnunar i þjóðfélaginu, þá hafa forréttindastéttirn- ar risið öndverðar gegn slikum tillögum. Þvi má segja að nýleg skrif Morgunblaðs- ins og Visis um breiðu bökin og skattana gefi tilefni til, að við endurskoðun skatta- laganna verði látið á það reyna enn frek- ar, hvort þessir aðilar séu reiðubúnir i reynd að láta breiðu bökin bera þyngri skattabyrðar og létta meir á láglauna- fólki. Annað atriði i skattamálunum er einnig vert að minnast á og gleyma ekki i öllu fjaðrafokinu um skattana og gamla fólkið en það eru skattsvikin i þjóðfélaginu. Skattsvikin eru óhugnanlega mikil og svo virðist sem almenningsálitið á Islandi liti þau sem eðlilegan hlut. 1 nágrannalöndum okkar hefur verið komið á fót viðtækri skattalögreglu og sagt að fáir opinberir starfsmenn skili meiru en þeir i rikissjóð. í vetur var að visu fjölgað hjá skattaeftir- litinu, en ljóst er að sú fjölgun starfs- manna nær skammt. Enginn dregur i efa, að fjölmennir starfshópar og viss tegund atvinnurekstrar á auðvelt með að svikja tekjur undan skatti, skatti sem aðrir þegn ar þjóðfélagsins verða að gjalda fyrír þessa skattsvikara i hærri sköttum. Hinn almenni launamaður á heimtingu á þvi, að skattaeftirlit sé eflt til muna og það ekki lengur liðið, að augljós skattsvikadæmi, sem lesa má af spjöldum skattskrárinnar, séu látin viðgangast. Skattheimta á lifeyr- isþegum er nú réttilega gagnrýnd, en er ekki timi til kominn að gengið sé til verks og skattsvikin i þjóðfélaginu afhjúpuð? Þ RIÐJUDAGUR 1. ágúst 1972. 20.00 Kréttir. 20.25 Vcöur og augl.ýsinf'ar 20.30 Krá llcimsmeistara- cinviginu i skák 21.00 Ashton-fjiilsky Idan. Brezkur framhaldsmyndafl. um lif stórrar miðstéttar- fjölskyldu i siöari heims- styrjöldinni. 14. þáttur. Ný viöhorf. Þýöandi Jón O. Edwald. Við tökum upp þráðinn þar sem frá var fvocfið i velur. Þessi þáttur gerist um áramótin 1940- 41. Tony Briggs hefur gefið sig fram til herþjónustu. Edwin Ashton er orðinn fram- kvæmdastjóri fyrir prent- smiðju Sheftons Briggs, en er óánægður og þykir mágur sinn ekki sýna sér na'gilegt traust. Nokkurrar þreytu ga'tir einnig i sam- búð Ashtonhjónanna. 21.45 Sctið fyrir svörum. Umsjónarmaöur Eiður Guðnason. 22.20 iþróttir. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson. 23.20 Dagskrárlok. MIDVIKUDAGUR 2. ágúst 1972 20.00 Krcttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Kjórðungur mannkyns. Mynd um Alþýðulýðveldi Kina eftir bandariska blaðamanninn Edgar Snow. sem kunnur varð á árunum kringum 1940 fyrir bækur sinar um málefni Austur- Asiu og byltinguna i Kina, en hann var þá búsettur i Kina um árabil. Hér greinir hann frá ferðalagi sinu til Kina árið 1966 með frásögn og myndum, rifjar upp sögu byltingarinnar og þróun menningarmála og atvinnu- lifs á undanförnum ára- tugum. Einnig ræðir hann i myndinni við ýmsa kunna Kinverja, þar á meðal Maó formann og Sjú En Læ. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.45 Búlgarskir dansar. Nitján félagar úr Þjóðdans- afélagi Ueykjavikur sýna búlgarska þjóðdansa. Stjórnandi er Vasil Tinterov. 22.05 Valdatafl. Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 7. þáttur. óvæntur mótleikur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 6. þáttar: Wilder rær að þvi öllum árum að skapa al varlega misklið milli Bligh-feðganna. Hann biður vinkonu sina, Susan Weldon, að sýna sér skjöl, sem hún hefur undir höndum og gætu orðið hættulegt vopn i baráttunni við þá feðga. Hún neitar, en . kveðst þó mundu sýna þau eiginmanni sinum. Wilder stenzt þessa freistingu, en Gaswell gamla grunar hvað i vændum er. 22.50 Krá heimsmeistara- cinviginu i skák 23.00 llagskrárlok. FÖSTUDAGUR 4. ágúst 1972 20.00 Krcttir. 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 Tónleikar unga fólksins. ,,llin gömlu kynni".Á þessui tónleikum koma tveir hljóðfæraleikarar og ein söngkona, sem öll hafa áður verið kynnt á Tónleikum unga fólksins, sem ,,ung og efnileg", en hafa nú aflað sér viðurkenningar viða um heim. Þau eru Stephen Kates (selló) , Veronica Tayler (sópran) og André Watts (pianó) sem lék hér á Listahátiðinni i sumar. Verkin, sem þau flytja hér I VtHmQASKALIHS FERÐAMENN Kjölþætlar veitingar. Vörur fyrir ferðafólk f úrvali. Bcnzín og oliur — þvottaplan — Leggjum áherzlu á fljóta og góða afgreiðslu f nýju og fall- egu húsi. Verið velkomin. VEITINGASKÁLINN BRtJ, Hrútafirði. — llve glöð er vor æska er á dagskrá sjónvarpsins laugardaginn 5. ágúst. Þessum skemmtilega þætti fagna sennilega margir. ásamt Filharmóniuhljóm- sveit New York-borgar, eru eftir Tsjækovski, Puccini, Gershwin og Brahms. Stjórnandi og kynnir er Leonard Bernstein. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 21.25 Ironsidc Bandariskur sakamálaflokkur. Greiði fyrir greiða. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.15 Erlend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.45 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. 22.55 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 5. ágúst 1972 20.00 Kréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmyndafl. Skólakvikmyndin. Þýði Jón Thor Haraldsson. 20.50 Evrópukeppni f dansi. Sjónvarpsupptaka frá Evrópukeppni i suður- ameriskum dönsum, sem háð var i Berlin i vor. (Evróvision — Þýzka sjón- varpið) Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 22.10 Konan, sem hvarf (Lady in the Lake) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1947. Leik- stjóri Robert Montgomery. Aðalhlutverk Robert Mont- gomery, Audrey Totter og Lloyd Nolan. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. Spæjari nokkur skrifar leynilög- reglusögu og sendir hana til útgáfufyrirtækis. Fyrir- tækið býðst til að gefa hana út gegn þvi, að hann hafi upp á konu forstjórans, en hennar hefur verið saknað i nokkrar vikur. 23.50 Dagskrárlok. Peð á móti peði Á miðvikudaginn birti Morgunblaðið forystugrein und- ir fyrirsögninni „Stórveldin fórna peðum". Var efni greinar- innar, sem er lofgjörð um Nixon forseta, tekin til meðferðar i leiðara Þjóðviljans I gær. Hins vegar er rétt að benda á þann hugsunarhátt sem einkennir Nixondýrkendurna á Morgun- blaðinu (sbr. Stalindýrkun fyrr á öldinni). 1 augum Morgun- blaðsins eru smárikin ekkert annað en peð, sem stórveldin geta fórnað að eigin geðþótta, og eflaust telur blaðið ekkert athugavert við það, að Island sé eitt peðanna i hinu helga banda- lagi Nato. Sjálfstæðismenn hafa einnig alla tið verið þeirrar skoðunar, að hlutverk Islands i alþjóðamálum sé það eitt að þjóna risanum (K) á taflborði stórveldanna og sætta sig við hvaða peðsfórn sem er. En i skáklist alþjóðastjórnmálanna er ávallt talið æskilegt að staðan sé jöfn. Morgunblaðið hefur ávallt skrifað mikið um nauðsyn valdajafnvægis i heiminum. Þannig var blaðið andvigt brott- flutningi bandarisks herliðs frá tslandi, þvi að einhliða brott- flutningur gæti raskað valda- jafnvæginu. Ef blaðið vill vera sjálfu sér samkvæmt og hugsa sina peðshugsun til enda, þá ætti Morgunblaðið aö vera andvigt þvi að Sovétmenn verði að flytja brott hernaðarsérfræð inga sina frá Egyptalandi nema eitthvað komi á móti. Þvi skal Morgunblaðinu bent á þann möguleika, að Islendingar geri sitt til að viðhalda valdajafn- væginu og sendi bandarisku hermennina heim frá Islandi. Þá komum við i veg fyrir að valdajafnvægið raskist, og peðið islenzka i taflsveit Banda- rikjanna drepið i skiptum fyrir egypzka peðið og eftir eru jöfn uppskipti á taflborði stórveld- anna og þráskákin getur haldið áfram. err

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.