Þjóðviljinn - 29.07.1972, Síða 1
Alþýóubankinn hf
ykkar hagur
okkar metnaóur
Utanríkisráðherra svarar Alþjóðadómstólnum í Haag vegna málskots
Breta og kröfunnar um skyndiúrskurð
Dómstóllinn hefur ekki
lögsögu í málinu
— eftir að samkomulagið frá 1961 er brottfallið
Utanríkisráöherra Einar
Ágústsson hefur nú birt
svar þaö, sem hann sendi í
nafni rikisst jórnarinnar
vegna málskots Breta og
Vestur-Þjóðverja til Al-
þjóöadómstólsins. Einnig
fer hér á eftir simskeyti
sem ráðherrann sendi til
Haag vegna kröfu Breta
um skyndiúrskurð á land-
helgisútfærsluna.
Bendir utanríkisráðherra
á að forsendur samningsins
við Breta frá 1961 séu brott-
fallnar; hann hefði ekki
i eðli sinu samkvæmt átt að
gilda um aldur og ævi.
Skuldbinding samningsins
um úrskurðarvaId dóm-
stólsins hefði heldur ekki
eilift gildi. Ekkert í máls-
atvikum eða neinar al-
mennar reglur nútíma
þjóðréttar réttlættu annað
sjónarmið. Þvi vísuðu ís-
lendingará bug að heimiia
dómstólnum lögsögu í
nokkru náli varðandi við-
áttu fiskveiðitakmarkanna
við ísland.
Hér fer á eftir fréttatíI-
kynning ríkisstjórnarinnar:
,,Svo sem kunnugt er af fyrri
fréttum hafa Bretar og V-Þjóð-
verjar skotið deilunni um fisk-
veiöimörkin við Island til Alþjóða-
dómstólsins i Haag. Tilkynnti rit-
ari dómsins Einari Agústssyni,
utanrikisráðherra, um málskot
Breta 14. april s.l. en V-Þjóðverja
5. júni s.l.
Ennfremur hafa Bretar og V-
Þjóðverjar beöið Alþjóöadómstól
inn um bráðabirgðaúrskurð um
frestun útfærslunnar. Tilkynnti
ritari dómsins utanrikisráöherra
um þessa beiðni Breta 19. þ.m. en
V-Þjóðverja 21. þ.m.
Einar Agústsson, utanrikisráð-
herra, sendi Alþjóðadómstðlnum
svar islenzku rikisstjórnarinnar
við upphaflega málskotinu 29.
mai s.l., en i dag sendi hann rit-
ara dómsins svar við beiðni Breta
og V-Þjóðverja um bráðabirgða-
úrskurð um frestun útfærslunnar,
og fara textarnir af svari utan-
rikisráðherra hér á eftir.
Orðsending frá 29. mal 1972:
,,Ég leyfi mér hér með að
visa til bréfs yðar, dags. 14.
april 1972, þar sem þér tilkynn-
ið mér um ,,stefnu, sem ritara
réttarins hefur i dag verið af-
hent, þar sem rikisstjórn Stóra-
Bretlands og Norður-lrlands
höfðar mál gegn íslandi”.
Rikisstjórn Bretlands byggir
mál sitt á „lögsögu þeirri, sem
dómstólnum er fengin skv.
l.mgr. 36. gr. samþykkta dóm-
stólsins og á orðsendingum
rikisstjórna Bretlands og Is-
lands, dags. 11. marz 1961”.
Af þessu tilefni leyfi ég mér
að fara þess á leit við yður, að
þér vekið athygli dómstólsins á
efni orðsendinga rikisstjórnar
Islands frá 31. ágúst 1971 og 24.
febrúar 1972, svo og lögum um
visindalega verndun fiskimiða
landgrunnsins frá 5. april 1948
og ályktunum, sem samþykkt-
ar voru samhljóða af Alþingi,
Löggjafarþingi Islands, 5. mai
1959 og 15 febrúar 1972 (fylgi-
skjöl I,II, III, IV, OG V).
Skjöl þessi fjalla um aðdrag-
anda samkomulagsins, sem
felst i orðsendingunum frá 11.
marz 1961, og brottfalli þess, og
um hinar breyttu aðstæður
vegna hins sivaxandi ágangs á
fiskimiðunum á hafinu um-
hverfis Island.
Vegna hættu þeirrar, sem þetta
hefur i för með sér fyrir islenzku
þjóðina, eru frekari ráðstafanir
Framhald á bls. 11.
Rómantík
grásleppa
og rigning
Rómantikin hefur enn ekki
fengizt útrckin af Ægissiðunni.
Enn eru þar nokkrir grá-
sleppuh jallar og töluverö
útgcrð. Myndin ver tekin þar
vestur frá i gær í dumbungs-
veðri. Mynd: GO.
Fischer
hótar
að tefla
ekki á
sunnudag
Fischer var ævarciður eftir
skákina i fyrrakvöld og fullyrti að
kvikmyndað hefði verið án sins
leyfis. Hafði hann jafnvel við orð
að tefia ekki á sunnudaginn.
Samkvæmt upplýsingum Skák-
samhands íslands náðust samn-
ingar um kvikmyndun rétt áður
cn skákin átti að hefjast og full-
yrti Marshall, fulltrúi Fischers.aö
kvikmyndun gæti átt sér stað með
fullu samþykki áskorandans.
Guömundur G. Þórarinsson
formaður Skáksambands tslands
hefur i hyggju að ná tali af
Fischcr sjálfum, ef hér er um ein-
hvern misskilning að ræða, sem
þá yrði hægt að leiðrétta.
EINKENNI-
LEGUR
FUND-
ARSTAÐUR
Nýlega sendi nefnd sú, sem
annast á skiptingu islenzku
handritanna frá sér fréttatil-
kynningu um fyrsta fund
nefndarinnar. i nefndinni eiga
sæti Magnús Már Lárusson
háskólarektor, Jónas
Kristjánsson forstöðumaður
Ilandritastofnunarinnar og
Danirnir Chr. Westergárd
Niclsen og Ole Widding. Þcss-
ari nefnd er ætlað mikið hlut-
verk og er mikilvægt að þar sé
vcl haldiö á rétti Islendinga.
Þvi vekur það mikla furðu að
þessi stjórnskipaða nefnd
skuli halda fyrsta fund sinn i
sumarbústaö Westergárd
Nielsens, þess manns sem sið-
ustu árin hefur hvað harðast
barizt gcgn afhendingu
islenzku handritanna. Nú
mætti ætla að handritaskipta-
nefndin þyrfti á fundum sinum
að hafa aðgang að ýmsum
gögnum og simasamband við
annaö fólk, Háskólarektor
skýrði frá þvi i viðtali i Mbl.
s.l. sunnudag að góð tiðindi
séu i vændum og gott sam-
komulag hafi rikt. Engan skal
undra að gott samkomulag
hafi verið; vart hafa Islend-
ingar getað farið að gera
nokkurn ágreining við sjálfan
gestgjafann. Það verður að
teljast i hæsta máta óvið-
felldið aö nefndarfundir opin-
berra aðiia um mikilvæg mái
séu látnir fara fram i sumar-
bústað einkaaðila.
Eöa hvað segðu menn, ef
næsti viðræöufundur milli
Breta og tslendinga um land-
heigismálið færi fram i
sumarbústaö Sir Patrick Wall?