Þjóðviljinn - 29.07.1972, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1972, Síða 2
Z.SÍÐA — ÞJÓÐVIWINN Laugardagur. 29. júli 1972 fSU, 0 B3 Afgreiðslumáti bankanna Lesandi spyr hvort fyr- irhuguð sé einhver breyt- ;ng á afgreiðsluháttum bankanna i þá veru, að minni háttar vixlar verði keyptir beint af af- greiðslum, en seljandi þurfi ekki að biða timum saman eftir viðtali við bankastjóra og taka sér frí úr vinnu. Áður en blaðið leitaði svars við spurningunni var gerð at- hugun á þvi, hversu margir ósk- uðu eftir viðtali viö bankastjóra að meðaltali þá daga sem mót- taka fer fram. Þessi athugun tók yfir bank- ana sjö, ekki útibú innan Reykjavikurborgar né úti á landi, og ekki sparisjóði. Niðurstaðan varð sú að 15 til 50 manns óskuðu daglega eftir viðtölum við bankastjóra i hverjum banka fyrir sig, og þann morgun sem athugunin var gerð höfðu samtals i þessum sjö bönkum látið skrá sig 175 manns. Til gamans gerðum við ráð fyrir þvi aö allur þessi fjöldi væri vinnandi menn, sem þyrftu að fá sér fri úr vinnu til þess arna, allan formiödaginn, eða fjórar vinnustundir. Útkoman varð sú að 700 vinnustundir fóru þarna forgörðum. Þessar 700 vinnustundir margfölduðum við svo með 120 krónum, sem er timakaup 2. taxta Dagsbrúnar. Nú varð útkoman sú að i krónu- tölu kostaði bankastjórabiðin 84 þúsund á dag. Móttaka. i bönk- unum er fimm daga vikunnar þannig að á viku gerir upphæðin 420 þúsund, á mánuði 1 miljón og 680 þúsund og á ári rúmar 20 miljónir. Þessar tölur eru vissulega ekki tæmandi né heldur kannski réttar. Margt spilar hér inn i, sumir sleppa ef til vill ekki 4 tima vinnu til að ná tali af bankasíjóra, sumir ef til vill engri, nokkrir hafa lægra kaup en samkvæmt 2. taxta Dags- brúnar sé miðað við skatt- skrána, svo sem eitthvaö af for- stjórum, útgerðarmönnum og kaupmönnum: i dæmið eru heldur ekki settar þær tölur, sem meta má árangur biðarinn- ar i "krónum. En nóg um það. Heyrum hvað bankastjórinn Helgi Bergs i Landsbankanum hafði að segja um spurningu lesandans. Skýrust mynd af þörfum lánsbeiðanda fæst með persónulegu viðtali hans og bankastjóra. ,,Sá afgreiðslumáti sem les- andi spyr eftir hefur verið reyndur i Útvegsbankanum. Tilraunin gaf þá raun að bank- inn lagði þennan hátt niður. Ég tel að ástæðan hafi verið sú, að viöskiptamenn hafi ekki gefið þær upplýsingar sem þurfti til afgerandi afgreiðslu, og þessi afgreiðslumáti þvi vaf- ið upp á sig og aukið seinagang. Landsbankinn hefur tekið upp þann hátt, til að flýta fyrir af- greiðslu, aö með bankastjóra i móttöku eru tveir menn. Þá geta viðskiptamenn, sem eiga sin daglegu viöskipti við þau 9 útibú sem Landsbankinn er með viða um borgina, snúið sér til útibússtjóra með lánsbeiðnir, sem getur i flestum tilvikum gefið viðskiptamönn- unum ákveðið svar við þeim. Þá er og sú leið opin fyrir láns- beiðendur, að skrifa okkur bréf og gera grein fyrir ástæðum sin- um. Slikar beiðnir getum við yf- irleitt afgreitt án tafar, ef skil- merkilega er gerð grein fyrir öllum ástæðum, og fær þá við- komandi svar simleiðis. Þá má ef til vill segja að nú- verandi fyrirkomulag þessara mála sé ekki það bezta, þótt skýrust mynd fáist, til endan- legrar ákvörðunar, með viðtali. Það er ekki útilokaður mögu- leiki, að bankastjórnin semji ákveðnar reglur fyrir starfsfóik i afgreiðslu bankans, þar sem skýrt væri frá þvi hvenær veita mætti ákveðin lán i ákveðnum tilvikum. —úþ bréf til blaðsins Talað um Englendinga Blöðin geta um það, að Eng- lendingar búist nú i að eyða 70 miljónum islenzkra króna til að kynna málstað sinn i fiskveiði- deilunni við Islendinga. Það er hvort tveggja, aö upphæðin er ekki stór, enda málstaðurinn rangur og lélegur. Hann er auk þess svo smár að hann sést ekki og maður verður að spyrja eftir honum og ekki fást nema óraun- sönn svör. Englendingar þykjast i fyrsta lagi eiga hefðbundinn rétt á veiðum um allan Islands sjó. Hvernig er það mál vaxið? Eng- lendingar byrjuðu fyrir alvöru að veiða fisk á miöum við Island i 100 ára striðinu , 1337-1439. Þá veitti þeim ekki af að afla sér matar og þótti ódýrara að afla fisksins sjálfir en kaupa hann af tslendingum eða Hamborg- urum. Þeir veiddu á tréskipum og höfðu hvorki vél i skip né byssu um borö til að byrja með , þvi að hvorugt var þekkt og byssan lengi notalitil. Þessum veiðum héldu þeir áfram, þó oft i litlum mæli i gegnum aldirnar, og voru hér ásamt Hollend- ingum og Frökkum aö skaka við öngulveiði á tréskipum, laust fram á 19. öld. Það gæti verið álitamál hvort Englendingar eiga þennan fiskveiðirétt við ts- land. Það gæti verið rétt og meinalaust af tslendingum að viðurkenna þennan fiskveiðirétt Breta við tsland — vélarlaus tréskip með öngulveiðarfæri. Jafnvel að þau gætu tryggt Eng- lendingum það, að þeir gerðu sér húkkertur og björguðu eftir megni mannskap af þeim, þegar þær reki á land. Eitt sinn voru þær 30, sem þannig gáfust upp á veiðum. Annan hefðarrétt á veiðum við tslandsstrendur eiga Englendingar ekki og það er þvi nær eingöngu á þessari umliðandi öld, að Englendingar hafa sópað fiskimið á tslandi með vélknúnum skipum og veiðarfærum i samræmi við það. Á þessum veiðiskipum hafa Englendingar stundað rán á fiski við tslandsstrendur og alla öldina höfum við sektað þá fyrir þetta rán, þegar færi hefur gef- izt. Hér getur ekki um neinn hefðarrétt á'fiskiveiðum verið að ræða, þvi að Islandi tilheyrði landgrunn og sjór við Island þá eins og nú, og nú er viðurkennt. Þetta ættu Englendingar i kristilegum anda að upplýsa, þótt það kosti 70 miljónir króna. En hvað á að upplýsa ? Ekki þarf að slást um það við tslend- inga að Englendingar eigi rétt til að veiða á húkkertum við tsland. tslendingar viðurkenna það og bjóða Englendinga velkomna á .húkkertum til veiða upp að 12 milna landhelgi. Vilji Eng- lendingar ekki sætta sig við það, auglýsa þeir aðeins fyrir heim- inum, að þá vantar kristilegan anda og siölegt liferni og að tslendingar eru fúsir til að kenna þeim þetta hvorttveggja fyrir ekki neitt. En hvar eru svo önnur skipti tslendinga við Eng- lendinga? Árið 1866 byrjuðu tslendingar útflutning á lifandi sauðum til Englands. Þá höfðu tslendingar langa stund -aldir- orðið að gefa Dönum kjötiö. Árið 1770 fengu þeir 1 kr. og 28 aura fyrir vænan kjötskrokk ! Nú gafst betra verð i Englandi og tslendingum varð hinn mesti atvinnuauki að þessum útflutn- ingi. Obreytt stóð þetta i 30 ár — til 1896, þá tóku Bretar fyrir þennan útflutning tslendinga á höfuð gjaldeyrisvöru þeirra, og verð á útfluttu fé varð að lúta nýjum lagafyrirmælum og lækkaði um helming eða allt að þvi. tslendingar tóku upp samn- inga við Englendinga, að létta þessum lagafyrirmælum af kjötútflutningi tslendinga og voru Danir kvaddir á vettvang i sama augnamiði. Allt kom fyrir ekki. Nú áttu tslendingar vist engan hefðarrétt á viðskiptum sinum við Englendinga. tslend- ingar biðu stórtjón á aðal- atvinnuvegi sinum, mikill fjöldi þeirra hvarf af landi brott fyrir þessa ..drengilegu” framkomu Englendinga i þeirra garð. Það veitir vist ekki af 70 miljónum til að sýna fram á hvað sumar þjóöir geta verið drenglyndar. En tslendingar gera það fyrir ekki neitt að æpa úr gröfum sin- um á kúgara og kvalara úr við- skiptasögunni. Og þeir gera það fyrir ekki neitt, að sýna heim- inum siðmennilegar aðfarir um lifshagsmunamál sins virðulega þjóðrikis, sem aldrei hefur beitt neinni kúgun við neitt riki, en sækir og virðir sinn rétt, en vis- ar kúgurum á bug. Enn er á það að lita i þessu máli, að frá 1388 þóttust Danir eiga tsland og þá auðlindir þess lika og við Dani áttu Englendingar i hákarla- veiðinni við tsland. Ef Englend- ingar þykjast eiga hefðarrétt i tslandsmiðum á húkkertum eigi þeir um málið við Dani. Þá má minna á það, að hér við land hafa Englendingar lengst af aldrei stundaö vetrarveiði og hafa þvi engan ,,heföbundinn rétt’’ til slikra veiða á tslands- miðum. Eftir 1918 tóku tslendingar við eignarrétti á landi sinu og auð- lindum þess og mótmæltu samningum, sem Danir höfðu gert við Englendinga um notkun á auðlindum tslendinga á hafinu kringum tsland, og tóku litlu siðar við lagavörzlu á þessum auðlindum sinum þótt samn- ingar Dana við Englendinga á hafsvæðinu kringum tsland stæðu enn um stund. Þegar þannig er i pottinn búið getur enginn hefðargrundvöllur verið til staðar á fiskveiðum við ts- land eins og málum er nú kom- ið, og það er fáranlegt að lslend- ingar eigi að svara til heföar- réttar á notkun vélrænna dráps- tækja á fiski, þennan tima sem þeir eru bútíir að eiga óskoraðan rétt a þjóðrikinu tslandi. Það þarf þvi meira en 70 miljónir króna til að múta dómstólum til að vera áttaviltir i þessu máli eða hrekja siðmenningarþjóðir af siölegu réttarfari á sinum eða annarra löndum. Afstaða Englendinga i þessu máli er þvi með öllu vonlaus um allan árangur, og það er þýð- ingarlaust af þeim og vanmeta- kennd ein að fara að skrækja á 70 miljónir króna gegn þvi rétt- læti sem hér er að mæta. Benedikt Gislason frá Hofteigi. | HERMAL Eitt er það nauðsynjamál i málefnasamningi rikisstjórnar- innar, er þolir ekki lengri bið, það, að hafizt verði handa um undirbúning brottflutnings er- lends herafla af tslandi. Ár er liðið siðan rikisstjórnin tók við völdum og enn hefur málinu ekki verið sinnt. Er fulltrúar Miðstöðvar her- stöðvaandstæðinga gengu á fund utanrikisráðherra á ársaf- mæli stjórnarinnar, sagði hann að tekið yrði til við endurskoðun ,,varnarsáttmálans”, er land- helgin hefði verið færð út, þó gæti hann ekki gefið upp ákveðna dagsetningu. Ekki má sú endurskoðun hefjast seinna en i september. Þótt rikisstjórnin hafi ekki brugðið eins skjótt við og her- stöðvaandstæðingar hefðu kos- ið er vist, að bandariskir svo og helztu generálar Natós, eru heldur óhressir yfir stjórnar- skiptunum á Islandi, og ekki bætir úr skák að stjórnvöld Danmerkur hafa ákveðið að skera niður útgjöld sin til hern- aðar. Telja generálarnir nú brýna nauðsyn bera til að styrkja herafla Natós hér á norðurhjara heims, helzt svo að hann þoli samjöfnuð viö það lið er þeir hafa yfir að ráða i suð- rænum sólarlöndum, þar sem Tyrkland, Grikkland og Portú- gal glitra eins og gimsteinar i hernaðarkeðjunni. Heljarmikil starfsnefnd undirbýr nú októberfund her- málaráðherra Natós. Þar á að liggja fyrir áætlun i 20 liðum og einum betur um hvernig styrkja beri norðurherstöðvar Natós, sér i lagi i Noregi og Danmörku og jafnvel á tslandi. Gert er ráð fyrir að koma upp flugskeyta- stöðvum nálægt Eystrasalti, koma á fót sérstökum herflokk- um i Noregi svo og búa herstöð- ina i Færeyjum fjarskiptatækj- um, sem séð geti um samband viö flugvélar búnar kjarnorku- sprengjum jafnt sem kjarn- orkukafbáta er leitað geti lægis við tsland. Um leið og styrkia á heraflann i þessum löndum á jafnframt að styrkja stjórn- málaleg itök Natós. Ekki aðeins i utanrikismálum heldur og innanrikismálum. Öllum er i fersku minni hvernig ,,viðreisnarstjórnin” fylgdi i öllu stefnu Bandarikja- stjórnar á alþjóðavettvangi. Nú hefur orðið breyting á. En ef þeirri stjórn er nú situr á að tak- ast að koma hernum úr landi (og enginn þarf að ætla að Natógenerálarnir samþykki slikt þegjandi og hljóðalaust) þarf hún bæði á stuðningi og að- haldi frá fólkinu i landinu að halda. Allir andstæðingar her- setu á tslandi þurfa þvi að fylkja sér til baráttu i hinum ungu Samtökum herstöðvaandstæö- inga, svo að markinu verði náð, þvi ,,að á þjóðhátiðardaginn 1974 verði engar herstöðvar á tslandi”. V.L.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.