Þjóðviljinn - 29.07.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 29.07.1972, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 29. júli 1972 DJÖÐVIUINN MÁLGAGN SÓSlALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsaon, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. LAGFÆRA VERÐUR SKATTALÖGEN OG HALDA ÁFRAM ENDURSKOÐUN Málgögn stjórnarandstöðunnar hafa nú hamazt i rúma viku út af áhrifum skatta- laganna og álagningunni á gamla fólkinu. í málflutningi sinum hafa þessi blöð reynt að rangtúlka og gera Þjóðviljanum upp ýmsar skoðanir. Þjóðviljinn hefur frá þvi að skattskráin kom út gagnrýnt áhrif skattalaganna á aldrað fólk. Þann- ig sagði i forystugrein Þjóðviljans föstu- daginn 21. júli, strax eftir að skatt- skráin var birt: ,,Svo virðist sem skatta- álagningin komi nú fremur illa niður á eldra fólki, sem hefur tekjur umfram lif- eyrisgreiðslur. Ef sú er raunin, verður að breyta þvi hið bráðasta.” Þannig hefur Þjóðviljinn, frá upphafi umræðna um þetta mál, bent á það misrétti sem gamla fólkið hefur sætt við skattalagabreyting- una og blaðið itrekar þá skoðun, að þetta verði að lagfæra hið bráðasta. Blaðið hef- ur einnig gefið orðið laust á siðum sinum fyrir gagnrýni á þetta atriði, og lesenda- bréf i Bæjarpóstinum sýna þá megnu óá- nægju sem er með þetta atriði i skattalög- unum. Það er nauðsynlegt fyrir valdhafa að kynnast viðbrögðum almennings við stjórnaraðgerðum og draga lærdóma af því og hika ekki við að leiðrétta misrétti sem sýnir sig við framkvæmd laga, sem allir stjórnarflokkarnir stóðu að. Það er mannlegt að gera mistök, en það þarf djörfung til að viðurkenna það, og þá djörfung á vinstri stjórnin að sýna að gera nauðsynlegar ráðstafanir nú þegar til að rétta hlut hinna öldruðu. Vinstri stjórnin hefur sýnt hug sinn til lifeyrisþega i þjóðfélaginu með hækkun bóta almannatrygginga og afmáð þann smánarblett sem bótagreiðslurnar voru i tið viðreisnarstjórnarinnar. Ef vinstri stjórnin vill halda áfram á þeirri braut, þá verður hún að framkvæma breytingu á skattalögunum til hagsbóta fyrir lifeyris- þega. Vinstri stjórnin hefur sýnt hug sinn til lifeyrisþega i þjóðfélaginu með hækkun bóta almannatrygginga og afmáð þann smánarblett sem bótagreiðslurnar voru i tið viðreisnarstjórnarinnar. Ef vinstri stjórnin vill halda áfram á þeirri braut, þá verður hún að framkvæma breytingu á skattalögunum, tíl hagsbóta fyrir lifeyris- þega. Við afgreiðslu skattalaganna i vetur var þvi lýst yfir að unnið yrði áfram að endur- skoðun skattalaganna. Ljóst er, að enn er mikið verk óunnuð i þeim efnum. Skattalögin hafa ekki tekið nægilegum breytingum i samræmi við breytta þjóðfé- lagshætti. Þvi er fyrirsjáanlegt, að á sviði skattamála eiga eftir að verða miklar breytingar, þar sem gömul viðhorf vikja fyrir nýjum, byggðum á breyttum þjóðfé- lagsháttum. Umræðurnar um skattamálin i sumar hafa verið mjög einangraðar við einstakt atriði, en hefja þarf viðtækari umræður. í þeim framhaldsumræðum um endurskoðun munu vinstrimenn leggja rikulega á minnið viljayfirlýsingar ihaldsmálgagnanna um að breiðu bökin verði látin bera þyngri byrðar og þá látið reyna á vilja þeirra aðila til slikrar tekju- jöfnunar i islenzku þjóðfélagi. Að loknum umræðum um reikninga Reykjavikurborgar Heildarsýn skortir yfir fj árreiður borgarinnar Aðstöðugjöld offærð til tekna um 11 miljónir „vegna misskilnings” — þrjár borgarstofnanir greiddu ekki kostnað við mötuneyti I fyrra gerði endurskoðunar- staka tillögu um færslu aðstöðu- deild Reykjavikurborgar sér- gjalda i reikningum borgarinnar. ffl klj. * C/ INDVERSK UNDRAVEHÖLD ^ Nýjar vorur komnar. Nýkomið nijög mikið úrval af scrkenni- lcgum, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Útskorin borð (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju, fáið þér i JASMIN, við Hlemmtorg. Sigurjón I’étursson. Var tillagan efnislega á þá leið að aðeins yrðu tekjufærö 95% af álögðum aðstööugjöldum ársins 1971, en afgangurinn eða 5%, yrðu bókfærð sem afskriftir eða fyrningarsjóður til að mæta van- höldum á innheimtu gjaldanna, eins og gert er varðandi útsvörin. Þessi tillaga endurskoðunar- deildarinnar var samþykkt i borgarstjórn og ákveðið að að- stöðugjöldin skyldu færð þannig á reikningi borgarinnar fyrir árið 1971. Hvernig tókst nú til um fram- kvæmd þessarar breytingar? Þegar reikningarnir voru lagðir fram kom i Ijós, að miðað við tillögu endurskoðunardeildar- innar voru aðstöðugjöld offærð til tekna um rúmar 11 miljónir kr. Það sem gerzt hafði var. að til- laga deildarinnar hafði verið mis- skilin hjá bókhaldinu. 1 stað þess að draga 5% frá álögðum að- stöðugjöldum voru dregin 5% frá mismun álagðra og innheimtra aðstöðugjalda. Við umræðurnar i borgarstjórn um reikningana (sem að verulegu leyti snerust um þær fjölmörgu villur sem i þeim voru) vakti Sigurjón Péturssonborgarfulltrúi athygli á þvi, að svo virtist sem erfitt væri að koma skilaboðum óbrengluðum frá einni borgar- stofnun til annarrar. Benti hann á annað dæmi til staðfestingar þvi að lik mistök væru ekkert eins- dæmi: 1 fjárhagsáæfchin ársins ’71 var gert ráð fyrir þvi að endurkrefja um tiltekna upphæð þar borgar- stofnanir, sem nota mötuneytið að Austurstræti 16. Samkvæmt reikningunum hefur aðeins ein þessara stofnana, Gjaldheimtan verið endurkrafin um 56 þús kr. Engin endurkrafa hafði verið gerð vegna 3ja stofnana, þ.e. Félagsmálastofnunar, Fræðslu- skrifstofu og Innkaupastofnunar, þótt fjárhagsáætlunin geröi ráð fyrir 150 þús. kr. endurkröfu á þessar stofnanir, vegna kostnaðar viö mötuneytið. Sagði Sigurjón, að samkvæmt þessu virtist sem það væri til- viljunum háð, hvaða aðilar borguðu tilskilinn kostnað, eins og þetta dæmi um mötuneytið sýndi. Kvað hann þetta bera vott um skort á heildaryfirsýn yfir fjárreiður borgarinnar og bók- hald hennar. Ósvífni Vísis Mikil átök liafa átt sér stað á vinnumarkaönum á Rretlands- eyjum og cr þeim jafnvel likt við stéttaátökin miklu árið 1926. Nú siðast hefur legið við allsherjar- verkfalli vegna fangelsunar fimm liafnarverkamanna. Ljóst er af fréttum. að hin nýja vinnumála- löggjöf ihaldsstjórnarinnar hre/.ku hefur þrengt til muna at- liafnafrelsi verkalýðsfélaga og gerð hefur verið tilraun til að liindra verkalýðssamtökin i þvi að beita mætti samtakanna. And- spyrna bre/.ka verkalýðsins sýnir aftur á móti að rikisvaldið getur ekki brotið niður þessa samstöðu vinnandi fólks. Ofstæki ihalds- sljórnarinnar i þessum efnum hefur eflt til muna samtööu verkafólks og allt virðist benda til þess aö ihaldsstjórnin verði að láta undan siga. Þetta mál er hér tekið fyrir vegna þess, að fyrir alþingiskosn- ingarnar 1971 hafði viðreisnar- stjórnin og málgögn hennar oft á orði. að nauðsynlcgt væri að breyta islenzku vinnulöggjöfinni. Kjarasamningar væru orðnir svo flóknir, verkföll úrclt og um leið getið um ágæti gerðadóma og jafnvel minnzt á vinnudómstóla (sbr. Bretland). Þessi draumur i- haldsins islenzka rættist þó ekki, þvi að þeir misstu völdin og á fyrri valdaferli höfðu þeir aldrei þorað að breyta löggjöfinni. 1 Bretlandi missti hins vegar Verkamannaflokksstjórnin völd- in til ihaldsins, sem strax fram- kvæmdi drauminn um vinnulög- gjöf samda með hag atvinnurek- anda fyrir augum. Ekki er að efa að viðreisnarstjórnin liefði reynt að láta til skarar skrfða haustið 1971, ef hún hefði haft aöstööuna og þá mætti ætla að ástandið á vinnumarkaðnum væri hér cins og i Bretlandi. tslenzkur verka- lýður bar hins vegar gæfu til að fella ihaldið og hindra slikt við kjörborðið 1971. En ekki þarf að draga iefa, að ihaldsstjórnin mun gera slika breytingu á vinnulög- gjöfinni, hvenær sem hún fær tækifæri til. íhaldið í Bretlandi og hér Forystugrein Visis s.l. fimmtu- dag er gott dæmi um þá gegndar lausu ósvifni, senj það blað gctur leyft sér að bera á borð fyrir les- endur sina. i greininni er þvi haldiö fram, og raunar birt einnig á forsiðu, aö lciðarahöfundur Þjóðviljans hafi bent gamla fólk- inu á að scgja sig til sveitar. Leið- arahöfundur Visis virðist vcra þeirrar skoðunar að það, að kæra álagningu opinbcrrp gjalda sé sama og að scgja sig til svcitar, og er sú skoðun i samræmi við þekkingu höfundar á þjóöfélags- málum. En fyrst leiðarahöfund- urinn er svona andvigur þvi aö framtcljendur neyti réttar sins og kæri álagningu og er byrjaður á þvi að gera okkur sem skrifum i Þjóðviljann upp skoðanir.er þá ekki tilvalið að skrifa aðra for- ystugrein og halda fram með sömu rökum að Þjóðviljamenn vilji ekki setja gamla fólkið á yfir veturinn 1972—73? err.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.