Þjóðviljinn - 29.07.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 29.07.1972, Síða 5
Laugardagur. 29. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. Vopnabrak °g skákþögn Heimsmeistaraeinvigið leiðir til margs konar ritmennsku um allan heim. Hér fer á eftir sýnis- horn af skárra taginu — leiðari úr danska blaðinu Information. tSLAND ER eins og sumir menn vita, mjög spennandi land, en öf fáir Danir gerðu sér grein fyrir þessu fyrr en það var orðið of seint — þ.e.a.s. meðan Dan- mörk og tsland voru eitt riki. Áhugi Dana á tslandi hefur þá fyrst vaknað að marki þegar Norðurlöndum hefur verið splundrað við sálmasöng um ein- ingu og norræna samvinnu i öll- um greinum. Nú sem stendur er einn af svo- kölluðum „brennipunktum at- hygli heimsins” i Reykjavik — enda þótt þar i borg rjúki aldrei af eldi. Það er friðsamlegur hlutur eins og skákborð sem athyglin dregst að — sjálfsagt aðeins hlut- ur athyglinnar reyndar, þvi að skákáhugamenn eru ekki i meiri- hluta. Og þó! Skák, sem ein- hverra hluta vegna er flokkuð undir iþróttir, er eins konar ruslakompa fyrir heilastarfsemi, ef maður á að leyfa sér að vera illkvittinn. Þegar heimsmeist- aratign er i tafli þá er forvitni al- mennings tryggð fyrirfram, og allt það makk sem fór fram við byrjun einvigisins minnir á makk þaö sem viðgengst i „venjuleg- um” iþróttagreinum, einkum tennis á Wimbledon, og þvi er áhuga,einnig þeirra fáfróðu,ræki- lega við haldið. Og hér við bætast þær andstæð- ur stórvelda sem tengdar eru ein- viginu. . . . FRUMKVÖÐLAR HEIMS- MEISTARAKEPPNINNAR i Reykjavik hafa vitað hvað þeir gerðu, þegar þeir völdu Island að vettvangi orustunnar. Skák er is- lenzkt þjóðarsport. Það hefði varla verið hægt að finna annars staðar i heiminum jafn brennandi áhuga á hverjum leik. Séð undir þvi sjónarhorni sem mönnum ber i nafni sálarheilla að skoða heimsatburði og þróun þeirra frá, er það einstaklega hressandi að það er tefld skák á þeirri eyju þar sem áður glumdi vopna- brak. Það eru ekki aðeins afkom endur Snorra sem brjóta heilann yfir tafli, það eru lika menn sem rekja ættartöflu sina aftur til manna eins og Þorsteins þorska- bits, Ketils flatnefs og Þórólfs mostrarskeggs — menn hafa góða reiðu á slikum hlutum á lslandi. Skákáhuginn þrifst semsagt vel i þjóð sem öldum saman gaf úlfi og erni lik að slita eða hjó fætur og aðra lausa hluti hvert af öðru Gangleri um endurholdgun — og stundum jafnvel þjóhnapp- ana. Þeir menn virða fyrir sér þögnina sem grúfir yfir skákborðinu, sem forfeður þeirra „iðkuðu sennur og argaþras og engdu til bardaga gjarna”. Það eru þessir afkomendur sem gera jafntefli eða máta hvor annan þar sem þeir gömlu ,,fengu skurð i skalla’. I STAÐINN FYRIR skákdóm- ara höfðu menn áður þing, þar sem menn mátu og vógu mann- dráp hjá báðum aðilum og dæmdu menn i bætur, sem gengu oftast beint til þeirra sem fyrir tjóni urðu (m.ö.o. góður siður og verður eftirbreytni). Eða þá of- beldismenn voru dæmdir til að fara úr landi, og gerðu sér þá litið fyrir og fundu Ameriku — eða þá þeir lentu á Irlandi þar sem þeir skildu eftir sig óafmáanleg spor, sumpart i byggingum og sumpart Framhald á bls. 11. Vor- og sumarhefti Ganglera, timarits Guðspekifélagsins,er ný- komið út. Að þessu sinni er heftið helgað efni sem allmikið hefur verið á dagskrá að undanförnu i fjölmiðlun (sbr. frægan sjón- varpsþátt) en það er endurholdg- un. Þrir islenzkir höfundar fjalla um þetta efni — Sigurlaugur Þor- kelsson, Karl Sigurðsson og rit- stjóri timaritsins, Sverrir Bjarnason. Þá eru i heftinu tvær þýddar greinar um sama efni. Sigvaldi Hjálmarsson skrifar um það sálarástand sem hann kallar veg hinna hvitu skýja og athuganir á kyrrð. Skúli Magnús- son, kinverskmenntaður heim- spekingur, leitast við að svara eilifðarspurningunni ,,Er þekking möguleg?” Ýmislegt annað efni er i ritinu, m.a. ýtarleg frásögn af reim- leikarannsóknum i Þýzkalandi. Heimurinn heldur áfram að breytast FATT ER ALGENGARA en að heyra bölsýnar kvartanir um að heiminum fari litið fram. En nú vill svo til, að það er ekki sér- staklega erfitt að finna dæmi um það gagnstæða. Kvikmyndin um Sacco og Vanzetti, vönduð og trúverðug mynd um dómsorð i kjölfar móðursjúks ótta við sósfalisma og verkalýðshreyf- ingu, minnir einmitt á þetta. Við getum borið þessa mánudags- mynd saman við þá staðreynd, að nýlega sýknaði kviðdómur Angelu Davis, sem er allt i senn kvenmaður, menntuð, kommúnisti og þeldökk, af ákæru um aðild að mannvigum. Og annað dæmi: Daniel Ells- berg, sá sem kom á framfæri leyniskjölum Pentagons um Vietnamstriðið, er að sönnu fyr- ir rétti —en það er mikill mun- ur á þeirri meðferð sem hans mál fær ( sem er i reynd mjög alvarlegt fyrir bandariska vald- hafa) og þvi andrúmslofti, sem sendi i rafmagnsstólinn fyrir mjög hæpna njósnaákæru þau Ethel og Julius Rosenberg fyrir tveim áratugum. AGÆTT DÆMI UM ÞÆR BREYTINGARi heiminum sem verða til batnaðar er einmitt til- hneiging manna eins og Ells- bergs að brjóta niður leyndar- málamakk hernaðarfursta og koma á framfæri við almenning upplýsingum um ráðstafanir og ákvarðanir, sem varða lif og dauða miljóna manna. Nýlegt dæmi um þetta kom fram ekki alls fyrir löngu á siðum hins bandariska vinstririts Ramp- arts. Maður að nafni Fellwock hafði um árabil verið starfandi við svonefnt NSA (National Sec- urity Agency) en sú stofnun annast hlerun á fjarskiptakerf- um og ráðningar á dulmálslykl- um allra þeirra sem Bandarikin vilja njósna um. Maður þessi hafði eins og aðrir i NSA gengið undir rækilega öryggisskoðun áður en hann hóf störf og var sjálfsagt að minnsta kosti 105 prósent Amerikani. Það var persónuleg þátttaka hans i Viet- namstriðinu, sem að lokum breytti viðhorfum hans með rót- tækum hætti og fékk hann til að skunda á vit róttækra með vit- neskju sina um NSA (i Banda- rikjunum er stundum lesið úr þeirri skammstöfun með ,,never say anything” — segðu aldrei neitt). Af orðum Fellwocks að dæma er NSA sannarlega ekkert fá- ráðlingasafn. Hann heldur þvi fram, að NSA þekki „kallmerki og númer hverrar einustu so- vézku flugvélar, sem og nafn flugmannsins. Staðsetningu hvers einasta kjarnorkubáts og hverrar einustu sovézku eld- laugardags flaugar. Dvalarstað næstum þvi allra háttsettra manna i Sovét- rikjunum á hverjuiri tima. Stað- setningu hvers leitarfylkis, hverrar herdeildar, hverrar hersveitar — sem og vopna þeirra, foringja og birgða- stöðva”. SVONA MIKIL ÞEKKING hef- ur sjálfsagt ýmsar hliðar, en við skulum að sinni hafa hugann við þær sem gleðilegri eru. Ef við litum okkur sjálfum nær, þá sýnást fullkomin hlerunartæki stofnunar eins og NSA, sem spannar allan hnöttinn með gervitunglum og öðrum merk- um græjum, gera alvöruþrungið tal um þýðingu herstöðvarinnar i Miðnesheiði nokkuð svo mark- litið. Ef i raun réttri er hægt að hlera simaviðtöl Kosygins i Moskvu eða óska sovézkum þotuflugmanni á æfingu yfir Pamir til hamingju með afmæl- isdaginn, þá hlýtur mönnum að finnast það tal skrýtið og út i hött, að það verði háskasamlega erfitt að fylgjast með svamli rússneskra kafbáta um Norður- Atlanzhaf ef Svörtu riddar- arir hætta að athafna sig i Keflavik. Eða erum við kannski ekki að frétta það, að það sé hægur vandi að fylgjast með gjörvöllum siglingum heimsins með þvi að kasta hylkjum, bún- um senditækjum, i sjóinn með vissu millibili? En þá er sjálfsagt að spyrja sjálfan sig og aðra af hverju væntanleg heimsending banda- risks liðs frá Keflavik veldur þeim gauragangi og tauga- strekkingi sem raun ber vitni. Astæðurnar eru sjálfsagt marg- ar, og við skulum gera litla til- raun til að fitja upp á nokkrum þeirra. — ÞAD MUN TALIÐ PÓLI- TÍSKT AFALLfyrir stórveldi ef smærri . riki segja þvi að verða á heim með herlið sem þar kann að vera. Samt sem áð- ur hefur slikt gerzt oftar en einu sinni. Lýbiumenn sögðu Amerikönum að verða á brott fyrir nokkrum árum, og nú ger- ist það i grannlandi þess við Nilarfljót, að Sadat forseti segir sovézkum herfræðingum að fara heim —- enda þótt hann sé sjálfur staddur undir raunveru- legum hernaðarháska frá Isra- el. — Af þvi má taka mörg dæmi fyrr og siðar, að þeir sem til metorða komast i herjum til- heyra ihaldssömustu pörtum samfélagsins. Og þótt þeir séu flestir jafnfíknir i nýjustu tæknibrellur, þá hafa þeir sterka tilhneigingu til að hugsa um hernaðarlega hluti á sama hátt og gert var i siðasta striði á undan — þegar þeir sjálfir voru ungir menn og komust til frama. Þetta á ekki sizt við um hugar- far manna gagnvart virkja- smiði, varnarbeltum og her- stöðvum á erlendri grund. — Peningar eru auðvitað raunverulegt vald i margvis- legum átökum milli einstakra aðila og deilda innan herja — og ef einhver herstöð er lögð niöur getur það þýtt verulegan spón úr aski viðkomandi aðila. Herir og sendiráð hinna ýmsu þjóða eru einmitt þekkt fyrir að ráðast i ýmiskonar geðbilunarfram- kvæmdir til þess eins að eyða fjárveitingum, sem annars væru teknar af þeim ef engin umsvif væru sýnd. SÚ TÆKNIÞRÓUN SEM GER- 1R upplýsingasöfnun sem þá er áðurnefnd NSA rekur jafn ýtar- lega og raun ber vitni, er hafin fyrir alllöngu og hún fékk nýjan byr i seglin með geimrann- sóknatækjum. Þær miklu breyt- ingar sem hún veldur sjást vel á þvi, að nú treysta stórveldi sér til að semja um takmarkanir á kjarnavopnum og eldflaugabún- aði, það stafar ekki af þvi að Nixon og Bréznéf séu betur inn- rættir en þeir voru Krústjof og Eisenhower á sinum tima, held- ur er nú til sú spæjaratækni, sem gerir gagnkvæmt eftirlit mögulegt. Tækni þessi er að sjálfsögðu ekkert einhliða gleði- efni, viðtæk notkun hennar er mikið áfall fyrir einkamál manna. En að öðru leyti sýnist hún drjúgur skerfur til að skapa það traust milli hervalda sem menn hafa svo mjög á milli tanna . Og þessi þróun er einmitt kærkomin hvati á það, að tslendingar stingi af úr þeim striðsleik sem þeir áttu reyndar aldrei neitt erindi i. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.