Þjóðviljinn - 29.07.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur :!0. iúli 1072 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 11.
Alþjóðadómstóllinn
Framhald af bls. 1.
nauðsynlegar af hálfu Islands,
eina strandrfkisins á svæðinu.
Orðsendingaskiptin frá 1961
áttu sér stað við sérstaklega erf-
iðar aðstæður, þar sem að brezki
flotinn hafði beitt valdi gegn
farmkvæmd 12 milna fiskveiði-
markanna, sem islenzka rikis-
stjórnin ákvað árið 1958. Orð-
sendingarnar fólu i sér lausn
þeirrar deiiuenþvisamkomulagi,
sem var um að ræða, varekki
ætlað að gilda um aldur og ævi.
Rikisstjórn Bretlands viður-
kenndi hina sérstöku þýðingu
fiskveiðanna fyrir lifsafkomu is-
lenzku þjóðarinnar og efnahags-
lega þróun og viðurkenndi 12
milna fiskveiðmörkin að áskild-
um þriggja ára umþóttunartima.
(Þess bera aö geta, að rikisstjórn
Bretlands hefur siðan tekið upp 12
milna fiskveiðitakmörk undan
ströndum Bretlands). Rikisstjórn
íslands tók fram fyrir sitt leyti,
að hún myndi halda áfram að
vinna að framkvæmd ályktunar
Alþingis frá 5. mai 1959, varðandi
úrfærslu fiskveiðilögsögunnar
umhverfis tsland, en myndi til-
kynna rikisstjórn Bretlands slika
útfærslu með 6 mánaða fyrirvara
með möguleika á málskoti til Al-
þjóðadómstólsins, ef ágreiningur
risi um slika útfærslu. Rikisstjórn
Bretlands var þannig gefið tæki-
færi til málskots til dómstólsins,
ef rikisstjórn lslands myndi fyrir-
varalaust færa út mörkin þegar i
stað eða innan skamms.
Samkomulaginu um lausn þess
arar deilu og þar með möguleika
á sliku málsskoti til dómstólsins
(sem rikisstjórn Islands var
2! ^2sinnui
LENGRI LÝSIN
n
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
ávallt mótfallin, að þvi er varðar
deilur um viðáttu fiskveiðitak-
marka við Island, svo sem viður-
kennt er af hálfu Bretlands) var
ekki I eðli sinu ætlað að gilda um
aldurog ævi. Sérstaklega er ljóst,
að skuldbinding um að hlita úr-
skurði dómstóls er ekki i eðli sinu
gerð til eilifðar. Ekkert i þessum
málsatvikum eða neinni almennri
reglu nútima þjóðarréttar
réttlætir annað sjónarmið.
1 orðsendingunni frá 31. ágúst
1971 gaf rikisstjórn tslands
brezku rikisstjórninni m.a. 12
mánaða fyrirvara varðandi ætlun
sina um að færa fiskveiði-tak-
mörkin umhverfis landið út,
þannig að þau næðu yfir hafsvæð-
ið yfir landgrunninu, en tók fram,
að nákvæm takmörk þess yrðu
tilkynntsiðar. Hún léteinnig i ljós
vilja sinn til þess að kanna mögu-
leika til að finna hagfellda lausn á
þeim vandamálum, sem sneru að
brezkri togaraútgerð, og slikar
viðræður standa enn yfir milli
fulltrúa beggja rikisstjórnanna
með hliðsjón af þvi, að útfærslan
hefur enn eigi komið til fram-
kvæmda. Sérstaklega var tekið
fram, að hin nýju mörk mundu
ganga i gildi eigi siðar en 1. sept-
ember 1972. Samtimis var þvi
yfirlýst, að markmiði og tilgangi
1961 -samkomulagsins hefði að
fullu verið náð. Afstaða rikis-
stjórnar tslands var endurtekin i
orðsendingunni frá 24. febrúar
1972, sem áréttaði, að orðsend-
ingarnarfrá 1961 ættu ekki lengur
við og væru brottfallnar. Afrit af
þeirri orðsendingu voru send
aðalframkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna og ritara Al-
þjóðadómstólsins.
Eftir brottfall sam
komulagsins, sem skráð er i
orðsendingunum frá 1961, var
hinn 14. april 1972 enginn grund-
völlur fyrir þvi, samkvæmt sam-
þykktum dómstólsins, að hann
hefði lögsögu i máli þvi, sem
Bretland visar til.
bar sem hér er um að ræða lifs-
hagsmuni islenzku þjóðarinnar,
vill rikisstjórn tslands leyfa sér
að tilkynna dómstólnum, að hún
vill ekki fallast á að heimila dóm-
stólnum lögsögu 'i nokkru máli
varðandi viðáttu fiskveiðitak-
markanna við ísland og þá sér-
staklega i máli þvi, sem rikis-
stjórn Stóra-Bretlands og Norður-
trlands hefur reynt að visa til
dómsins hinn 14. april 1972.
Af ofangreindum ástæðum mun
rikisstjórn tslands ekki tilnefna
umboðsmann af sinni hálfu”.
Simskeytið frá 28. júli 1972:
,,Ég hef þann heiður að viður-
kenna móttöku á simskeyti yðar
varðandi beiðni af hálfu Bret-
lands, er fram var lögð 19. júli
1972. 1 bréfi minu frá 29. mai 1972
lýsti ég þvi yfir, að ,,eftir brott-
fall samkomulagsins, sem skráð
er i orðsendingunum frá 1961, var
hinn 14. april 1972 enginn grund-
völlur fyrir þvi, samkvæmt sam-
þykktum dómstólsins, að hann
hefði lögsögu i máli þvi, sem
Bretland visar til” og að „rikis-
stjórn tslands mun ekki tilnefna
umboðsmann af sinni hálfu”.
Af þessu leiðir, að það er enginn
grundvöllur fyrir beiðninni, sem
simskeyti yðar visar til. Hvað
sem öðru liður fjallar stefnan frá
14. april 1972 um réttarstöðu rikj-
anna tveggja, en ekki um efna-
hagsaðstæður vissra fyrirtækja i
einkaeign eða annarra hagsmuna
i öðru þessara rikja.
Án þess að draga nokkuð úr
þeim rétti, sem kemur fram i
fyrri röksemdafærslu. mótmælir
islenzka rikisstjórnin þvi sérstak-
lega, að dómstóllinn kveði upp
bráðabirgðaúrskurð samkvæmt
41. gr. samþykktarinnar og 61. gr.
reglna um dómstólinn i máli þvi,
sem Bretland visar til, þar sem
einginn grundvöllur hefur skap-
azt fyrir lögsögu.
Til upplýsinga fyrir dómstólinn
óskar rikisstjórn tslands i þessu
sambandi að visa til röksemda
þeirra fyrir útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar, sem fólust i bréfi henn-
ar til dómstólsins. dags. 29. mai
1972, og þeim skjölum, sem
fylgdu þvi”.
Skákkyrrð
Framhald af 5. siðu.
i afkomendum, sem eru hinir
óstýrilátustu enn i dag. ...
Heim komu þeir með munka og
kristindóm og meðan menn trúöu
enn á Fjandann voru þeir frómir
vel.
Og þar lauk sögum — þá hófst
nýr timi og beisklegri, kenndur
við Dani. Við skulum okkar
sjálfra vegna hlaupa yfir hann.
Og láta okkur nægja að fara með
þá framtiðarósk, að einhvern-
tima veröi mögulegt að draga at-
hygli heimsins að heimsmeist-
aramóti i skák i borginni Belfast.
Tengilína
Framhald af bls. 3.
sviði, en nú er sem kunnugt er svo
ástatt að meginhluti allrar raf-
orkuframreiðslu á tslandi er i
höndum Landsvirkjunar, sem
engir eiga aðild aö nema Reykja-
vikurborg og rikissjóður. Með
hinni nýju skipan raforkumála
stefnir rikisstjórnin að þvi að
dreifa valdi og auka lýðræði.
Þegar nauðsynlegum undir-
búningi iðnaðarráðuneytisins
undir það er lokið verða væntan-
lega lögð fyrir alþingi frumvörp
um breytingar á gildandi lögum
um raforkumál. Munu þá allir að-
ilar, sem áhuga hafa eiga þess
kost á nýjan leik að koma sjónar-
miðum sinum á framfæri, en að
lokum sker meirihluti alþingis
úr um hugsanleg ágreiningsefm.
Um tengilinu milli Eyjafjarðar
og Skagaf jarðar, sem nokkuð hef-
ur verið rætt um, er það að segja
að tillagan um þessa tengilinu
fólst i framkvæmdaáætlun þeirri,
sem lögð var fyrir siðasta þing,
en þar var um að ræða nákvæm-
lega sams konar vinnubrögð og
iðulega hefur verið beitt við á-
kvarðanir af þessu tagi. Engin at-
hugasemd var gerð viö tengilin-
una, hvorki innan þings né utan
og ekki heldur af neinum stjórn-
armanni S.t.R. og frafnkvæmda-
áætlunin var samþykkt mótat-
kvæðalaust. Lagning þessarar
tengilinu var að sjálfsögðu afleið-
ing af áætlunum sem gerðar
höfðu verið af Rafmagnsveitum
rikisins og Orkustofnun og voru
þær auðvitað tiltækar þingnefnd-
um, ef frekari skýringa heföi ver-
ið óskað.”
NYLON hjólbarðarnir japönsku
fóst hjó okkur.
Allar stærðir ó fólksbíla, jeppa og vörubíla
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Verkstæðið opið alla daga
fró kl. 7.30 til kl. 22.00.
SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055
I |úffcngir ictin
«>.• |>t úl’uiuioAuí
íj I r.imrcili It.i
kl I Mi» I S «)0
, oj ki i'v
i' Boróp.mianit li|a
1 \firfr;tinrciiV»lutii;tnni
Sinn IH22
VEITINGAHUSID
OÐAL
VIÐ AUSTURVOLL
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholl! 35 — Reykjavík — Sím! 30688
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
LJÓSASTILLINGAR
HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR
Látlð stilla i tima. 4
Fljót og örugg þjónusta.
umi'
13-10 0
OPINBER
STOFNUN
Óskar eftir að ráða ritara til starfa nú
þegarjstaðgóð kunnátta i bókhaldi og með-
ferð skrifstofuvéla nauðsynleg. Upplýs-
ingar um menntun og fyrri störf sendist
afgreiðslu blaðsins fyrir 10. ágúst n.k.
merkt: ,,Þ-1000”.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Unnar Kjartansdóttur
fyrrverandi kennslukonu frá Hruna
Fyrir hönd aðstandenda
Helgi Kjartansson
Kr. Guðmundur Guðmundsson.
Móðir okkar
KRISTÍN VILHJÁLMSSON
Alfheimum 31
andaðist i Borgarspítalanum 27. júli.
Börn og tengdabörn.