Þjóðviljinn - 05.08.1972, Page 2

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Page 2
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1972 Eftirliti með umbún- aði minkabúanna ábótavant? _ J— AÐVÖRUN 1 RAFMAGNSGlRÐINfi | STRANGI 1 mk \m 1 . UMFERÐ lega bönnui 7 ■■■■ K afmagnsgirðing stóð á skiltinu, en ekkert rafmagn var á girðingunni. Sjáið girðinguna niðri við jörð. Að visu nær virnetið um það bil tvær til þrjár tommur niðurfyrir spýtuna neðst við jörö, — en hvaða minkur skriður ekki þar undir? Horn ✓ 1 síðu Tillaga í skattamólum Einhverjir hafa verið að fárast yfir þvi, að dæmi þau sem tekin hafa verið til með- ferðar hér i dálkunum úr skattskránni, skuli öll hafa verið valin af Suðurnesjunum, nánar tiltekið úr Keflavik og Njarðvik. Við þessu sjónarmiði er raunar ekkert að segja annað en benda á, að mat undirritaðs cr, að viðar en á Suðurnesjum sé að finna Keflavikur og Njarðvikur. Sú sviksemi sem þar á sér stað við skattaframlöl hlýtur að eiga sér stað á öðrum stöðum jafnt. Þó svo að svind- lið i kring um Kanaleiguna sé sérfyrirbæri Suðurnesjabæj- anna, þá eru viðar en þar til svikulir útvegsmenn, rakarar, kaupmenn og leigubilstjórar, og þvi auðvelt að herma da-min upp á hvern þann sem svikaiðjuna stundar, hvar svo sem hann býr. Þvi skal hér enn tekið dæmi úr skattskrá þessara byggða. Á þessu sva'ði eru starfandi að minnsta kosti 50 leigubil- stjórar. Af þessum sökum eru tekjur þeirra mjög litlar, eða frá 260 þúsund á ári og aðeins upp yfir 400 þúsund, þannig að skatlarnir liggja á bilinu 30—70 þúsund, þó einhver frá- vik kunni að vera niður fyrir lægri töluna. Á sama tima og fjölskyldur allra þessara leigubilstjóra lepja dauðann úr skel, og utanlandsferð sé ekki nema svo sem ein pr. fjölskyldu á ári, býr i Keflavik kona ein, rúmlega sjötug, og lifir af eftirlaunum, sem hún lagði fyrir með áratuga barna- kennslu þar i plássinu. Fram- lag þessarar konu til uppeldis æskunnar er ekki það eitt að hafa kennt henni á bók, heldur hafði hún um árabil yfirum- sjón með barnastúkunni þar á staðnum, svo eitthvað sé nefnt. 1 heiðursskyni fyrir allt sitt starf fékk kona þessi ein- hverja tegund af riddara- krossi lyrr á þessu ári. Nú heiðra skattayfirvöldin konu þessa með þvi að leggja á hana rúmlega 90 þúsund krónur i skatta. Þvi er það að ég geri það að tillögu minni, að yfirvöld þar syðra heiðri konuna á annan hátt en með slikri sköttun. Vegna baráttu hennar gegn áfengi og áfengisneyzlu undanfarin ár, verði hún gerð skattfri, en sköttum hennar skipt niður á leigubilstjórana á svæðinu, sem — án þess ég sé maður til að áfellast það — hala drýgl tekjur sinar með útsölu á áfengi eftir lokunar- tima verzlana. úþ Sjálfsagt muna allir þær deilur er upp komu, þegar alþingi leyfði aftur minka- rækt hér á landi árið 1969. Menn höfðu slæma reynslu af minkarækt, svo slæma að hún var bönnuð um margra ára skeið. Helztu rök minkaræktunarmanna voru þau, að nú væri kom- inn svo fullkominn útbún- aður í sambandi við minka- búin, að alls engin hætta væri á því, að dýrin slyppu út. Slíkt er fráleitt. Hinir, sem voru á móti minkarækt sögðu aftur á móti, að aldrei yrði hægt að búa svo um hnútana að dýr slyppu ekki út. Menn skyldu biða og sjá. Það liði sjálfsagt ekki á löngu þar til fyrsta slysið yrði. En hvað sem öllum deilum leið, þá samþykkti alþingi að leyfa minkarækt aftur, og strax er þeirri samþykkt fenginni hófust minkaræktunarmenn handa. Hvert minkabúiö af öðru reis upp, og sagt var að umbúnaður búr- anna væri eins fullkominn og hugsazt gæti. t>að leið þó varla meira en eitt ár þar til fyrsti aliminkurinn veiddist út á viðavangi. Hvaðan var sá minkur? bað tókst aldrei að sanna. Oll búin sóru og sárt við lögðu, að þau hefðu engum mink tapað. En aliminkur var það samt. Fyrir aðeins örfáum dögum veiddist aftur aliminkur uppi á Kjalarnesi. Aftur gerðist sama sagan og fyrr: Ekkert búanna viðurkendi, að minkurinn væri frá sér. En aliminkur var það samt. Þetta leiðir hugann að þvi, að Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra bar á sinum tima fram þingsályktunartillögu um að marka aliminka, rétt eins og bændur gera við sinn búpening. Þessi þarfa tillaga var felld, eins og svo margar góðar tillögur stjórnarandstæðinga i tið við- reisnar. Það er nú enn betur að koma i ljós hversu þörf þessi til- laga Magnúsar var. Hefði hún verið samþykkt, þá þýddi ekkert fyrir forráðamenn minkabúanna að þræta fyrir sin dýr, sem veiðast á viðavangi. Og einni spurningu er ósvarað. Er eftirliti með umbúnaði minka- búanna ábótavant? Blaðamaður Þjóðviljans brá sér upp að minkabúinu Lykkju á Kjalarnesi þar sem rekið er stórt minkabú. Þetta var um miðjan dag i miðri viku, sem blaðamann bar þarna að. Hann stanzaði rúma klukku- stund við búið, en þar var ENGAN MANN AÐ FINNA. Samt var enginn lás fyrir dyrum, þannig aö hægt var ef vilji hefði verið fyrir hendi að fara inn um allt búið. Þá stóð á girðingunni i kringum búið, að hún væri raf- magnsgirðing. Það má vera að hægt sé að setja rafmagn á hana, en þennan dag var enginn straumur á henni. 1 stuttu máli sagt þá heldur hún engum mink sem sleppur úr búri sinu, eins og myndirnar hér á siðunni sýna vel. Umbúnaði þessa minkabús er greinilega ábótavant, auk þess sem það verður að teljast kæru- leysi, að enginn skuli koma og gæta að þvi hvað ókunnur maður er að sniglast i kringum búið. Nú má vera að umbúnaður þessa minkabús sé eins og lögin segja fyrir um, og eflaust er hann ekki verri þarna en annarsstaðar. Við erum heldur ekki að halda þvi fram, að minkurinn sem veiddist á dögunum sé frá Lykkju, siður en svo. Hinsvegar varð þetta bú fyrir valinu þegar við ákváðum að skoða eitt þessara búa án þess að gera boð á undan okkur. Eftir þá skoðun heldur undirritaður þvi fram, að girðingin i kringum Lykkju-búið sé ekki minkaheld. S.dór. AUGLÝSING UM GJALDDAGA 0G INNHEIMTU ÞINGGJALDA í KÓPAV0GI Skattskrá fyrir árið 1972 hefur verið lögð fram i Kópavogi og hefur gjaldendum ver- ið sendur álagningarseðill, þar sem til- greind eru gjöld þau, sem greiða ber sam- kvæmt álagningu 1972. Þinggjöld, sem greiða ber 1972, eru þessi: Tekjuskattur, eignarskaltur, kirkjugjald, slysatrygginga- gjald vegna heimilisslarfa, iðnaðargjald, slysatrygging- argjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr.. 67/1971, lif- eyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysis- tryggingagjald, alm. launaskattur, sérstakur launaskatt- ur, kirkjugarðsgjald og iðnlánasjóðsgjald. Samkvæmt ákvæðum i reglugerð nr. 245/1963, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 68/1971 og lög nr. 7/1972, ber hverjum gjaldanda að greiða álögð gjöld, að þvi frádregnu,sem greitt hefur verið fyrirfram, með 5 jöfnum greiðslum 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv., og 1. desem- ber. Vanskil að hluta skv. framansögðu valda þvi, að allir skattar gjaldandans á gjaldárinu falla i eindaga 15 dögum eftir gjalddagann og eru lögtakskræfir ásamt kostnaði þ.á.m. dráttarvöxtum. Gjaldendum er skylt að sæta þvi, að kaup- greiðendur haldi eftir af kaupi þeirra til- skyldum mánaðarlegum greiðslum, enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að ann- ast slikan afdrátt af kaupi, að viðlagðri eigin ábygð á skattskuldum starfsmanns. Kópavogi, 2. ágúst 1972. Bæjaríógetinn i Kópavogi. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÓSASTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR Látið stilla í tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.